Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Page 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 25. JULI1985.
Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og e
DV kannar „stand by” markaðinn á íslandi í sólarlandaferðum:
Á leiðinni í f rí, á nóg
af peningum og er
tilbúinn um leið og
kallið kemur
— og hér getið þið lesið um viðbrögð fjögurra stærstu
ferðaskrifstofanna
Glatt á hjalla á strönd suflur á Spáni og blautir bolir njóta sin. Hægt er afl fá
3ja vikna ferflir í sólina mefl íslenskum ferflaskrifstofum fyrir um 30 þúsund
krónur.
„Eg er aö fara í frí eftir helgi, á nóg
af peningum og hef áhuga á að fá
„hopp-fargjald” til sólarlanda, gera
við ykkur sérsamninga. Eg er tilbúinn
í ferðina hvenær sem er og það er
ekkert mál að ná í mig. Kemst ég suður
á sérkjörum?”
Svona hljóöaði spuming Viöskipta-
síðunnar síðastliðinn fimmtudag þegar
við könnuðum hjá fjórum þekktum
ferðaskrifstofum hvort hægt væri fyrir
manninn á götunni aö gera sérsamning
við f erðaskrifstofumar, komast suður í
sólina sem snarþegi „stand by”
farþegi.
Útílokað að
„hoppa” í sólina
Niðurstaöan úr þessari könnun er
aðeins ein; þú getur ekki, lesandi
góður, labbað inn á ferðaskrifstofu á
Islandi og beðið um slíka ferð. Þú færð
þó örugglega mismunandi viðbrögð
hjá stofunum.
Sennilega hefðirðu getað gert slikan
samning í vor hjá sumum þegar minni
þátttaka var í sólarlandaferðum en
menn áttu von á. En þessa stundina er
fullt í sólina og verður svo í næsta
mánuöi, ágúst.
En kannski má reyna í haust, það er
ekki ennþá búið að fylla í ferðirnar í
september og október. Koma tímar,
koma ráð. En ekki meira um það.
Hvemig vom viðbrögðin hjá ferða-
skrifstofunum við spumingu okkar um
sérsamning.
Fyrst var það Úrval
Fyrst labbaði ég inn til Orvals, settist
fyrir framan það borð sem var laust.
Síðan bar ég upp erindið. Eg hafði ekki
erindi sem erfiði. „Ekkert svona í
gangi,” sagði stúlkan kurteis.
Hún bætti við að það væri líklega
útilokað fyrir mig að fá svona fargjald.
Hún hefði ekki heyrt að þau væru í
gangi. „En ef þú ferð til Kaupmanna-
hafnar eða London áttu möguleika á
svona ferðum suður í sól. Þú getur þá
tekið rauðan apex út.”
Svo mörg voru þau orð hjá Orvali.
Eg sagðist ætla „að athuga þetta
betur”, eins og ég segi svo oft í
vcrslunum þegar ég hef ekkert keypt
en búið er að hafa svolítið f yrir mér.
Fórábakvið
hjá Samvinnuf erðum
Næst voru það Samvinnuferöir-
Landsýn. Þar þurfti ég að bíða smá-
stund eftir samtali, það var í nógu að
snúast. Loks varö laust hjá einni
stúlkunni, ég tyllti mér og bar upp
erindið.
Þaö kom henni dálítið á óvart.
Einhvem veginn fannst mér aö hún
væri ekki alveg klár á hvemig hún ætti
að afgreiöa hann þennan. Ákaflega
kurteis og elskuleg. „Nei, því miður,
þaö em engin s vona fargjöld í gangi. ”
Eg var ekki alveg sáttur, geröi mig
svolítið lítinn, eða enn minni réttara
sagt, og spurði sakleysislega hvort
þetta væri útilokað. Kannski af
meðaumkun urðu viðbrögðin svolítið
öðruvísi í þetta skiptið.
Á sandölum hjá ítölum
„Bíddu aðans,” sagði hún og fór á
bak við. Þetta er aö ganga í gegn
hugsaði ég með mér. Hver veit nema
ég taki bara ferðina eftir allt saman,
það skyldi aldrei vera að sprangaðy rði
á sandfflum hjá Itölum?
Eftir þrjár mínútur kom hún aftur.
„Nei, því miður, þetta er ekki hægt,”
sagði hún og brosti. Hver fjárinn
hugsaöi ég með mér, hvers vegna geta
þeir ekki boðið þennan möguleika.
Hvað um það, ég þakkaöi fyrirmig.
Kóngurinn s jálf ur—
Ingólfur í Útsýn
Þá var það kóngurinn sjálfur,
Ingólfur í Otsýn. Spurningin virtist
ekki koma afgreiðslustúlkunni svo
mjög á óvart, sennilega einhver spurt
sl&rar spumingar áður. En s varið var
sama og áður: „Því miður, það em
engin svona fargjöld i gangi.”
Eg var hættur að trúa þessu, er ekki
hægt að semja við þessar ferðaskrif-
stofur? Stúlkan sagði skyndilega, að
hún ætti laus nokkur sæti í ferð þann
25. júlí (það er í dag) á lægri fargjöld-
um en áður. Gamla sölumennskan
hugsaði ég með mér og kváði.
„Þetta em svokölluö tímosól far-
gjöld.” Ekki vissi ég hvað tímosól var,
nema helst að það væri kominn tími til
að ég færi í sól. Otskýringu fékk ég hjá
stúlkunni; þetta þýddi að í þessari ferð
væri að fá inni á góðu hóteli, eins og E1
Remo, á sama verði og á þeim sem
ekki væru í sama gæðaflokki.
Atlantik: „Áttir að
reynaívor”
„Eg ætlaði að athuga þetta betur,
þakkaði fyrir og skundaði upp í Þing-
holtin, í ferðaskrifstofuna Atlantik.
Þar reyndist útilokaö aö komast út í
sólina á svona kjörum, enda uppselt í
allar ferðir á ágúst og eins þessa sem
áttiaðfara 25. júlí, í dag.
„Þú hefðir sennilega átt möguleika á
svona ferð í vor, það er helst að reyna á
vorin og haustin,” sagði konan þar, og
var nokkuð í mun að leysa úr þessum
málummínum. Gott viðmót.
Eg sagðist ætla að kanna þetta betur
í haust, reyna þá að komast út ódýrt.
Síðan þakkaði ég fyrir mig og yfirgaf
húsnæði Atlantik.
Dæmið gekk ekki upp. Skrítið að
komast ekki með neinni af þessum
stóru ferðaskrifstofum út sem snar-
þegi „stand by”-farþegi. En líklega
kom ég á röngum tíma, ég reyni í
haust, þá hlýtur það að ganga.
-JGH
Háannatími og litlir möguleikar
á „stand by”:
Raunhæft á vorin”
- voru svörin hjá ferðaskrifstof u Spies
„Þaö er útilokað fyrir þig að koma
til okkar núna og ætla að fá það sem
þú kaflar „stand by”-miöa. Þú verð-
ur aö panta fyrirfram, þaö er há-
annatími og sem stendur eigum við
lítið af miðum, nánast fullt í júlí og
ágúst. Þessar ferðir voru pantaðar
fyrir meira en hálfu ári.”
Þetta sagði skrifstofustúlka hjá
feröaskrifstofu Spies í Kaupmanna-
höfn þegar við hringdum út til að
kanna möguleika okkar sem „stand
by”-farþegar hjá Spies.
Hún sagöi að það væri i rauninni
ekkert „stand by"-kerfi hjá þeim,
hins vegar væri hægt að láta skrá sig
og kaupa miða á síðustu stundu ef,
forföllyrðu.
„Þetta er mjög raunhæfur mögu-
leiki á vorin og haustin. En það er
ekkert fastákveðið verð í gangi held-
ur lækkar það og lækkar því nær sem
dregurbrottför.”
Þetta er þannig að viðkomandi
gerir tilboö í einhverja ferð þann og
þann daginn. Síðan er farið yfir til-
boðin og sé maður heppinn fær maö-
ur ferðina. Því fleiri sem koma með
tilboö því minni möguleikar eru á að
komast á hagstæðu fargjaldi.
En hvað lækkar verðiö svo mikiö?
„Svona frá 20 til 50%,” svaraði sú
hjáSpies.
-JGH
Frá fiskmarkaðnum f Grimsby. Æstir fiskkaupmenn komnir til afl
skofla fiskinn. Um 150 til 200 fyrirtæki I Grimsby hafa þann starfa afl
endurselja fisk.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby:
Hvemig fara
kaupin f ram?
—Jón Olgeirsson í Grimsby lýsir
því hér í stuttu spjalii
„Fiskmarkaðurinn í Grimsby er
þannig að þar eru kaupmenn sem
kaupa fiskinn upp úr skipunum í
heildsölu. Þeir selja fiskinn svo aftur
beint í fiskbúðir, veitingastaði og í
ferskfiskbúðir,” sagði Jón Olgeirs-
son, uppboöshaldari í Grimsby.
„Þetta gerist með þeim hætti að
snemma á morgnana er fiskurinn úr
skipunum f lokkaður í stærðir og vigt-
aður. Þegar það er búið mæta fisk-
kaupmennirnir til að skoða fiskinn.
Að þvi loknu fara þeir upp á skrif-
stofur sínar og hringja í sina viö-
sldptamenn. Þeir segja þeim hvað sé
í boði og hvernig þeir meti gæðin.
I framhaldi af því spyrja þeir þá
hversu mikið af fiski þeir vUji kaupa
og fá ákveðnar verðhugmyndir. Sið-
an koma þeir á markaðinn og bjóða í
fiskinn miðaö við þá eftirspurn sem
þeir eru búnir að sjá að er fyrir
hendi.”
Jón sagði að stóru frystihúsin
kæmu beint til uppboðshaldara og
skoðuðu fiskinn, þau keyptu ekki í
gegnum fiskkaupmennina. „Eg
giska á aö stóru f rystihúsin eigi ekki
undir 20 til 30% af markaðnum í
Bretlandi.”
Um 150 til 200 fyrirtæki hafa þann
starfa í Grimsby að kaupa fisk í
heildsölu og dreifa til neytenda.
„Varðandi útgerð og vinnsiu þá er
það almennt þannig að þetta er að-
skilið, það eru ekki sömu eigendur,”
sagði Jón Olgeirsson.
-JGH
Ferðasíðan
íPolitiken
Þeim sem hafa hug á að fljúga út
til Kaupmannahafnar og kaupa sér
þar sólarlandaferð er bent á ferða-
siðu danska blaðsins Politiken. Þar
er greint frá þeim tilboðum sem nú
eru í gangi hjá dönskum f erðaskrif-
stofum.
Samkvæmt Politiken virðist sem
vikuferð suður á bóginn kosti varla
minna en 2 þúsund krónur danskar
eða um 8 þúsund krónur íslenskar.
Og svo er að sjá sem tveggja
vikna ferðir kosti vart minna en 3
þúsund krónur danskar eöa um 12
þúsund krónur íslenskar.
A morgun mun neytendasíða DV
gera þessum ferðum betri skil og
þá ekki aöeins frá Kaupmannahöfn
heldur einnig London.
Hagstæðasti kosturinn út til
Kaupmannahafnar er á rauðum
apex. Fargjald fram og til baka nú
er á 14.230,- krónur. Einungis er
flogið á fimmtudögum og staðfesta
verður ferðina minnst tveimur vik-
um fyrir brottför. Miðinn gildir í
mánuö.
-JGH
Fiskmarkað-
ur á íslandi?
— þegar kominn
að hluta
Vísir að fiskmarkaði hefur myndast
á Islandi. Þessi þróun hefur orðið í
skjóli sífellt betri samgangna með
ferskfisk til útlanda. En betri sam-
göngur þýða að kaupendahópurinn
stsdckar og útgerðarmenn eru því ekki
eins háðir lágmarksverði Verðlagsráðs
sjávarútvegarins heldur selja þeir
þeim aflann sem býður mest.
Fiskmarkaðurinn hefur til þessa
mest ráðiö ríkjum í sölu á ýsunni. Þar
hefur lágmarksverðiö ekki haldiö,
þetta er útgeröarmönnum á suðvestur-
homi landsins best kunnugt um.
Otgeröarmenn eiga nokkurra kosta
vöi. Þeir geta selt ýsuna í næsta frysti-
hús, selt hana i gámi til Englands, selt
hana flakaöa í flugi til Bandaríkjanna
eöa selt hana fisksölum innanlands.
Þrátt fyrir þessa möguleika í sölu á
ýsu virðist enn sem komið er nokkuð í
land að almennur fiskmarkaður verði
til hérlendis, að markaður ráði verði
fisksins upp úr bátum og togurum