Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1985, Blaðsíða 5
5
DV. FÖSTUDAGUR 3. MAl 1985.
Almannavarnirað Ijúka uppsetningu eigin talstöðvarkerfis um alltland:
UTKALLA
Nýtt VHF-talstöðvakerfi Al-
mannavarna ríkisins gerbreytir að-
stöðu til þess að gefa út viðvaranir og
kalla út björgunarlið. Nú þegar er
bein tenging úr aðalstöðvunum í
Reykjavík við um 100 aðila á svæðinu
frá Kirkjubæjarklaustri vestur um
Faxaflóa. Samband næst nú á innan
við mínútu við alla. Þaö tók áöur allt
að hálfa klukkustund.
Guðjón Petersen, forstöðumaöur
Almannavama, segir aö ennfremur
náist jafnskjótt samband við stjóm-
stöðvar í öðrum landshlutum, sem
síðan láti boð ganga um sín svæði.
Nú er aðeins eftir að koma upp end-
urvarpsstöðvum á norðanverðum
Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og
Austurlandi. Því lýkur væntanlega á
EINNIMMTU
árinu og þá nær talstöövakerfiö um
land allt.
Endurvarpsstöðvarnar era nú
fimm og fjölgar um helming. 112
aðilar eru þegar tengdir kerfinu. Það
eru almannavarnanefndir, stjórn-
stöðvar, lögreglustöðvar, sjúkrahús,
björgunarsveitir, virkjanir og aðrir
sem koma við sögu ef vá er fyrir
dyrum. Kerfið er algerlega s jálfstætt
og gengur nærri sama hvaö á dynur.
Almannavamir hafa ennfremur
beint samband við öll önnur fjar-
skiptakerfi í landinu.
Endurvarpsstöövar Almanna-
varna kosta um 220 þúsund krónur
hver, auk tenginga og uppsetningar.
Talstöðvamar kosta um 20 þúsund
krónur hver. Kostnaður við að koma
kerfinu upp er því hátt í fimm millj-
ónir.
Að sögn Guöjóns Petersen verða í
nýrri símaskrá allar upplýsingar um
not almennings af kerfi Almanna-
varna. Þar á meðal hvemig ná á
sambandi við það hvar sem er á
landinu.
HERB
„Hlægilegt ef þetta
er eina lausnin”
,,Ef þetta á að verða eina lausnin þá
er þetta stórhlægilegt,” segir Björn
Olafsson, einn af forsvarsmönnum
áhugamanna um úrbætur í húsnæðis-
málum um frumvarpið um greiðslu-
jöfnun. „Þeir geta bara sleppt þessu ef
lausnin á að vera þessi. Húsnæðislánin
eru ekki aðalvandinn. Annaðhvort
verður aö gera þetta almennilega eða
allt veröur vitlaust,” segir Bjöm.
Björn segir að húsnæðishópurinn
hafi farið fram á aö ffllum yrðu endur-
greiddar þær upphæðir sem búið er að
ofgreiða miðað við þær forsendur sem
gefnar vora í upphafi lántökunnar.
Þetta á við öll lán. Greiðslujöfnun átti
að koma á eftir þegar búið yrði að leið-
rétta þessar ofgreiðslur. Hópurinn hef-
ur lagt til að tekinn verði upp skattaf-
sláttur til að leiðrétta þessar ofgreiðsl-
ur aftur í tímann.
,,Ef þetta er hins vegar eitt af mörg-
um atriðum þá er þetta góðra gjalda
vert,” segir Björn Olafsson.
Ásmundur Stefánsson, forseti ASI,
segir að viðræðum ASI og rikisstjórn-
arinnar um lausnir í húsnæðismálum
sé ekki lokið.
„Það er ljóst að greiðslujöfnunin er
ekki einhlít lausn á vanda þeirra sem
era í greiðsluerfiðleikum,” segir Ás-
mundur Stefánsson. Hann bendir á að
ósvarað sé hver viðbrögð banka og líf-
eyrissjóða verða. Einnig er ekki ljóst
hver jir fá þessa frestun.
Hann segir að grundvallaratriðið til
lausnar sé að f á aukiö f jármagn til hús-
næðismála. Annað mál, sem einnig
verði að leggja áherslu á, sé að lækka
verði vexti af lánum. Þá sagði Ás-
mundur að í viöræöum ASI og ríkis-
stjómarinnar undanfariö hefði veriö
rætt um skattaafslátt, en á því sviði
hefur ekki náðst niðurstaða. „Þannig
að málin era enn í viðræöu og ríkis-
stjómin sjálf lítur svo á að þeim sé
ekki lokið,” sagði Asmundur.
APH
Hrafninnflýgur
ísumar
Kvikmyndin Hrafninn flýgur
verður sýnd í sumar í Austurbæjar-
bíói. Verður myndin með enskum
texta endaerusýningamareinkum
ætlaðar erlendum ferðamönnum
sem og íslenskum námsmönnum
sem dveljast hér heima aðeins á
sumrin. Myndin veröur sýnd dag-
lega á einni sýningu, klukkan sjö í
Csalbíósins.
Viðurkenndi dreif-
inguáhassi
Manni þeim sem var handtekinn á
dögunum af fíkniefnalögreglunni og
dæmdur í 30 daga gæsluvaröhald hefur
verið sleppt úr haldi.
Maöurinn viöurkenndi aö hafa séð
um dreifingu á 700 grömmum af hassi.
Hann upplýsti ennfremur að hann
hefði veriö að selja hass fyrir annan
mann.
Sá var handtekinn á Keflavíkurflug-
velli í mars sl. Maöurinn var þá góm-
aður með 1,5 kg af hassi sem var límt
utanumhann.
-SOS
Dyrhólaey lokuð
011 umferð ferðamanna um Dyrhóla-
ey verður bönnuð frani til 25. júní.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Náttúravemdarráði en ráðið hefur
ákveðið að notfæra sér heimild sína til
að vernda dýralífið í eynni með þess-
umhætti.
BORGARNESDAGAR
I LAUGARDALSHOLL 2.-5. MAI
í KVÖLD:
Kl. 18.45: Söngvar úr Ingiríði Óskarsdóttur,
eftir Trausta veðurfræðing.
Kl. 21.00: Tískusýning.
Lukkugesturinn fær verðlaun.
Vörusýning, matvælasýning, listsýning, leikir.
Bragðið gómsæta rétti, skoðið listaverk 20 þekktustu listmálara
landsins og spáið í silfur Egils — 10.000 króna verðlaun.
Borgarnes er komið í bæinn.
OPIÐ KL. 13-22.
TIL SUNNUDAGSKVÖLDS
Dregið i ivrsta flokki
kl.6 í dag
Nokkrir lausir miöar enn til sölu
Munið að endumýjaí
HAPPDRÆTTI
Dvctlarheimilis aldraðra sjómanna