Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1985, Page 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 7. JUNI1985.
Frjálst.óhád dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvaemdastióriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASONog ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SfMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SfMI 27022,
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
Áskriftarverð á mánuði 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr.
Helgarblað40kr.
Kúguö sjávarsíða
Stundum er hagsmunum svokallaös dreifbýlis teflt
fram gegn hagsmunum Reykjavíkursvæöisins. Eru þá
kaupstaðir og kauptún sjávarsíðunnar stundum talin til
dreifbýlis, þótt þar sé í rauninni þéttbýli. Hagsmunir
sveita og sjávarsíöu eru aö flestu leyti ólíkir.
Þjóðfélag okkar skiptist landfræðilega og hagsmuna-
lega í þrennt. 1 einum hluta eru sveitirnar og í öörum
Reykjavíkursvæðið. 1 þriðja hlutanum er svo sjávarsíð-
an, að Suðurnesjum meðtöldum. Sveitirnar hafa landbún-
aðinn, Reykjavíkursvæðið þjónustuna og sjávarsíðan út-
gerðina.
Ekki er hægt að hugsa sér meiri andstæður en sjávarút-
veg og hinn hefðbundna landbúnað. Sjávarútvegurinn er
burðardýr velsældarinnar í þjóðfélagi okkar, en landbún-
aðurinn er langsamlega þyngsti ómaginn á þjóðfélaginu.
Vegna þess eru hagsmunirnir gagnstæðir.
Þjóðfélagið hefur um langan aldur mergsogið sjávar-
síðuna til að afla peninga í velsældina og landbúnaðinn.
Þetta hafa stjórnvöld gert með því að reikna afkomu
sjávarútvegsins út á núlli og haga skráningu gengis krón-
unnar á þann hátt, að atvinnuvegurinn skrimti.
Þetta er afar auðvelt í framkvæmd á verðbólgutímum.
Þá aukast gjöld sjávarútvegsins, en genginu er haldið
föstu, unz undirstöðuatvinnuvegurinn er um það bil að
sigla í strand. Þá er gengið lagfært nógu mikið til að núll-
rekstur náist í sjávarútvegi. Og ný hringrás hefst.
I leiðurum þessa blaös hefur lengi og oft verið lagt til,
að þeir, sem afla gjaldeyrisins, megi sjálfir ráðstafa hon-
um og þá á því verði, sem markaðurinn vill borga fyrir
hann. Á þann hátt megi stöðva hina umfangsmiklu blóð-
mjólkun sjávarsíðunnar.
Lausnin felst í að taka af stjórnvöldum misnotkunar-
valdið til skráningar á gengi krónunnar. Það má gera
með því að leyfa genginu að valsa án skráningar. Eða
með því að heimila notkun erlendra gjaldmiðla í viðskipt-
um hér á landi. Eða leggja krónuna hreinlega niður.
Ef einhver þessara leiða væri notuð, mundi koma í ljós,
aö gengið er yfirleitt skráð hróplega of hátt. Einnig
mundi koma í ljós, að sjávarútvegurinn er ekkert vand-
ræðabarn, heldur meginuppspretta auðsöfnunar þjóðar-
innar. Hann hefur bara ekki fengið að njóta þess.
Auðvitað mundi minna verða til dreifingar velsældar í
þjónustugreinunum á Reykjavíkursvæðinu. Þar yrði fólk
að laga sig að þeim raunveruleika, sem felst í lækkuðu
mati á verðgildi krónunnar. Þetta eru stjórnvöld að reyna
að forðast, þegar þau núllreikna sjávarútveginn.
Ef sjávarútvegurinn fengi aö njóta sín, mundi þó fyrst
og fremst koma í ljós, að þjóðfélagið hefur ekki efni á að
kasta nokkrum milljörðum króna á ári í hinn hefðbundna
landbúnað, stóra æxlið á þjóðarlíkamanum. Hingað til
hefur sá reikningur verið sendur sjávarsíðunni.
Meðan sjávarútvegurinn er úti í kulda alþjóðlegrar
samkeppni ornar hinn hefðbundni landbúnaður sér í
skjóli innflutningsbanns, útflutningsuppbóta, niður-
greiðslna, beinna styrkja og lánaforgangs. Hann eyðir
því, sem sjávarútvegurinn aflar, og það á stórvirkan
hátt.
Landsbyggðin utan Reykjavíkursvæðisins er ekki einn
heimur, heldur tveir. Annars vegar er sjúklingur, sem
búinn er að vera áratugum saman á gjörgæzludeild, og
hins vegar er kúgaður vinnuþræll, sem gefst bráðum
upp, ef hann á áfram að borga sjúkrahúsvist hins.
Jónas Kristjánsson.
„Nýleg könnun vikublafls ö höfuðborgarsvœflinu sýndi afl allnokkur hluti þjóflarinnar vill komast úr
landi, sumir fyrir fullt og fast."
AMADEUS
Bíómyndln Amadeus fer nú sigur-
fdr um heiminn líkt og leikritið fáum
érumfyrr.
Verkið fjallar, eins og allir vita,
um snillinginn Amadeus Mozart og
hirðtónskáldið Salíeri og hvemig sá
síðamefndi kom þelm fyrmefnda
fyrir kattamef.
Hvort Salieri var sá djöfull sem
höfundur Istur í veðri vaka má einu
gilda. Hugmyndln um séniið og
kerflskarllnn er klassisk. Allir kann-
astvið hliðstcður.
Þvi miður bendlr ýmlslegt til að i
islenska forsjárhyggjusamfélaginu
sé óvanalega hátt hlutfall Saliera
sem stunda hugmyndadrápið
grimmt á kostnað samborgaranna.
„Palli á horninu”
Skýringin kann að vera s& að Is-
lendingar fengu sjálfsteðið á upp-
gangstimum marxismans og hafa
þvi lögfest kerfishugsun i meira
nueli en flestar aðrar þjéðlr.
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
Frjálslyndi
í framkvæmd
a „Því miöur bendir ýmislegt til aö í
íslenska forsjárhyggjusamfélag-
inu sé óvanalega hátt hlutfall Salíera
sem stunda hugmyndadrápið grimmt á
kostnað samborgaranna.”
Auk þess hefur þjóð sem eyddi 1000
árum i að koma sér upp ætum mat og
vatnsheldum vistarverum aldrei
verið mlkið um þá gefið sem reyndu
ætið að fara ótroðna slóð.
Og hvenær hefur smáþjóð, hvað þá
sú sem er enn i fersku minni einangr-
un og eymd fortíðar, trúað þvi fyrr
en i fulla hnefana að hann „PalU á
hominu” geti verið séní.
Að „fá hugmyndir” merkti á ts-
landi efaifaldlega að fá flugu i höfuð-
ið. Má þá einu varða hvort uppátækið
gat flokkast undlr visindi, listir eða
eltthvað annað.
Andleg f átækt
Kver sem skýringin er á þessu
virðlngarleysl fyrlr hugmyndum og
hugbúnaðl er það staðreynd að hvort
tveggja er melra og minna hunsað
hjá riici og i atvinnulifl
Milljónum er varlö i auglýsinga-
herferðir i fjölmlðlum. En að elnung-
is brotabrotl af þessu fé sé varið tll
að tryggja að innihaldið standist.
Þaðeraf ogfrá.
Hundruðum milljóna er varið i
opinberar fjárfestingar i atvinnu-
lifinu árlega. En að aöeins örlitlum
hluta sé variö i undanfarandi
rannsóknir er ekld til umræöu.
Ævintýralegum fjárfúlgum er eytt
i glæstar heilsugæslustöðvar og
skólahús. En aö einungis ögn af þess-
um fjármunum sé veitt i innri búnað
og bókakost væri óráösía.
Vilji einhverjir góðir menn reyna
að gera kerfisbreytingar í frjáls-
ræðisátt ris samstundis upp harðsnú-
in sveit Salíera og lætur öllum iilum
látum.
Dýrt spaug
Orlögin hljóta að vera aö grinast
aö okkur Islendingum þvi sú iðja
sem hér hefur aldrei verið metln til
fjár er orðin skjótasta leiöin til
varanlegrar velmegunar.
A meöan allar þjóðlr sem byggja á
hugvitl og þekkingu eru að slgra
helminn ætla Islendingar einir aö
treysta á rikisforsjá og óstöðugar
auölindir.
Á meöan þeim þjóðum einum
gengur allt i haginn sem fjárfesta i
þekkingu og menntun eru Is-
lendingar að flæma frá sér alla sína
hæfustu visinda- og listamenn.
AQelðingar þessarar óstjórnar
þekkja allir i lækkandi launum, vax-
andi ringulreið og fréttum um si-
aukna skuldasöfnun islensku þjóðar-
lnnar i erlendum bönkum.
Lokaorð
Nýleg könnun vikublaðs á höfuð-
borgarsvæðlnu sýndl að allnokkur
hlutl þjéðarinnar vDl komast úr
landl, sumlr fyrlr fullt og fast.
Þelr sem telja sig með þessu hafa
fengið staðfestingu á vöntun á þjóð-
hollustu hjá yngri kynslóðinnl ættu
að gera sér ljóst að enn er timl til að
breyta um stefnu.
Staðreyndin er auðvitað sú að það
var aldrel nægUeg afsökun að kaupa
íslenskt bara af þvi að það var is-
lenskt. Það verður lika að standast
samkeppnL
Takist okkur ekki til frambúðar að
halda útl samfélagi sem stenst
samanburð við önnur hér í grennd-
innl gerum við engum greiða með þvi
að heimta að hann hokri hér.
Þelr sem vflja sýna þjóðhollustu
sina i verki verða einfaldlega að gera
það áður en ástandið kemst á svo
alvarlegt stig: Með þvi að breyta
þjóðfélaginu... áður en það er orðið
umseinan.
Jón Óttar Ragnarsson.