Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Qupperneq 9
DV. FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985. 9 Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd öskutunnumatur eða algert leyndarmál! Fjaðrafok í Þýskalandi út af leyniskýrslu sem fannst í öskutunnu Frá Ásgeiri Eggertssyni, fréttaritara DV í Miinchen. Fólk sem hnýsist í öskutunnur Vestur-Þýskalands getur átt v«i á aö koma niður á undarlegan varning. Nýlega fann maður frá þorpinu Schechlingen handbók sem inniheldur nákvæmar leiöbeiningar um hvernig fara skuii með Pershing 2 eldflaug- amar sem ráðgert er að staðsetja í Vestur-Þýskalandi og er að hluta til búiðaðsetja upp. Sá næsti sem fékk þessa 230 blað- síðna bók í hendurnar var bæjar- stjórinn í bænum. Hann áttaði sig á mikilvægi bókarinnar og hafði undir eins samband við hermálayfirvöld. Þar lögðu menn ekki trúnað á sögu bæjarstjórans sem sagði að hjá hem- um hefðu menn hlegið og gert grín að sér. Reiður yfir viðbrögðum hjá hernum hafði bæjarstjórinn næst samband við timaritiö Stern. Það lét þýða hand- bókina. Þar kom þá í ljós ýmislegt sem ekki haf ði áður verið gert opinbert. Til dæmis er sagt að eldflaugamar eigi að nota til stuðnings bandarískum herdeildum í átökum. Það þýðir að eld- flaugamar em ekki undir yfirstjóm NATO heldur bandaríska hersins. Einnig kemur fram að 258 eldflaug- ar eiga að staðsetja í Þýskalandi en ekki 108 eins og hingað til hefur verið sagt. Verða Pershing-eidflaugar Bandaríkjamanna i Þýskalandi helmingi fleiri en talað var um? Það segir i handbókinni sem bæjarbúinn fann i ruslinu. Tólfhætta föstunni Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- araDVíSviþjóð: Tólf af 100 kúrdum, sem verið hafa í hungurverkfalli í Svíþjóð undanfamar vikur, hættu í gær föstunni eftir að einn félaga þeirra hafði misst meðvitund. Þeir höfðu veriö í hungurverkfalli í rúmlega þrjár vikur til að mótmæla því hversu lengi þeir hafa þurft að bíða eftir svari sænskra yfirvalda um hvort Böm og barnshafandi í mótmælaaðgerðum Félagar í vinstrisinna samtökum í Kólombiu létu lausan svissneskan „fanga” sinn í gærkvöldi en neita að yfirgefa skrifstofur alþjóða Rauða krossins sem eru í höfuðborginni, Bogota. Þarna voru að verki fjögur börn og tvær bamshafandi konur sem lögöu undir sig Rauöa kross-skrifstofumar í einhverju sem átti að heita friðsamleg mótmæli. Þessu vísa hermálayfirvöld Banda- ríkjanna á bug og segja að bókin, sem út var gefin 1983, endurspegli ekki nú- verandi stefnu hersins. Borgarstjórinn, Jiirgen Schaich, á hins vegar von á eftirmálum. Hann á á hættu að verða ákærður fyrir upp- ljóstrun ríkisleyndarmála. En minni- hluti bæjarstjórnarinnar styður hann i baráttunni við yfirvaldið. Minnihlutinn hefur lagt til að borgarstjórinn verði sæmdur heiðursmerki fyrir vel unnin störf i þágu landsins. HUSSEIN RÆÐ- IR VIÐ REAGAN Hussein Jórdaníukonungur ræddi við utanríkisráðherra Breta í gær áður en hann hélt af stað til Bandaríkjanna meö viðkomu í Keflavík. Hussein ræddi við Sir Geoffrey Howe á hóteli sinu í London. Þeir ræddu um samskipti araba og Israela í Miðausturlöndum, og um ákvörðun Husseins og Arafats, leiðtoga Palestinumanna, að setja upp sam- eiginlegt samningalið sem þeir vilja að taki þátt í alþjóðlegum viðræðum um palestínumálið. Hussein og Arafat samþykktu einnig að bjóða Israelsríki einhvers konar viðurkenningu gegn því að Israelar yfirgæfu hemumdu svæðin. Aðstoðarmaður Howe sagði að Bret- ar litu á uppsetningu þessarar samn- inganefndar sem jákvæða þróun og sem grundvöll viðræðna. Frá London fór Hussein konungur til Keflavíkur þar sem hann og kona hans, Alia, stöldruðu við og keyptu sér ullarvörur. Þaöan fóru þau til Bandaríkjanna, þar sem Alia dvelur oft langdvölum. En Hussein mun hitta Reagan Banda- ríkjaforseta aö máli á miðvikudag. Talið er að þeir muni ræða hvernig samninganefnd Husseins og Arafats skuli vera samsett. Bandaríkjamenn hafa litinn áhuga á að fá meðlimi PLO- hreyfingarinnar í nef ndina. Víkingarteknir Angolastjórn segist hafa komiö að suður-afrískri víkingasveit sem var í þann mund að ráðast á olíu- framleiðslufyrirtæki þegar her- menn frá Angola stöðvuðu hana. Varnarmálaráðuneyú Angola sagði að Suður-Afrikumennirnir heföu verið hermenn í her Suður- Afríku. Þeir heföu verið vopnaðir hríðskotabyssum, skammbyssum, útvarpssenditækjum og sprengi- efni, þar á meðal íkveikusprengj- um og jarðsprengjum. Astarsorg varð sjöaðbana Átján ára gamall breskur ungl- ingur var ákærður fyrir að drepa sjö manns með því að kveikja í hús- inu sem þeir voru í. Hann mun hafa gertþaöíástarsorg. Vinkona piltsins var ein þeirra sem voru í húsinu. Strákur á að hafa hellt olíu í kringum húsið og kveikt í meö eldspýtu. Borgað tilað fara Vestur-þýska stjórnin lagði til að farandverkamönnum yrðu gefn- ir peningar fyrir að fara úr landi. Fyrirhugað frumvarp gerir ráö fyrir því að ríkisstyrkt lán aðstoði verkamennina við að byggja sér íbúðir í heimalandi sínu. Hugsunin er sú að hægt sé aö minnka at- vinnuleysi með því að fá farand- verkamennina til að flytja aftur heimtilsín. Innflytjendur í Vestur-Þýska- landi eru nú 300.000 færri en í hittið- fyrra, eða 4,2 milljónir. Þriðjungur er frá Tyrklandi. þeir fái hæli i landinu sem pólitískir flóttamenn. Enn eru um 80 kúrdar í hungurverk- falli og hefur Anita Gradin innflytj- endaráðherra lýst þvi yfir að hún muni láta þvinga ofan í þá mat hætti þeir ekkiföstunni. Hins vegar hefur hún ekki viljað lofa því að mál þeirra fái forgang. Þau kröföust þess að fá viðtal við dómsmálaráðherrann til þess að krefj- ast rannsóknar á átökum, sem orðið höfðu milli stjómarhers og M-19 bylt- ingarhópsins. Eins vildu þau aö starfs- menn Rauða krossins fengju laust fólk sem særst hefði í átökum við herinn. M-19 byltingarhópurinn var at- kvæðamesti skæruliðaflokkur Kólombíu þar til friður samdist við stjórninaífyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.