Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985.
19
Þá er átt við miðbæinn en þar er knæpa
við knæpu, diskótek við diskótek, nóg
að gerast. Það var ákaflega notalegt
að setjast niður þarna í góðu veðri og
virða fyrir sér mannlífið.”
Förster sterkur
— Þýska deildin er örugglega ein sú
sterkasta í heimi. Var einhver mót-
herji öðrum minnisstæðari?
„Mér dettur í hug Karl-Heinz Först-
er hjá Stuttgart. Ég lék fyrsta lands-
leik minn á móti Þjóöverjum (1—3) og
kynntist þessum grjótharða nagla þá.
Hann er frábær varnarmaður, aldrei
grófur, en kann sitt fag. Hann er sér-
fræðingur í að nota líkamann. Hann fer
fyrir mann, svo maður fari utan í hann
en síðan fer hann frá, þannig að maður
missir jafnvægið. Hann er ööruvísi en
aðrir varnarmenn sem ég hef spilað
gegn. Mjög góður.”
— Nú ert þú farinn að leika á Islandi.
Er engin eftirsjá að atvinnumennsk-
unni?
„Eg hugsa ekkert um það. Eg er
sáttur við að vera heima. Og það spillir
ekkifyriraðvelgengur..
— En það hafa verið viðbrigði? Veðr-
iötildæmis. ..
„Jú, vissulega voru þetta viðbrigði.
En ég get ekki kvartað. Fyrst þú
minntist á veðrið þá hefur það verið
ótrúlega gott. Það bjargaði miklu að
spila á gervigrasinu í vor. Satt að segja
hef ég aldrei þurft að æfa í vondu veðri
síðan ég byrjaöi aftur hér heima. Otrú-
legtensatt!”
Góð laun
— Hvað um fjárhagshliðina?
„Jú, maður fer niður í launum. Góö
laun? Já, en þú færð mig ekki til að
segja þér hvað mikið. ”
— Hverju voru þau næst: verka-
mannalaunum, iönaðarmannalaunum,
forstjóralaunum?
„Tja, ég hafði mjög góö laun,
kannski voru þau nálægt forstjóra-
launum, ég veit það ekki. Þetta er ekki
sambærilegt við laun sem greidd eru á
Islandi. En það er mikill munur á laun-
um stórstjamanna og þeirra sem
minnst fá. Gríðarlega mikill munur. ”
og svo eftir jafnteflinu gegn Hollandi.”
— Gerir þú þér vonir um að komast í
landsliðiö sem leikur gegn Spáni í
haust?
„Nei, ég geri mér engar vonir um
það. Eg held ég sé ekki í nægilega góðu
formitilþess.”
Ekki rétt að hafa þjálfara
sem býr erlendis
— Finnst þér rétt að byggja íslenska
landsliöiö upp á atvinnumönnum eins
oggerter?
„Almenningur gerir miklar kröfur
til landsliðsins. Það er ætlast til þess
aö þaö standi uppi í hárinu á hvaöa liöi
sem er. Eg held að það verði að kalla
til atvinnumennina ef á að mæta kröf-
um. Það mætti hins vegar reyna að
moða meira úr þeim leikmönnum sem
eru í toppformi hver ju sinni hér heima.
Það er hins vegar erfiö lausn að fá þá
frá mörgum löndum þar sem leikin er
ólík knattspyma. Þeir geta lítið æft
saman en á hinn bóginn er þetta oft og
tíöum rjóminn af íslenskri knatt-
spyrnu. Þeir eru oftast — ekki þó alltaf
— í betra formi en heimamenn.”
— En hvað um að hafa þjálfara sem
býr erlendis og kemur aðeins heim rétt
fyrir leiki?
„Eg held að það sé ekki rétt að hafa
Tony Knapp. Ég get ekki séð hvernig
það á að ganga. Það væri auðvitað allt
í lagi ef hann byggi hér. Það er hins
vegar ekki hægt aö ætlast til þess aö
það lið sem hann þjálfar að jafnaði gefi
honum alltaf frí til að skoða islenska
leikmenn.”
Brassar, ítalir, Frakkar,
Þjóðverjar
— Fram er nýorðiö bikarmeistari.
Vinnið þiö tvöfalt?
„Það er stefnan og við höfum góða
möguleika. Urslitin í vikunni hafa ver-
ið okkur hagstæð en við verðum helst
að vinna KR í kvöld (viðtalið var tekið
á fimmtudaginn) og þeir verða erfið-
ir.”
— Fyrr en varði erum við Pétur fam-
ir að skeggræða um knattspyrnuna í
hinum stóra heimi. Hverjum spáir Pét-
VIÐTAL: ÁRNISNÆVARR
„Ég var mjög spenntur. Fékk
krampa í fótinn í upphituninni en
þegar ég kom inn á hvarf það alveg.
Þegar leið fram á vor ’82 tókst mér að
vinna sæti í liðinu.
Næsta keppnistímabil, ’82—’83,
byrjaði ágætlega en svo datt ég aftur
út úr liðinu í nokkra leiki. Eg komst að
aftur og það var líklega besti tíminn
hjá félaginu. Eg spilaði mikið og hafði
gaman af þessu. Eg endurnýjaði
samninginn í lok keppnistímabilsins.
Þriðja tímabilið var svipað í byrjun,
eða allt þar til við lékum gegn Stutt-
gart. Við biöum smánarlegan ósigur,
6—0, og nokkrum mínútum fyrir leiks-
lok meiddist ég. Eg er fyrst núna að ná
mér eftir þessi meiðsli. Þetta gerði
mér mjög erfitt fyrir. Það var ekki
hlaupið aö því aö komast i annað lið, til
dæmis, því ég var engan veginn í
formi lengi á eftir.
Föstudagurinn
þrettándi
Þetta ár var viðburðaríkt hjá fjöl-
skyldunni. Eg meiddist föstudaginn 13.
mars. Konan mín, Helga, fótbraut sig
föstudaginn 13. janúar og Maggý
Helga datt og fótbraut sig, föstudag 31.
Viö fylgjumst vel með þegar föstu-
daga ber upp á 13. eða 31. því það
þarf bara að snúa viö tölunni og þá er
kominn 13.! Þetta er ár sem gleymist
seint.”
— Meiðsli hafa sett strik í reikning-
inn hjá Pétri eins og svo mörgum öðr-
um knattspyrnumanni. En hvernig er
farið með atvinnuknattspymumann
sem kemur ekki að neinum notum?
jm yfir Þorstein Bjarnason i bikarúrslitaleiknum á dögunum.
DV-mynd Eiríkur Jónsson.
„Eg get ekki kvartað yfir því
hvemig komið var fram við mig. Mað-
ur var auövitaö lítið inni í myndinni á
æfingum eöa leikjum en mér var ekki
sparkaö tilhliðar.”
Upp og niður
— Manni finnast íslensku knatt-
spyrnumennirnir erlendis ótrúlega
misjafnir. Stundum frábærir og detta
mikið niður. Er eitthvað í íslensku eðli
sem skýrir þetta?
„Nei, nei, nei,” segir Pétur ákveðið.
„Frægustu fótboltamennirnir í Þýska-
landi, eða hvar sem er í heiminum,
eiga lika slæma kafla. Þaö má kannski
segja að það sé meira gert til að rífa
upp menn eins og Ásgeir sem er burð-
arstólpi Stuttgart eða álíka sterka
menn. Toppkarlarnir hafa auövitað
líka gríðarlegt sjálfstraust og meiri
áhrif til að laga aðstæður sér í hag.
Lægðimar hjá þeim albestu verða því
skemmri en hjá okkur íslensku strák-
unum. Og svo erum við auðvitað ekki
eins góðir og þeir albestu — að Ásgeiri
undanskildum.
Maður rífur heldur ekki mikið kjaft í
framandi landi, spilar sig ekki stóran
karl þegar maður er það ekki. Otlend-
ingar geta ekki greitt eins vel úr
vandamálunum og innfæddir. Maður
þurfti sífellt að spyrja um alla hluti
sem kannski voru mjög einfaldir en
gátu orðið vandi fyrir útlending. Mað-
ur fór alltaf löngu leiðina sem útlend-
inguríÞýskalandi.”
Lengsti bar í heimi
— Hvernig líkaði þér við Þjóðverja?
Smásmugulegir?
„Mér líkaði mjög vel við Þjóðverja.
Þetta er gott og harðduglegt fólk.
Borgin? Dusseldorf er stórfín borg.
Hún er í miðju iðnaðarhéraði en þó að
mestu laus við mengun og slík vand-
ræði.”
— Diisseldorf er þekkt fyrir góöar
knæpur. Þú hefurkynnst þeim?
„Já, aöeins, þetta er þekkt krárborg.
Sagt er að þarna sé stærsti bar í heimi.
— Ef gott tilboð bærist værirðu þá til
í að taka upp þráöinn aftur?
„Eg veit það ekki. Það er mjög gam-
an að hafa upplifað atvinnumennsk-
una. Góð laun eru í boði, ferðalög og
mikill glamúr í kringum þetta. En þeg-
ar ég fór út var ég einhleypur, þurfti
bara aö pakka fötunum niður. Það
væri erfiðara núna. Ég er með fjöl-
skyldu, og það þarf að hugsa um mun
fleira.
Fljótur aö verða stjarna
Atvinnumennskan er skemmtileg
þegar vel gengur. Það hugsa allir um
knattspyrnu úti. Allir vilja tala við
mann þegar vel gengur en þegar
manni sjálfum og liðinu gengur illa
hatast blöðin við mann, mórallinn
verður slæmur og svo er þjálfarinn
rekinn. Maður er fljótur aö verða að
stjömu en maður getur fyfr en varir
dottiö á lægra plan en nokkuö sem ég
hef reynt. ..”
— Vendum okkar kvæði í kross. Þú
hefur leikið marga landsleiki. Hver er
þér minnisstæðastur?
„Allir landsleikir eru minnisstæðir.
Ég man sérstaklega vel eftir 1—1
leiknum gegn Tékkum því ég skoraði
ur sigri í heimsmeistarakeppninni á
næsta ári?
„Það er erfitt aö segja, það getur svo
margt breyst á einu ári. Brassarnir
verða örugglega sterkir. Það þorir
enginn að dæma Italina úr leik fyrir-
fram þó þeir virðist ekki sérstaklega
sterkir. Þjóðverjar mega komast langt
mín vegna og ég vona að Frakkar
standi sig. Þeir spila þrumuskemmti-
leganbolta.”
— En hvað gerir Pétur Ormslev þeg-
ar boltinn rúilar ekki.
„Ég er mikiö með fjölskyldunni. Og
svo er ég að fikta við golf. Það er ótrú-
lega skemmtilegt sport, eiginlega
hættulega skemmtilegt. Maður fær
ótrúlega mikið út úr því að skjóta fall-
egu skoti eða pútta skemmtilega.
Og svo hef ég gaman af tónlist. Hvað
hlustarðu helst á? Fönkaðan djass og
svo rokk, Bowie, Stones og margt
fleira.”
— Straubretti eitt mikið vekur at-
hygli ljósmyndarans. Er maður að
tef ja Pétur frá straubrettinu?
„Nei, nei, en það er fínt að strauja.
Afslappandi.”
Og við setjum punkt aftan við strau-
brettið. ás
Pótur er slyngur við fleira en fótbolta. Hór sýnir hann listir sínar ó strau-
brettinu. DV-myndir Kristján Ari Einarsson.