Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1985, Síða 32
FR ETTASKOTIÐ
(68) *(78)*(58)
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 25. JULI 1985.
Kvennaráð-
stefnuráfimm
ára f resti?
„Það er unnið að því að fá þjóðimar
til að sameina tillögur svipaös efnis því
það eru engar líkur á því að þær eitt
hundrað og fimm ályktunartillögur
sem fram eru komnar fái allar af-
greiðslu,” sagði Guðríður Þorsteins-
dóttir, formaður Jafnréttisráðs og einn
íslensku fulltrúanna á Kvennaráð-
stefnunni í Nairóbí. Sagði Guðríður að
372 greinar væru komnar fram sem
ræða þyrfti í tveimur nefndum eða vísa
til sérstakrar samninganefndar.
A ráðstefnunni er mikið rætt um nán-
ustu framtíð eða fram til aldamóta.
Uppi hafa verið hugmyndir um að
halda ráöstefnur sem þessa á fimm
ára fresti, eins svæðaráöstefnur og
ráðstefnu á aldamótaárinu. Aö sögn
«*>Guöríðar hafa menn viljað biða með að
taka ákvörðun um frekara ráðstefnu-
hald þar til á síöari stigum eða undir
lok þeirrar sem nú stendur yfir. Hún
sagði að mikill vilji væri almennt fyrir
því að leysa málin sem upp koma.
Snarpar deilur urðu sl. mánudag, að
hennar sögn, um stööu kvenna í Palest-
ínu. Þeim deilum átti að vísa til samn-
inganefndarinnar. Kvennaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í lok kvennaára-
tugarinslýkur á föstudag.
Fimm íslenskar konur skipa ís-
^lenskn sendinefndina, þær eru auk
Guðríðar Sigríður A. Snævarr sendi-
ráöunautur, formaður, María Péturs-
dóttir, formaður Kvenfélagasambands
Islands, Esther Guðmundsdóttir, for-
maður Kvenréttindafélags Islands,
Gerður Steinþórsdóttir cand mag og
borgarfulltrúiíReykjavík. -ÞG
Vestmannaeyjar:
Eldur laus í
íbúðarhúsi
Eldur varð laus í ibúöarhúsi við
Faxastíg í Vestmannaeyjum í gær-
kvöldi. Kom eldurinn upp í risi hússins
sem er þriggja hæða með tveimur
“Ibúöum. I risinu eru aöeins geymslur.
Ibúar á annarri hæð urðu varir við
eldinn um hálfníuleytiö í gærkvöldi. Þá
var eldur laus í risinu og barst reykur
niöur á hæðirnar. Gekk greiðlega að
slökkva eldinn. Talsverðar skemmdir
urðu á risinu. Aö sögn lögreglunnar i
Vestmannaeyjum urðu engar umtals-
verðar skemmdir á íbúðunum.
Eldsupptök eru ókunn. -EH.
TALSTÖÐVARBÍLAR
UM ALLA BORGINA
SÍMI 68 50-60.
^OlBlLAsr
ÞR0STUR
SÍÐUMÚLA 10
LOKI
Tölvan stendur fast
á sínu!
Sjö danskir sjó-
iiiiiiiiilllllill
liðar í fangelsi
Sjö Danir voru handteknir í nótt og
eru nú í vörslu lögreglunnar í
Reykjavík. Eru þetta sjóliöar af
danska skipinu Hvítabirninum sem
liggur í höfn í Reykjavík. Tóku
mennirnir sig til og veltu bifreið
sem stóð við Þjórsárgötu í Skerja-
firöiinníhúsagarð.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
voru mennimir mikið ölvaðir.
Gerðist atburðurinn um þrjúleytið í
nótt. Einhverjar skemmdir urðu á
bílnum.
Nokkuð bar á sjóliðunum af
danska skipinu í borginni i nótt. Ekki
er þó vitaö til þess aö fleiri hafi efnt
tilvandræða.
-EH.
Kröfluvirkjun
seld á morgun
A morgun verður gengið frá sölu
Kröfluvirkjunar. Fulltrúar ríkisvalds-
ins og Landsvirkjunar munu undirrita
samning þess efnis klukkan tvö •
Sá samningur veröur siðan aö hijóta
endanlega blessun Alþingis í vetur.
„Eg er ánægður með þessi endalok.
Þetta er það sem ég hef beitt mér fyrir.
Eg tel enga skynsemi í öðru en að það
sé samrekstur á þessum virkjunum,”
sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar-
ráðherra við DV í morgun. -APH.
Byssumaðurínn
íslenskur:
Skaut í
reiðikasti
Borgarfulltrúar i Reykjavik fjölmenntu i golf í
gsar. Ekki er okkur kunnugt um úrslit en af
tilburðum borgarstjóra má ráða að þar hafi
miklir kylfingar verið á f erð. Myndina tók
Sveinn á Grafarholtsvelli.
Byssumaðurinn sem skaut á banda-
ríska sendiráöið aðfaranótt sunnudags
er fundinn. Er hér um að ræða 26 ára
gamian Reykvíking, sem ekki hefur
komið við sögu hjá lögreglunni áður.
Málsatvik voru þau að maðurinn
var aö koma úr ferð utan af landi.
Knúöi hann dyra á starfsmannabústað
bandaríska sendiráösins við Þingholts-
stræti þar sem hann þekkti til. Þegar
honum var meinuð innganga reiddist
hann. Náði haiui þá i aðra af tveimur
byssum, sem hann hafði meðferðis í
bilnum sínum, og skaut úr henni í eld-
húsglugga í starfsmannabústaðnum.
Byssan sem um ræðir er hagiabyssa en
einnig hafði maðurinn riffil n.eðferðis í
bifreiðinni.
Að sögn RLR er mál þetta að fullu
upplýst. Var maöurinn yfirheyrður í
gær en sleppt að yfirheyrslu lokinni.
Maðurinnermeðbyssuleyfí. -EH.
Hugsanleg sala Flugleiðabréfa til útlendinga:
„LÍSTILLA Á ÞAÐ
„Mér líst illa á, ef erlendiraðilar
kaupa þessi bréf. Það þyrfti að
athuga mjög vandlega áöur en af þvi
yrði. Mér þætti mjög slæmt ef
erlendir aðilar fengju svo sterk áhrif
í fyrirtæki eins og Flugleiöum,”
sagði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra í samtali við DV.
Eins og kunnugt er eru hlutabréf í
Flugleiðum og Eimskip til sölu. Eru
þau seld á um tíföldu nafnverði, en
það er sú niðurstaða sem sér-
fræðingar Fjárfestingafélagsins
komust að. Forsvarsmenn
fyrirtækjanna tveggja hafa hins
vegar sagt að þetta verösé alltof hátt'
^ — segir Steingrímur
Hermannsson
forsætisráðherra
og þeir viti ekki um neinn sem kaupi
á þessu verði. En Fjárfestinga-
félagið ætlar að selja þessi bréf og
þar hefur verið sagt að þau muni
fara til erlendra aðila ef enginn
innlendur aðili fæst.
-KÞ
loðnuverðið:
Ekkert sam-
komulag
Fjögurra tíma fundi Verðlagsráðs
sjávarútvegsins lauk í gærkvöldi án
þess að samkomulag næðist um
loðnuverð. Var ákvörðun um loðnuverð
vísað til yfimefndar en oddamaður
hennar er frá Þjóðhagsstofnun.
Yfirnefnd er skipuð fimm mönnum,
tveimur frá hvorum aðila, kaupendum
og seljendnm, ásamt oddamanni. Eitt
tilboð kom frá kaupendum á fundinum
í gærkvöldi en því var haf nað.
Akveöið var óuppsegjanlegt verð út
vertíðina sem hefst nú um mánaöa-
mótin og stendur út september. - þg .
Tólf ára drengur í Gardi fær skattheimtuseðil f annaö sinn:
SKULDIN ORÐIN 250 ÞUSUND
Tóíf ára drengur úr Garðinum er
að verða með skuldseigustu mönnum
þar um slóðir, ef marka má skatt-
heimtuseðil er honum barst nú á
dögunum. Þar er stráksa tilkynnt að
hann skuldí rúmar 250 þúsund krón-
urí opinbergjöld.
I janúar síðastliðnum komst
stráksi á þann aldur að honum var
úthlutaö nafnnúmeri. Skömmu síðar
barst honum skattheimtuseðill, þar
sem honum var tjáð að hann skuld-
aði 221.699 krónur i opinber gjöld,
sem féllu i gjalddaga 1. febrúar
siöastliöinn og DV sagði fré. Faöir
drengsins haföi samband viö bæjar-
fógetann í Vestmannaeyjum, sem
sent hafði álagningarseðilinn. Kom i
ljós að drengnum haföi veriö út-
hlutað nafnnúmeri nýlátins manns
og af því stafaflí ruglingurinn. Var
lofaö aö kippa þessu i lag.
En nú fyrir nokkrum dögum
endurtók sig sama sagan, nema nú
hefur skuldin hækkað um 30 þúsund
krónur. Er nú 251.341 króna og fellur
ígjalddagal.ágúst.
„Drottinn minn dýri. Er bamið
enn að fá senda rukkun,” sagði
Kristján Torfason, bæjarfógeti í
Vestmannaeyjum, i samtali við DV.
„Eg haföi samband viö ríkisböc-
haldið þama i febrúar og þar var
lofað að kippa þessu i lag þannig aö
drengurinn eða skuldin fengi nýtt
nafnnúmer. Eg vissi ekki annað en
að málið væri úr sögunni. Viö hér i
embættunum úti á landi höfum ekki
sjálfir tök á að laga svona rugling.
Þetta er nú orðið hálfháðulegt. Eg
verð að gera nýja atlögu til að fá
málíð úr sögunm,” sagöi Kristján.
„Maður er orðinn hálfþreyttur á
þessu," sagði faðir drengsins, Valur
Kristinsson. „Þetta er búið aö kosta
ófá simtöl og ekki viröist hægt aö fá
leiöréttingu á þessu. Þessi vitleysa
viröist ætla aö ganga endalaust”
Og á meöan smyrja tölvur rikis-
bókhaldsins dráttarvöxtum á skuld-
ina, sera i upphafi var 82.084 krónur.
-KÞ.
▼ :nnhi.vtum»cjr Hkissjóos SKATTSTJÓKi Þinggjalda- og alagningarseðill 1985
JANIEL ÞOR VALSSON 15 73 - 56 43 28.02.73
VESTNANNAEYJAR 8000
VI 0 EYJAHOLT 14 250 GAROUR GERÐAhREPPUR 2504
E O 0.» :. ... .i.-,,, . 8.JULI 1985
> 82.084 169.257 251.341
i i
O r C'm-h »•»«*»'■» t.f. r 251.341
c .251.341
I
4
*
i