Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985.
3
TilboðVSÍ:
Samningar til ársloka 1986
— kauphækkanir altt að 24%
— lægstu laun hækki um 7,5% frá 1. júní
Tilboð VSI felur í sér tæplega 24
prósent launahækkun fyiir megin-
þorra launafólks innan ASI. Þessi
hækkun kemur í þrepum á 18
mánuöum eða til ársloka 1986.
A samningstimabilinu er gert ráð
fyrir að allir, sem þiggja laun eftir 24.
launaþrepi i kjarasamningum og þar
undir, fái aukalega um 5 prósent
hækkun. Þeir sem fá ekki þessa
hsAkun eru m.a. byggingarmenn, sem
nú þegar hafa fengið tilsvarandi
hækkun.
I tilboði VSI er gert ráð fyrir að
kauphækkanir verði nú þegar 1. júní.
Verkalýðshreyfingin:
Afstaða tekin á næstu dögum
— Dagsbrúnarmenn neikvæðir
Búast má við þvi aö á næstu dögum
muni landssambönd og verkalýðsfélög
taka afstöðu til samningstilboös VSI.
Formenn landssambanda virðast enn
vera að átta sig á þessu tilboði og vilja
ekki taka afstöðu fyrr en málið hefur
verið kannað niður i kjölinn. Oánægju
raddir með þetta tilboö hafa þó þegar
heyrst frá forystumönnum í Dagsbrún
og Verkamannasambandinu. „Eg er
við fyrstu skoðun heldur neikvæður,
reyndar með fyrirvara,” segir Þröstur
Olafsson, framkvæmdastjóri Dags-
brúnar. „Eg tel það ganga í skakka átt
og það þurfi aö vinna miklu meira
aftur af því sem hefur glatast af
kaupmættinum undanfarið.”
Guðmundur Þ. Jónsson, formaöur
Landssambands iönverkafólks, er
varkár. „Þetta er reyndar meira en ég
hafði búist viö, að minnsta kosti i
kauptölum. Við þurfum að líta á þetta
betur áður en við komum með fullmót-
aða skoðun áþessu tilboði,” segir
hann. Hans landssamband vildi að
gengiö yrði til bráðabirgðasamninga
nú þegar sem næðu til áramóta.
„Þama er reyndar verið að tala um
aðra hluti en ég er ekki að segja það að
þetta verði útilokað,” segir
Guðmundur.
Bjöm Þórhallsson, formaður Lands-
sambands verslunarmanna, segir að
margir muni hugsa sig um og skoða
þetta tilboð. „En það tekur enginn
þessu tilboði nákvæmlega það yrði
reynt að lagfæra þetta,” segir Bjöm.
Asmundur Stefánsson vill ekki lýsa
yfir skoöun sinnl á þessu tilboði. Hann
bendir til samþykktar formanna-
ráðstefnu ASI þar sem lands-
samböndin ákváðu aö ræða frekar af-
stöðu sína til samningamála. „Það
verður fjallað um tilboö Vinnuveit-
endasambandsins í lands-
samböndunum og f élögunum. Eg á von
á þvi að haldinn verði fundur
formanna landssambandanna eftir
helgi þar sem þessi mál verða rædd
frekar,” segir Asmundur.
I gær var tilboð VSI rætt á fundi i
Dagsbrún og í dag er búist við að af-
staða verði tekin til þess á stjómar-
fundi. Þröstur Olafsson hjá Dagsbrún
segir að þetta tilboð hafi komið á
óvart. „Þeir hafa fram að þessu ekki
verið svo áhyggjufullir út af kjörum
manna og umhugað aö koma
peningum á framfæri. Það kemur mér
því á óvart að þeir skuli rjúka upp til
handa og fóta núna. Þeir hljóta að vera
hræddir um að eitthvað annað verra
gerist ef þeir gera þetta ekki.” Hann
bendir á að félögin séu útilokuð frá því
Afli smábáta í Rsykjavfk hefur verið þokkalegur undanfarna daga.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá hafnarvigtarmönnum við
Reykjavíkurhöfn hefur meðalaflinn verið 2—3 tonn eftir daginn, sem
þykir viðunanlegt. Á meðfylgjandi mynd má sjá einn bátanna kominn
að, með spegilgljáandi fiskinn innanborðs. DV-mynd: S.
að gera sérsamninga og að í þessum
samningum sé engin kauptrygging. Þá
séu uppsagnarákvæðin þannig aö
samningum sé sagt upp þremur
dögum fyrir kauphækkanir og með því
afsali launþegar sér þeim
kauphækkunum.
-APH.
Þá hækka öll laun innan ASI um 5
prósent. Þeir sem þiggja laun í 24.
launaflokki og neðar fá að auki 2,4
prósent. Þeir fá því 7,5 prósent 1. júní.
Næsta hækkun launa verður síðan 1.
september. Þá hækka laun almennt
um 3 prósent og sami hópur og áður
fær aukalega 2,4 prósent. Þá hækka
laun l.janúar um 5 prósent og fá allir
þá hækkun. Að lokum er svo gert ráð
fyrir að laun hækki um 4 prósent 1. júlí.
Þetta tilboö VSI er byggt á spá um
ákveðna þróun vísitölu fram-
færslukostnaðar á þessu tímabili.
Ef fer sem horfir þá mun kaupmáttur
aukast á þessu tímabili. A næsta ári
mun hann hækka, verða orðinn 1,6
prósent hærri en hann var á fjórða árs-
fjórðungi 1984 eða þegar síðast var
samið.
Tveir uppsagnarmöguleikar eru á
þessum samningum. Miðaö er við að ef
vísitalan fer yfir ákveöið mark sé hægt
að segja samningum lausum. Gert er
ráð fyrir að 1. des. verði visitalan undir
eða um 150 stig og aö 1. júni verði hún
157 stig eöa lægri. Ef vísitalan fer
tveimur stigum fram úr þessum
tölum, á þessum dagsetningum, er
mögulegt að seg ja upp samningum.
Að lokum er gert ráð fyrir að tekið
verði tillit til hugsanlegrar skatt-
lagningar rikisins vegna húsnæöis-
mála eða félagslegrar þjónustu. Ef
gripið verður til einhverra skatta-
hsÁkana vegna húsnæðismála mun
það hafa áhrif á visitöluútreikninga.
-APH.
TUMBLEMOSS er sannkallaö undraefni. Það . . . .
. . . eyðir mosa á örfáum mínútum, án þess að skaða
annan gróður.
. . . heldur frekari mosamyndun í skefjum svo mánuðum
skiptir.
. . . örvar grasvöxtinn og grasið verður grænna.
Látið nú til skarar skríða með TUMBLEMOSS.
TUMBLEMOSS mosaeyðirinn fæst á öllum bensín-
stöðvum ESSO.
íslenskar leiðbeiningar.
£sso) Olíufélagið hf