Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Page 15
DV. FCSTUDAGUR10. MAl 1985, 15 Nýja Shellstöðin við Vesturlandsveg er engin venjuleg bensínstöð. Nýja Shellstöðin er þjónustumiðstöð sem á engan sinn líka. # Allar eldsneytisdælur eru undir þaki. Það er jafnt til þæginda fyrir viðskiptavini og starfsfólk og opnar möguleika til.þess að veita bensín- og olíukaupendum ýmsa þjónustu, sem hvergi fæst annars staðar. Sjoppan er tvímælalaust ein sú besta í bænum. Starfsfólk Bæjarnestanna er nefnilega búið að læra fyrir löngu, að til þess að standa sig í samkeppninni þarf bæði gott vöruúrval og lipra þjónustu. í veitingasölunni eru fulikomnustu grilleldunar- tæki á Islandi. Þannig er tafarlaust hægt að afgreiða nýsteiktar kræsingar, svo sem hamborgara og kjúklinga, í gegnum lúgu beint í bflinn. Alvöru akið - takið. Fullkomin þvotta- og þurrkaðstaða, með háþrýstidælu, ryksugu og fleiru, er fyrir fjölda bifreiöa í senn. Auk þess eru fjölmörg bflastæði þar sem hægt er að taka lífinu með ró, njóta veitinga, gera ferðaáætlun, líta í blað eða bara leggja sig. Smávöruverslunin er með ótrúlegt vöruúrval - þar sem jafnt er hugsað um þarfir bíls, bílstjóra og farþega. Öryggisbúnaður, grill- og ferðavörur, verkfæri, varahlutir, hreinlætisvörur og ýmislegt sem kemur þér á óvart. Það má reikna með ýmsu óvenjulegu við Vesturlandsveginn um helgina. Þeir sem eru í strangri megrun, þola ekki blóm eða vilja alls ekki láta krakkana taka við gjöfum frá ókunnugum ættu endilega að hugsa sig um tvisvar áður en þeir koma við!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.