Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Side 9
DV. FÖSTUDAGUR 7. JÚNI1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Shultz tómhentur í Estoril: Geir hótaði aðgerðum „Það var alltof lítið sem Shultz gat sagt okkur, því miður,” sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra i gær- kvöldi. Hann ræddi við George Shultz utanríkisráðherra á NATO—fimdi í Estoril um Rainbow Navigation — málið. Vonast hafði verið til að Shultz gæti borið Islendingum þau tíðindi að . málið væri að leysast. „Við urðum fyrir vonbrigðum. Hann sagðist ætla að hafa samband við okk- ur áður en mánuðurinn er liðinn. Þeir telja sig verða að leggja þetta fyrir þingið. Það þarf lagabreytingu,” sagði Geir. „Við tjáðum honum að þetta væru okkur vonbrigði. Við gætum ekki beðið öllu lengur aðgerðalausir. Ég ræði þetta nánar í ríkisstjóminni þegar ég kemheim.” Geir vildi ekki segja hvaða aðgerð- um Islendingar hefðu hótað. En hann vildi ekki kannast við að Islendingar hefðu sagt að málið myndi varða stöðu herstöðvar Bandarikjamanna í Kefla- vík. Sjávarmálaritið Seatrade hefur hins vegar eftir embættismönnum hjá bandaríska utanrikisráðuneytinu að vandamálið geti haft áhrif á stöðu Keflavíkurstöðvarinnar. Embættis- mennirnir eiga að hafa sagt þetta í svari til bandarískra þingmanna sem mótmæltu því að „utanríkisráðuneyt- ið, vamarmálaráðuneytið og yfir- stjóm skipamála hafi beygt sig fyrir þrýstingi frá ríkisstjóm Islands varð- andi flutning bandariskra hergagna til stöðvar okkar í Keflavík, Islandi.” Það voru 15 meðlimir þingnefndar sem fjallar um málið sem skrifuðu undir bréfið. Þvi má telja víst að sér- staklega erfitt verði fyrir utanríkis- ráðuneytiö að þrýsta í gegn lagabreyt- ingu fyrir Islendinga. Haft er eftir Hans G. Andersen, sendiherra Islands í Washington, að til sé hugsanleg lausn: aö fá Rainbow Navigation aöra gróðavænlega flutn- inga, svo sem flutninga á kaffi frá Hondúras. s 1 Shultz haföi fátt að bjóða tslendingum vegna herflutninga varnarliðsins ó' fundinum með Geir i Estoril í gœr. Von Bulow- málið komið á lokastig Þótt Klaus von Bulow hafi „haldið framhjá eiginkonu sinni og dregið ást- konu sína á asnaey runum, reyndi hann aldrei að myröa konu sína. Þaö er af sjálfrar hennar völdum að hún er án ráös eða rænu í dag,” sagði verjandi von Bulows fyrir rétti í gær þar sem líður nú að lokum máls er mikla at- hygli hefur vakið. Verjandinn hélt þvi fram aö von Bul- ow hefði þrivegis reynt að bjarga lifi eiginkonu sinnar og hefði aldrei sprautað í hana insúlín-skömmtum eins og honum er gefið að sök. Lögmaöur von Bulows sagði i varn- arræöunni og það væri ekki fögur mynd sem dregin væri upp af honum, m.a. í vitnisburði ástkonu hans, en mann- eskjumar væru breyskar. Bað hann kviðdóminn að láta ekki breyskleika von Bulows binda sig til aö dæma hann saklausan fyrir morð. Þetta er í annað sinn sem Bulow- málið er fyrir rétti. Böm eiginkonu hans kærðu hann fyrir tilraun til að myrða konuna sem var sykursjúkling- ur og veikluð af notkun vímuefna. Klaus var dæmdur 1982 í 30 ára fang- elsi, en við áfrýjun var dómnum hnekkt. Klaus von Bulow var að nýju ákæröur þegar ákæruvaldið taldi sig geta lagt fram áður ófundnar sannanir gegn honum. Verjandinn byggir vörnina á vitnis- buröum lækna, sem segja, aö ástand Von Bulow lætur ekki ó sór sjó þó hann kunni afl eiga langa fangelsis- vist fyrir höndum. eiginkonu Bulows stafi af ofnotkun áfengis og lyf ja. Visar hann til fyrri til- vika þess að eiginkonan missti ráð og rænu og von Bulow kvaddi til lækna í tæka tið til þess aö bjarga henni. Meðal annars i desember 1980 þegar konan hafði tekið of stóran skammt svefn- lyfja. Telja sig hafa fund- ið gröf Mengeles Brasiliska lögreglan telur sig hafa fundið líkið af „Engli dauðans”, Josef Mengele, dysjað í fjallshlíð við bæinn Embu. — Segist hún 90% viss um, að þetta séu líkamsleifar Mengele, sem eftirlýstur hefur verið fyrir stríðs- glæpi vegna hryllilegra tilrauna og drápa á 400 þúsund gyðingum i Ausch- witz-fangabúðunum. A leiöinu, þar sem Mengele er sagð- ur hafa veriö grafinn, stóö áletrað aö þar hvíldi Wolfgang Gerhard, sem drukknað hefði 1979. — Lögreglan von- ast til þess aö geta gengið endanlega úr skugga um hvort þar hafi i staöinn hvílt Mengele, með því að bera saman tennur liksins við skýrslur um tennur Mengele. Nasistaveiðaramir Simon Wishen- thal og Serge Klarsfeld segjast vissir um að Mengele sé enn á lífi og að kvitt- inum um dauöa hans hafi verið komiö á kreik til þess að villa um fyrir eftir- leitarmönnum. — „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem á kreik hafa komist sögur um að Mengele sé dauöur,” sagöi Wisenthal við blaöamenn vegna fréttarinnar frá Brasilíu. Vestur-þýskir, ísraelskir og banda- rískir rannsóknaraðilar eru lagöir af stað til Brasiliu til þess að skoða lik- amsleifamar, sem grafnar vom upp vegna ábendingar frá v-þýsku lögregl- unni. Leiddi hún brasilisku lögregluna á spor austurriskra hjóna sem sögðu |að maðurinn i gröf Gerhards hefði sagt j— en nasistaveiðarar halda að það sé blekking til að leiða þáaf slóðstríðs- glæpamannsins þeim 1972 aö hann væri Mengele. Hjón- in, sem hafa búiö i Brasilíu i meir en 30 ár, segja að hinn raunverulegi Ger- hard hafi kynnt þau fyrir manni er kallaðist Pedro. — Brasilíska lögregl- an telur að hinn sanni Gerhard hafi lát- ist í Austurríki hálfu ári áöur en gröfin í Embu var tekin. Hugsanlegt þykir að Mengele hafi búið i Brasiliu siöustu tíu árin. — Wies- enthal heldur því fram aö Mengele hafi sést í Paraguay í fyrra en þar hélt 'Mengele sig á sjöunda áratugnum. Naut þjálfunar Búlgara og Tekka Tyrkinn Agca, sem skaut á páfann 1981, sagði réttinum í gær, að austan- tjaldsmenn hefðu kostað til þjálfunar hans í Sýrlandi til hryðjuverka. Agca er á sakabeldc með f jórum öðr- um Tyrkjum og þrem Búlgörum sem öllum er gefið aö sök að hafa tekið þátt í samsærijim tilræði við páfann. Hann sagði i gær að hann hefði notið hryðjuverkaþjálfunar í hafnarbænum Latakia í Sýrlandi 1977 ásamt fleiri fé- lögum í „Gráúlfunum” (hægri öfga- samtökum í Tyrklandi). — „Þaö voru búlgarskir og tékkneskir sérfræðingar semþjálfuðu okkur,” sagði Agca. ,,Eg veit þaö meö vissu að Sovétríkin eru pólitfsk og f járhagsleg þungamiðja alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi,” sagði Agca í vitnastúkunni. Sagði hann að Italir, Frakkar, Spán- verjar og Þjóðverjar hefðu verið á meöal þeirra sem nutu þjálfunar i æf- ingabúðunum i Sýrlandi. Rétturinn leitar sannana fyrir því hvort leyniþjónusta Búlgariu hafi leigt Agca og fleiri Tyrki til þess að ráða af dögum hinn pólskættaða páfa. En að baki leyniþjónustu Búlgaríu stendur leyniþjónusta Sovétríkjanna. Sækjandinn i málinu hélt því fram i skýrslu i fyrra að tilræðið við páfann hefði veriö liður i samsæri til aö veikja hin óháöu verkalýössamtök Póllands, en páfinn studdi þau. — I júli 1983 sagði Agca fréttamönnum að KGB-lögreglan sovéska hefði þjálfað hann, en samtím- is sagði hann aö Sovétríkin stæðu ekki i neinu beinu sambandi við hryðju- verkaöfl á Vesturlöndum. Sovétrikin og Búlgaría hafa bæöi boríö á móti þvi að hafa átt nokkurn hlut að tilræðinu við páfann og halda þvi fram að ekki sé unnt að reiða sig á vitnisburðAgca. f ÍÍ'XÍP að taka að sér hlutverk Hafréttarráö- stefnu Sameinuöu þjóðanna. Tass sakaði Bandaríkjamenn um þaö sama þegar þeir undirrituðu samning við sjö vestrænar þjóðir um nýtingu hafsins án tillits til hafréttar- sáttmálans sem flestar aðrar þjóðir hafa samþykkt. „Areyoua stickertoo?” Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sýndi á sér nýja hllð þeg- ar út kom bók með ljóðl eftir hana. I bókinnl eru ljóð eftlr ýmsa aðila, sem ekkl var endllega vitað að væru mlkil skáld. Ljóð Thatchers er svona á ensku: „It’s easy enough to be a starter, but are you a sticker too? It’s easy enough to begin a job, it’s harder to see it through.” Þetta þarf ekki að þýða. Ribbaláalæti Ungverskir knattqjyrauaðdáendur fóru með miklum óspektum og látum eftir leik knattspymuliða um síðustu helgi í Búdapest. Ribbaldarnir eyði- lögðu tvo sporvagna í borginni eftir að liðið Tatabanya hafði tapað fyrir Ferencvaros. Ungversk blöð tóku mjög harða af- stöðu gegn óeirðunum í Brussel þar sem 38 manns dóu á leik Liverpool og Juventus. Blöðin hafa nú lagt að yfir- voldum að herða öiyggisgæsiu á ung- verskum leikvöngum. Ræða hátækni Iönaöarráðherrar Evrópu- bandalagsins rsða nú i Lúxemborg um hvernlg Evrópulönd banda- lagsins geta aukiö tækniaöstoð sfn á milli. Taliö er vist aö ráöherr- arnir muni ræöa um hina frönsku .JEureka” áætlun. Sú áætlun miðar aö því aö þróa hátócniiðnaö í Evrópu, aDt frá raförtækni til há- þróaðra sjónglerja og róbota. Heidemannmeð milljónir? Fréttamaðurinn sem útvegaði þýska blaðinu Stern falsaöar Hitlerdagbækur kann að hafa tekið sjálfur peningana sem Stern borg- aði fyrir dagbækumar, að sögn saksóknara í málinu. Gerd Heide- mann, fyrrum yfirfréttamaður Stem, og Konrad Kujau, sem safn- ar hlutum tengdum nasistum, eru ákæröir fyrir aö hafa falsaö dag- bækumar og selt þær fyrir sem svarar 120 milijónum fslenskra króna. Saksóknari heldur nú lokaræður sínar. Líklega verður kveðinn upp dómur í málinu fyrir mánaðarlok- in. Hægtfer Cousteau Sjókönnuðnum franska Jacques Cousteau gengur nú háifiiia að koma sér yfir Atlantshafið á bát sem gengur fyrir nýrri tegund vélarorku: vindi. Bátur þessa 74 ára gamla sæfara er með tveimur „strompum” sem eru þannig gerö- ir að þeir sjúga inn vind, sem síðan knýr skrúfur bátsins. En undanfarið hefur verið svo mflrið logn að Cousteau hefur orðið að notast við ósköp venjulega innanborðsvél til að fleyta sér áfram. Hann lagöi af staö frá Frakklandi, og vonast til að kom- ast til Bermúda rétt eftir helgina. Þaðan ætlar hann til New Yoric. Hann fór í svipaða ferö árið 1983, en hún mistókst. Milljónirfyrir Kiribati? Sovétríkin hafa boðið hinu örlitla eyríki Kiribati 60 milljónir króna í reiðufé fyrir réttindi til fiskveiða i iandhelgi Kiribati. Yflrvöld á eyjunni hafa enn ekki ákveðið hvort þau eigi að taka tilboðinu. Samkvæmt tillögum Sovétmanna myndu 16 sovésk skip fá að veiða i fimm milljón ferkílómetra land- heigi Kiribati, upp að 12 milna lög- sögu rflcisins. Ástralir og Nýsjálendingar fylgjast vel með viðskiptunum. Þeir haf lítinn áhuga á að fá sovéskan Ðota svo nálægt sinum farvötnum. Morðingigiftist móðurinni Morðingi tveggja ára gamaliar telpu gifttst í gær móður telpunnar sem hann myrti. Giftingin fór fram í dómssainum nokkrum mínútum áöur en hann var dæmdur i 15 ára fangelsi fyrir morðið. Aður haf ði komið f ram viö réttar- höldin að maðurinn hefði kýlt og sparkað í stúflcuna i ibúð sem hann bjó i með móður hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.