Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1985, Síða 18
18 DV. FÖSTUDAGUÍf 10. MAI1985. íþróttir • Svo getur larið að Falcao verði að ieggja takkaskóna á hllluna. Hættir Falcao? Sá möguleiki er fyrlr hendi að Brasilíumaðurinn Falcao hafi runnið skeið sitt á enda sem knattspyrnu- maður. Langt er síðan hann meiddist illa á hné og varð að fara frá ttalíu, en þar lék hann með Roma, tll Bandaríkj- anna í uppskurð. Þessa dagana er hann í Brasiliu að jafna sig og er ekki orðinn géður enn. Hann hefur aðeins getað leikið f jóra leiki með AC Roma í 1. deildinnl á Italíu í vetur. Það yrði mikið áfall fyrir landslið Brasilíu ef Falcao gæti ekki leikið með i árslltum HM í Mexíkó 1986. Brassar hafa ekki á að skipa það traustu liði i dag að þeir hafi efni á að mlssa snllling á borð við Falcao. -SK. Vallarmet hjá O’Grady Bandarikjamaðurinn Mac O’Grady setti í gær nýtt vallarmet á Las Colinas golfvelllnum i Texas en i gær var haldið áfram keppnl atvinnumanna i Bandarikjunum. O’Grady lék fyrstu 18 holurnar í Byron Nelson Classic, en svo nefnist mótið, á 63 höggum. Craig Stadler átti fyrra metið sem var 64 högg. Það setti hann i fyrra er hann vann sama mót. t öðru sæti eftir fyrsta daginn er Andrew Magee á 64 höggum og þriðja Mike Holland á 65 höggum. Tom Watson lék á 67 höggum eins og Cralg Stadler. Gary Player var á 75 höggum. O’Grady Iék fyrrl niu holumar á 33 höggum en síðari niu á aðeins 30 höggum. -SK. Kaffi og kökur að Hlíðarenda Valsmenn halda upp á 74. afmælis- dag félagsins á laugardag með þvi að bjóða öilum velunnurum þess í af- mæliskaffi að Hiiðarenda, félagssvæði félagsins. Allir Valsarar eru hvattir til að mæta. íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróf Sævar heim til Vals „Hef ekkert heyrt f rá Fortuna Köln,” segir Sævar sem kom f rá Belgfu tilíslandsímorgun Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni DVÍBelgiu: „Ég hef ekkert heyrt frá forráða- mönnum Fortuna Köin og legg af stað til tslands í fyrramálið (í morgun),” sagði knattspymumaðurinn Sævar Jónsson í samtali vlð DV í gærkvöldi. Sævar hefur dvalið ytra í hálfan mánuð og var um tima hjá Fortuna Köin í Þýskalandl að kanna aðstæður. I gær var Sævari boðið að leika meö CS Brugge gegn Beveren í úrslitaleik belgísku bikarkeppninnar. Sævar fór f ram á peninga fyrir að spila leikinn en þá upphæö sem Sævar nefndi samþykkti þjálfari CS Brugge ekki. Tveir fastamenn em f jarverandi í liði Bmgge þegar úrslitaleikurinn fer fram. Annar er meiddur en hinn er í banni vegna agabrots, fór niðrandi orðum umþjólfara Uðsins. „Eg verð bara að bíða og sjá hvað setur. Það er ekkert annað fyrir mig að gera eins og mólum er nú komiö,” sagöi Sævar. Hann mun að eigin sögn leika með Val gegn Víkingi í Islands- mótinu á þriðjudag ef ekkert óvænt kemuruppá. -SK. Maradona skoraði Argentína og Paraguay gerðu í nótt jafntefU i vináttulandsleik í knatt- spyrau. Dlego Maradona skoraði úr vítaspyrau á 43. minútu fyrir Argentínu en Zabaia jafnaði fyrir Paraguay á 73. minútu. 45 þúsund áhorfendur sáu leikinn sem fram fór í Buenos Aires í Argentínu. -SK. BJARNI SIGURÐSSON hefur staðið sig frábærlega í Noregi eins og ku Bjama nær látlaust. Bjami varði fjöidann aUan af dauðafæmm í leiknum og á myi HINN PELE Á NYIKNATT- SPYRNU BRASILIU Zico á heimleið f rá Udinese á Italíu eftir að hafa mokað inn peningum í dollurum. Fjölþ jóðafyrirtæki kaupa samning hans Einn snjaUasti knattspymumaður heims, Brasiliumaðurinn Zico, sem tvö siðustu leiktímabU hefur leUdð með ítalska llðlnu Udinese, er nú á förum heim á ný. Hann er 32 ára og hættir hjá Udinese Innnn skamms. Hann er nú staddur i Rio de Janeiro og á í samningum við sltt gamla félag, Flamengo. AUar likur era á að hann gerist þar lelkmaður á ný. Flamengo varð Brasiliumeistarl 1982 og 1983 með Zico í Uðinu. I fyrra sigraði Fluminense. Þegar Zico samdi við ítalska félagið 1983 var kaupverð hans 24 milljónir islenskra króna. Hann er því einn dýrasti knattspyrnumaður heims en Udinese stórgræddi á honum fyrsta leikárið. I kassann komu 240 milljónir ísl. króna og tekið var á móti Zico sem konungi. Hann lék 24 deilda- leiki í leiktímabilinu, varð marka- kóngur á Italíu með 19 mörk. Samið í dollurum A þessu leiktímabiU hefur Zico oft átt við meiðsU aö stríða og ljóminn kringum hann ekki hinn sami og áður. Þó hafa greiðslur til hans fró Udinese og hins brasiliska félags hans veríð 80% meiri en árið áður. Zico og róðgjafar hans voru nefnilega talsvert snjallir, þegar þeir skrifuðu undir hjá Udinese. Samið um allt í dollurum. Þegar skrífað var undir var dollarinn 1300 límr — nú er dollarinn 2000 lírur. Samningur hans var til þriggja ára og hann á því eitt ár eftir af honum. Samt em allar líkur á að hann fari innan skamms aftur til Brasilíu. Hann hefur lent í útistöðum við skatta- yfirvöld á Italíu, sem segja að hann hafi yfirfært milljónir til Brasilíu án þess að greiöa skatt af upphæöinni. Laun hans hjó Udinese frá því í febrúar hafa veriö fryst. Zico heidur þvi hins vegar fram að hann eigi að greiða skatta í Brasilíu. Þar hafi hann gert samning sinn við italska félagið jafnframt auglýsingasamningnum. Þetta mál á eflaust eftir að þvælast í dómskerfinu i mörg ár. Hins vegar fylgir fréttinni að mörg alþjóöleg stór- fyrirtæki vilji nú þegar greiða Udinese hátt í 100 milljónir króna ef félagið leysi hann frá samningi sínum þriðja órið við Udinese — stórfyrirtæki með bækistöövar í Brasiliu. Allt bendir til þess að Udinese taki því boði. Þjóðhetja í Brasilíu Zico hefur nefnilega veriö þjóðhetja á Brasilíu i mörg ár. Hann var aðeins 15 ára, þegar hann gerði samning við Flamengo. Lítið nema beinin, 37 kg að þyngd, en knattspyrnuhæfileikarnir leyndu sér ekki. Hann var álitinn efni í stórspilara og sérstök áætlun gerð í sambandi viö hann hjó félaginu. Byrjað á aö dæla í hann vítamínum og nautakjöti og þjálfunin eins og hjá lyft- ingamanni. Og strákur braggaðist. Þó hann sé enn lítill og grannur er hann sterkur vel. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1976 með Brasilíu gegn Uruguay í Monte- video. Skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu — spymu, sem bar öil merki sniliingsins. Frá þeim degi var nafn Zico þekkt um alia Suður- Ameríku. I hrifningu sinni köliuðu brasiiískir blaðamenn Zico „hinn hvita Pele”. Það var ekki hægt að komast lengra en vera líkt við s jálfan kónginn. Fyrra gælunafn hans „kjúklingurinn frá Quintino”, eins og hann var kallaður í fæðingarborg sinni, gleymdist að mestu. Zico var ekki neitt «/ Zico — eða öllu heldur Arthur Antunes Colmbra. fyrirbrigði eins leiks — frá fyrsta iandsleiknum hefur hann verið einn af höfuðsnillingum knattspyrnu heims- ins. hsím. Tekst Fram að sigra ÍA? Liðin leika til úrslita í meistarakeppni KSÍá Kópavogsvelli íkvöld kl. 19.30 Stórleikur fer fram í kvöld í knattspyrnu þegar Akurnesingar og Framarar leika í meistara- keppni KSl. Leikurinn fer fram ó Kópavogsvetll og hefst klukkan hálfátta. Bæöi liö mæta til leiks með sitt sterkasta lið og bikarínn, sem afhentur veröur að leik loknum, er hinn veg- legasti svo til mikils er aö vinna hjá báðum liðum. Verður fróölegt að sjó hvort nýbakaðir Reykjavikur- meistarar Fram ná að sigra nýbakaða meistara Akraness í litlu bikarkeppn- innl Fyrst var keppt í meistarakeppni KSt órið 1969. Þá sigmðu KR-ingar og er það I eina skiptið sem KR hefur sigrað i keppninni. Keflvíkingar hafa oftast borið sigur úr býtum í keppninni, alls fimm sinnum. Framarar koma næstir með þrjó sigra en Skagamönnum hefur tekist að sigra einu sinni, árið 1978. Vestmanna- eyingar sigruðu í keppninni í fyrra. Dómarí í kvöld verður Þorvarður Bjömsson, milliríkjadómari úr Þrótti, en hann er ó fömm með íslenska drengjalandsliðinu til Ungverjalands og mun dæma i úrslitum Evrópu- keppni drengjalandsliða sem þar fara fram. -SK. íþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.