Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR10. MAl 1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd UNESCO VILL EKKIRÆÐA FJÁRMÁLASUKKIÐ HJÁ SÉR Conoco finnur olíu Oliufundur Conoc(H)líufyrir- tækisins á Haltenbankensvæöinu fyrir utan Mið-Noreg kann að vera stærsti oliufundurinn á landgrunni Noregs. Conoco hefur borað meira en 100 metra niöur í sjávarbotninn. Ekki eru menn alveg vissir um hvaö þeir hafa fundið, en allt bendir til aö nóg sé þama af olíu. Olian kann þó að vera i þvi formi að ekki sé hægt aö nota hana. En Conoco, sem hefur lengi leitað oiíu viö Noreg en litið fundið, vonar aö hægt veröi aö mala þaöan svart gull úr s jó. Evrópusamvinna Stjórn Evrópubandalagsins hefur sett i gildi nýja langtíma- áætlun um að treysta böndin við löndin í Fríverslunarbandalagi Evrópu, EFTA: Island er eitt sjö landa EFTA, ásamt hinum Noröur- löndunum nema Danmörku, sem er i Evrópubandalaginu. Utanríkisráöherra Evrópu- bandalagsins, Willy de Clerq, sagði aö bandalögin tvö ættu aö byrja á aö minnka tæknihindranir ýmsar og skrifræði sem hamia viöskiptum milli þeirra. Einnig ættu þau að hafa samvinnu i sumum málum, svo sem rannsóknum. I apríl ákváöu ráðherrar EFTA og Evrópubandalagsins aö mynda „kröftugt evrópskt efnahags- svæöi,” sem i eru 350 milljónir íbúa. Plötuöu gæsir Vísindamenn í Sovétríkjunum gátu platað um 12 grágæsapör til aö hreiðra um sig við Ladogavatn nálægt Leningrad. Þetta er i fyrsta sinn í 20 ár sem grágæsir hafa verpteggjumþar. Vísindamennimir notuðu ástar- kall kvengæsa til aö laða gæsirnar aö. Þeir hafa einnig komist aö því, meö hjálp hljóðupptaka, að um 300 tegundir fugla lifa i nágrenni Leningradborgar, þar á meðal margar sem eru í útrýmingar- hættu. Nauögarívill verðakona Pólverji, sem er sakaður um að hafa nauögað og drepiö níu konur, hefur beöiö um að fá aö gangast undir kynskiptingaraðgerö til aö hann verði ekki aftur hættulegur samfélaginu. Réttarhöld yfir nauðgaranum, 39 ára gömlum, hófust i Gdansk á miðvikudag. Maðurinn, Atojzy Tuchlinow, báröi fómarlömb sin aftan i hnakkann með kylfu og nauðgaöi þeim síöan. Tuchlinow hefur lagt tvennt til: aö hann fái að skipta um kyn og aö hann fái aö vinna á akri sinum í stað þess aö fara í fangelsi. Finnargegn nasistum? Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti hélt þvi fram áttunda mai aö Finnar heföu hjáipað til við aö sigra stríösvél þýskra nasista. Þetta er svolítið á skjön viö söguþekkingu flestra annarra. Finnland barðist við hliö Þjóöverja gegn Sovétmönnum árið 1941 en snerist siöar gegn Þjóöverjum þeg- ar illa fór aö ganga. Finnar áttu í striöi gegn Sovétmönnum 1939—40 og 1941—44. Þá sömdu þeir um vopnahlé. Koivisto barðist sjálfur gegn herjum Sovétríkjanna. Ræöa hans f jallaöi aðallega um hvernig Finnar heföu hrakið Þjóðverja frá Lapplandi, sam- kvæmt skilmálum vopnahlésins 1944. Vonir vestrænna fulltrúa um að fá að ræöa bandaríska skýrslu, sem gagnrýnir fjármálastjóm UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, bmgðust þegar skýrslan var tekin út af dagskrá í gær. Fram- kvæmdanefnd UNESCO kom þá sam- an til sex vikna fundar i aðalstöövun- umíParís. Sex vesturlanda og Japan höföu lagt til aö tekin yröi til umræöu útdráttur úr skýrslunni sem rikisendurskoöun BandarCkjanna haföi gert i fyrra. Aust- antjaldslöndin og ríki þriðja heimsins lögðustgegnþví. Fulltrúi Indlands sagöi: „Það yröi hættulegt fordæmi ef tekin yrði til um- ræðu fyrirspum aðildarríkis, og einkanlega þá aðildarrikis sem hefur dregiö sig út úr UNESCO. önnur riki gætu fylgt á eftir og þetta gæti orðið endalaust.” Þá var einnig aö þvi fundiö aö skýrslan hafði ekki verið þýdd á frönsku. Nokkrar athugasemdir Ama- dou Mahtar M’Bow framkvæmda- stjóra við skýrsluna vora til á frönsku, en menn féllust ekki heldur á að taka þærtilumræöu. Náðarsamlegast var látiö eftir aö nefndarmenn mættu geta skýrslunnar þennan eina og hálfa dag sem ætlaöur er af þessum sex vikna fundi til þess að ræða skýrslu bráðabirgöanefndar, er sett var á laggirnar í fyrra til að gera tillögur um úrbætur og endurskipu- lagninguá UNESCO. I bandarísku skýrslunni hafði UNESCO veriö gagniýnt fyrir slælega framkvæmdastjóm, lélegt eftirlit með útgjöldum og og miðstýrðar ákvarö- anatökur. Bandaríkjastjórn ákvaö á sinum tíma aö segja sig úr UNESCO vegna óstjórnar hjá stofnuninni, ráö- andi andvestrænna sjónarmiöa og vegna pólitísks reipdráttar. Bretiand hefur boðað að þaö muni segja sig úr UNESCO við næstu áramót. V-Þýskaland, Japan og Hol- land hafa gefið til kynna aö þau kunni einnig aö taka aðild sina til endur- skoðunar. 'S-‘' 'X-tv*’ T " mm* mmg mm " * ~ <m ... £* • mt* .v..í m t 5 . wJ 4 'JC % ' ! im. V . x. ' ' ' j ■; | , v (i • \ . '\ .s "**••' ... ' s:' 'ÆmM'jiHt*. ••«• fm *?*-■.*>!«&>& .T* U* '• ■ ...» . Áhrif araba maðal þriðja heimsríkja hafa meðal annars valdið þvi að menntamólastofnunin, sem annars styrkir viða fornleifarannsóknir, hefur ekki viljað styrkja uppgröft gyðinga við Jerúsalemmúra. ÍBonduuell irþað mögulegt. Bondwell 12 er einstök tölva á ótrúlegu verði. • I ferðatösku með handfangi. • CP/M 2,2 stýrikerfi. • 9" amber skjár, 24 línur, 80 tákn. • 16 forritanlegir notendalyklar. • synthesizer sem talar ensku. FORR/TSEM FYLGJA: • Wordstar • Mailmerge • Calstar • Datastar • Reportstar Einnig model 14 CPM 3.0 DSDD. Tæknilýsing: Z80A 4MHz. CP/M 2,2. 64K RAM. 4K ROM. Diskadrif, tvö 5,25", 1/2 hæð, samtals 360 K. Les diska á drifi B: Osborn, Kaypro og Spektravideo. Tengi: Tvö RS232C. Eitt Centronis. Mál: 195X450X395 mm. Þyngd 11,8 kg. Aukalega: íslenskir stafir og forrit. Bakarí, aflauppgjör, launaforrit o.s.frv. Ath. ferða telex gegnum Easy link. i Laugavegi 89, sími 13008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.