Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Síða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd NORÐUR- LÖND STÖKK- PALLUR — til kjarnorkuárásar, segir TASS fréttastofan Tass, hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, sakar í gær Bandaríkin um að hafa ráðgert að nota Skandina- víu fyrir stökkbretti til kjarnorku- árásar á Sovétríkin og bandamenn þeirraí Varsjárbandalaginu. Fréttastofan segir að Moskvustjóm- in styðji hugmyndina um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd og segir mjög brýnt orðið að koma þeirri hugmynd í framkvæmd í ljósi uppsetningar kjarnaflauga NATO í Vestur-Evrópu. Segir Tass að Bandaríkjastjóm sé andvíg þessari hugmynd þar sem hún líti á Norðurlönd sem sitt hagsmuna- svæði. „Bandaríkin vilja verja Norður- lönd án þess að leita einu sinni sam- þykkis Norðurlandabúa fyrir því,” sagöi í skeyti fréttastofunnar. „Wash- ingtonstjóminni þykir Noröurlönd liggja þægilega vel við landamærum Sovétríkjanna og fleiri Varsjárbanda- lagsríkja.” Krasnya Zvezda, málgagn Rauða hersins, birti í síðustu viku óvenjulega árás á Danmörku. Sagöi blaðiö aö breyta ætti Danmörku í herstöð mikil- væga árásaráætlunum NATO. Þá daga var bandarískt herskip í heimsókn í Kaupmannahöfn. Crax/ reynir að bræða saman nýja stjóm 5 flokka Battino Craxi raynir enn að mynda stjórn ó Ítalíu. ríkismálum. Greinir þar nokkuö á við Francesco Cossiga forseti fól honum sósíalista Craxis. aö mynda nýja stjóm, að stjórnar- Craxi sagði sjálfur, eftir að kreppan gæti reynst torleyst. Bettino Craxi, leiðtogi ítalskra sósíalista, sýndi enn í gær hve furöu líf- seigur hann er í ítölskum stjómmálum þótt stjóm hans hafi splundrast í síð- ustu viku út af deilum um sjóræningj- ana sem rændu Achille Lauro. Hann hefur nú hafið viðræður við aðra flokka um myndun nýrrar ríkisstjómar. Mun Craxi hitta flokksformennina að máli í dag og þar á meðal forystu- menn lýðveldisflokksins sem sleit stjómarsamstarfinu í síðustu viku. Allir flokkarnir fimm, sem aðild áttu að síðustu ríkisstjóm, hafa lýst því yfir að þeir vilji gjaman taka upp stjómarsamstarf aftur og mynda 45. ríkisstjóm Italíu frá því í stríðslok. En lýðveldisflokkurinn vill fá í stjómarsáttmála tryggingar fyrir ákveðnum stefnubreytingum í utan- Tass segir að Bandarikjamenn muni nota Norðurlönd sem skot- pall fyrir eldflaugar sem þessa Pershing-2 til órósa gegn Sovót- rikjunum... Palme á SÞ-þinginu: „ Viröum alþjóðalög” Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, talaði á þingi Sameinuöu þjóð- anna í gær um „alvarleg brot” á sænskri landhelgi. Hann sagði ekki hverjir hefðu framið þessi brot en var augljóslega að tala um sovéska kaf- báta sem Svíar hafa grunaða um að flækjast um firði sína. Palme sagði að alþjóöalög bæri að virða því þau væru forsenda friðsam- legra samskipta þjóða. „Þegar landhelgi og sjálfstæði lítils lands er ekki virt verða íbúar ann- arra smálanda reiðir og óttaslegnir,” sagði Palme. Palme sagöi að ríki hefðu notað hug- takið um sjálfsvörn til að réttlæta alls Palme gagnrýndi stórþjóflir ó bófla bóga. . . . þar aru hins vegar til gagn- órósarflaugar svo sem þessi SS-23 og aflrar henni líkar. Sovótmenn segjast styflja hugmyndina um kjarnavopnalaus Norflurlönd. kyns hernaðaraðgerðir gegn öðrum ríkjum. „En staðreyndin er sú að þess- ar aðgeröir brjóta alþjóðalög og frið- helgi annarra ríkja,” sagði Palme. „I þeim tilvikum verðum við að bregðast við og mótmæla í þágu heims- friðar og alþjóðalaga. En einnig í þágu okkar. Það er einfaldlega spurning um að viðhalda vissum reglum sem eru til okkur öllum til hagsbóta.” Palme útskýrði ekki nánar hvort hann væri að tala um ástandið í Afgan- istan, Mið-Ameríku, við Persaflóa eða annars staöar KARL OG DIANA í SJÓNVARPI Karl Bretaprins og Diana kona hans töluðu opinskátt um einkalif sitt i breska sjónvarpinu um daginn. Diana sagðist vera orðinn þreytt á því að lesa sífellt fréttir um að hún væri orðin eitt- hvert harðstjómarkvendi á heimilinu. „Auðvitað verður maður sár,” sagði hún. „Maöur hugsar: Ö gvöð, ég vil ekki fara út til að vera við einhverja athöfn, enginn vill sjá mig, hjálp, skelfing!” Karl þurfti líka að verja sjálfan sig. Blöðin segja að hann sé allur kominn í svartagaldur. Hann neitaði því ekki en sagði bara að fólk þyrfti að hafa opið hugarfar gagnvart dulspeki. Flestum fannst þetta ágæt ný- breytni að sjá tilvonandi kóng og drottningu í sjónvarpi en öðrum var ekki skemmt. Einn þeirra spurði: „Hvar endar þetta?” og gaf til kynna að honum þætti liklegast að næst myndu áhorfendur fá að sjá Elísabetu drottningu sjálfa boröa komfleks í fréttatíma morgunsjónvarpsins. Peres og Hussein funduðu í París um Palestínumál Nokkmm dögum eftir að Israelar sprengdu upp höfuöstöðvar PLO í Tún- is hittust Shimon Peres og Hussein Jórdaníukonungur leynilega í París, að sögn tímaritsins Newsweek. Mennimir tveir ræddu um þær tvær kröfur Husseins að samningaviöræður verði í tengslum við alþjóðlegar stofn- anir einhvers konar og að Sovétmenn taki þátt í þeim. Tímaritið segir heimildarmenn sína mjög áreiðanlega. Genscher vill evrópskt svar Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, er ósam- mála Helmut Kohl kanslara um ágæti geimvarnaáætlana Bandaríkjamanna. Flokksmenn Kohls, kristilegir demókratar, eru eindregið fylgjandi því aö Þjóðverjar skrifi undir sáttmála viö Bandaríkin um að Þjóðverjar taki þátt í hönnun geimvarnakerfisins. En Genscher varaði við því að Þjóðverjar fæm einir Evrópuþjóða út í slíkt. „Hingað til hefur ekkert ríki valið að gera slíkan sáttmála en nokkur hafa ákveðið að gera hann ekki,” segir Genscher. „Við megum ekki einangra okkur frá öðrum Evrópuríkjum. Hér þarf evrópskt svar.” Umsjón: Þórir Guðmundsson og Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.