Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Síða 8
8 DV. LAUG ARDAGUR 31. ÁGUST1985. l^pB Fgálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaðurogOtgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686011. Auglýsingar: SfOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsinqar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SfMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og piötugerð: HILMIR HF„ SfÐUMÚLA 12. £rentun: Árvakur hf„ skriftarverð á mánuði 360 kr. Verö i lausasölu 35 kr. HelgarblaðéOkr. Niðurskurður-uppskurður Tími er til kominn, aö menn fari aö hugleiða nýjar leið- ir til að koma okkur úr öldudalnum. Þetta sagði Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, í ræðu í Keflavík fyrir skömmu. Margt lærdómsríkt kom þar fram. Miklar breytingar hafa orðið á efnahag okkar á fáum árum. Þær fá mjög á marga landsmenn. Hvað hefur gerzt? Island var löngum eins og illa rekið einokunarfyrirtæki, þar sem menn höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að auð- lindum. Þar er átt við, að landsmenn sóttu án mikilla tak- markana í auðlindir hafsins. Markaðsverð á afurðum okkar erlendis var hátt, svo sem í Bandaríkjunum, á aðalmarkaðnum. Nú gerðist það, að ljóst varð, að takmarka þurfti að- ganginn að auðlindum sjávar. Nú gildir kvóti. Þetta er grundvallarbreyting. Keppinautar okkar á mörkuðum erlendis hafa eflzt. Kanadamenn sækja á í Bandaríkjunum. Vandinn, sem af þessu hlýzt, hefur komið berlega í ljós. Landsmenn hafa orðið fyrir áföllum. Þau koma fram í mikilli rýrnun kaupmáttar launa síðustu árin. Hinn almenni launþegi er þegar látinn borga brúsann. Áföllin eru mikil í sjávarútvegi. Hrapið hefur opinberað þá geysilegu yfirbyggingu, sem orðin var á þjóðfélaginu, meðan gósentíminn stóð. Forystumenn, bæði í stjórnmálum og almennt, hættu á ákveðnum „punkti” að hugsa um arðsemi framkvæmda. Arðsemin var ekki talin skipta mestu, meðan við mokuð- um upp verðmætum. Einokunarfyrirtækið fór illa að ráði sínu. Við gleymum okkur í dansinum kringum gullkálf- inn. Nú hafa margir, einkum hinir yngri, fjallað um, að niðurskurð þurfi á hinni opinberu yfirbyggingu, sem hlað- in var á gósentímanum. Nú nefna menn gífurlegar tölur um það, sem þá fór í súginn. Skrifað er um halla á ríkis- búskapnum í ár og fyrirsjáanlegan halla á næsta ári. Að sjálfsögðu verður mönnum fyrst fyrir að nefna, að niður- skurð þurfi, meiri og harðari niðurskurð á opinberum út- gjöldum en við höfum áður kynnzt. Við höfum of háa skatta. Við höfum tekið allt of mikil erlend lán. Magnús Gunnarsson fór í fyrrnefndri ræðu lengra en þetta. Hann sagði, að líklega kæmust menn ekki öllu lengra í niðurskurðartali. Þess í stað þyrfti að leggja áherzluna á „uppskurð”. Hugsa þyrfti meira um grund- vallar kerfisbreytingar. Hann nefndi þrjá þætti. I fyrsta lagi þyrfti uppskurð á ríkisrekstrinum. Þar á meðal nefndi hann sem dæmi, að leggja mætti niður stofnanir eins og Vegagerð ríkisins og Vita- og hafnamálastofnun. ÍJtboð gætu komið í staðinn. Þá ætti að vera eitt embætti, sem meö slík mál færi, embætti „landsverkfræðings”. Þar yrði sérhæft starfslið, sem út- byggi útboðsgögn fyrir framkvæmdir hins opinbera og sæi um, að eftir skilmálum yrði farið. Magnús nefndi nauðsyn á því að sveitarfélögin yrðu sameinuö í stærri heildir í tilvikum þar sem slíkt hefði í för með sér lækkun á framkvæmdakostnaði á íbúa. Þróunin í sveitarfélögunum hefur verið, að minni hluti heildartekna þeirra fari í fjárfestingu en meiri hluti í rekstur. Loks nefndi Magnús Gunnarsson, að fyrirtækin þyrftu aö íhuga, hvort samstarf eöa sameining væri ekki hag- kvæm í auknum mæli. Haukur Helgason. Úr rstvélinni Lýðræði i reynd? Ég ætla ekki aö ræða af hverju en um daginn skrapp ég á öldurhús. Það er eitt af húsunum sem ekki má lengur selja styrktan pilsner vegna þess að viðskiptavinimir gætu verið svo vitlausir að kaupa hann. Eins og ég sagði í upphafi ætla ég ekki að ræða ástæðumar fyrir þess- ari heimsókn minni en læt þess þó getiö að ég ætlaði aö hitta þar mann og þess vegna keypti ég mér flösku af hvítvíni og settist út í homi. Eg smakkaði á víninu og fylltist skelf- ingu við tilhugsunina um að þetta gæti orðið löng bið. Á þessari öld skrifræðisins má reikna með því að hver einstaklingur með kosningarétt þurfi að eyða fimm til tíu prósentum vökustunda sinna á ári hverju á biðstofum eða í biðstööu á víðavangi. Allir vita hversu óyfir- stiganlega erfitt og leiðinlegt það getur verið aö sitja tímum saman á hörðum trébekkjum í reyklausum biðstofum. Eflaust er þaö einstakl- ingsbundiö hvernig menn stytta sér höfum haldiö út gleöskap í alla nótt og við gef umst ekki upp nú. ” —.. . það, sem þessir helvítis bjánar ekki fatta er það að þeir geta tölvuvætt eins og þeir vilja en þaö erum samt við sem vinnum verkin, þrátt fyrir allt. Það gerir mig alveg vitlausan að þurfa aö hlusta á þessa menn gefa skipanir og leiðbeiningar um mál sem þeir vita ekkert um. Ekkert miðað viö okkur sem vinnum við þetta á hver jum degi, að minnsta kosti. Hvers vegna ættu þeir að stjórna okkur þegar við getum unnið án þeirra en ekki þeir án okkar. Það væri auðvitaö mesta vitið aö nota tölvuvæðinguna sem átakspunkt og krefjast þess að þeir taki upp lýð- ræðislegri starfshætti. Ef við veljum timann rétt hittum við á lykilaugna- blik þar sem þeir verða að beygja sig fyrirokkur. Þaðværu. . . — Það er runnið upp einmitt eitt slíkt lykilaugnablik nú, greip sessu- nautur hans fram í og leit upp. — Hvað meinarðu, runnið upp? Ólafur B. Guðnason en kennslubækur i mannasiöum hefðu mælt með en ekki svo að hann meiddi manninn neitt aö ráði. — Þú skilur ekki hugtakið lýðræði. Það er það sem að þér er. Þú ert bara venjulegur fasisti sem hótar að berja alla sem mótmæla þér. — Kæri vinur, þú misskilur mig alveg. Eg endurtek, ég er ekki aö hóta þér heldur að benda þér á hvaða afleiðingar gerðir þínar munu fyrir- sjáanlega hafa. Heyrðu, slifsið þitt er kolskakkt. Hérna, leyfðu mér aö laga. Og hann tók í slifsi ræðumannsins og sleppti ekki takinu meðan hann útskýrði fyrir honum hvaö hér væri í raun og veru á seyði. — Sjáðu til, elskulegi vinnufélagi. í lýðraeðisþjóöfélagi er það hverjum þegni nauðsynlegt að gaumgæfa allar hliðar málanna áður en hann tekur ákvörðun. Lýðræði er ófram- kvæmanlegt ef þegnunum er neitaö um aögang að fyllstu upplýsingum stundir undir slíkum kringum- stæðum en ég reyni oft aö hafa með mér bók ef ég sé langa bið fyrir. Eg hafði enga bók. Mér fannst vín- ið vont. Svo ég greip til þess ráös, sem oft hefur gefist vel og veitt mér góða skemmtun, að hlera. Eg held að hópurinn við næsta borö hafi verið vinnufélagar að lok- inni árshátíö eða afmælisveislu. Að minnsta kosti var það ljóst, af þreytulegum andlitum, titrandi höndum og rámum röddum, að hóp- urinn hafði skemmt sér sam- viskusamlega alla nóttina og að þetta var endaspretturinn. Tveir ungir menn myndu fyrirsjáanlega ekki komast í mark, þeir voru sofn- aöir, annar með andlitiö ofan í ösku- bakka (ég sá ekki hvort bakkinn var fullur). Einn maður var þar í hópnum, grannleitur og þunnhærður, sem hélt ræðu, eintóna röddu. Félagar hans umhverfis borðið virtust ekki hlusta á hann með neinni merkjanlegri ánægju heldur með einbeitnisvip eins og þeir hugsuðu með sér: „Við Það var ekki laust við titring í rödd ræðumannsins. — Lykilaugnablikiö er nú. Hér geta málin þróast á tvo vegu. Annar möguleikinn er sá aö þú þagnir og að við tökum upp léttara hjal. Hinn möguleikinn er sá að þú haldir áfram þessu vinnustaðalýðræðisþrugli þínu og þá kýli ég þig. Ræðumaðurinn starði á sessunaut sinn, heillaður, eins og afkróuð hæna á mink. Hann sleikti þurrar varir sínar, renndi fingrunum gegnum hár sitt en gat ekki þagað. — Vinnustaðalýðræðisþrugli! Það er alveg dæmigert fyrir þig að taka svona á málunum og svo hótarðu mér... — Nei. Eg hóta þér ekki. Þér er fullkomlega frjálst að halda áfram ræðunni þinni. Það sem ég er að gera, er að gera þér grein fyrir af- leiðingum geröa þinna, vinur. Eg myndi gera það sama ef ég sæi þig vera aö stíga oní skurð. Og hann lagði handlegg sinn yfir herðar ræðumannsins og klappaði honum á kinnina. Kannski ögn fastar um allt það sem þeim kemur við því annars geta þeir ekki tekið yfirveg- aðar ákvarðanir. Meöan ég sat undir ræðu þinni fann ég hjá mér knýjandi þörf til þess að kýla þig og stööva þannig ræðuna. Mér fannst eðlilegt að gera þér grein fyrir því að kjafts- höggið vofði yfir þér því að sem þegn lýðræðisríkis áttu kröfu á fyllstu upplýsingum sem tiltækar eru um mál sem snerta þig. Meira get ég ekki gert því nú, þegar þú hefur fengið upplýsingarnar, verður þú sjálfur, einn og óstuddur, að taka ákvörðun um hvaö þú ætlar að gera. Þér er að sjálfsögöu frjálst að halda ræðunni áfram, nú þegar allir þættir málsins liggja fyrir. En kallaðu þetta ekki hótun, þetta var aöeins lýðræðisleg upplýsingamiðlun. Ræöumaöurinn var orðinn helblár í andliti þegar viðmælandi hans loks sleppti slifsinu. Því miður kom maöurinn, sem ég var að bíða eftir, einmitt í þessum svifum svo ég veit ekki hvaöa ákvörðun ræðumaðurinn tók. En mér fannst þessi umræða um lýöræðið athyglisverð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.