Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Hestamaflurinn kunni, Steingrimur Elfasson frá Oddhóli, fagnar góðu hestasumri en Magnús stórbóndi Hjaltesteð á Vatnsenda er eitthvað hugsi á svipinn. Alfrefl Jörgensen horfir til okkar frá nœsta borði. Dætur Boga Eggertssonar frá Laugardælum voru mættar á ferðahátíð hestamannanna enda mikill áhugi á hestum i fjölskyldunni. Guflrún Bogadóttir til vinstri en Ragna Boga- dóttir tii hægri. Það er bjart yfir þessu unga hestafólki og sjálfsagt mætir það vel og dyggilega i Svíþjófl i sumar að styðja islensku keppnissveitina i harflri baráttu við tólf Evrópuþjóðir i reið- mennsku. Frá vinstri. Margrát Bára Sigmundsdóttir, Ingvi Th. Agnarsson, Alfreð Jörgensen og Ragnar Ólafsson. Ferflahátfflinni stjómaði hinn snjalli hestamaflur Gufllaugur Tryggvi Karlsson og sóst hann hér fara fetgang á fjölum Þórscafé. MIKID FJÖR HJÁ FÁKS- MÖNNUM Ferðahátíðamar í Þórscafé í vetur hafa notið mikilla vinsælda. Lengst af voru þær á sunnudögum en eftir páska voru þær á föstudögum. Nýlega hélt Ferðaskrif- stofan Utsýn ferðahátíð í Þórscafé í tilefni af Evrópu- meistaramóti Islandshesta sem haldið verður í Svíþjóð í ágúst. Var þetta jafnframt sumarfagnaður hestamanna- félagsins Fáks en Utsýn hefur tekið að sér að skipuleggja ferð á Evrópumeistaramótið fyrir Fák. Var glatt yfir mönnum enda margheilagt framundan hjá hestamönn- um. Hvítasunnukappreiðar, fjórðungsmót í Reykjavík, stórmót úti um allt land í sumar og síðan Evrópumeistara- mótiö í Sviþjóð í sumar. Birtast hér nokkrar myndir frá ferðahátíð þeirra Fáksmanna og Otsýnar í Þórscafé sem ljósmyndari okkar, VHV, tók. Formaður Fóks og frú ánægfl mafl vel heppnafla ferflahátífl Fáksmanna og Útsýnar í Þórscafé. Frá vinstri. Auflur Petersen og Valdimar K. Jónsson.forstjóri Blikk og Stál. Dansinn dunar og fremst fara mikinn hifl þekkta hestafólk Hjörtur Egilsson í Gúmmi- vinnustofunni og Guflrún Bogadóttir. Ljósm.: VHV. Bæklud Beta íBeirút Elisabet Taylor var á ferðalagi í Miðausturlöndum nýverið. Eins og sönnum stórstjömum sæmir var henni boðiö aö hitta gamla og fræga stjórn- málaskörunga þeirra landa er hún heimsótti, enda tilgangur ferðarinnar friður fyrir botni Miðjarðarhafs og auglýsing á fjársöfnun til styrktar þeim er undir hafa orðið í hinum heiftarlega ófriði er þama hefur geisað i áraraðir. Hitti Beta meðal annarra Menachem Begin, fyrrverandi skæru- liöaforíngja Israelsmanna er þeir börðust fyrir sjálfstæði gegn Bretum og er síðar varð forsætisráðherra Isra- els. Begin er reyndar stiginn af valda- stóli nú, Simon Perez tekinn við. A myndinni sjáum við Elísabetu í viðræðum sínum við hinn fyrrverandi forsætisráðherra. Það er eins og Elisa- bet hafi sjálf orðið fyrir sprengjubrot- um i Beirút, öll hnykkt saman með hvítu sárabindi. Engin voru það þó sprengjubrotin í stríðshrjáðum heims- hlutanum er settu svip sinn á Elísabetu síöastliðiö haust, heldur aðeins verks- ummerki smábifreiðaóhapps, en þó, brotinn fingur og brákaður háls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.