Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR 7. JUNI1985. 5 FISKVERKUNARFÓLK VILL 26% BYRJUNARHÆKKUN Ekki bjartsýnn á samninga, segir Magnús Gunnarsson Sérkröfur fiskverkunarfólks um launahækkanir fela í sér yfir 40 prósent hækkun á næsta samnings- tímabili. Launakröfurnar eru um 17 prósent yfir tilboði VSI. Samkvæmt sérkröfum fiskverkunarfólks ættu launin aö hækka um 26 prósent strax 1. júní, miðað við tilboð VSI, í stað rúmlega 7 prósenta eins og gert er ráð fyrir í VSl-tilboðinu. I þeim viðræðum, sem undanfarið hafa staöið milli landssambanda innan ASI og VSI, hefur fisk- verkunarfólk og verkalýðsfélagiö Dagsbrún sett fram kröfur um umframhækkanir. Fiskverkunarfólk vill að greiddar verði 25 kr. á hvem unninn tima. Þessi krafa felur í sér allt að 20 prósent hækkun umfram tilboö VSI. Iðnverkafólk hefur einnig lagt fram hliðstæöa kröfu og fisk- verkunarfólk. Hjá Dagsbrún hafa verið lagðar fram útfærðar kröfur um leiðréttingar á töxtum einstakra hópa innan félagsins. „Þetta er í sumum tilfellum verulega umfram okkar tilboö og ég sé ekki hvemig hægt verður að verða við þessu,” segir Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri VSI. Aðspurður hvernig hann meti samningslíkur eftir að hafa setið fundi með landssamböndunum segir hann. „Eg er ekki beint bjartsýnn á að það náist samkomulag.” Hann bendir á að kröfur hafi komið um sjálfvirka vísitölu og sérkröfur sem em töluvert umfram tilboð VSI. • Þá hefur einnig komið fram að landssamböndin hafa mismunandi afstöðu til sérstakrar hækkunar til þeirra sem hafa lægstu taxtana. Það eru sambönd iðnaðarmanna sem haf a sett sig á móti þeim. Ástæð- an er sú að nær enginn félagsmanna þeirra fengi þessar hækkanir. Þeir vilja að 24% hækkun komi til allra. I verkamannasamböndunum fá allir þessi 24 prósent. Aður hefur verið bent á að iðnaðrmenn hafi þegar fengið þessar hækkanir í sérsamn- ingumívetur. APH Ríkið og BSRB: ÍGÓDUAND- RÚMSLOFTI Viðræður ríkisins og BSRB hafa staðið yfir í tvo daga og munu halda áfram í dag. Enn hefur ekki verið rætt efnislega um kaupmáttartrygginguna sem BSRB lagöi fram í samráöi viö ASI. Hins vegar hefur verið unnið í starfs- hópum þar sem önnur atriði umræðu- grundvaliar BSRB hafa verið rædd. Þar er fyrst og fremst um að ræða breyt- ingar á launastiga BSRB í samræmi við launastiga BHM og einnig aö gerðir verði sérsamningar við félög innan BSRB. Krafa BSRB gengur út á það að slíkir samningar verði gerðir áður en gengiö verður frá heildarsamning- um. Launamunur er á milli háskóla- manna og aðildarfélaga í BSRB eftir að kjaradómur dæmdi í máli þeirra fyrmefndu. Hins vegar hefur komið í ljós, eftir aö háskólamönnum var raöað í launakerfi Starfsmannafélags Reykjavíkur, að þeir eru með 8 til 9 prósent hærri laun en aðrir í f élaginu. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, segir að enn sé engin niöur- staða í þessum viðræðum en þær hafi fariðframí góöuandrúmnslofti. APH Dekkjamálið íHæstarétti Alltaðfjórtán mánaðafangelsi Dómur var kveðinn upp í dekkja- málinu svokallaða í Hæstarétti í gær. Var umboðsmaðurinn dæmdur í 14 mánaða fangelsi en starfsmenn í 14 mánaöa og 10 mánaða fangelsi, sá þriðji í sex mánaöa fangelsi, þar af 3 mánaða skilorðsbundið, og sá fjórði í 5 mánaða fangelsi, þar af 3 mánaða skil- orðsbundið. Þá var mönnunum gert að greiða dómsmálaráðuneytinu í Banda- ríkjunum skaðabætur i islenskum krónum með vöxtum. I undirrétti voru mennimir dæmdir til skaðabóta i doll- urum. Fjórir mannanna sem hlutu dóm voru á sínum tíma starf smenn varnar- liðsins, hinn fimmti var dekkjaum- boðsmaður. Á árunum 1976—78 seldi umboðsmaðurinn tæplega sjö þúsund hjólbarða til varnarliðsins en athenti aðeins hluta af þeim. Fölsuðu starfs- mennirnir birgðabókhaldið og héldu eftir hagnaðinum. -EHÞ Landsþing: Nútímakonur á ísafirði Landssamband sjálfstæðiskvenna heldur 15. landsþing sitt á Isafirði nú umhelgina. Munu tæplega eitt hundrað sjálf- stæðiskonur sitja þingið. Sjálfstæðis- kvennafélag Isafjarðar hefur annast undirbúning. Aðalmál þingsins verða fjórir fyrir- lestrar um nútímakonuna, heima og heiman. Fyrirlesarar verða Esther Guömundsdóttir, Geirþrúður Charles- dóttir, Oddrún Kristjánsdóttir og Ragnheiður Olafsdóttir. Formaður LS er Halldóra J. Rafnar blaðamaöur. Að loknum þingstörfum verða sýningar skoöaðarogbærinn. -ÞG. Landssamtök hjartasjúklinga: Safna fé til tækjakaupa „Það eru um þrjár og hálf milljón sem viö þurfum að safna,” sagði Ingólfur Viktorsson, formaður Lands- samtaka hjartasjúklinga. Nú um helgina standa samtökin fyrir merkjasölu til fjáröflunar til tækja- kaupa fyrir hjartaskurðdeild sem opna á viö Landsspítalann á næsta ári. „Tæki sambærileg þeim sem við ætl- um að kaupa eru til í flestum löndum Evrópu, en hingaö til hafa Islendingar þurft að fara til útlanda í hjartaskurð- aðgerðir. Það er mikið álag fyrir veikt fólk að fara í slík ferðalög auk þess sem þau eru mjög kostnaðarsöm,” sagöi Ingólfur. I samtökum hjartasjúklinga eru nú um 500 f élagar sem f lestir hafa gengist undir hjartaskurðaðgerðiur. Á sl. ári fóru um 180 manns í hjarta og lungna- aðgeröir, flestir til Englands. SJ Tökum á... tælun vantar! FIAIJOFLUN 7. OC, S. fONt tíf fyrír vtcmanfega hj<t rlaskurtídeíki J x i ndvp ita bns James Bond í Bíóhöllina Fulltrúi UIP dreifingarfyrirtækis- ins, sem staddur er hér á landi, ákvað í fyrradag að Bíóhöllin fengi ,,A View to a Kill”, nýju James Bond myndina, til sýningar. Verður myndin sýnd hér á landi í lok þessa mánaöar. Fulltrúinn, Mike Macclesfield, kom hingað til Iands um síðustu helgi og hefur skoðað kvikmyndahúsin í höfuð- borginni, m.a. til að ákveða hvaða hús fengi myndina til sýningar. Fyrirtækið sér um dreifingu fyrir Paramount, MGM—UA og Universal. Hafa Há- skólabíó, Laugarásbíó og Bíóhöllin orð- iö fyrir vaUnu tU að sýna myndir frá þessum f yrirtækjum. -EH. 17 Tökumflesia 1 atóð á Sobaru ,atr\ð\. ,bCsemverðu LUdV!feVr'örV99lsi Fætri fá en vilja. Subaru fer sigurför um heiminn INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.