Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1985, Qupperneq 31
Strákarnir eru frábærir!
DV. LAUGARDAGUR 31. AGUST1985.
t^V
-•Gód r,isheild
skJ.iurl>Mfari
ut!!,?an
'■ 'vnrBð/fi
'arn.
Framarar
íslandsmeistarar
í 2. flokki 1985
MYNDIN er tekin af Framliðinu
strax eftir leik þeirra gegn Þ6r sl.
þriðjudag á Framvellinum.
Unglingasíðan óskar drengjunum til
hamingju með fslandsmeistaratitil-
inn sem þeir fyllilega verðskulduðu.
Á myndinni eru í fremri röð frá
vinstri: Pétur Óskarsson, Eggert
Sverrisson, Hannes Smárason, Hauk-
ur Bragason, Gauti Laxdal fyrirliði,
Stefán Lúðvíksson, Arnljótur
Davíðsson, Jónas Björnsson og
Eiríkur Björgvinsson. — Aftari röð
frá vinstri: Guðmundur Jónsson
þjálfari, Páll Grímsson, Þórhallur
Víkingsson, Jón Guðjónsson, Hergeir
Elíasson, Grétar Jónasson, Arnar
Halldórsson, Bjarni Jakob Stefáns-
son, Ólafur Orrason, form. unglinga-
nefndar, og Halldór B. Jónsson.
form. knattspyrnudeildar Fram. Á
myndina vantar Jónas Guðjóusson.
(DV-myndirHH).
X
Framliðið áberandi best!
X.
—4-1 sigur á Þór Ak. gaf þeim íslandsmeistaratitil
FRAMARAR og Þórsarar léku í A-riðli íslandsmóts 2.
flokks sl. þriöjudag. Leikið var á grasvelli Fram. Mikið
var í húfi því vinningur fyrir Fram þýddi íslands-
meistaratitil.
Framarar byrjuöu leikinn af mikl-
um krafti og sóttu stíft og það bar
árangur strax á 7. mín. Gauti Laxdal,
fyrirliði Framliðsins, gerði fallegt
skallamark eftir fyrirgjöf frá Grétari
Jónassyni af hægri kanti.
Þórsarar komu nú af meiri krafti inn
í leikinn og áttu nokkrar hættulegar
sóknarlotur, sem komu upp úr skyndi-
upphlaupum, og í einni slíkri jöfnuðu
Þórsstrákarnir eftir slæm mistök í
— Ad kalla dómarann alla konar ónöfnum,
látumþad vera. En drottinn minn dýri. . . ad
. . . ad draga alla œtt mannsins í svaöiö, þad
er einum of langt gengid!!
vöm Fram. Markið skoraöi Ármann
Olafsson af harðfylgi með góðu skoti
úti við stöng. Staðan orðin 1—1.
Þórsurum jókst kraftur við jöfnunar-
markið og sóttu meira en Framarar
voru þó alltaf hættulegri og á 18. mín.
náðu Framarar forystunni aftur og
enn var þaö Gauti Laxdal sem skoraði,
fékk háa sendingu inn í vítateig, tók
boltann laglega niður og afgreiddi af
öryggi í netið. Vel gert hjá Gauta í
þröngri stööu.
Það sem eftir var fyrri hálfleiks
sóttu bæði liðin af krafti en án þess þó
að skapa sér veruleg marktækifæri.
Staðan var því 2—1 Fram í vil í hálf-
leik.
Síðari hálfleikur
I síðari hálfleik léku Framarar með
strekkingsvind í bakið. Stráx í upphafi
var ljóst að sóknarþungi Framara
mundi verða mikill í síðari hálfleik.
Það var svo á 12. mín. að Jónas Bjöms-
son skoraöi gullfallegt mark, í bláhom-
iö neðst, eftir góða sendingu frá Am-
ljóti Davíðssyni. Staðan orðin 3—1 fyr-
ir Fram og buldi nú hver sóknarlotan
af annarri á Þórsmarkiö. Rétt undir
lokin bættu Framstrákarnir viö 4.
markinu — Það gerði Eiríkur
Björgvinsson úr þvögu rétt við mark-
teig þeirra Þórsara. Við þetta mark
færöist ró yfir leikmenn enda stutt til
leiksloka. Framarar greinilega
ánægðir með fenginn hlut. Þórs-
strákarnir reyndu þó hvað þeir gátu til
að laga stööuna en án árangurs.
Þegar dómarinn flautaði til leiksloka
var sanngjam 4—1 sigur Fram-strák-
anna í höfn.
Bestir í hinu unga liði Þórsara voru
Valdimar Pálsson, Sigurpáll Aðal-
steinsson, Ingólfur Samúelsson og Ár-
mann Olafsson. Fyrirliðinn, Kristinn
Hreinsson, var bestur varnarmanna,
fljótur og sterkur leikmaður.
I Framliðinu var Gauti Laxdal best-
ur. Eg held að hann hafi aldrei átt feil-
sendingu allan leikinn auk þess sem
hann vann marga bolta og skoraði tvö
* markanna að auki. Amljótur Davíðs-
Gauti Laxdal, fyrirliði Framara, átti
frábæran laik gegn Þór. Hór sést
hann hampa islandsmeistara-
bikarnum.
son er alltaf hættulegur, snarpur leik-
maður meö góða boltameðferö. Amar
Halldórsson og Jónas Bjömsson voru
og mjög virkir í þessum leik. Eggert
Sverrisson og Grétar Jónasson hafa oft
verið betri. Aftasta vömin var traust
með Hergeir Elíasson sembesta mann.
J" Sagt eftir leikinn:
. Guðmundur Jónsson, þjálfari
I Framliðsins: Strákarnir uppskám
Ieins og vonir stóðu tU. Oll vinnan hef-
urskilaðsér.
■ Gauti Laxdal, fyrirliði Fram: —
I Við vorum óþarflega stressaðir í
Ibyrjun en jöfnuðum okkur. Góð liðs-
heild og góöur þjálfari skóp þennan
ItitiL
— Nú áttir þú frábæran leik með 2.
I fl., Gauti, getur það ekki þýtt
* meistaraflokksleik á næstunni?
— Ég veit ekki. En auðvitað vonar *
maðurþaö, —ogþaðsemfyrst. |
Aöalsteinn Sigurgeirsson, þjálfari I
Þórs: — Það hefði verið skemmti- "
legra að vera með fullt lið,. En ann-1
ars er Fram vel aö þessum sigri j
komið. I
Kristinn Hreinsson, fyrirliði Þórs: |
— Ég er ekki ánægður með leikinn. *
Við vomm þreyttir. Að leika 2 leiki á I
jafnmörgum dögum kann ekki góðri ■
lukku að stýra. Annars er Framliðið I
gott. 1