Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Síða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 7. JUNI1985.
Laus staða
Staða ritara hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni er laus
til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfs-
manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist fyrir 14. júní.
Vita- og hafnamálaskrifstofan
Seljavegi 32,
sími 27733.
RÍKISSKIPsimi 28822
Auglýsing
M/s Baldur lestar vörur nk. þriðjudag 11.6. á Breiða-
fjarðarhafnir. Vörumóttaka á mánudag til kl. 16.50.
Afgr. Ríkisskipa.
BIFREIÐASKOÐUN Á ÍSAFIRÐI OG
í ÍSAFJARÐARSÝSLU 1985
Aðalskoðun bifreiða á ísafirði fór fram 1. mars til 19. apríl
1985.
Aðalskoðun og endurskoðun bifreiða í ísafjarðarsýslu
og endurskoðun á Ísafirði fer fram sem hér segir.
Aðalskoðun í Súðavík 11. og 12. júní.
Skoðað verður að Nesvegi 5 frá kl. 9.00—12.00 og kl.
13.00-16.00.
Aðalskoðun á Þingeyri 18., 19. og 20. júní.
Skoðað verður við Stefánsbúð frá kl. 10.00—12.00 og kl.
13.00-17.00.
Aðalskoðun að Núpi, Dýrafirði, fyrir Mýrahrepp 21.
júní.
Skoðað verður að Núpi frá kl. 10.00—12.00 og kl.
13.00-16.00.
Aðalskoðun að Hrafnseyri fyrir Auðkúluhrepp 22.
júní.
Skoðað verður að Hrafnseyri frá kl. 13.00 — 16.00.
Aðalskoðun á Flateyri fyrir Flateyrar- og Mosvalla-
hrepp 24., 25. og 26. júní.
Skoðað verður við hafnarvogina á Flateyri frá kl. 9.00 —
12.00 og kl. 13.00-16.00.
Aðalskoðun á Suðureyri 1., 2. og 3. júlí.
Skoðað verður við hafnarkantinn við Freyju h/f frá kl.
9.00-12.00 og kl. 13.00-16.00.
Aðalskoðun í ísafjarðardjúpi:
16. júlí.
í Ögri fyrir ögurhrepp frá kl. 10.00-12.00.
Við Djúpmannabúð frá kl. 14.00—16.00 fyrir Mjóafjörð
og Reykjafjarðarhrepp.
17. júlí.
í Reykjanesi fyrir Reykjafjarðarhrepp frá kl. 9.00—12.00.
Arngerðareyri fyrir Nauteyrarhrepp frá kl. 15.00.
18. júlí.
Að Bæjum fyrir Snæfjallahrepp frá kl. 11.00—14.00.
Að Melgraseyri fyrir Nauteyrarhrepp frá kl. 15.00.
Aðalskoðun lýkur 18. júlí 1985.
Endurskoðun á ísafirði 27. og 28. júní, 4., 5., 10., 11.,
12., 19. og 26. júlí á venjulegum skrifstofutíma.
Endurskoðun í Súðavík 15. júlí kl. 10.00—16.00.
Éndurskoðun á Þingeyri 22. júlí kl. 10.00—16.00.
Éndurskoðun að Núpi 23. júlí kl. 13.00—16.00.
Endurskoðun á Flateyri 24. júlí kl. 10.00—16.00.
Endurskoðun á Suðureyri 25. júlí kl. 10.00—16.00.
Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild öku-
skírteini og skilríki fyrir greiðslu bifreiðaskatts og þunga-
skatts skv. mæli auk lögþoðinnar vátryggingar og
skoðunargjalds.
Í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðal-
Ijós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. október 1984.
Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar
á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum skv.
umferðarlögum og bifreið hans tekin úr umferð hvar sem
til hennar næst.
4. júní 1985
Bæjarfógetinn á ísafirði.
Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu.
Pétur Kr. Hafstein.
Voru sendir
kennarasambandinu
til ráðstöfunar
—segir í f rétt f rá KÍ um peningagjöf Norræna
kennarasambandsins
Vegna rangrar og villandi fréttar í
DV 4. júní sL. um fjármál Kennara-
sambands Islands í verkfalli BSRB í
haust óska ég eftir aö eftirfarandi
verði birt á áberandi stað í blaöinu.
Um það leyti sem verkfall BSRB
hófst í haust hafði Kennarasamband
Islands samband við samtök kennara
á Norðurlöndum og óskaði eftir stuðn-
ingi þeirra. Eins og við var að búast
brugöust félagar okkar vel við og sam-
tals sendu félög innan NLS (Nord-
iske Lærerorganisationers samrad)
Kennarasambandi Islands 2.093.793
isl. kr. I þessari fjárhæð er talin með
gjöf frá færeyskum kennurum, um
108.000 ísl. kr., sem var sérstaklega
skilyrt að ætti að renna beint í sam-
bandssjóð Kennarasambandsins.
Allir þessir peningar voru sendir
Kennarasambandi Islands til ráð-
stöfunar í verkfallinu og vegna þess.
Stjóm og fulltrúaráð KI fjallaöi um
það hvernig fjármunum þessum skyldi
varið. Samþykkt var að um helmingur
fjárins, 981.380 kr., yrði látinn renna í
verkfallssjóð BSRB. Greiddur var
beinn, sannanlegur kostnaður Kennara-
sambandsins vegna verkfallsins sam-
kvæmt reikningum sem fyrir liggja að
upphæð kr. 748.620. Á fundi stjórnar og
fulltrúaráös Kl 15. og 16. mars sl. var
samþykkt samhljóöa að afganginum,
u.þ.b. 250.000 kr., skyldi varið til
styrktar framhaldsskólakennurum
vegna kjaradeilu sem þeir stóðu þá í og
var féð afhent kjaradeilusjóðiHÖÍ.
Af framansögðu ætti að vera ljóst
hvernig þeim fjármunum sem
Kennarasamband Islands fékk frá
kennurum á öðrum Norðuriöndum
vegna verkf allsins var varið.
öll þessi mál voru afgreidd í stjóm
og fulltrúaráði Kl í febrúar og mars sl.
Þaö er því í hæsta máta óeölilegt að nú,
í júnímánuöi, skuli ónafngreindur
„háttsettur maöur innan BSRB” koma
f ram með athugasemdir i blöðum.
I frétt DV kemur einnig fram að
kennarar hafi fengiö 4,3 milljónir
króna úr vekfallssjóði BSRB. Þær upp-
lýsingar hefðu þá sannarlega mátt
fylgja aö úr þeim sjóði voru veittar
skv. upplýsingum sem fram komu á
bandalagsráðstefnu BSRB nú í vetur
alls 13,5 milljónir króna. Hins vegar
voru kennarar rúmlega 40% þeirra
sem voru í verkfalli í óktóber sl. Kenn-
arar fengu því síst meira úr þeim sjóði
en þeim bar.
Eg harma að óprúttnir aðilar skuli
gera sér að leik að reyna að koma af
staö óhróðri og dylgjum um forystu
Kennarasambandsins og þykir leitt til
þess að vita að DV skuli taka þátt í
þeim leik.
Svanhildur Kaaber,
stjórnarmaður i Kt.
„Ætlað að styrkja
einstaka félaga”
—segir ritari Norræna kennarasambandsins
um verkfallspeningana
„Auðvitað var þessum peningum
ætlað aö styrkja einstaka félaga
Kennarasambandsins í verkfallinu í
haust. Hins vegar fylgdu engar sér-
stakar kvaöir þessum peningum,”
sagði Kjeld Kirkegaard, ritari NLS,
Nordiske Lærerorganisationers sam-
rád, sem er samband grunnskólakenn-
ara á Norðurlöndum.
Eins og DV hefur sagt frá fékk
Kennarasamband Islands á þriðju
milljón frá þessum samtökum í verk-
fallinu í haust. Um 980 þúsund settu
þeir í verkfallssjóð BSRB, af gangurinn
fór i eigin rekstur. Þess utan fengu
kennarar um 4,3 milljónir greiddar úr
verkfallssjóði BSRB.
„Við sendum þessa peninga beint til
Kennarasambandsins þar sem þeir
hafa engan sérstakan verkfallssjóð
sjálfir og við vildum og ætluðumst til
að þeir yrðu notaðir til að styrkja kenn-
arana sjálfa á þessum erfiðu tímum.
Eg veit ekki annaö en aö það hafi verið
gert, ” sagði Kj eld Kirkegaard.
-KÞ.
„Hefðum viljað meira í sjóðinn”
— segir Haraldur Steinþórsson, varaf ormaður BSRB
„Við hefðum auðvitaö viljað fá sem
mest í sjóðinn. Hins vegar er það
ekki okkar að dæma um það hvað átti
að koma þangað og hvað ekki,” sagði
Haraldur Steinþórsson, varaformaöur
BSRB, í samtali við DV, aðspurður
um álit sitt á ákvörðun Kennarasam-
bandsins að setja aöeins hluta af þeim
peningum sem fengust frá Norræna
kennarasambandinu í verkfallssjóð
BSRB.
„I haust kom hingað framkvæmda-
stjóri Norræna verkalýðssambands-
ins. Þegar hann hafði kynnt sér málin
sendi hann bréf til fjölmargra félaga á
Norðurlöndum og óskaði eftir aöstoð
fyrir okkar hönd. Við fengum heilmikið
fé þannig frá mörgum samtökum og
það fé var sent beint inn á gíróreikning
BSRB. Þess utan fengu einhver sam-
bönd hér heima f járstuðning beint. Við
vissum ekkert meira um þær sending-
ar, nema það sem kom til okkar,”
sagðiHaraldurSteinþórsson. -KÞ
AFV0PNUN í MEXÍKÓ
— Haraldur og Sigríður Dúna á ráðstef nu sextfu þjóða
Tveir þingmenn fóru nýlega á
ráðstefnu suður í Mexíkó City. Þessi
mynd var tekin er annar þingmaöur-
inn Sigriður Dúna Kristmundsdóttir
(K) flutti ræðu. Hinn þingmaðurinn
Haraldur Olafsson (F) hlýðir hérá. Að
sögn þeirra Haraldar og Sigríðar Dúnu
var þetta stórmerkilegur fundur. Um-
ræðuefnið var afvopnun. Töluverö
spenna ríkti á ráðstefnunni en þarna
voru fulltrúar sextíu þjóða saman-
komnir eða heimurinn í hnotskum.
Islensku þingmennirnir kynntu
nýsamþykkta afvopnunartillögu allra
ísl. þingflokkanna. Hún vakti athygli
ráðstefnufulltrúa.
-ÞG.