Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Page 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER1985.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Menntaskólann á Egilsstöðum vantar kennara í stærð-
fræði frá næstu áramótum. Hann þarf helst að geta tekið
að sér deildarstjórn í stærðfræði. Húsnæði er á staðnum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík, fyrir 15. nóvember. Menntamálaráðuneytið.
Styrkir til náms í Sambands-
lýðveldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum
stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa
islendingum til náms og rannsóknarstarfa í Sambands-
lýðveldinu Þýskalandiá námsárinu 1986—87:
1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu
hafa lokiða.m.k. tveggja ára háskólanámi.
2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið
1986. Umsækjendur skulu hafa lokið eins árs háskóla-
námi og hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og
rannsóknarstarfa um allt að fjögurra mánaða skeið.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 22. nóvember
nk. Sérstök umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið
17. október 1985.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á eigninni Melási 7, efri hæð, Garðakaupstað, þingl.
eign Kristínar Benediktsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 25.
október 1985 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Espilundi 1, Garðakaupstað, þingl. eign Ingibjarts Þorsteins-
sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri
föstudaginn 25. október 1985 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Reykjavegi 60, Mosfellshreppi, þingl. eign
Gunnars Lúövíks Björnssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 25.
október 1985 kl. 16.30.
Sýslumaöurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1985 á
eigninni Hraunholtsvegi 1, Garðakaupstaö, þingl. eign Guömundar H.
Péturssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði og Gjald-
heimtunnar I Garöakaupstað á eigninni sjálfri föstudaginn 25. október
1985 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn I Garðakaupstaö.
Neytendur Neytendur Neytendur
Hitaveita Mosfellshrepps:
BYLTING HJÁ HITAVEITUNNI
Frá og með næstu áramótum er
ráðgert að taka upp nýtt sölufyrir-
komulag á heitu vatni hjá Hitaveitu
Mosfellshrepps.
Núverandi sölufyrirkomulag er
þannig að inn á hvert húshitunar-
kerfi er stillt ákveðið vatnsmagn,
mælt í lítrum á mínútu. Þetta vatns-
magn miöast við að notandinn geti
haldið nægilegum hita í húsi sínu yfir
köldustu daga ársins. Á öðrum árs-
tímum er svo reiknað með að
einungis hluti þessa vatns sé nýttur.
Annað neysluvatn er siðan óhemlað.
Notandinn greiðir fast gjald fyrir
þetta magn á tveggja mánaða fresti
allt árið um kring, án tillits til breyt-
inga á notkun eftir árstímum.
Sölufyrirkomulagið
Með nýja sölufyrirkomulaginu er
gert ráð fyrir að allt heitt vatn, þá er
átt við bæði til upphitunar húsa og
annarra nota, verði selt eftir
rennslismælum sem mæla í rúm-
metrum (tonnum) það magn sem
notað er.
Af hverju nýtt
f yrirkomulag?
Samkvæmt núverandi sölufyrir-
komulagi er hlutfallslega lítill
munur á greiðslubyrði notenda þó
notkun þeirra sé afar mismunandi.
Nýja sölufyrirkomulagið breytir
þessu þannig aö nú munu notendur
greiða fyrir vatnið í beinu hlutfalli
við notkun.
Aðrir kostir nýja
fyrirkomulagsins
a. Notendur geta stjómað notkun
sinni og þar með útgjöldum vegna
heita vatnsins.
b. Notendur fylgjast náið meö
eigin notkun.
c. Hitaveitan getur hlíft dýrmæt-
um orkuforöa að sumarlagi, sem
fram að þessu hefur farið í súginn
svo hundruðum tonna skiptir, en nýt-
ist framvegis til aö standast álag á
köldum dögum.
d. Eykur frjálsræði notenda, til
dæmis til sundlauga, heitra potta,
gróðurhúsa, snjóbræðslu og fleira.
e. Hitastig vatnsins hækkar á
köldustu dögunum vegna aukins
rennslis.
IMeytendum að
kostnaðarlausu
Að sögn Bjarna Guðmundssonar,
skrifstofustjóra Mosfellshrepps, eru
allar framkvæmdir vegna kerfis-
breytingarinnar neytendum alger-
lega að kostnaðarlausu. „Hitaveitu-
gjöldin koma ekkert til með að
hækka, gjaldskráin verður áfram sú
sama og í Reykjavík,” sagði Bjarni.
Hann sagði ennfremur aö Mosfells-
hreppur hefði látið bjóða allar fram-
kvæmdir vegna breytingarinnar út
og vinnuflokkar á vegum þess verk-
taka er átti lægsta tilboðiö væru um
þetta leyti að byrja á breytingum í
húseignum í hreppnum. „Breytingin
felst í því að skrúfaður er í burtu
hluti af hemlagrind í heitavatnskerf-
inu og nýtt mælitæki sett í staöinn.
Hinn nýi mælir er þýskur að uppruna
og er hann keyptur í gegnum um-
boðsaðila hérlendis. ”
«c
Með nýja kerfinu er vonast til afl
notendur geti stjórnafl notkun
sinni og þar mefl útgjöldum
vegna hitaveitunnar.
Breytingar á Borgarspítala:
Færri sjúklingar á
hvem deildarstjóra
Breytingarnar hjé Borgarspítalanum hafa mælst vel fyrir hjá starfsfólkinu. Þarna má
sjá hjúkrunarf ræðingana bera saman bækur sinar i vaktherbergi.
Undanfarna mánuði
hafa staöið yfir miklar
breytingar á skurð- og
lyflíeknmgadeildum Borg-,
arspítalans. Miða breyt-
ingarnar að bættri vinnu-
aðstöðu fyrir hjúkrunar-
fólk en á því hefur verið
gífurlegur skortur eins og
kunnugt er.
Fram að þessu hafa
sjúkradeildimar verið
mjög stórar og einn deild-
arstjóri séð um hverja
deild með 32 sjúklingum.
Nú eru ekki nema 15
sjúklingar í umsjá hvers
deildarstjóra.
I Borgarspítalanum er
rúm fyrir 469 sjúklinga.
Þar af eru 69 á lyflækn-
ingadeild, 97 á skurðlækn-
ingadeild. 20 á gjörgæslu
og gæsludeild, 103 á
öldrunardeild, 91 á geð-
deild og 89 á hjúkrunar-
og endurhæfingardeild.
A.Bj.
Nú endurskapa vísindamenn
andlit löngu dáinna manna
aðeins eftir hauskúpunum.
Urval
10.
HEPTI
OKTOBER