Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Qupperneq 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 7. JUNl 1985.
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Útlönd
ff
Alvörukosningar”
í Ungverjalandi
Ungverjar ganga til kosninga a
laugardag og þær kosningar eru ein-
stakar í sögu sósíalistaríkja Austur-
Evrópu. Kjósendur fá ekki bara að
kjósa, heldur líka aö velja. I fyrsta
sinn er kosið á milli tvegg ja eða fleiri
manna í öllum kjördæmum.
Bæði eru þingkosningar og bæjar-
stjómarkosningar. Ný lög kveða svo
á að hvergi megi bara vera einn
maður i framboði, eins og hefur tíðk-
ast í Ungverjalandi eins og öðrum
Austur-Evrópurík jum hingað til.
Ungverskir embættismenn leggja
strax áherslu á að hin nýju lög þýði
ekki að lýðræði verði komið á á vest-
ræna vísu. Þingið kemur saman að-
eins i nokkra daga á ári og þá bara til
að staðfesta lög sem þegar er búið að
ákveöa og jafnvel setja í gildi.
Allir frambjóðendur verða að vera
sammála stefnumálum Þjóðarfylk-
ingarinnar sem er fjöldahreyfing
sem sér um kosningamar og
kommúnistar stjóma.
En þrátt fyrir það er það örlítið
hænufet í átt til lýðræðis að gefa kjós-
endum möguleika á því að velja á
milli frambjóðenda. Embættismenn
segja að þaö muni sérstaklega færa
kjósendum svolítið vald hvað varðar
ákvarðanatöku í málefnum bæjarfé-
laga.
Meiri staðbundin völd
Hinir 7,8 milljónir kjósenda munu
kjósa 352 þingmenn og um 45.000
bæjarráðsmenn. Samkvæmt endur-
bótum á stjómsýslu munu bæja.ráð-
in nú fá meiri völd en þau höfðu áður.
Að auki hefur Þjóðarfylkingin til-
nefnt 35 menn sem munu taka sætí á
þingi án þess aö mótframboö komi
fram gegn þeim. Hins vegar getur
fólk ákveðið aö merk ja ekki við þá og
komið þeim út af þingi þannig. Þess-
ir menn eru háttsettir flokksmenn
eins og Janos Kadar formaður,
kirkjuleiðtogar og fulltrúar minni-
hiutahópa og þjóöarbrota.
Samkvæmt nýju lögunum tilnefndi
Þjóðarfylkingin tvo frambjóðendur
til að keppa um hvert sæti. Tilnefn-
ingin fór fram á fundum milli 15.
apríl og 15. maí. Fólk gat á fundun-
um einnig tilnefnt aðra menn og ef
þriðjungur fundarmanna samþykkti
tilnefninguna þá komst aukamaður-
inníframboö.
Um ein og hálf milljón manna
mætti á þessa fundi og 150.000
manns tóku til máis, aö sögn emb-
ættismanna. Samt voru aukafram-
bjóðendur samþykktir í einungis ein-
um sjötta hluta þingkjördæmanna.
Enn minni hluti bæjarstjórnarkosn-
inganna verur haidinn með þriðja
frambjóðanda.
Pólverjar í sömu átt
önnur sósíalistaríki leyfa fleiri en
einum frambjóðanda að bjóða sig
fram í einu kjördæmi. Það sem er
nýtt í Ungver jalandi er að nú er hægt
að velja á milli frambjóðenda í öllum
kjördæmum. Pólska stjórnin hefur
kynnt sams konar kerfi. Einn með-
limur stjórnmálanefndarinnar,
Gyorgy Aczel, sagði nýlega að eng-
inn grundvallarmunur yrði á stefnu-
málum frambjóðendanna. Hann var-
aði við því að litið væri á þessar
endurbætur sem skref í áttina til
vestræns lýðræöisskipulags. Ung-
verjaland vildi ekki láta menn halda
að það væri að herma eftir Vestur-
löndum.
Þing Kommúnistaflokksins í mars
ályktaöi að áfram yrði þeirri stefnu
haldið að flokkurinn myndaði banda-
lag með hópum og einstaklingum á
meðan ljóst væri aö flokkurinn héldi
leiöandi hlutverki sínu í mótun
stefnumála. Janos Berecz, yfirmaö-
ur áróðursmáia innan flokksins,
sagði að flokkurinn vildi fá fleiri
þjóðfélagshópa og samtök inn i
ákvarðanatökuna.
„Flokkurinn skilur það að í þjóðfé-
laginu, sem hann leiðir, kunna mis-
munandi hagsmunaaðilar að láta
mismunandi samtök fara með mál
sín. Astæðan fyrir þessu „bandalags-
kerfi” er að samræma sjónarmið
þessara samtaka og þátttöku þeirra i
stjórnmálum,” sagði Berecz á kosn-
ingafundi í síðasta mánuði.
Efnahagsendurbætur
Það er ekki bara í stjórnmálunum
sem Ungverjar eru iðnir við endur-
bætur. Það sama má segja um efna-
hagsmál, enda eru lífskjör í Ung-
verjalandi ólíkt skárri en í öðrum
sósíalistarikjum. Þessar endurbætur
í efnahagsmálum hafa leitt til þess
að ákvaröanataka í verksmiðjum og
í landbúnaði er í mjög auknum mæli í
héraði en ekki í Búdapest.
Frá og með þessu ári eru sérstök
ráö fyrirtækja farin að kjósa sér
stjómendur sem þýðir að þeir eru
ekki lengur valdir af stjórninni I höf-
uðborginni við Dóná.
Takmörk
Fyrir flesta kjósendur þýða endur-
bætumar á stjómmálasviðinu það aö
þeir geta nú valið meira hver fer með
mál þeirra og hagsmuni þeirra i
Búdapest.
Fyrir flokkinn er það mikilvægast
að geta með þessu móti veitt nýju
blóði inn i flokkinn og fullvissað sig
um það að þingmenn njóti i raun ein-
hvers stuðnings heimamannanna,
kjósenda sinna.
Embættismenn segja að sumir
staðbundnir virðingarmenn hafi hik-
að viö að bjóða sig fram af ótta við að
tapa kosningu.
En takmörk breytinganna em
greinileg. Þaö sást i apríl þegar
tveimur andófsmönnum mistókst að
fá sig kjöma i framboð. Þeir fengu
að visu að tala og koma með tillögur
sínar, en þeir segja aö stjómvöld
hafi smalað stuðningsliði sínu á stað-
inn og þannig komið í veg fyrir að
þeir fengju framboð sín samþykkt.
Nú geta hjónin Istvan og Katalin grænmatiskaupmenn akki bara varð-
lagt kálið sitt að vild heldur lika kosið á milli frambjóðenda til þings og
bæjarstjórnarinnar sinnar. DV-mynd ÞóG.
Búist við kókaínf lóði f rá
Ameríku til Vestur-Evrópu
Fíkniefnasmygl, fikniefnaneysla
og dauðsföll af ofneyslu færast í vöxt
víða í Evrópu, og lönd, þar sem
heróinneysla er oröin landlæg plága,
búa sig undir holskeflu kókaínflóðs
frá Bandarikjununum.
„I Vestur-Evrópu hefur fjöldi
eiturlyf jasjúklinga aukist hrikalega,
jafnvel meðal mjög ungra, og um
leið eykst dánartíðni vegna
ofneyslu,” segir í skýrslu Alþjóða
fikniefnaráðsins í Vínarborg
(INCB). „Ástandiö vegna fíkniefna-
smygls og neyslu í V-Evrópu er orðið
ofboðslegt."
INCB, sem starfar á vegum
Sameinuðu þjóðanna, segir að árlega
látist af fflcniefnaneyslu um 1.500
manns í Vestur-Evrópu.
Utanrfkisráðherra Italiu, Giulio
Andreotti, lagði til í síðasta mánuöi,
að baráttan gegn fíkniefnunum og
skipulagöri glæpastarfsemi yrði
formlega tekin inn á verkefnaskrá
Efnahagsbandalags Evrópu.
Fram hefur komið í skýrslum að í
sumum Evrópulöndum haf i mönnum
tekist aö halda eituriyf janotkuninni i
skefjum og jafnvel snúa við þróun-
inni í heróínneyslu sem fór að verða
áberandi á sjöunda áratugnum. En
þegar til allrar álfunnar er litiö sem
heildar, þá hefur heróínneyslan
aukist. Þjóðum, sem hafa fjárfest í
menntun, löggæslu og fyrir-
byggjandi aðgeröum, hefur helst
orðið ágengt við að stemma stigu við
aukningunni.
Þessar smáu vonir þykja þó dauf-
legar þegar horft er fram á hrikalegt
kókaínflóö frá Bandaríkjunum þar
sem markaðurinn, þótt stór sé, er
orðinnyfirfullur.
Ur) úr 1970 varð kókaín mikið
tiskufíkniefni (sogið upp í nefið í
gegnum strá eða rör). Hvíta duftið,
sem gert er úr kókablööum i Suöur-
Ameríku, var i upphafi taliö minna
ávanabindandi en heróíniö og ekki
eins hættulegt. Það var mjög dýrt í
innkaupum og var um tíma orðið
eins og hvert annað „stöðutákn”
meðal fólks í skemmtiiðnaði og há-
tekjumanna. En það hefur falliö i
verði og notkun þess breiðst út niður
eftir öllum tekjustigum. Enginn
talar lengur um að það sé hættu-
minna en heróín. Langtimanotkun
leiðir til geðveiki, sjálfseyöilegging-
arogsjálfsmorða.
Breskur þingmaður, sir Edward
Gardner, formaöur þingnefndar er
fjallar um fikniefnamisnotkun,
segir að sálfræðilegar afleiðingar af
neyslu kókaíns séu erfiðari til
lækningar en afleiöingar annarrar
fíkniefnaneyslu. — David Mellor lög-
reglumálaráðherra hefur lýst
heróini og kókaíni sem „tvibura-
systrum tortímingarinnar”.
Nú þykir Ijóst að eiturlyfja-
markaðurinn i Bandaríkjunum sé aö
mettast, svo mjög hefur framboðið
aukist, og blasir við aö fíkniefna-
salamir leiti nýrra markaða í
Vestur-Evrópu. Fikniefnayfirvöld
kvíða því, ef ekki er skörulega
brugöiö við hiö fyrsta, að Evrópa
Þýskur kókaínnaytandi kemur sér
i dýrðina.
muni erfa eiturlyfjavandamál
Ameriku á innan viö fimm árum.
Skýrslur gefa til kynna að um tólf
milljónir Bandaríkjamanna noti
kókaín reglulega, og daglega gerist
5.000 manns i Bandaríkjunum háö
kókaíni. Komið hafa fram kröfur um
að beita fikniefnasala harðari viður-
lögum og beita hemum til þess að
hafa eftirlit með helstu smygl-
gáttum. Jafnframt hefur vaknaö
umræða um að í fésýslu verði gerðar
ráðstafanir til þess að torvelda eitur-
efnakóngum að koma illa fengnum
gróða sínum inn í almenna peninga-
veltu. Síðast en ekki síst þykir brýnt
að efla fræðslu og áróður gegn neysl-
unni.
Bretar eiga þegar við ærinn vanda
aö stríða vegna heróínneyslunnar.
Fjöldi heróínsjúklinga jókst um 25%
á árinu 1984, eða upp í 12.250, á opin-
berum skrám. Þó telja menn aö
raunverulegur f jöldi þeirra sé á milli
fimm til tíu sinnum meiri en þessar
tölurgefatilkynna.
Yfirmenn lögreglunnar i Bretlandi
vil ja aö sett veröi á laggimar sérstök
allsherjar ffkniefnadeild með sér-
þjálfuðum úrvalsmönnum til að
berjast við heróín- og kókain-
smyglið. Væntanleg er með haustinu
ný lagasetning, sem felur í sér
strangari viðurlög, eins og t.d. lífs-
tíðarfangelsi fyrir „stórkaupmenn”
á eiturlyf jamarkaðnum.
I Vestur-Þýskalandi virðist strang-
ari refsilöggjöf, sem kom 1980, hafa
dregið eitthvað úr heróínvandanum.
Dauðsföllum af ofneyslu, sem flest
vom orðin 823 árið 1979, fækkaði
niður í 361 í fyrra úr 472 árið 1983.
Lögreglan hefur oröið vör viö aö
kókaíninnflutningur hefur aukist á
síöustu tveim árum.
Frakkland, sem hefur þrefaldað
mannafla i fíkniefnadeild lög-
reglunnar síðan 1981, viröist hafa
komiö í veg fyrir almenna aukningu
fíknie&ianeyslu. Yfirmaður sam-
ræmingamefndar hinna ýmsu lög-
regludeilda, er fikniefni láta til sin
taka, telur að fjöldi eiturlyfja-
sjúklinga hafi staðið i staö i fyrra,
eða eitthvað milli 40 þúsund og 70
þúsund. Þó hefur kókaínneytendum
f jölgað. — Eitt þykir Frökkum gleöi-
efni varðandi fíkniefnaneysluna, og
þaö er að meðalaldur eiturlyfja-
sjúklinga hefur hækkað upp í 24 ár,
sem þýðir aö færri skólaböm láta
ánetjast.
A Italiu þykir bera á þvi aö æ
meira af heróíninu, sem sikileyska
mafían framleiðir fyrir Bandaríkja-
markað, kemst i umferð á strætum
stórborga Italíu. Dauösföllum af
ofneyslu fjölgaði um 50% eöa upp í
390 á síðasta ári.
Tuttugu Italir voru handteknir í
febrúar I vetur fyrir smygl á kókaíni
frá Kólombíu, en annars hefur Italía,
eins og Spánn, að mestu sloppið viö
kókainið ennþá. I Madrid kostar
kókaínið ekki nema 40 dollara
grammið, en það er samt of dýrt
fyrir flesta, svo að kannabisefnin eru
í fyrsta sæti fíkniefna á Spáni.
Fíkniefnalögregla Spánar einbeitir
sér að þvi aö halda heróinneyslunni i
skef jum. Þar eru taldir vera um 100
þúsund vanabundnir neytendur og
eru heróínsjúklingar mjög bendlaöir
viö glæpi götunnar, sem hefur fjölg-
að á siöari árum.
I Amsterdam, sem lengi var kölluð
höfuðborg fíkniefna Evrópu, á
meðan umburöarlyndið rikti þar í af-
stöðu yfirvalda, þykir vandinn
heldur hafa minnkaö síðan hert var á
eftirliti. Einkanlega fækkar hinum
yngstusemánetjast.
I Svíþjóð þykja kannanir gefa til
kynna aö fjöldi eiturlyfjaneytenda
hafi staðið i stað síðan 1979.
Umsjón: GuðmundurPétursson ogÞórirGuðmundsson