Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Side 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjórnarformaOurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON oq INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686011. Auglýsingar: SÍÐUMULA 33. SIMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstoía: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning,umftrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuði 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr.
Helgarblað35kr.
Sögulegt tilboð
Tilboö Vinnuveitendasambandsins um nýjan kjara-
samning er sögulegt útspil. Hafa verður í huga, aö kjara-
samningar eru í gildi og ekki uppsegjanlegir fyrr en
fyrsta september. En kaupmáttur launa fer rýrnandi.
Menn eru nokkuð sammála um, aö kaupmátturinn yrði í
haust orðinn um fjórum prósentum minni en var eftir
síðustu samninga, komi ný hækkun ekki til. Því hefur
verið kannað, hvort semja mætti um einhverja
kauphækkun strax til að bæta upp rýrnun kaupmáttarins.
Vinnuveitendasambandið grípur boltann á lofti.
Viðræður um nýjan samning hafa staðið um skeið.
Alþýöusambandið er klofið. Sumir vilja að minnsta kosti
athuga, hvað Vinnuveitendasambandið er meö í
pokanum. Þeir vilja láta á reyna, hvort vinna mætti úr
því og fá samning, sem væri launþegum hagstæðari en
aðrar aðferðir. Aðrir alþýðusambandsmenn vilja bíða
haustsins, segja upp samningum og fara þá í hart.
Verkamannasambandið undir forystu Guðmundar J.
Guðmundssonar vill fara í hart, þótt einnig það sé klofið í
afstöðu. Þar eru menn, sem vilja skoða vel, hvað Vinnu-
veitendasambandið býður. En Guðmundur J. hefur gerzt
bandingi róttæklinga. Honum stendur ógn af
„Trotskyistum” í Dagsbrún, sem vilja bardagann
bardagans vegna, og öðrum svipaðs sinnis úti á landi.
Guðmundur J. óttast að tapa völdum í Dagsbrún, fari
hann ekki að fyrirmælum hinna róttækustu. Því hefur
Verkamannasambandið hafnað samningum strax.
Róttæklingarnir kunna að verða verkafólki býsna
dýrir.
Fari sem horfir um bardagann í haust, má búast við
nýjum verðbólgusamningum eins og við kynntumst
síðastliðið haust. tJtkomuna þekkja allir. Hún sést bezt á
því, að kaupmátturinn rýmar. Oðaverðbólga gekk yfir í
framhaldi samninganna, en er nú að hjaðna — í bili. Það
virðist vaka fyrir róttæklingunum að endurtaka þetta
spil. Bak við það er einnig áhugi Alþýðubandalagsins á
baráttu, sem skapaði ringulreið og gæti rétt hlut
flokksins, þótt ekki væri nema um skeið.
Tilboð Vinnuveitendasambandsins í gær er hærra en
spáð hafði verið. Yrði það samþykkt yrði þróun
kaupmáttar niður á við strax snúið við. Verðbólga yrði
hófleg. Gengissig yrði lítið. Kaupmátturinn yrði í lok
þessa árs orðinn svipaður og hann var eftir síðustu kjara-
samninga. Hann færi á næsta ári upp fyrir það. Þetta
þýðir, að launþegum tækist að vinna aftur upp eitthvað af
því, sem þeir hafa tapað undanfarið ár.
Samningurinn yrði uppsegjanlegur 1. desember í ár og
1. júní á næsta ári, færi verðbólga umfram ákveðin mörk.
Ella gilti samningurinn til ársloka 1986. Varla kemur
nokkrum í hug í alvöru, að launþegar gætu hagnast á, að
gamla vísitölubindingin yrði tekin upp að nýju. Með þeim
uppsagnarákvæðum, sem Vinnuveitendasambandið
býður, fá launþegar tryggingu fyrir varðveizlu kaup-
máttar.
Skynsamir launþegaforingjar gætu vafalaust unnið úr
þessu tilboði Vinnuveitendasambandsins. Þeir ættu, ef
vel tekst til, að geta fengið kjarasamninga, sem þegar í
stað bættu kaupmáttinn og yrðu launþegum miklu hag-
stæðari en holskeflusamningar í stíl við þá, sem síðast
urðu. Á þetta reynir næstu daga.
Þjóðfélagið þarfnast vinnufriðar og efnahagslegs
jafnvægis. Það er jafnt hagur launþega og vinnuveitenda.
Tímamir eru erfiðir. Nú reynir á.
Haukur Helgason.
HVAÐ ER ORÐIÐ
AÐ MENNINGUNNI?
Sú var tið að „íslensk mennlng”
var eitthvað tormelt og þungt sem
mennlngarvitar landsins höfðu
einkarétt á.
An efa átti þessi kjánalega kenning
rætur að rekja til þeirra tima þegar
menning var það eitt að afstýra þvi
að handritin yrðu notuð i skó eða
stýfð úr hnefa.
Þetta var þegar aðallinn lagði hý-
býli alþýðunnar i rúst í hvert skipti
sem honum þúknaðlst að þjóna
persónuiegum duttlungum sinum og
anaístrið.
Það var þá sem klaustur og aka-
demíur voru griðarstaðir þelrra sem
af veikum mætti reyndu að varðveita
forna llst og skapa nýja á gömlum
merg.
Breyttlrtímar
Nú eru breyttir tímar. Ef ætti að
benda á einhvern stað þar sem
menninguna er örugglega ekki að
finna er þaö einmitt í fíla-
beinsturnum akademiunnar.
Staðreyndin er nefnilega sú að
eftir að hemaður lagðist af á Vestur-
löndum og lýðræði komst á eru þessir
turnar afskekktustu útnárar þessa
heimshluta.
Menningin! Hún er öll úti í
þjóðfélaginu: á vinnustofum lista-
fólks, rannsóknarstofum vísinda-
manna, í fyrirtækjum og stáss-
stofum þeirra sem notfæra sér fengiö
frelsi.
Samkeppni
Undirrót þessarar umbyltingar er
að sjálfsögðu sú samkeppni sem
þjóðfélagsaðstæður nútímans gefa
tilefni til.
Fyrir þá sem eru vanir að fá allt
upp í hendur í krafti ættar sinnar og
aöstööu eru þetta ótíöindi hin mestu,
en þeim mun betri frétt fyrir alla
aðra.
I stað þess að eyða ævinni í valda-
pot og fimdamakk verða listamenn
og visindamenn, sem allir aðrir, aö
einbeita sér að því að reyna að ná
árangri í verki.
I stað þess að eyða orkunni í að ýta
öðrum frá kjötkötlum opinberra
sjóða keppa þeir nú við sjálfa sig og
aðra um að komast sem lengst á sínu
sviði.
Hlutverk stóra bróður
Þar með er ekki sagt að hlutverki
stóra bróður aé loklð, siður en svo.
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
Frjálslyndi
í framkvæmd
að veita i hlutfalli við sambönd og
ættartengsl, heldur í samræmi við
getu þessara einstaklinga til að
auðga íslenska menningu.
Að f jármagna
menningu
Til þess að íslensk menning
blómstri þarf að gera uppskurð á
öllum stuðningi hins opinbera á
menningarsviðinu.
Þetta þýðir að ríkið á fyrst og
fremst að einbeita sér að því að
styðja tiltekin verkefni sem
einstaklingar eða hópar einstaklinga
eruaö vinna að.
Reglan á að vera sú að þegar um
er að ræða afþreyingu á
markaðurlnn að borga, en þegar
verkefnið snýst um alvöru og
Ustræna dýpt borgar ríkið.
Gaillnn er sá að i þessum efnum
(sem svo mörgum öðrum) hafa
blendingar fáar öruggar fyrir-
myndir. Enn er t.d. engin haldbær
kennlng til um fjármögnun
menningar.
En það er eins á þessu sviði og svo
mörgum öðrum: Aðeins með því að
finna okkar eigin iausnir á okkar
eigin vandamálum getum viö tryggt
framtíð íslenskrar menningar.
^ „I stað þess að eyða ævinni í valda-
pot og fundamakk verða listamenn
og vísindamenn, sem allir aðrir, að ein-
beita sér að því að reyna að ná
árangri.”
En hann verður að láta sér þessa
reynslu að kenningu verða.
I stað þess aö dreifa dúsum hingað
og þangað í samræmi við úreltar
reglur kunningjaþjóðfélagsins á
hann að snúa sér aö kjama málsins.
Það sem gildir er að öllum þeim
listamönnum og visindamönnum og
öðrum sem halda uppi jákvæðustu
menningarviðieitnlnnl á hverjum
tíma sé gert kleift að vinna verk sttt.
Þetta „áhættufjármagn” á ekki
Lokaorö
Sú var tið að menning var einka-
eign aðais og klerka. Sú tið er liðin.
Mennlngln er þjóðarelgn sem
framtíð okkar allra veltur á.
Nú þegar margir renna hýrum
augum til annarra menningarsvæða
skulum við hafa hugfast að þvi
aðelns að bestu llsta- og vísindamenn
þessa lands getl lifað af verkum
sínum eru likur á að þetta þjóðfélag
lifi framtiðina af.