Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 7. JUNl 1985. /MI^ -///mm BIIALEIGA REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUDÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRDUR: SEYÐISFJÖRDUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR. HÖFN HORNAFIRDI 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent Vélastillingar HjólastUlingar Ljósastillingar Smurþjónusta Almennar viðgeröir. Hemlaviðgerðir. Borðinn hf SMIÐJUVEGI 24 SÍMI 72540 Takkasími m/skífuvali og 10-númera minni. Vegghulstur og kló innifalið í verði. 1.700,- kr. RRFEInu SF Síðumúla 4, s. 91-687870 5 metra framlengingar- dós á 590.- kr. Höfum einnig síma - tengla og -klær fyrir- liggjandi á lager. Útsölustaðir um allt land. Sendum í póstkröfu. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur TÆMIÐ R0TÞRÓNA Mengunarvarnir Hollustu- vemdar ríkisins hafa gefið út bsekl- ing með leiðbeiningum og upp- lýsingum um rotþrær. Þar kemur meðal annars fram aö algengur mis- skilningur er hér á landi varðandi losun þrónna. Margir telji aö rotþró þurfi aldrei að tæma en ef svo er ekki gert safnast fyrir úrgangur sem ekki rotnar, truflar virkni hennar og gerir þróna að lokum óvirka. Miðaö viö venjulegar stærðir á rotþróm ætti að tæma þær minnst á tveggja ára fresti, reynslan á hverjum stað getur þó leitt í ljós þörf á örari tæmingu. Hentugustu tækin við slíka tæmingu eru svonefndar haugsugur og rétt aö hafa samband við heilbrigðisfulltrúa á hverjum stað um förgunina. Rotþró er eitt af þvi nauðsyn- legasta og fyrsta sem athuga þarf við byggingu sumarbústaðar. Stað- setningin er mikilvægt atriöi og mjög háð staöháttum á hverjum stað. Engin takmörk eru fyrir því hversu langt frá íbúðarhúsi rotþró má vera en ekki ætti að setja hana nær húsinu en 5—10 metra. Um fjariægð frá vatnsbólum skal hafa samráð við heilbrígöisfulltrúa staöarins. Rotþró má aldrei vera minni en 1500 1 en að ööru leyti fer stærðin eftir f jölda ibúa að meðaltali yfir dvalartímann. Fyrir sumarbústaöi meö til dæmis fjóra ibúa er minnsta stærö nægjan- leg og taliö er nauðsynlegt að byggja ekki minni rotþró en 3000 1 við íbúöarhús. Rotþrær er hægt að kaupa til- búnar til notkunar en fyrir þá sem vilja byggja eða hanna þannig hreinsivirki er rétt að benda á aö þriggja hólfa rotþrær starfa mun betur en þrær meö færri hólfum. Erlendis hafa verið gerðar miklar athuganir á virkni rotþróa og styöja niöurstöður þeirra yfirburði þriggja hólfa kerfisins. Allar frekari leiöbeiningar, upp- lýsingar og bæklinginn sjálfan er hægt að fá hjá Hollustuvemd ríkisins og heilbrigðisfuUtrúum víða um land. baj Raddir neytenda „í lagi að borga eitthvað, en... ” DÝR BARNA- GÆSLA A NESINU Kona af Nestnu hrlngdl: „Við erum hérna saman komnar nokkrar af Nesinu og finnst orðið heldur dýrt að senda börnin á gæslu- völl í sinni heimabyggð. Það er miklu dýrara héma á Nesinu heldur en í nágrannabyggðunum. Núna kostar 55 krónur héma að setja bam á gæsluvöll, þannig að ef barnið viU fara bæði fyrir og eftir hádegi eru það 110 krónur. Þaö geta alUr séð að þetta er mikUl peningur fyrir fólk sem er tU dæmis með fleiri en eitt barn á þessum aldri. Og á Nesinu er enginn annar vöUur sem ekki þarf að borga jafnmikið inn á, því veriö er að breyta VallarbrautarveiU í sama horf. Ef þetta er helmingi hærra en í nágrannasveitum finnst okkur þeir vera farnir aö færa sig heldur upp á skaftiö hérna. Okkur finnst í lagi að borga eitthvað en þetta er of mikiö. Þarna em engar menntaöar fóstmr heldur nokkrar konur og stelpur úr ungUngavinnu. I bæjarfélögunum i kring er þessi þjónusta annaðhvort ókeypis eða gjaldið er i mesta lagi tíu krónur. Svo er okkur sagt að þetta séu skattfríar tekjur — ekki gefnar kvittanir við greiðslu heldur borgað yfir girðinguna. Haft var samband við Jón Tynes hjá Seltjamarneskaupstaö og sagöi hann þetta nokkuð aöra þjónustu en á venjulegum gæsluvöllum. Inni- aðstaða væri fyrir hendi og ábyrgð tekin á bömunum þannig að for- eldrar þyrftu ekki að dvelja heima við meðan barniö væri i gæslu heldur gætu fariö að sinna öðru. Þegar Neytendasíðan grennslaðist fyrir um sambærUega þjónustu í öðrum bæjarfélögum í kring kom í ljós að ókeypis er inn á þá veUi sem ekki geta veitt aðstöðu til innivem en á þeim sem þá þjónustu veita er gjaldiðtíu krónur. baj Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyIdu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda . Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í maí 1985. i Matur og hreinlætisvörur kr.- i Annað kr. j Alls kr. ! irra Nauðsynlegt er að gœta ýtrasta hreinlsstis i meðferð matvara. Meðferð kjöt- vöru í verslun I flestum tilfellum er matvöru- verslunin síðasti áfangastaður kjöt- vörunnar áöur en hún er fengin neyt- andanum í hendur. Neytandinn sér hvernig umgengnin er í búðinni sjálfri, en í flestum tilfeUum sér hann ekki hvernig aöstaðan er baka til þar sem oft á sér stað hökkun, sög- un, pökkun og geymsla kjöts. AUt sem viökemur meðferð kjöts- ins i matvöruversluninni, hvort sem um vinnslu (sögun, hökkun), geymslu (kæU, frysti) eöa pökkun (yfirleitt plastumbúðir) er að ræða, hefur áhrif á endanleg gæði og endanlegt geymsluþol vörunnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir þann sem sér um þessa þætti að vera sér meðvitaður um hversu lítið má út af bera til þess að bæði gæði og geymsluþol vörunnar verði ekki í samræmi við það sem neytandinn heldur að hann sé að kaupa. Hreinlæti Við meðferð á kjöti er hreinlæti númer eitt, tvö og þrjú. Þessi þáttur virðist oft vera ansi takmarkaður vegna þess að fólk sem vinnur við hreinsun áhalda hefur oft á tíðum ekki fengiö neina fræðslu frá sinum yfirmönnum um nauðsyn þess að hreinsa vélar, hnífa, bretti og ann- að sem snertir þessa hlið mála mjög vandlega. Geymsluþol og gæði kjötsins byggj- ast að mestum hluta á því hversu vel ÖU áhöld eru hreinsuð. Mjög slæmt er að sprauta heitu vatni á vélarnar vegna þess að það fer aðeins það lausasta af en en hitt situr eftir. Auk þess hitar gufan upp loftiö sem hrað- ar vexti gerla í hráefni eða unninni vöru. Nauðsynlegt er að hreinsa áhöld og vélar eftir hverja notkun í vöskunum í stað þess, eins og oft sést, að hreinsa ekki fyrr en eftir marga klukkutíma. Kjötið situr því á áhöldunum mjög lengi, hitastigið, sem er vel yfir 10—15°C, gerir það að verkum að vaxtarskilyrði fyrir ör- verur eru mjög góð. A þennan hátt smitast kjötvörur auðveldlega. Per- sónulegt hreinlæti þarf einnig að vera mjög gott og mikUvægt er að að- staða fyrir starfsfólk sé eins góð og hægter. Pökkun Yfirleitt er vörunni pakkað í plast- umbúöir til geymslu í kæU eða frysti sem neytandinn getur tekið með sjálfsafgreiðslu úr kælinum eða frystinum. Nauðsynlegt er fyrir þá sem sjá um pökkun á kjötvörum aö vita að alls ekki er sama í hvemig plastum- búðir varan er sett. Plastfilman fræga gefur enga vöm til þess að halda við geymslu- og gæðaþoU vegna þess aö raki úr kjötvörunum tapast auðveldlega úr þeim, þannig að kjötvaran þornar. Plastfilma er mjög stökk og viökvæm þegar hún er höfð utan um vöru sem geyma á í -MATUR0G H0LLUSTA- Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar frysti, hún ver ekki gegn rakatapi auk þess sem mengun frá höndum sem eru að leita að vörum í frysti- kistunni berst í gegnum þessi göt. Best er að nota tvöfalt plast sem ekki hleypir raka burt og þolir tölu- vert hnjask. Bestar em þó lofttæmd- ar pakkningar. Hins vegar skal gæta vel að því að vöru, sem pakkað hefur verið í lofttæmdar umbúðir, á eftir sem áður aö geyma í kulda (kæU, frysti eftir því sem við á). Kæli- og frystiaöstaða KæUr, hvort sem um er að ræða kjötborð eða kæli sem geymir unnar kjötvörur, á að vera með hitastig frá 0 — 4°C og hafa hitamæla sem bæði verslunarfólk og neytendur geta séð. Frystar eiga ekki aö vera undir —20° C og mælar eiga að vera til staðar. Kjöt á ekki að geyma á brettum yfir frysti á kistunum vegna þess aö þar er hitastigið um það bil það sama og í versluninni s jálfri. Mikilvægt er að kjötfars og kjöt- hakk sé ekki selt úr kjötborði nema þann dag sem það er framleitt. Þetta er mjög viðkvæm vara, geymsluþol- ið er mjög lítið og gagnvart neytand- anum er það vanvirðing að selja hon- um eldra kjötfars. Á sama hátt er hakk mjög viðkvæm vara. Hana á heldur ekki að selja nema sama dag og hún er f ramleidd. Neytandinn Þvi miöur er neytandinn oft á tíð- um varnarlaus gagnvart versluninni og verður að treysta því að þeir sem sjá um kjötið geri það á sem bestan hátt. Þess vegna er mjög mikilvægt að fóUc sé sér sem best meðvitað um hreinlæti þaö sem þarf aö viðhafa i sambandi við kjöt og raunar alla matvöru. IU meöferð kjötsins i versluninni sem felst í lélegri geymslu, bæði í kæli- og frystigeymslum, sölu á gömlu hakki og farsi og lélegum um- búðum, bendir aöeins tU þess að virö- ingin fyrir neytandanum sé engin. Peningasjónarmið sé orðið ofar því hlutverki sem verslunin á að gegna sem þjónusta viö neytendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.