Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985.
9
TVÖFALT LÍFERNI
Fyrir nokkrum árum var þaö upp-
lýst af sagnfræöingum, sem
grúskuöu í gömlum skjölum, aö Is-
lendingar hefðu sett sig upp á móti
því á sinum tíma að blökkumenn
gegndu herþjónustu í Bandaríkjaher
sem dveldist hér á landi. Ut af þessu
varö nokkurt fjaðrafok og einhverjir
uröu til að hneykslast á þessum kyn-
þáttafordómum. Máliö komst þó
aldrei hámæli og varö sennilega
aldrei sannaö eöa afsannaö.
Sjálfsagt hefur þaö veriö þegjandi
samkomulag að gera sem minnst úr
þessu svertingjabanni enda vilja
Islendingar telja sig í hópi frjáls-
lyndra manna og fordómalausra
gagnvart kynþáttum og litarhætti.
Staöreyndin er þó sú aö í viðhorf-
um okkar og afstööu til kynþátta og
útlendinga almennt gætir tvískinn-
ungs. Sama gildir um samskipti okk-
ar viö samborgarana. Við teljum
okkur jafna og stéttlausa þjóð en þaö
er grunnt á hleypidómunum og saga
úr Teigahverfinu í Reykjavík er
dapurleg sönnun þess.
Fangahjálpin er að reisa þar heim-
ili fyrir fyrrverandi fanga og menn
sem eiga hvergi höföi sínu að aö
halla vegna fyrri afbrota og út-
skúfunar. Borgarafundur er haldinn
til að mótmæla þessu óvelkomna
nábýli og borgarráö kórónar
hleypidómana meö því að fallast á aö
kaupa hús fangahjálparinnar og
koma henni fyrir annars staðar.
Þetta er ekki gott til afspurnar og
leiöir hugann aö því hvers konar
ástand ríkti hér á landi ef hér byggju
umtalsveröir minnihlutahópar af
öörum kynstofnum eins og títt er í
flestum borgum. Drottinn minn
dýri!
Þegar við getum ekki einu sinni
umborið okkar eigiö fólk, sem lent
hefur á glapstigum og er að reyna að
samlagast mannlífinu á nýjan leik,
er ekki við því að búast aö Islending-
ar séu hótinu betri en hvíti kynstofn-
inn í Suður Afríku sem fólk á Vestur-
löndum keppist nú viö að fordæma.
Ekki heilagur
samningur
Þessa tvískinnungs gætir í afstööu
okkar til varnarliðsins. Aö undan-
förnu hafa ráðherrar rifist um túlk-
un varnarsamningsins. Má segja að í
þeim ágreiningi endurspeglist hiö
tvöfalda siðgæði, þverstæðurnar í
sambýli okkar við varnarliðið.
Þetta eru ekki deilur um her
eöa ekki her. Þær heyrast vart leng-
ur. Islendingar hafa að langmestu
leyti sætt sig viö nauðsyn þess að hér
sé erlent varnarlið. Við megum þó
vara okkur á þeim hugsunarhætti því
vonandi kemur einhvern tímann að
því að við veröum sjálfum okkur
nógir í varnar- og öryggismálum og
þurfum ekki að sætta okkur við er-
lendan her í landi okkar. Sjálfstæðið
hefur ekki fulla reisn fyrr en að því
kemur.
Deilurnar að undanförnu hafa snú-
ist um innflutning á kjöti til varnar-
liðsins og hvort launagreiðslur til
starfsmanna á Vellinum eigi að reiða
fram í dollurum eða krónum. Raun-
ar er þetta harla ómerkilegt rifrildi
og ráðherrar ættu að vera menn til
að leysa svona framkvæmdaratriði
átakalaust.
Það er rétt sem Morgunblaöið seg-
ir, að í þrjátíu ár hefur ríkt sæmilegt
samkomulag um túlkun á varnar-
samningnum. Gildir einu hvort í
ríkisstjórn hafa setið vinstri menn
eða hægri menn. Það breytir ekki því
að Albert Guðmundsson, sem og aðr-
ir, hefur sinn rétt til að leggja út af
varnarsamningnum og hafa skoöun
á innihaldi hans án þess að himinn og
jörð farist. Varnarsamningurinn er
ekki heilagur.
Afsprengi hermangsins
Hér er ekki meiningin að kveða
upp dóm um hvað sé rétt eða rangt í
deilunni um kjötið og dollarana held-
ur benda á tvískinnunginn sem enn
einu sinni gægist út um hina íslensku
dyragætt.
Hann kemur nefnilega víðar og oft-
ar fram heldur en bara þegar verið
er að laumupokast með bann við
svertingjum í varnarliðinu.
Ein af röksemdunum fyrir því að
kjötinnflutningur skuli leyfður óheft-
ur inn á Keflavíkurflugvöll, beint frá
Bandaríkjunum, er sú að Islendingar
megi ekki vera of efnahagslega háðir
varnarliðinu. Þetta eru sömu rökin
og beitt var gegn því að herinn kost-
aði vegi og mannvirkjagerð sem
flokkast undir almannavarnir og
bætt öryggi.
Þessi rök má fallast á í
„principinu” enda illa komið fyrir ís-
lensku þjóðarbúi og efnahagslegu
Ellert B. Schram
skrifar:
sjálfstæði ef afkoma okkar stæði og
félli með viðskiptum við herinn. Við
eigum ekki að gera öryggi okkar að
verslunarvöru.
Þetta er og hefur verið hin ráðandi
stefna íslenskra stjórnvalda og bæði
Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðis-
flokksins fyrr og síðar hafa varið
hana í orði kveðnu.
En hvernig er hún framkvæmd í
reynd?
Eitt stærsta fyrirtæki landsins, Is-
lenskir aðalverktakar, situr að
mestu eitt að öllum framkvæmdum á
Keflavíkurflugvelli. Afraksturinn
sjáum við upp í Ártúnshöfða í glæsi-
legum stórbyggingum þess fyrirtæk-
is. Bankainnistæður og velta Is-
lenskra aðalverktaka er eitt best
varðveitta leyndarmáUð í landinu.
Allir vita að Islenskir aðalverktakar
eru pólitiskt afkvæmi helminga-
skiptareglunnar hjá Sjálfstæðis-
flokki og Framsókn og afsprengi her-
mangsins.
Ást á varnariiðinu
Sömu sögu er að segja af ohu-
versluninni. Islensku oUufélögin,
einkum Esso, eiga efnahagslega af-
komu sína undir viðskiptum við Völl-
inn.
Islensku skipafélögin hafa kvartað
sáran undan tjóni sem þau urðu fyrir
þegar farmflutningar varnarliðsms
voru af þeim teknir. Ekki hefur verið
annað að heyra en að málsmetandi
aðUar og talsmenn hins efnahags-
lega sjálfstæðis hafi lagt sig fram um
að koma þeim flutningum aftur í
hendur íslensku skipafélaganna.
Nú er verið að reisa nýja flugstöð á
Keflavíkurflugvelli. Sú flugstöð er að
langstærstum hluta byggð fyrir
bandarískt fé. Jafnvel þótt við getum
talið okkur trú um að mannvirkja-
gerðin sé liður í aðskilnaði herflugs
og almenns flugs þá vita allir að
kostnaðarhluti Bandaríkjanna er
langt umfram eðlilegt hlutfall.
I næstu nágrannabyggðum við
Völlinn búa hundruð og þúsundir
fólks sem hafa beina og óbeina hags-
muni af störfum á vegum varnarliðs-
ins.
Og mér er til efs að Bolvíkingar,
eða þeir á Langanesi, beri slíka um-
hyggju fyrir vörnum landsins að það
eitt hafi ráðið úrslitum um samþykki
íbúa og sveitarfélaga þessara
byggðarlaga um byggingu ratsjár-
stöðvar á þeim slóðum.
Nei, aftur og aftur rekumst við á
dæmi þess aö Islendingar eiga afkomu
sína undir hermangi og viðskiptum
við herinn. Nú síðast hefur Stéttar-
samband bænda tekið upp baráttu
gegn ótollskoðuöum innflutningi
kjöts til varnarliðsins. Bændastéttin
verður ekki sökuö um yfirmáta
hrifningu á bandarísku varnarliði og
aldrei hefur henni verið borið á brýn
að vilja ganga því liði á hönd. En
samt, samt er Stéttarsambandið allt
í einu með skoðun á því hvort vamar-
liðið fái kjötmeti sent heiman frá sér.
Hvort skyldi það vera af umhyggju
fyrir varnarliðinu eða gróðavoninni
um aö selja þeim lambakjöt í stað-
inn?
Frjálslyndi og fordómar
Þau eru því miður of mörg dæmin
sem sanna að Islendingar hafa efna-
hagslegan ábata af viðskiptum við
varnarliðið. Og það undir vemdar-
væng opinberra stjómvalda og fyrir
tilstilli stjórnmálalegra ákvarðana:
ákvarðana þeirra stjómmálaafla
sem prédika í síbylju að Island megi
ekki vera efnahagslega háð varnar-
liðinu.
Þessi tvískinnungur er hræsnis-
fullur og ber þess vott að við berum
kápuna á báðum öxlum. Við þykj-
umst búa í frjálsu landi en bönnum
bandarískum varnarliðsmönnum
frjálsan aðgang að landi okkar og
samfélagi. Við þykjumst vera lausir
við kynþáttamismun, en biðjum um
það bak við tjöldin að hingað séu ekki
sendir blökkumenn í herþjónustu.
Við þykjumst vera umburðarlyndir
gagnvart lítilmagnanum en höldum
borgarafundi þegar fangahjálpin
ætlar að hýsa þá í hverfinu okkar.
Við þykjumst vilja vera efnahags-
lega óháðir Bandaríkjaher en
þiggjum af þeim velgjöming þegar
okkur sýnist.
Við fordæmum aðskilnaðarstefnu
meðal annarra þjóða en erum ekki
hótinu betri sjálfir. Það þarf ekki
svertingja til.
I raun og veru er hugsunarháttur-
inn undarleg blanda af frjálslyndi og
fordómum þar sem heimssýnin mót-
ast af hagsmunum þegar hún varðar
okkur sjálf en hugsjónum þegar aðr-
ir eiga í hlut. Hvort sem það eru her-
mennimir á Vellinum eða fangarnir í
Teigahverfinu þá má ekki hleypa
þeim of nærri meðan þeir geta skað-
að mannorð okkar. Við verðum að
þykjast vera góð við þá, þeir mega
búa á Vellinum eða í næsta hverfi og
við megum jafnvel græða á þeim í
laumi. I hátíðarræðunum eru allir
jafnir og frjálsir. En í hverdags-
leikanum eru sumir jafnari og
frjálsari en aðrir.
EUert B. Schram