Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Qupperneq 13
DV. FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985. 13 Kjaradómur— hvað er til ráða? I framhaldi af niðurstöðu kjara- dóms hljóta meðlimir BHMR að setj- ast niður og hugleiða sína stöðu. Þeir hópar innan BHM, sem helst hafa látið í sér heyra í fjölmiðlum til þessa, eiga það sameiginlegt að menntun þeirra beinir þeim aðallega í störf hjá hinu opinbera. Það er í mörgum tilfellum erfitt fyrir þessa hópa að fá vinnu hjá einkafyrir- tækjum á sínu sérsviði enda hefur þolinmæðin veriö næsta ótrúleg. En nú verður örugglega breyting á. Búast má við að margir leiti í önnur störf sem krefjast minni menntunar en eru þó betur launuð á hinum ál- menna vinnumarkaði en störf BHM- manna hjá ríkinu. ögrun En eru þá aðrir aðiljar BHMR ánægðir fyrst ekkert hefur frá þeim heyrst? Nei, áreiðanlega ekki. Niðurstaða kjaradóms virkar á mann sem hrein ögrun. Eftir að hafa fengið slíkt í andlitið vaknar sú spuming hvemig hægt sé að bregð- ast við. Það er í rauninni ekki um nema þrennt að velja, beygja sig og kyngja því að starf manns sé vanmetið, ganga út eða berjast fyrir leiðréttingu launanna. Á sumum sviðum, meðal annars á tölvusviðinu, vantar tilfinnanlega sérmenntað fólk, bæði hjá einka- fyrirtækjum og hjá hinu opinbera. Verkfræðingar, stærðfræðingar og tölvunarfræðingar standa að baki þeirri tölvuvæðingu sem þegar er orðin hjá ríkinu, þrátt fyrir að næg betur launuð störf hafi verið í boði hjá einkafyrirtækjum. Urskuröar kjaradóms hefur þessi hópur beðið sem síðasta hálmstrás til þess að verja það fyrir sjálfum sér og öðrum aö hann vinni sín illa launuðu störf. Það er því hætt við að hinu opinbera reynist enn erfiðara en áður að ráða og halda í hæft fólk til aö sinna störfum á tölvusviöinu. Bylting Tölvuvæðing hér á landi er ekkii eúis langt á veg komin og í ná- grannalöndum okkar. En okkur er brýn nauðsyn að fyigja þeim eftir í þessari þróun ef við viljum halda uppi sömu lífskjörum hér og eru í þessum nágrannalöndum okkar. Mikið hefur verið rætt og ritað um tölvuvæðinguna á undanfömum árum. Þeim breytingum sem við eigum von á í kjölfar tölvuvæðingar- innar hefur verið líkt við þær þjóöfé- lagsbreytingar sem urðu í kjölfar iðnbyltingarinnar. Þetta ætti að vera fólki umhugsunarefni í dag. Við blasir að tölvumenntaö fólk yfirgefur störf sín hjá hinu opinbera verði ekkert að gert, þannig aö sú uppbygging sem þó var hafin 'hlýtur að truflast. Ogjömingur verður að fá tölvumenntað fólk til aö sinna tölvu- kennslu sem hlýtur þó að vera undir- staða þess að við getum mætt þessari nýju tækni, undirbúið upprennandi kynslóð fyrir hið breytta þjóðfélag eða látið okkur dreyma um út- flutning á hugviti á tölvusviði. Reyndar er ástandið nú þegar þannig að tölvumenntað fólk leggur yfirleitt ekki fyrir sig kennslu á sínu sviði vegna þess hversu illa hún er launuð. Oft eru þeir sem kenna á tölvur í skólum landsins litt eða ekk- ert menntaðir á þessu sviði. Þetta er í sjálfu sér mjög alvarlegt mál þar sem mikilvægt hlýtur að teljast að vel sé staðið að kennslu á slíku undir- stöðusviði fyrir framtíðina. Þó hér sé tölvusviðið sérstaklega Kjallarinn GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR til umfjöllunar er ljóst að áhrifa kjaradóms gætir á öllum sviðum. Það sem ef til vill er alvarlegast er aö það er orðið vafamál fyrir efnilegt ungt fólk hvort leggja skuli í lang- skólanám. Fjárhagslega erþaðmjög vafasamt fyrirtæki því nú er það svo aö meöan á námi stendur safna námsmenn lánum, að fuilu verð- tryggðum lánum sem greiða verður til baka eins og öll önnur lán. Þeir tímar eru löngu liðnir þegar lánin voru á föstum vöxtum og verðbólgan gerði þau að engu á nokkrum árum. ÞÓRUNN PÁLS- DÓTTIR Nám, tapað fé? Tími er til kominn að langskóla- nám verði metið að verðleikum; það erfiði, sú mikla vinna sem háskóla- stúdentar leggja á sig i námi verði metin rétt og sá kostnaður sem námsmenn leggja í námið verði ekki tapaðfé. Að lokum viljum við hvetja alla þá aöilja sem málið varöar til þess að bregðast skjótt við og reyna að finna viöunandi lausn áður en það verður of seint. Guðbjörg Sigurðardóttir og Þórunn Pálsdóttir. TÖLVUNARFRÆÐIIMGUR TÖLVUNARFRÆÐINGUR „Niöurstaöa kjaradóms virkar á mann eins og hrein ögrun.” Leysum sjómenn úr stof ufangelsi Síðasta ákvörðun sjávarútvegs- ráöherra um veiðar trillubáta, þ.e. fiskibáta undir 10 lestum, vekur nokkrar vonir um betri tíma og rétt- látari ákvarðanir í sambandi viö sV' .nun fiskveiöa en verið hafa sioan farið var aö beita kvóta á hvert skip við þá stjómun í byrjun árs 1984: Flestir viðurkenna að afli smábát- anna skipti engu máli í heildarsókn- inni — heildaraflanum. Höfundar kvótareglnanna treystu sér þó ekki til að setja aflamark á þessa báta- stærð. Þeir gátu samt ekki stillt sig um að setja heildarsóknarkvóta á þá. Þessi sóknarkvóti, sem smábát- arnir hafa búið við, var ranglátur og mismunaði á ýmsa vegu. Hér skulu aðeins nefnd þr jú dæmi. 1. Otgerðartímabil eru breytileg eftir landshlutum bæði vegna veöurfars og árstíða, veiöibönn koma því mjög misjaf nt niður. 2. Nokkrir staðir á landinu byggja afkomu sina að stórum hluta á afla smábáta. Aðeins það aö veiðibann vofi yfir slíkri byggð hefur mjög neik væðar afleiðingar. 3. Fiskigöngur eru breytilegar frá ári til árs, aöstaða til sérveiða, t.d. grásleppuveiða, er mis- munandi, hvort tveggja kallar á mismunandi aðstæður frammi fyrir veiðibönnum. „Sport” Ofan á ranglæti og mismunun þessarar stjómunar er haldiö uppi fordæmingu og áróðri gegn „sport- veiðimönnum”. Það er þeim hluta trillukarlanna sem hafa ekki trillu- sjósókn aö aðalatvinnu. Þessi fordæming er f uröuleg eins og fjölda- margt sem tengist núverandi fisk- veiðistjómun. Afli þessara sport- veiðimanna skiptir engu máli. Hér er oft um að ræöa fyrrverandi sjómenn, einnig vaktavinnufólk og fólk sem vegna tengsla sinna við sjávarútveg, frá ætt eða umhverfi, vill nota frístundir sínar til hollrar útiveru og góðrar íþróttar. Sjávarútvegs- ráðherra sem stuölar að banni á þessum þætti sjávarútvegs og þjóð- lífs á Islandi er að gera mikil mistök. Þær reglur sem gilda eiga til 1. september fela í sér stefnubreytingu þótt enn sé því haldið fram að afli * „Nú liggja margir bátar, 10—20 tonna, bundnir við bryggju." £. SKÚLI ALEXAND- ERSSON ALÞINGISMAÐUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS búinn. Ahafnir þeirra em í „stofu- fangelsi”, hafa þegar skilað sínu árs- verki. Nokkrar trillumar hafa þegar aflaö á þriöja hundrað tonn að minnsta kosti, ein er komin yfir 300 tonn. Þær mega halda áfram í sumar með helgarfríum. Er nokkurt vit í þeirri fiskveiðistjómun sem mis- munarsvona? Stöðugt fjölgar smábátum við veiðar. Þeir sjómenn sem búnir em með kvótann sinn reyna að fá sér trillu eða komast á trillu. (Verða þeir kallaðir sportveiðimenn eða atvinnu- menn í haust?) Kvótastjómin veldur því að það kemur engum að gagni þótt amast sé við triUuútgerðinni. Stærri bátarnir fá ekkert meira fyrir það. Sjómenn verða að forðast að fara að deila um kvótann innbyrðis. Það verður aðeins þeim til fram- dráttar sem vUja viðhalda órétt- lætinu. Nú í sumar þarf bara að a „Nú í sumar þarf bara að breyta w aflamarkinu hjá öllum bátum í sóknarmark á sama hátt og hjá smá- bátunum með fríum á föstudögum og laugardögum en hafa miðsumarstopp- ið 15—20 daga.” trillukarlanna skipti máli. Meðan því er haldiö fram er veiðibann tvo daga í viku réttlátast. En banna hefði átt veiðar á föstudögum í stað sunnu- daga, þ.e. hafa bann föstudag og laugardag. Huga að því að fá fiskinn til vinnslu á virkum dögum í stað þess að láta grillu um vonda sport- veiðimenn villa sér sýn. Þá er dregið úr sókninni með því að banna allar veiðar 1. til og með 5. ágúst. Með þessum reglum er hórfið frá því sóknarmarki sem í gildi hefur verið og komið tU móts viö tiUögur okkar sem gagnrýnt höfum bæði hinn almenna aflakvóta og sóknar- kvótann hjá smábátunum. Það liggur ljóst fyrir að með þessum nýju reglum getur afU smábátanna farið langt fram úr áöur fyrirhuguöum heUdaraflaáárinu. „Stofufangelsi” En vitlegri reglur á þessu sviði gera aflamarkið hjá bátum yfir tíu tonn enn fáránlegra. Nú liggja margir bátar, 10—20 tonna, bundnir við bryggju. Kvótinn um 200 tonn er breyta aflamarkinu hjá öUum bátum í sóknarmark á sama hátt og hjá smábátunum með fríum á föstudögum og laugardögum en hafa miðsumarstoppið í 15—20 daga. Strangar reglur þarf jafnframt að setja tU að fyrirbyggja að afli skemmist við veiðar, í veiðiferð og vinnslu. Einnig verður aö banna smærri möskva en 7 tommu í þorska- netum sunnan- og vestanlands. Slíkar reglur geta verið næg afla- takmörkun. Það Uð sem nú lítur eftir því að íslenskir sjómenn séu í „stofufang- elsi” eða vaktar það að þangaö skuli þeir fara þegar þeir eru búnir með kvótann sinn er betur sett og með veglegra hlutverk að fylgjast með gæðum afla og stuöla þannig að aiúrnu verðmæti, betri markaðsvöru, en við það að vakta fiskimenn okkar og halda þeim frá því að færa þjóðinni björg í bú. Er ekki rétt að hætta að stuðla að því að verðmæti sjávarafla minnki vegna veiði- stjórnunar. SkúU Alexandersson alþingism.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.