Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985.
13
Kvennafrí 24. október
Ja, héma! Hugsaði ég með mér
þegar ég las greinina hennar Ingi-
bjargar Sólrúnar í blöðunum um 24.
október. Sú er aldeilis bjartsýn. A
síðustu stundu að fara að hvetja til
kvennaverkfalls þann 24. október.
Það er útí hött. En mikið væri það nú
gaman. Mikiö væri þaö nú nauðsyn-
legt.
Stelpur, muniö þið eftir því fyrir
u.þ.b. tveimur árum, hvað bullaði og
sauð í okkur reiöin yfir launamisrétti
kynjanna? I gangi var mikil umræða
um þá staðreynd að laun karla voru
50% hærri en laun kvenna. I f jölmiðl-
um birtust niðurstöður fjölda kann-
ana, sem aliar sýndu aö Launamis-
réttið var gífurlegt. Ýmis kvenna-
samtök Létu sig máliö varða og þann
vetur voru haldnir margir fundir og
margar ráöstefnur um þessi mál.
Samtök kvenna á vinnumarkaði voru
stofnuö. Konur vissu nú um óréttið
og margar voru sannfærðar um að
Kjallarinn
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
BORGARFULLTRÚI
KVENNAFRAMBOÐSINS
Mk „Væri þaö ekki bara stórkostlegt
w að sýna nú einu sinni að við konur
erum ekki þær aukapersónur sem laun
okkar segjatilum.”
þessi mál yrðu leiðrétt á örskömm-
um tíma. Greinilega alltof sann-
færðar. Umræða um launamál
kvenna hefur verið lítil í langan
tima, þrátt fyrir að ákaflega lítið
hafiáunnist.
Samkvæmt síðasta fréttabréfi
kjararannsóknarnefndar hefur
launaskrið karla verið mun meira en
kvenna og þeir sem hæst laun höfðu
fyrir hafa fengiö mesta hækkun á
einu ári. Þannig hafa skrifstofumenn
fengið 47,8% hækkun á meðan kven-
kyns skrifstofufólk hefur fengið
41,3% hækkun. Verkakonur, sem
fyrir bjuggu við lökust kjör, hafa á
sama tíma aðeins fengið 31,9%
hækkun, eöa minnst allra.
Er það annars nokkuð útí hött að
taka sér frí þann 24. október? Væri
það ekki bara stórkostlegt að sýna nú
einu sinni að við konur erum ekki
þær aukapersónur sem laun okkar
segja til um. Sýna það með því að
leggja niður vinnu hvort sem er inni
á heimilunum eða úti á vinnu-
markaðinum. Hittast og láta
hugmyndirnar fljúga, koma okkur
saman um vænlegar leiðir til þess aö
fá störf okkar endurmetin.
En hvernig förum við að á svona
stuttum tíma, ætli nokkrar verði
með? Við Kvennalistakonur erum
með keöju i gangi, sem er þannig að
hver kona hefur samband við a.m.k.
tvær konur, sem eru tilbúnar til þess
að ræða við a.m.k. aðrar tvær og
þannig koll af kolli. Slík keöja ætti
aö ná til allra íslenskra kvenna á
mjög skömmum tíma, sé hún ekki
slitin.
I Kvennahúsinu við Vallarstræti
verður opið hús frá kl. 9 um morgun-
„Umraafla um launamál kvonna hafur varifl lítil í langan tima þrátt fyrir afl ákaflaga litifl hafi áunnist."
inn og klukkan 14 skundum við allar
á útifundinn á Lækjartorgi, síðan er
tilvalið aö fara á sýninguna í Seðla-
bankahúsinu. Stelpur! Látum nú
undrið gerast, slitum ekki keöjuna,
gerum 24. október að kvennaf rídegi.
Bestu kveðjur
Guðrún Jónsdóttlr
starfskona Kvennalistans
Vandamál Bandalags jafnaðarmanna:
Stjómmál eða einkamál
Bandalag jafnaðarmanna var
stofnað til að gera kerfisbreytingar á
stjómkerfi okkar sem þegar er búið
að sanna veikleika sinn eins og eftir-
farandi dæmi sanna.
Efnahagslif okkar er sifellt á
niðurleið eins og fjárlög, gengi og
erlendar skuldir bera með sér.
Landbúnaður og sjávarútvegur
eru komnir í opinbert kvótakerfi og
eiga ekki afturkvæmt þaðan.
Iðnaöur á sífellt í vök að verjast
og nýsköpun þar er nær engin þótt
almennt sé talið aö þetta sé sú at-
vinnugrein, sem taka verður við
mannafla næstu árin.
Opinber leiðsögn i menntamálum
og heilbrigöiskerfinu er að bresta og
einkareksturinn þar mun koma illa
við hina efnaminni.
Kosningarétturinn er settur inn í
byggöastefnuna þó hann sé ótvirætt
siúlgreindur sem lýðræðislegur
réttur í stjómarskránni.
Erlendir samningar, eins og
varnarsáttmálinn, taka ekki mið af
íslenzkum lagasetmngum.
Bandalagsmenn
Bandalag jafnaöarmanna er opin
samtök og höfuðbaráttustefnan er
jafnrétti og bylting á stjómkerfi.
Hér eru margir flokkar sem kjós-
endur geta valið úr til að koma
aimennum málefnum í höfn á
Alþingi.
Þeir sem til að mynda eru á móti
bjór og með lambakjöti geta kosið
Framsókn.
Þeir sem vilja fleiri dagvistar-
heimili og minni stóriðju geta kosið
Kvennalistann.
Þeir sem vilja auka félagslega
þjónustu i opinbera geiranum og
reka herinn á brott geta snúiö sér til
Alþýðubandalagsins.
Þeir sem vilja sinna jafnaðar-
stefnu Norðurlanda velja auðvitað
Alþýðuflokkinn.
Þeir sem vilja herinn og hrátt
kjöt, virkjanir umfram getu og fjár-
hag, einkarekstur fyrir litla manninn
og zetuna geta eölilega snúið sér til
sjálfstæöismanna.
Landsnefnd BJ
Landsnefnd er skipuð 30 mönnum
og þingmönnum frá Bandalagi jafn-
aðarmanna.
Samkvæmt fréttum hafa tveir
þingmanna sagt sig úr nefndinni og
„Það er ástæðulaust að móðgast
þótt maður lendi í minnihluta í at-
kvæðagreiðslu því að það hljóta að
vera málefnin, sem borin eru fram,
sem skipta höfuðmáli en ekki hver
flyturþau.”
Kjallarinn
KOLBRÚNS.
INGÓLFSDÓTTIR
HÚSMÓÐIR,
annar lét svo um mælt aö nefndin
hefði brugðizt hlutverki sinu.
A jafnréttisgrundvelli hljóta að
vera 34 atkvæði til reiöu þegar kjósa
á um málefni og stefnur innan lands-
nefndar.
Það eru líka 34 manns sem geta
tekið til máls innan iandsnefndar og
barizt fyrir stefnumálum sínum.
Það er ástæðulaust aö móðgast
þótt maður lendi í minnihluta í at-
kvæðagreiðslu því að það hljóta að
vera málefnin, sem borin-eru fram,
sem skipta höfuðmáli, en ekki hver
flytur þau.
Barátta til sigurs kostar bæði svita
og tár og þeir sem ekki þola að tapa
né geta barizt til sigurs verða að taka
slíku af karlmennsku.
Frjálsræöi til að velja og hafna
flokkum i kosningum er allra.
Stefnumál flokka hljóta alltaf að
skipa fyrsta sætið þegar kjósendum
erboðiðtilkosninga.
Alkunnugt er að mörg
stefnumálin fara forgörðum þegar
farið er að semja um rikisstjómir.
Þeir þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna sem vilja fylgja
hinni gamalgrónu, úreltu stefnu í
íslenzkum stjómmálum eiga auösjá-
anlega mikið erindi til annarra
fiokka og vonandi verða þeir metnir
þar að verðleikum.
KolbrúnS. Ingólfsdóttir.