Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER1985. 5 Sjónvarp gegnum gervihnött á Ólafsf irði: Fleiri skermar á leiðinni Bráölega mun verða settur upp sjónvarpsskermur í Olafsfirði til að taka á móti sjónvarpssendingum í gegnum gervihnött. Veitt hefur verið leyfi til að setja upp einn slíkan á þaki Hótel Holts. Hljómbær sf. hefur annast söluna á þessum skermum sem eru sænskir, af tegundinni Luxor. Skúli Pálsson á Olafsfirði er kaup- andi þessa skerms sem er væntan- legur til Olafsfjaröar en hann keypti kapalkerfi til Olafsfjaröar á sínum tíma og selur bæjarbúum afnot af því. Að sögn Skúla kaupir hann skerm- inn til einkanota í fyrstu en hug- myndin er að dreifa því efni sem sést i gegnum gervihnöttinn í gegnum kapalkerfið sem fyrir er þannig að bæjarbúar hafi möguleika á að horfa á efnið og greiða afnotagjald fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Hljómbæ sf., eru skermar sem þessir ekki dýrt fyrirtæki og sá sem pantaö- ur hefur verið til Olafsfjarðar, sem er öllu minni en sá sem er í eigu Hótel Holts, kostar innan viö 200 þúsund krónur. Auk þess er uppsetn- ing ekki kostnaðarsöm. Hægt er að sjá efni frá átta sjónvarpsstöðvum í gegnum þennan gervihnött, m.a. tvær breskar eina þýska, hollenska, ítalska og sviss- neska. Aðeins f jórar þeirra eru skýr- ar eins og er. Að sögn þeirra hjá Hljómbæ eru þeir mjög margir sem hafa spurt um þessa skerma og líklegt að nokkrir verði pantaðir á næstunni. K.B. Hressir strákar á Voninni KE 2 gáfu sér tíma til að líta upp frá bætningu þegar þeim var sagt að þá fengju þeir mynd af sér í DV. Nótin rifnaði nokkuð erþeir voru á síldveiðum hér framan við bryggjurnar. Aflinn var um 2,5 tonn og að sögn skipverja átti að aka honum til söltunar á Djúpavogi. Það er ekki að sjá að tapið sé svo mikið þegar hœgt er að aka sam- tals 125 km með síldina til söltunar. Ægir, Fáskrúðsfirði. ÍSLENSKIR SKÁK- MENN VEKJA AT- HYGLI í SVÍÞJÓÐ — ReynirHelgason hraðskákmeistari Malmö Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svfþjóð. Sænska sveitakeppnin í skák hófst um heigina og Malmö SS, en f jórir af átta skákmönnum sveitarinnar eru íslenskir, kom talsvert á óvart með að sigra SS Manhem, Gautaborg, sem þykir meðal sigurstranglegustu sveita i keppninni. Úrslit 4,5—3,5 og íslensku skákmennirnir hlutu þrjá vinnlnga Malmö SS. Á 2. borði sigraði Júlíus Friðjóns- son landsliðsmann Svia, Kinnmark. Arnþór Einarsson og séra Torfi Stefánsson unnu mótherja sina á 3. og 5. borði en Gunnlaugur Finnlaugs- son tapaði á f jórða borði. Þá vakti ungur piltur, Reynir Helgason, sem er 17 ára, mikla athygli þegar hann varð hraðskák- meistari Malmö í síðustu viku. Hann teflir á 1. borði í sveit Kirseberg, sem er i 2. deild, og vann skák sina þar um helgina. hsím. Lok kvennaáratugar: Vinnustöðvun Samtök kvenna á vinnumarkaðnum vilja eindregið hvetja konur til að leggja niöur vinnu 24. október í enda kvennaáratugarins. „Það er ekki síður nauðsynlegt nú að berjast fyrir kjörum kvenna og réttindum en fyrir tíu árum,” segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þó að kvennaáratugurinn sé liöinn verðum við konur enn að halda vöku okkar — Samtök kvenna á vinnu- markaðnum hvetja konur til samstöðu og aö fara í vinnustöðvun á fimmtudag. -ÞG Hólmatindur seldi vel Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskiflrðl. Skuttogarinn Hólmatindur SU frá Eskifirði seldi í gærmorgun afla sinn i Bremerhaven. Var það 161,1 tonn af ís- fiski og fékkst fyrir hann 7.425.000 kr. Aflinn var að mestu leyti karfi og ufsi og reyndist meðalverð 46,08 kr. sem er afar gott verð. -JSS Límmiða prentun í litum Allar stærðir og gerðir. MERKI MIÐAR Einholti 2 S 19840 Húsavík: _ „EKKIFLAKAÐ FRA ÞVÍ ÉG FÓR í LAND” — Jóhann Gunnarsson, f yrrum trillukarl, tekinn tali íflökuninni Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: „Hvað segirðu? Ætlarðu að mynda mig með þetta? Og ég sem hef hvorki flakað né roðflett frá því ég fór í land ’69,” sagöi Jóhann Gunnarsson þar sem hann var í óða önn að verka ýsu í húsakynnum Fiskiðjusamlags Húsa- víkur. „Eg fékk að vera hér inni á árshátið- ardeginum,” sagði Jóhann þegar það voru aðeins örfáar stundir þangaö til árshátíð Fiskiðjusamlagsins hófst. FH er fyrirtækið kallað af heimamönnum. Jóhann er fyrrum tríllukall en hefur unnið hjá kaupfélaginu síðan 1969. Fiskiríið er þó enn fyrir hendi. Hann á hraðbát í félagi við bræður sína. Þeir eru sportveiðimenn, veiða á stöng. „Við höfum mest veitt utan við Lund- eyna, í Furuvíkinni. Þar fengum við Þafl þarf enga roflflattivól þar sam Jóhann Gunnarsson er. „Uss, þafl má sjá afl ág haf akki komifl nálœgt þessu eftir afl ág fór i land '69." sæmilegan þorsk um daginn, skiptum samt á honum og þessari ýsu sem ég er aðverkahéma. Annars hefur lítið verið hægt að komast á sjó í sumar. Þetta hefur verið lélegt sumar. Mjög svo. AUtaf leiðin- legt veður um helgar, einmitt þegar maður á frí,” sagði Jóhann og kímdi. VKRONIO0K. Rúmteppi — rúmfatnaður — sængur og koddar. GLÆSILEGT ÚRVAL HJÓNARÚMA Verslifl þar sem úrvalifl er mest og kjörin best. E Jl! ’AAAÓAA Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 L i a l q ls aa'ouí uLSGlJ ÍIQQOjií □ uijpgjml UHriUUUIiUIIÍIIIh Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.