Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985. u | Menning Menning Menning Menning Kórréttar húmoreskur Myndverk Árna Páls í Salnum I mjög grófum dráttum má segja að myndlist tuttugustu aldar snúist kringum tvo andstæða póla. Annars vegar er fr jálsleg, expressjónísk list, sem nefnd hefur veriö hin „sanna tjáning sjálfsins”. I henni leitast myndlistarmenn við að vera trúir eigin kenndum og skynjunum, í von um að áhorfandinn finni í verkunum einhvern enduróm eigin tilfinninga. Hins vegar er reglubundin, form- föst myndlist, þar sem listamaður- inn reynir að losa sig úr viðjum sjálfsins og færa tjáninguna í æðra veldi. Til þess arna beitir hann gjarnan klassískri formgerð, skarpt afmörkuðum láréttum og lóðréttum áherslum, og frumlitum eöa þá að hann forðast liti. Myndlist af þessu sauðahúsi hefur gengið undir ýmsum nöfnum, eftir því hver markmið listamanna hafa verið: konstrúkti'- ismi, De Stijl, geómetrísk afstrakt- list, mínímalismi (smáræðisstefna?). Óþörf myndlist Þessum stefnum hefur gjarnan fylgt viðamikil hugmyndafræði, þar sem formfesta í myndlist og þjóðfé- laginu hefur verið lögð að jöfnu. Að baki De Stijl stefnu þeirra Mondri- aans og Theos van Doesburg var löngun til aö færa þjóðfélagið til nýrri og betri vegar. Haft var eftir Mondriaan að um leið og þjóðfélags- myndin færi að draga dám af mynd- um þeirra „Stílista” færi myndlistin að ganga úr sér. Á endanum yrði hún óþörf. Ymsir forvígismenn hinnar form- föstu myndlistar hafa því verið vændir um gerræðislegan þanka- gang, jafnvel einhvers konar forsjár- fasisma. Aörir áhangendur hennar, sem hafa skýlt sér bak við fagur- fræðina eina, hafa verið flokkaðir sem filabeinsturnbúar. Enginn vafi er heldur á því að al- menningur á erfiðara með að melta þessa tegund myndlistar heldur en expressjónismann, eins og glöggt kom fram hér á landi er geómetríska afstraktlistin var upp á sitt besta. Fífldirfska Það þarf töluverðan kjark eða fífl- dirfsku til að ganga þvert á flóð- bylgju nýstefnunnar í málverkinu, þar sem sjáifið gengur laust. Þetta er einmitt það sem Arni Páll fjöllistamaður hefur gert á sýningu þeirri sem nú stendur yfir í Salnum við Vesturgötu. Þar ríkir meinlæta- stefna, málverk nauðaeinfaldra forma og samsetningar úr bókstöf- um, greyptar í máim eins og bílnúm- er. Þar sem Ámi Páll var fyrir tveim- ur árum talsmaður myndiistar af allt öðru tagi og er auk þess æringi aö upplagi, er e.t.v. freistandi aö iita á þessa stefnubreytingu hans sem „flipp” eða ögrun. En listamaðurinn er sannfærandi, bæði í tali og verk- um. Þessi verk eru andóf gegn „nýja málverkinu”, segir hann, og stjóm- ast af löngun eftir heillegri og stabilli myndlist. En þótt þessi verk Árna Páls sýnist í fyrstu ansi ströng og kórrétt, eru þau ekki öll þar sem þau eru séð. Myndljóð á bílnúmerum Hinar beinu línur eru í raun örlitiö Árai Páll og HE. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson bognar, 90 gráðu homin eru e.t.v. 88 gráður eða kannski 93 gráður, mið- biksform eru ekki nákvæmlega á miðjunni o.s.frv. Þessi frávik ÖU flokkar Ámi Páll undir húmor, segist ekki geta af borið húmorlausa myndlist. Ef grannt er skoðað eru hinir stóm myndfletir hans heldur ekki marflatir og frá- hrindandi, heldur uppfuUir með mal- erísk effekt Myndljóð Áma Páls í formi bíl- númera em tæplega eins sterk myndlist. Að vísu er hugmyndin sniðug, eins og listamannsins er von og visa, en er þó að stofni sótt í smiöju konkretista. Eins og margir aðrir, gerir Ámi PáU tilraun tU að aöskilja myndgildi og merkingu bók- stafa, en hefur ekki erindi sem erfiði, — sem stafar að hluta af því að við erum vön að lesa á bílnúmer. Þeir stafir, sem listamaðurinn stækkar upp úr öUu valdi eða afbakar, missa hins vegar part af „læsileika” sínum og verða að formum. Sem sagt, djörf og athyglisverð tU- raunhjáÁ.P. Leikhópur Mána íNesjum æfir: Krístnihald undir Jökli Frá JúUu Imsland, fréttaritara DV á Höfn: Leikhópur Mána í Nesjum hefur undanfarið æft leikrit Halldórs Lax- ness, Kristnihald undir Jökli. Frum- sýning verður um næstu helgi. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Leikendur eru 16 talsins og með helstu hlutverk fara: Hreinn Eiríks- son, Halldór T. Einarsson, Bima Rafnkelsdóttir, Rafn Eiríksson, Þóra Sigurðardóttir og Einar Jóns- son. Þegar fréttaritari DV leit inn hjá leikhópnum fyrir skömmu stóðu æfingar yfir. Leikararnir voru á einu máU um að gaman væri að æfa þetta verk og Jón Prímus (Hreinn Eiríks- son) sló á létta strengi, glotti og bauð fólki harðfisk. Þarna ríkti svo sannarlega leik- gleði og gott skap hjá leikendum, leikstjóra og aðstoðarfólki og voru alUr ákveðnir í því að veita leikhús- gestum Mána ánægjulega kvöld- stund. Leikhópurinn gaf sér rétt tfma til afl leyfa eina myndatöku. DV-mynd Ragnar Imsland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.