Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Síða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1985.
Amsterdam ■ ■ X
— paradís
eiturlyfjaneytenda: ■ ■Cl%l^9
hamborgara? — verðið það sama
„Hvaö viltu maöur; hass, kókaín,
heróín?” Þeir skjótast fram hjá
manni, svartir, gulir eöa bara hvítir
og bjóöa vöruna sem nóg er til af í
Amsterdam, eiturlyf af öllum gerö-
um og stærðum.
Þessi viðskipti eru farin aö setja
jafnmikinn svip á bæjarlifiö í þessari
fallegu hollensku borg og túlípanarn-
ir, síkin og bátarnir. Borgin er ein-
faldlega aö drukkna í dópi og verðið
hvergi lægra í Evrópu.
Hass í
konungshöl'inni
Hasssala og neysla þess þykir ekki
lengur tiltökumál í Amsterdam.
Yfirvöld láta hana afskiptalausa svo
fremi hún fari ekki fram á tröppum
konungshallarinnar, þó svo það
hvarfli aö ókunnugum feröamönnum
hvort eiturefnin séu ekki einnig þar
innandyra eins og annars staöar.
Það viðurkenna Hollendingar þó
ekki aðspuröir.
Hollensk hasssala fer fram meö
hefðbundnum hætti eins og sagt er
þar í landi. Á 300 kaffihúsum víös-
vegar um borgina sitja sölumenn
meö töskur sínar og þar er efniö
vandlega flokkaö og tilbúiö í neyt-
endapakkningum. Á boröum sínum
hafa sölumennimir einnig „matseöil
dagsins” þar sem tegundir og verö
eru kynnt líkt og gerist með kjöt og
baunir á venjulegri matsölustöðum.
Og veröiö er hagstætt; eitt gramm af
hassi kostar álika mikið og hamborg-
ari.
Póstburðarmaður
með hasstösku
DV fær sér sæti á kaffihúsi og
pantar hamborgara. Hann er borinn
fram af ungum manni sem líkist
einna helst póstburöarmanni þó
kaskeitiö vanti því um öxl hefur hann
töskumikla.
„Má bjóöa þér eitthvað af þessu?”
spyr hann ljúfmannlega og dregur
upp „matseöil” sem er snyrtilega
handskrifaöur. Þar er aö finna 15
mismunandi tegundir af hassi og
maríjúana, það ódýrasta kostar 75
íslenskar krónur, þaö dýrasta 150
krónur.
„Mælirðu með einhverju sér-
stöku? ” spyr DV og lítur yfir listann.
„Mexíkanska grasið er líklega
best í dag, ljúft og drjúgt,” segir
sölumaöurinn og dregur upp lítinn
Hasstilbofl dagsins eru gjarnan
fast upp 6 vagg 6 veitingastöflum.
Hasssalan er hluti af veitinga-
rekstrinum.
plastpoka sem í gæti verið eitt
gramm af þurrkaöri töðu. Og þaö
kostar rétt rúmlega 100 íslenskar
krónur.
, ,Gæti ég ekki fengið þetta á betra
veröi annars staöar? ’ ’
Ungi sölumaðurinn brosir eins og
venjulega, stingur tööunni í töskuna
og segir: „Nei, þaö er sama verð út
um allt, framboöiö er svo mikiö aö
menn koma sér saman um þetta.”
Bananar og hestar
Hasssala, eins og þarna fer fram,
er hluti af öörum veitingarekstri.
Gróöinn af hassinu fer í sama kassa
og hagnaöurinn af hamborgaranum
sem DV fjárfesti í þarna viö síkiö.
Þaö sama má vafalaust segja um
gróðann af banönunum sem maður-
inn á næsta boröi hámaöi í sig á
meðan á stuttri viödvöl DV stóö.
Hann át sex stykki og fylgdist meö
tveimur lögregluþjónum er sátu á
hestum sínum fyrir utan gluggann
með talstöðvar í hnökkunum, byssur
í beltum og fylgdust grannt meö
mannlífi í næstu götu. Þar fóru
heróínviðskipti fríun.
Meira um þaö á næstu dögum. -EIR.
ódýrasta kostar 75 islenskrar krónur, það dýrasta 150 krónur.
Otrúlegur gróði í íslensk-
hollenskum fíkniefnaviðskiptum:
Alagning smygl-
aranna mörg
hundruð prósent
Ffkniefnasmygl hingaö til lands er
arövænlegur atvinnuvegur sem get-
ur gefiö ótrúlegar fjárhæöir í aöra
hönd. Ekki þarf annaö en lita é kortið
sem hér fylgir til aö s já aö álagning á
fikniefnum, sem seld eru á Islandi,
er allt aö 1000 prósent.
I Amsterdam er hsgt aö gera
„góö” kaup á alls konar eiturefnum
þau eru föl viðs vegar um borgina og
framboð viröist ekki minna en eftir-
spurn. Islenskir smyglarar veröa aö-
eins aö bera sig eftir björginni og
koma efnunum síöan heilum i höfn,
hvort sem þaö er meö skipum eða
flugvélum. Feröir milli Islands og
Hollands eru ncr daglega.
Eitt kUó af hassi, sem kemst i verö
hér á landi, gefur af sér 600 þúsund
krónur. Eitt gramm af óblönduöu
amfetamini 3.600 krónur en þann
gróöa má aDt aö því sexfalda þegar
efniö hefur veriö biandaö. Kókaínið í
Amsterdam kostar ekki nema 2.000
krónur en er seit á um 7.000 krónur
hér á landL Kókaíniö má einnig
blanda margfalt og gera gróöann allt
aö þvi stjamf ræöDegan.
Svona gerast kaupin á eyrinni.
•EDt.