Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Síða 13
DV. FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985. 13 Fiskeldisstöð rikisins f Kollafirði á að breyta f rannsóknarstöð i fiskeldi. Urræði í f iskeldi -seinmgrein- I fyrri grein minni um fiskeldis- málin, sem birtist i DV í fyrradag, f jallaöi ég aöallega um þann vanda, sem greinin á við að etja. En hvað er þá til ráða? Það sem þarf m.a. að gera aö mínum dómi er þetta: 1. Setja á fót samráösvettvang vísindamanna og þeirra sem í greininni starfa til að miðla upplýsingum, veita ráðgjöf og undirbúa og hafa frumkvæði að rannsóknarverkefnum. 2. Þegar á þessu árí ætti að fjölga starfsliði um a.m.k. tvo við Tilraunastöð Háskólans að Keldum við rannsóknir á fisksjúkdómum og vömum gegn þeim. Jafnframt verði þegar hafist handa við áætlun um frek- ari uppbyggingu þessarar starfs- rækslu á næstu árum. Fiskeldis- nefnd hafi forustu um þá áætlana- gerð. 3. Reglugerð nr. 70/1972, um heilbrigðiseftirlit meö klak- stöðvum og eldisstöðvum, meö síðari breytingum, verður að endurskoða með hliðsjón af fenginni reynslu og í því skyni að efla reglubundið eftirlit í klak- og eldisstöðvum og setja þröng skilyrði um heilbrigðisvottorð í tengslum við verslun með og flutning á hrognum, seiðum og eldisfiski. 4. Fiskeldisstöð ríkisins i Koilafiröi á aö breyta í rannsóknarstöð í fiskeldi og fé veitt þegar á næsta árí til stöðvarínnar með tilliti til þessa nýja verkefnis. 5. Menntun í fiskeldisfræðum verður að stórefla strax þannig að kostur sé á vel hæfu starfsliði, annars hvílir greinin á brauðfótum. Koma ætti á fót kennslu i fiskeldi við Háskóla Islands og námsbraut í fiskeldi í Reykjavík eða ná- grenni hliðstæðri þeirri sem nú er starfrækt að Hólum. Greiða á fyrir því að nemendur komist í skólavist erlendis, t.d. í Noregi og Skotlandi, vegna náms í greinum sem varða fiskeldi. Með jjess móti væri grundvöllur fiskeldis raun- verulega tryggður og skapaðir raunhæfir möguleikar á að fisk- eldi verði vaxtarbroddur í at- vinnulífinu en á því er mikil þörf. 6. Framkvæmdasjóði Islands verði fyrst um sinn falið að veita fjár- festingarlán til fiskeldisfyrir- tækja. Sjóðnum verði einnig falið að veita ábyrgðir, sem á kann aö vanta, til viðbótar veöum í eignum viökomandi fiskeldisfyrir- tækja sem banki eða lánastofnun kannaðkrefjast. Ráðstöfunarfé sjóðsins verði ákveðið með tilliti til þess að hann sinni þessu verkefni. KJARTAN JÓHANNSSON ALMNGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN 7. Stuðlaö verði að því að afurða- og rekstrarlán vegna fiskeldis taki sérstakt mið af þörfum þessarar atvinnustarfsemi og verði ekki síöri en þau sem bjóðast öðrum at- vinnugreinum svo sem sjávarút- vegi og landoúnaði. 8. Fyrir næsta löggjafarþing verði lagt fram frumvarp til laga um skipan fiskeldismála, þ.á m. um að efla og endurskipuleggja fisksjúkdómavarnir, mengunar- mál, rannsóknarstarfsemi og rannsóknarstöð í fiskeldi, sbr. tölul. 4. Jafnframt verði lögö f ram frumvörp til laga um breytingar á gildandi lögum til samræmis viö þessa nýskipan. Með þessu móti væri grundvöllur fiskeldis raunverulega tryggður og skapaöir raunhæfir möguleikar á aö fiskeldi verði vaxtarbroddur í at- vinnulif inu, en á þvi er mikil þörf. Kjartan J óhannsson. „Menntun í fiskeldisfræöum ^ veröur aö stórefla strax þannig aö kostur sé á vel hæfu starfsliði, annars hvílir greinin á brauðfótum.” Ferðaþjónustuna strax í ríkisumsjá Um það leyti er venjulegum þing- tíma var að ljúka fluttu nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn tillögu til þingsályktunar svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að láta kanna fyrir mitt þetta ár hversu mikiö fjár- magn þarf til að kosta þær fram- kvæmdir sem nauðsynlegar eru til að mæta 7—8% fjölgun erlendra ferðamanna á ári sem Ferðamála- ráð áætlar að muni verða. Enn fremur aö leggja fram í tæka tíð fyrir gerð næstu fjárlaga tillögur um augin fjárframlög til Ferða- málasjóðs svo að hann geti veitt lán til nauðsynlegra framkvæmda í samræml við ofangrelnda áætlun Ferðamálaráðs. Þessari tillögu fylgdi nokkuð ítar- leg greinargerð samin með náinni hliösjón af skýrslu Ferðamálaráðs um þróun ferðamála frá 1984—1992, sums staðar orðrétt. Síðan töluðu flutningsmenn fyrir tillögu sinni hver á eftir öðrum, vitnuðu meira i skýrslu Ferðamálaráðs, sögðu nokkrar dæmisögur og hældu hver öðrum. Þá voru í þingsölum 3—4 þingmenn utan flutningsmanna, for- setaogskrifara. Sýndarmennska Þetta mál allt raunar er dæmi um þá sýndarmennsku sem iðkuð er á hinu háa Alþingi í svo alltof rikum mæH Flestir geta sjáifsagt samsinnt því sem í tillögugreininni stendur og greinargerðin er þægileg lesning um að auka, efla og bæta; í henni er svo sem ekkert nýtt. En tillöguflutningur af þessu tagi er svo gersamlega tilgangslaus fyrlr málefnið, innan- tóm orð sem engin áhrif hafa og það vita flutningsmenn allra manna best. bjartsýni að ætla svona seint fram kominni tillögu að hljóta meöferö og samþykki á þinginu. Sýndarmennskan með tillögu- flutningnum er alveg augljós en því miður alltof algeng. Nógu slæmt er það að ríkisstjórnin leggur fram yfir tuttugu þýðingarmikil frumvörp eftir páska þó að þingmenn stjórnar- andstöðunnar bæti ekki við hátt í hundrað málum. Nokkur efnisatriði tillögunnar Greinilegur undirtónn tillögunnar er ríkisforsjá og miðstýrö fjárút- hlutun úr „sjóði”. Því betur er það nú svo að til eru enn menn, sem hafa það mikla trú á sjálfum sér og geta sannfært aðra, að þeir nenna ekki að bíða eftir því aö „könnun” sé gerð á vegum ríkisins eins og hér er lagt til. Eg hef séð það, sérstaklega í minni heimasveit, Mývatnssveit, i Aðaldal og í vaxandi mæli á Akureyri að menn hafa brett upp ermarnar og komið upp ferðaþjónustu án þess að b'5a eftir „kerflnu”. Við sem höfum trú á því að ferða- mannaþjónusta sé ört vaxandi at- I fyrsta lagl vissu þeir að nýtt frumvarp samgönguráðherra um ferðamál hafði verið samið og skyldi ná fram að ganga á þinginu. Þar er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að unnið sé að undirbúningi aö komu feröamanna samkvæmt áætlun. I öðru lagi hlýtur flutnings- mönnum að hafa verið alveg ljóst að könnunin, sem gert var ráð fyrir, yrði aldrei búin um mitt ár, þ.e. nokkrum vikum eftir tillöguflutning- inn. I þriðja lagi þótti jafnvel reynslu- litlum þingmönnum það fáránleg „Sýndarmennskan meö tillögu- ^ flutningnum er alveg augljós en því miður allt of algeng. Nógu slæmt er að ríkisstjórnin leggiy fram yfir tutt- ugu þýðingarmikil frumvörp eftir páska þó að þingmenn stjórnarand- stöðunnar bæti ekki við hátt í hundrað málum.” BJÖRN DAGBJARTSSON, \DÓF LOKH ALÞINGISMAÐUR FYRIR SJÁLFSTÆÐISFLQKKINN vinnugrein og tekjulind trúum því einnig að framkvæmdir í þeim at- vinnurekstri þróist og fjármagn leiti þangað með eðlilegum hætti án þess að ríkiö þurfi sífellt aö stjóma skömmtunaraðgerðum. Eitt var það í greinargerðinni sem alltof oft heyrist í úrtölumönnum þegar rætt er um ferðaþjónustu á lslandi. Það er eins og öU vandamá) eigi að leysast ef það tækist að lengja ferðamannatímann! Sjálfsagt væri það léttara fyrir rekstur hótela, veit- ingastaða og fleiri ferðaþjónustu- fyrirtækja. En víðast hvar í heiminum er feröamannastraumur afskaplega árstíðabundinn. Sólbaðs- strendur, skíðastaöir o.þ.h. hafa sínar hávertíðir og lítiö sem ekkert á miUi. Hvers vegna ætti Island að vera miklu öðru vísi nema síður væri. Við getum e.t.v. lengt 9 vikna ferðamannavertíð upp í 11 eða 12 og það er líka ágætt markmið. Að lokum ein ábending tU ríkisfor- sjármanna. Eins og bóndi eða rútu- bUstjóri í Mývatnssveit geta auglýst sina þjónustu um alla Evrópu og haft nóg af næturgestum eða farþegum aUt sumarið þá hlýtur ferðamanna- iðnaðurinn i heUd sinnl að komast af án aukinna rUdsafskipta. Björn Dagbjartsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.