Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Side 29
DV. LAUGARDAGUR 31. ÁGUST1985.
29
Megas og Birgir Mogensen eru neðstir. Og svo aS neðan Einar örn
Benediktsson, Björk Guömundsdóttir, Guðlaugur Óttarsson,
Sigtryggur Baldursson, Einar Melax. DV-mynd VHV
Vindurinn æöir með fimm hundruð
kílómetra hraða niður Laugaveginn.
Ég bretti upp börðin á himinbláa
flónelsfrakkanum mínum og reyni að
finna út hvar gula kökubakhúsiö, sem
hann Spermi sagði mér frá, væri niður-
komið. Skyndilega fann ég sterka
angan af kölnarvatni berast að vitum
mér. Ég þefaði uppi lindina, hún kom
úr húsasundi og viti menn.þar fyrir
innan var gula húsið. Ég barði að
dyrum og áður en hún laukst upp fékk
ég hugljómun: þetta var Revlon.
Grunurinn reyndist á rökum
reistum: kölnarvatnsberinn var
Guðlaugur Ottarsson gítarleikari
hljómsveitarinnar Kukls, og fyrir
innan voru sexmenningamir sem
skipa þá hljómsveit. En sex er ekki
galdratala og því hlaut sjöundi
maöurinn að vera ekki allfjarri og
þamavarhann: Megas.
Megas og hljómsveitin Kukl leika
sem sé á tónleikum í Gamla bíói á
vegum Hins leikhússins á skemmtana-
kvöldum næstu helgar. Föstudags- og
laugardagskvöld, 6. og 7. september,
munu þessir ástmegir alþýðunnar slá
gítarstrengi, og hljómborð, þenja radd-
bönd, berja húðir og blása í hom. Og
því æfa þau hljómlist kappsamlega í
gulu bakhúsi.
Meira en nóg ástæöa til að berja að
dyrum. Ég spurði fyrst aldursfor-
setann Magnús Þór Jónsson hverju
þaö sætti að nú træði hann upp með
pönkurum eftir að hafa verið á róli
með drengjum á sínu reki undanfarið.
Fyrstu mótmælin sigldu í k jölfariö:
Kukl: „Viðpönkarar!”
Megas: „Heyrðupilturminn, égskal
segja þér að í fyrsta lagi er pönkið ekki
til sem slíkt. Hljómsveitin Kukl hefur
eins og þú veist farið sigurför um
heiminn undanfarið, enda framsækin
og alþjóöleg...”
— Ég átti nú við að afsprengi hippa-
kynslóðarinnar væri kominn í slagtog
með þeirri kynslóð sem kennd hefur
verið við pönk.
„Ég tilheyri engri kynslóð og hef
aldrei gert. Ég er ekki á neinni kynslóð
og er hreint ekki afsprengi hippakyn-
slóðarinnar. Hipparnir voru ekki svik-
ult fólk þó traust þeirra hafi farið
minnkandi, en kannski heldur vit-
lausir. En ég er ekki eyland og hafði
samband við þessa kynslóð, svo ég veit
um hvað ég er að tala.
Ég hef unnið með hinum og þessum
undanfariö, Stuðmönnum og eigin
hljómsveit og leikið þá tónlist sem ég
vandist í gamla daga. Ég ólst upp við
þetta gamla rokk, ég nam hana ef til
vill ekki af vörum móður minnar en
hún er mér tömust...
En nú er það svo að hingað kom ný
bylgja frá útlöndum fyrir nokkrum ár-
um. Hér spruttu upp grúbbur sem
gerðu nýja hluti og interreseruöu mig.
Ég fylgdist með Fræbblunum, Utan-
garðsmönnum, Purrki Pilnikk og Þey
úr fjarlægð — og var spenntur. Ég
hlustaði á þetta á búttleggjum nokkuð
lengi og svo gerðist ævintýri. Einhver
kyssti froskinn, hann losnaöi úr álög-
um og hér stend ég með rjómanum úr
Purrki, Van Houtens, Tappanum og
Þey.”
— Ekki veit ég hvort sá grunur
læddist að Megasi að Björk væri prins í
álögum, en hann faðmaði hana bróður-
lega, en ekkert gerðist. Enda Björk
ekki froskur. Það má kannski segja að
nýbylgjan hafi fært Megasi nýtt tón-
listarlíf.
„Hún rak mig fram úr. Svældi hann
út úr greninu. . . Það kom margt til.
Maður þurfti að fara að vinna fyrir sér.
Ekki gat maður verið á framfæri hins
opinbera.”
En nú hrópar Megas: „Böm lil’ nu
skal vi spille!”
Megas syngur, Einar öm blæs í
trompet, Björk í flautu, Einar Melax
leikur á hljómborð, Guðlaugur Ottars-
Einhver
kyssti
frosk-
/fXfL..
oghér
stend
ég
— rættviöMegas
og hljómsveitina
Kuklsemrugla
saman reytunumá
tvennum tónleikum
umnæstuhelgi
son á gítar, Birgir Mogensen á bassa
og Sigtryggur Baldursson á trommur.
Hljómlistin er ekki Kukl, hún er ekki
Megas. „Hún er Kukl sinnum Megas,”
segja flyt jendur mér og það er rétt.
Eins og Megas vissi af Kuklurum
þar sem þeir voru niðurkomnir fyrir
fjórum—fimm árum; vissu þeir í
frumeindum sínum af Megasi. Ein
frumeindin hét Purrkur Pilnikk og
með þeirri hljómsveit söng Einar öm
stundum lag Megasar Við sem heima
sitjum.
„Það var ekki beint draumur hjó
mér að spila með Megasi, en... og þó.
.. Ég hafði einu sinni fengið hjá honum
efni en þá vantaöi agann til aö láta til
skarar skríða og koma fram..
Megas: „Við höfum hann í stórum
skömmtum núna?”
„Rétt,” heldur Einar öm áfram.
„Samstarf Kukls og Megasar er... ef
ekki rökrétt afleiðing; að minnsta
kosti mjög skemmtilegur viðburður
fyrir okkur. Og lexía.”
Megas: „Við megum ekki vatni
halda og því eins gott að hafa Pampol-
bleiu viðhöndina.”
Undirrituðum er hulin ráðgáta hvers
vegna allir horfa á Guðlaug að þessu
sögðu; en tæplega kom það Revlon-
kölnarvatninu hið minnsta við.
Kannski til að dreifa athyglinni
kommenterar Kukl:
„Og einhver á eftir að segja um tón-
leikana i Gamla biói: Ja hérna,þau
kunna að spila eftir allt saman! ”
— Verður eitthvað framhald á þessu
samstarfi?
„Þaö er ekki á planinu að taka upp
plötu þó það gæti verið skemmtilegt,”
segir Megas. „Við getum því miður
heldur ekki komið fram víðar, því Kukl
er að fara utan og ég að sinna
aökallandi verkefnum. Hvaða
verkefnum? Ég get ekki upplýst það að
svostöddu.”
„En það er rétt að það komi fram að
lokum,” segja Megas sinnum Kukl,
„að við erum dæmalaust mikið við al-
þýöuskap. Það er ekki hægt að vera
meira við alþýðuskap. Við erum
alþýðunnar. Viö erum óskalagalista-
menn. Við erum unga fólksins og sjúkl-
inganna. Við erum vinsældalistafólk.
Allir brosa til okkar — sérstaklega
bömin. Við ætlum okkur á strætóskýli.
Það væri toppurinn.”
I hnotskum: Megas og hljómsveitin
Kukl leika saman á tvennum hljóm-
leikum i Gamla bíói föstudags- og
laugardagskvöld, 6. og 7. september.
Efnisskráin: „Nýjum tíma hæfir
nýtt efni,” segir Megas og því hafa sjö-
menningamir samið glæný lög við
texta Megasar. ás
Hárgreiðslustofan
KAMBUR
Kambsvegi 18.
Opið alla virka daga frá 9—18.
Laugardaga 9—12.
Tímapantanir í síma 31780.
Til sölu bíll og bátur
Mercedes Benz 280SE
árg. '81, ekinn 59.000,
m/sóllúgu og ABS
bremsukerfi.
Upplýsingar í síma 45779 eftir kl. 19.00.
ÚTBOÐ
Dráttarvélar hf. óska eftir tilboðum í klapparlosun vegna
nýbyggingarað Réttarhálsi 3, Reykjavík.
Áætlað magn klappar er 1350 m3.
Útboðsgögn verða afhent frá og með 2. sept. 1985 hjá
Hönnun hf., Síðumúla 1, Reykjavík, gegn 1.000,- kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudag-
inn 17. sept. 1985 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð.
hönnunhf
Ráðgjafarverkfræðingar FRV
Siðumúla 1-108 Reykjavík • Sími (91) 84311
Menningarsjóður
íslands og
Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands
og Islands. I því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferða-
styrki og annan fjárhagsstuðning. Styrkir verða öðru
fremur veittir einstaklingum, en stuðningur við samtök
og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur
á.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum skulu sendar stjórn
Menningarsjóðs Islands og Finnlands fyrir 1. október nk.
Áritun á íslandi er; Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu
6, 101 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á
sænsku, dönsku, finnsku eða norsku.
31.ágúst1985,
Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands.
túdentaleikhúsið
á hringferð með
rokk-söngleikinn:
EKKO
guðirnir ungu
eftir Claes Andersson,
þýöing: Ólafur Haukur Símonarson.
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir,
leikstjórn: Andrés Sigurvinsson.
Búðardalur...............31. ágúst Hnífsdalur......5. sapt.
Patroksfjörður...........2. sept. Hvammstangi......6. sept.
Þingeyri.................3. sept. Blönduós.........8. sept.
Bolungarvík..............4. sept. A(|ar sýningarnar hefjast kl. 21.00