Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Page 4
4
DV. LAUGARDAGUR31. ÁGUST1985.
íþróttafélag fatlaðra og DV:
Norræn trimmlandskeppni hefst þann
8. september
Norræn trimmlandskeppni fyrir fatl-
aöa 1985 hefst þann 8. september næst-'
komandi og stendur til 21. september,
aö báöum dögum meðtöldum.
Keppnin veröur tvískipt, háö verður
Norðurlandakeppni og innanlands-
keppni. Þaö héraðssamband sem flest
stig hlýtur, miöaö viö íbúafjölda, sigr-
ar og hlýtur aö launum silfurskreytt
horn sem gefið er af DV. íþrótta-
samband fatlaöra stendur fyrir keppn-
inni hérlendis.
Allir þeir sem eru félagsbundnir í
íþróttafélögum fatlaöra eiga rétt á
þátttöku svo og ófélagsbundnir fatlaðir
og aldraöir. Keppnisgreinarnar eru
ganga, hlaup, skokk, hjólreiöar, hesta-
mennska, hjólastólaakstur og róöur.
I>ágmarksvegalengd sem þarf aö
trimma er 2,5 kílómetrar.
Eitt stig fæst fyrir hvert trimm en
aðeins er unnt aö fá eitt stig á dag.
Hver þátttakandi hefur eitt þátttöku-
kort og viö hvert trimm skráir hann
dagsetningu og einkenni greinarinnar
á kortiö.
Markús Einarsson, starfsmaöur
íþróttafélags fatlaðra, sagði í samtali
viö DV aö keppni af þessu tagi heföi
verið haldin tvisvar áöur, 1983 og 1981.
Keppnin í ár er frábrugöin aö því leyti
aö hún er haldin í september en ekki í
maí eins og áöur. I fyrri keppnunum
hefur fjöldi þátttakenda veriö um 1000
og sagöi Markús aö stefnt væri aö
sama fjölda í ár. Búiö er nú að dreifa
öllum gögnum til héraðssambanda,
sjúkrahúsa, skóla og svæöisstjórna um
málefni fatlaðra.
Sú nýbreytni verður tekin upp að
— allir fatlaðir eiga
rétt á þátttöku
—10 stigahæstu
verða verðlaunaðir
þessu sinni aö verölauna þá einstakl-
inga sem ná fullu húsi stiga, þaö eru 14
stig, eitt fyrir hvem dag keppninnar.
Alls verða tíu manns verölaunaöir, en
fái fleiri en tíu þátttakendur 14 stig
veröur dregiö um verölaunin úr hópi
þeirra sem flest stig hljóta. I lok
keppninnar munu allir þátttakendur fá
árituð viöurkenningarskjöl til minn-
ingar um þátttöku sína.
Til þess aö öll löndin eigi jafna mögu-
leika á að sigra í keppninni hefur veriö
fundinn ákveöinn margföldunarstuöull
sem notaöur verður til að finna út end-
Eftir aö koppni lýkur viljum viO biOja þig um
aO fylla eftirfarandi töfluút:
Hve oft gongiö? . .
Hvo oft hleupiö? . .
Hveoft skokkoO? •
Þétttökuskírtoini
Norræn trimmlandskeppni
Hvo oft hjöloö?........
Hvo oft hjólastólaokBtur? .
Hvo oft hostamonnsko? • .
Hve oft kojakróöur? .
Samtala fjöldi trimmo:
AO lokum þökkum vlO þér fyrlr þétttökuna og
vonumst til aö þú hofir haft gaman af.
Iþróttasamband fotiaOre/DagblaOiO-Visir.
Athugiö. Pétttökuskirtoinin þurfa oO berast
skrifstofu lF IþróttamiOstöOinni Laugardal
fyrir 28. septamber.
SEPTEMBER
1985.
I
ii" i""
• Allir þátttokendur í Norrænu trimmlandskeppninni fá svona skírteini
sam þeir fylla út og koma til skrifstofu íþróttafélags fatlaðra fyrir 28.
septembar.
Iga ekki
ldómur
Bakverkur, baugar og magasár þurfa ekki
endilega að fylgja húsbyggingum.
ad ve
En allir sem eru að reisa sér framtíðarheimili
þurfa að leggja hart að sér. Samt virðast margir
fara á hausinn með allt Sciman. En bakverkur,
baugar og magasár þurfa ekki endilega að fylgja
húsbyggingum. Það er aðeins spurningin um að
finna réttu leiðina áður en hafist er handa. Leið
sem hentar best í því ástandi sem ríkir í
þjóðfélaginu í dag. Siglufjarðarhúsin eru ein
þeirra. Þau eru reist á nútímalegan hátt á
ótrúlega stuttum tíma. Reyndar er hægt að
reisa eitt Siglufjarðarhús á nokkrum dögum. En
auðvitað færum við eftir óskum þínum um
byggingarhraðann. Þú getur tekið við Siglufjarð-
arhúsinu fokheldu eða á því stigi sem þér
hentar best.
Þú ættir að kanna kosti Siglufjarðarhúsanna.
Þegar hafa margir tryggt sér Siglufjarðarhús og
má segja að Siglufjarðarhúsin spretti upp eins
og gorkúlur út um allt land. Enda eru þau bæði
falleg og sterk. Hönnuð af sérfræðingum sem
miða við smekk íslendinga, kröfur þeirra og
íslenskt veðurfar.
Byggjum einnig sumarbústaði, skrifstofu- og
verslunarhúsnæði, dagheimili, skóla og margt
fleira.
Sláðu á þráðinn eða komdu við hjá okkur.
Berðu hugmyndir þínar saman við teikningar
okkar.
HÚSEININGAR HF
KOPAVOGI
HAMRABORG 12
SÍMI 91-641177
SIGLUFIRÐI
LÆKJARGÖTU 13
SÍMI 96-71340
anleg úrslit keppninnar. Er stuöullinn
fy rir hvert land þannig:
Færeyjar....................189,0
Island.......................36,3
Noregur......................2,03
Finnland.....................1,73
Danmörk......................1,62
Svíþjóö.......................1,0
Þaö land sem hlýtur flest stig miöaö
viö íbúaf jölda sigrar og hlýtur farand-
bikar sem gefinn er af íþrótta-
sambandi fatlaöra í Svíþjóö.
Otfylltum þátttökukortum í Norrænu
trimmlandskeppninni 1985 verður að
skila til skrifstofu Iþróttafélags fatl-
aöra í síöasta lagi 28. september. Allar
aörar upplýsingar um keppnina má
einnig fá á skrifstofu félagsins sem er
aö Háaleitisbraut 11—13.
Tilgangurinn meö þessari keppni er
einkum sá aö vekja athygli fatlaðra á
íþróttum og útivist. Endurhæfingar-
stofnanir, sjúkrahús, elliheimili og
fleiri staðir hafa marga vistmenn sem
talist geta fatlaöir og það yröi þeim
örugglega mikil örvun til hreyfingar
að vera með í keppninni.
-pá.
Ritstjóra-
skipti
á Vikunni
Frá og með 1. september tekur Sig-
urður G. Valgeirsson viö ritstjórn Vik-
unnar. Siguröur Hreiöar, sem veriö
hefur ritstjóri hennar og Orvals um
árabil, veröur áfram ritstjóri Urvals.
Ritstjórnir beggja blaöanna eru
áfram í Síðumúla 33.
Þetta er Jón
Röng mynd birtist í frásögn DV í gær
af sameiningu Isbjarnarins og Bæjar-
útgeröar Reykjavíkur. I fréttinni var
rætt við Jón Ingvarsson, forstjóra Is-
bjarnarins. Hins vegar var birt mynd
af Vilhjálmi bróöur hans og hann sagö-
ur Jón. Viö biöjumst velviröingar á
þessum mistökum og birtum hér með
mynd af Jóni Ingvarssyni. -JGH.
Jón Ingvarsson, forstjóri Ísbjarnar-
ins. í gœr var birt mynd af bróður
hans, Vilhjálmi, og hann sagður
vera Jón.