Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Blaðsíða 12
/
12
DV. FÖSTUDAGUR 3. MAl 1985.
ATVINNUREKENDUR
Rúmlega fimmtugur vélfræðingur með full réttindi, hefur
verið vélstjóri, verkstjóri og framkvæmdastjóri, góður
tungumálamaður og reglumaður, óskar eftir starfi nú
þegar hvar á landinu sem er.
Upplýsingar í síma 37656 á kvöldin.
HÁRSNYRTISTOFA VIÐ
LAUGAVEG
Vel rekin og vel staðsett hársnyrtistofa við Laugaveg er til
sölu.
Leitað er eftir tilboðum. Allar nánari upplýsingar á skrif-
stofu vorri.
Fasteignasalan Spor sf.,
Laugavegi 27, 2. hæð.
Símar: 21630 og 21635.
Sigurður Tómasson, viðskiptafræöingur.
Guðmundur Daði Ágústsson.
TIL SÝNIS OG SÖLU
árg. km kr.
Toyota Crown1983 120.000 500.000,-
Range Rover Oldsmobile 1976 170.000 450.000,-
Cuttan 1979 ný vól 300.000,-
Lancer GSR 1982 46.000 280.000,-
Galant 2000
GLX 1981 14.000 340.000,-
Pontiac Fire-
Bird 1981 28.000 m. 700.000,-
Pontiac Trans
Am 1976 10.000 ávél 550.000,-
Zastava Fiat 1984 11.000 190.000,-
Bilasala — bílaskipti — greiðslukjör — skuldabréf.
Vegna góðrar sölu vantar bíla á skrá og á staðinn.
Sýningarsalur + útisvæði.
Höfum fjársterka kaupendur að t.d. Mazda 626 árg. '83—
'84, Subaru 4x4árg. '82—'84o.fl., o.fl.
Sölumenn Guðbrandur Geirsson og Hólmar Kristmunds-
son.
Bílasalan
HÖFÐI
Vagnhöföa 23 v/Höfðabakka — sími 67-17-20.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á hluta í Hæðargaröi 2, tal. eign Þorbjörns Guöbjörns-
sonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri
mánudaginn 6. mai 1985 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á hluta 1 Sólheimum 23, tal. eign Valgarös Magnús-
sonar, fer fram eftir kröfu Jóns Þóroddssonar hdl., Gjaldheimtunnar i
Reykjavik, Tryggingastofnunar ríkisins, Ólafs Gústafssonar hdl. og
Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 6. mai 1985 kl.
14.30.
Borgarfógetaembættiö I Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 1105. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 10. og 13. tbl. þess
1985 á Háagerði 15, þingl. eign Sigurþórs Margeirssonar, fer fram eftir
kröfu Landsbanka fslands á eigninni sjálfri mánudaginn 6. mai 1985 kl.
13.45.
Borgarfógetaembættiö í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annaö og síöasta á hluta i Mávahlfö 33, þingl. eign Hjartar Hannssonar,
fer fram eftir kröfu Gústafs Þórs Tryggvasonar hdl., Guöjóns Á. Jóns-
sonar hdl., Tryggingastofnunar ríkisins, Péturs Guömundarsonar hdl.,
Asgeirs Thoroddsen hdl., Landsbanka islands og Veödeildar Lands-
bankans á eigninni sjálfri mánudaginn 6. maf 1985 kl. 10.30.
Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.
Menning Menning Menning
DV-mynd KAE.
Norræna húsið:
Rósa Taikon og Berand Janusch skoða f ainn sýningarskápinn f anddyrf Norræna hússins.
TÖFRAR
SILFURSINS
— eins og þeir verða á sýningu Rósu Taikon og Berend Janusch
Nú stendur yfir í Norræna húsinu
sýning á silfurmunum listamannanna
Rósu Taikon og Bernend Janusch. A
sýningunni eru skartgripir og listmun-
ir sem rekja má til kirkjulegra heföa.
Rósa Taikon er sígauni aö uppruna.
Hún vinnur verk sín aö hluta út frá
hefðum sem i árhundruð hafa ríkt
meðal þjóöar hennar. I bland eru áhrif
| úr öörum áttum. M.a. sýnir hún vemd-
argripi sem byggja á trúartáknum
frumstæöra þjóða. Gömul tákn um
frjósemi, heilbrigöi, hamingju og vel-
gengni eru oft kjarninn í samsetningu
skartsins.
Berend Janusch er Austurríkismaö-
ur. Hann byggir list sína á hefðum mið-
evrópskrar menningar. 1 verkum hans
má sjá áhrif frá kirkjulegri list, s.s. í
ljósastikum og kaleikum.
Rósa og Berend hafa um árabil búiö
og unnið saman í Svíþjóð. Þau eiga að
baki mikinn fjölda sýninga saman og
hvort í sínu lagi. Þau hafa sýnt verk í
flestum löndum Norður-Evrópu. Um
þessar mundir er verið að leggja síð-
ustu hönd á sýningu á verkum þeirra í
París. Eru það munir sem keyptir hafa
verið af söfnum víða um lönd. Á sýn-
ingunni í Norræna húsinu getur aftur á
móti einungis að líta ný eða nýleg verk.
Sýningunni lýkur þann 12. maí.
GK.
ALMENNT
ÁHUGALEYSI -
EÐA HVAÐ?
T6nl*ikar Sin«6niuhl)ómavsltar islanda áaamt
kvannakömum Lyrunni I Háakólabiöl 27. april.
Stgrmandl: Jaan-Piarra Jacquillat.
KAratJórl: Lana von Bonadorff.
Efnlaakrá: Laoa/Janacak: Taraa Bulba; Jaan
Sibaliua: Impromtu op. 1» fyrir kvannaraddir og
MJAmavait; Clauda Dabuaay: Þr)ú naiturlJAO;
Manual da Falla: Þrlhymdl hatturinn.
Kvennakórinn Lyran og Sinfón-
íuhijómsveitin héldu á laugardag tón-
leika þá sem halda skyldi um miðjan
októbermánuö á siðastliönu ári en
fresta varð sakir verkfalla. Likt og
með sjálfstæðu tónleika kórsins í
Félagsstofnun virtist fresturinn og
breytingin hafa komið sér illa. Kynn-
ing öll og auglýsingar voru af skornum
skammti — svo mjög að fastafylgi
áskrifenda skilaði sér ekki nema að
litlum hluta og má vel vera að fólk hafi
ekki almennt haft það á hreinu að um
áskriftartónleika væri að ræða. Illt er
að verða að trúa að áhugaleysi hafi
valdið þegar jafnágætur kór og Lyran
sækir okkur heim.
Áhugaleysi mátti samt gjörla greina
á leik hljómsveitarinnar í fyrsta verk-
inu á efnisskránni, Hljómsveitar-
rapsodíunni Taras Bulba, eftir Leos
Janacek. Það gagnar lítt þótt fyrsta
fiðla standi sig vei og sýni lit þegar af-
Tónlist
Eyjólfur Melsted
gangurinn af hljómsveitinni spilar
meira og minna með hangandi hendi.
Málmblásararnir sem hjá Janacek fá
ótal tækifæri til að láta ljós sitt skína,
bæði einir sér og í samleiksköf lum, létu
mörg tækifærin ganga sér ónýtt úr
greipum. Það var helst aö tréblásarar
héldu uppi merkjum.
Eftir að hafa hlýtt á söng kvenna-
kórsins Lyrunnar fyrr í vikunni varð
maður ekki hissa á framúrskarandi
góöum söng hans bæöi í Impromptu
Sibeliusar og kröfuhörðu kðrhlutverk-
inu í Hafgúunum, siðasta næturljóðinu
af þremur í samnefndri svítu De-
bussys. Hann átti svo sannariega skilið
að fá betri aösókn á tónleika sína í Is-
landsförinni.
Heldur hafði glaönað yfir áhuga
hljómsveitarlima frá því í upphafs-
verki tónleikanna eftir því sem á leið
og þegar að ballettónlist de Fallas,
Þríhymda hattinum, kom má segja að
hún hafi verið komin til sjálfs sín —
þ.e. farin að spila eins og hún á að sér.
Húnfór bara fullseint i gang.blessunin,
þennan daginn. Það væri afsakanlegt
ef um væri að ræða áhugamannahóp,
en ekki hjá Sinfóníuhljómsveit ís-
lenska ríkisins — hún á að vera upp yf-
ir það hafin að láta áhugaleysi almenn-
ings eða slælega kynningu á tónleika-
haldi hennar koma niður á leik sinum.
EM.