Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1985, Síða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985.
Hanna Hallsdóttlr neml: Nei, ég hef
kannski ort þegar ég var lítil. Eg
teiknaöiljóðabók þegar ég var6 óra.
Ásdis Kristjánsdóttir nemi: Nei,
eiginlega aldrei. Þaö eru engin skáld í
ættinni.
Linda Bára Lýösdóttir nemi: Nei, ég
hef aldrei ort. Eg hef aftur á móti
gaman af ljóðum, held mest upp á
Stein Steinarr.
Dagur: Viö sjáum til. Nú er verið að
stofna fyrsta Ljóöskáldafélag Islands
og ég ætla aö veröa fyrsti formaður
þess. Eg hef vilyrði skáldanna en þarf
bara að ná í ritarann til aö fá þetta
staðfest.
Þórunn Sigurðardóttir kennari: Mjög
lítið. Eg hef gaman af ljóðum. Uppá-
haldsskáldið mitt er Tómas Guð-
mundsson.
Olöf Sigmarsdóttir, án titils: Nei, ég
hef aldrei ort. Ég hef hins vegar
gaman af sumum rímnakveðskap, sér-
staklega þulum, en ég kann ekki að
meta nútímaljóð.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
HVAÐ ER JÓN ÓTTAR
AD TALA UM RÖK?
Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli
skrifar:
Jón Ottar Ragnarsson ákallar Guð í
DV 17. maí í þeirri von að unglingar
landsins kjósi bjórinn en ekki annað
sterkara ef þeir „taka sig til og nota
einhvern vímugjafa”.
Hann talar um rök í þessari grein.
Svo fuUyröir hann að léttu vínin hafi
bætt vínmenningu hér á landi.
I hverju kemur það f ram?
Er minnkandi aðsókn að hælum og
endurhæfingarstofnunum?
Eru færri ölvaðir undir stýri?
Er minna um ofbeldi og voðaverk?
Getur Jón Ottar svarað nokkurri
þessara spuminga játandi?
Hann ræðir um að þjóðin fái í hendur
vímugjafa sem hægt er að „nota í
hófi”.
Hvers vegna má ekki nota hvaða
vímugjafa sem er í hófi? Ætlar Jón
Ottar nú aö halda því fram að enginn
hafi farið hóflega með brennivín? Þaö
hafa þó margir gert. Vímuefnin hvert
um sig eru meinUtil ef nógu lítiö er
meðtekið. Hér er mergurinn málsins
sá að menn neyta bjórs í óhófi engu
síður en brennivins.
Fólki hefur löngum reynst illa að
reyna að gera upp á milli vímuefna.
Svo margir hafa ánetjast því vímuefn-
inu sem þeir völdu sér.
En tU hvers velja menn vímuefni?
Þau eru óþarfi. Því er farsælast aö
hafna þeim öUum, vera ekki að velja á
miUi.
Það hefur veriö sterkur þáttur í mál-
flutningi bjórmanna að ekki væri rök-
rétt að banna léttasta og meinlausasta
áfengið en leyfa hið sterkasta. Nú
hefur neðri deild Alþingis samþykkt
bann við áfengu öli daufara en 4%.
Þetta gengur auðvitað þvert á þær rök-
semdir sem hér var getið. Þó er eðlUeg
skýring á því. Menn fóru að hugsa
máUð. Og þá skildist þeim að það er
alls ekki víst að sterkasti óvinurinn sé
hættulegastur. Skæðasti óvinurinn er
sá sem menn halda að sé vinur sinn og
varast því ekki.
Á sama hátt getur þaö orðið hættu-
legasta áfengið sem er veikast ef menn
gera sér ekki ljóst að það er áfengi og
drekka það sem svaladrykk. Bjór af
þeim styrkleika sem neöri deild vUl
láta selja hér er víða drukkinn sem
svaladrykkur. Þar verður margur
áfengissjúkur vegna bjórdrykkju enda
þótt Jón Ottar hafi flónskast tU aö fuU-
yröa að menn verði naumast áfengis-
sjúkiraf bjómum.
Jón Ottar telur sig hafa efni á að
gera lítiö úr reynslu og lærdómi
fremstu lækna sem fengist hafa viö
afleiðingar áfengisneyslu. Hann telur
hugarburð sinn merkari raunvísindi.
Hann telur sig Uka hafa efni á að tala
af lítUsvirðingu um „humoriausa
klerka”.
Eg bið að hafa mig afsakaöan þó að
ég finni ekki humorinn í þessari ritgerð
dósentsins. Er hann kannske sjálfur
humorlaus?
Skilyrði þess að bjórinn nái að frelsa
þessa þjóð frá ómenningu telur Jón
Ottar „að heUdameyslunni sé haldið í
skefjum með verðstýringu og að reynt
sé að beina neyslunni frá sterkum
drykkjum á þá veikari”.
Hvað telur hann að bjórinn ætti að
kosta eins og nú standa sakir svo að
þessi árangur náist? Þetta er höfuð-
atriöi í málinu og mikilvægt að fá svar
og væntanlega veit dósentinn um hvað
hann eraötala.
Þaö er ekkert nýtt í sögunni að öl-
kærir menn taU um „vínmenningu” og
að læra að drekka í hófi. Stundum hafa
rrtenn haldið eins og Jón Ottar að ráðið
væri að halda sig við bjórinn. Því er
það síðasta spurningin tU hans að
þessusinni:
Hvar hefur tekist að laga áfengis-
máUn með því að láta drekka bjór?
Rétt svar mun vera hið f ornkveðna.
Hvar nema hvergi.
Vinstrimenn sameinist
Vinstrimaður hringdi:
I nýlegri skoðanakönnun DV kom
fram að máttur vinstri flokkanna er
meiri ef þeir standa saman að einu
framboði í stað þess að pukrast hver í
sínu horni. Eg held ekki að þessi niður-
staða hafi komið nokkrum manni á
óvart. Sem stendur eru vinstrimenn
sundraðir í mörg og smá flokksbrot,
flestir með fylgi undir 10%. Ihaldið er
þess vegna í lykilaðstöðu í þjóðfélaginu
og fær að gera mistök sín óáreitt. Það
er vissa mín að vinstrimenn sameinist
fyrir næstu kosningar. Oft var þörf en
núernauðsyn.
Blaiur eru þarfaþing, því er ei að leyna.
Góðar bleiur
Már Magnússon hringdi: þær erlendu, nema islensku
Á Neytendasíðu DV 21. maí var bleiurnar. Eg er ekki sammála
verið að tala um gæði íslenskra og þessu. Eg hef notað íslensku Bossa
erlendra vara og sagt að þær bleiurnar og mér finnst þær alls ekki
íslensku hefðu sambærileg gæði og síðri en erlendar bleiur.
Vínmenning á villigötum
Kona hafði samband:
Fyrir stuttu snæddi ég ásamt vinum
í veitingahúsi. Okkur var borinn mat-
seðOl og svo sérstakur vínlisti. Eg og
vinkona min ætluöum að fá okkur
Selur hringdi:
Eg brá mér í sundlaugina á
Seltjarnarnesi í blíðviðrinu í vikunni
og baðaöi mig í skini sólar eins og
okkur Islendingum er tamt þegar
þannig viðrar. Eg má til með að lýsa
óspilltri ánægju minni yfir þessum
nýja sundstaö. Hann er mjög
hreinlegur og aðstaða til sundiðkana
ákjósanleg. Nú er bara að vona að
sólin láti sig ekki vanta þarna vestur
frá í sumar, þá læt ég mig ekki
vanta.
Þetta snotra par var, eins og Sel-
ur, i sundlauginni á Seltjamarnesi
fyrir skömmu.
óáfengt rauðvín en sáum ekkert slikt
tilgreint á vínlistanum. Við spurðum
þjónustustúlkuna hvort sllkt vin væri
ekki til og kvað hún það ekki vera. Eg
bað hana að spyrja yfirþjóninn hvort
þetta vín væri ekki til og að stundu
liðinni kom hún með vínið til okkar.
Þessi saga er dæmigerð fyrir þá
áfengismenningu sem ríkir hér á landi.
Það er með ólíkindum hvað veitinga-
staðirnir eru tregir aö afgreiða og
kynna óáfeng vín. Það er eins og
afgreiðsla þeirra þurfi að fara fram
undir borðum, óáfengt vín sé annað-
hvort púkalegt eða hálfgerð bannvara.
kl. 13-15 eða
SKRIFIÐ