Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985. Frjálst.óháð dagblað U-,§*Tuf4l«j: FRJALSFJÖLMIÐUUNHF. StjófnirfomrMiðurogútgáfustjöri: SVEINN R.EYJOLFSSON Ffamkv»mdastjóri og útQáfustjórij KÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM . Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON Fráttastjórar: JpNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON ' Auglýsingastjárar: PALLSTEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SfÐUMÚLA12-14,SlMI686611 AuglýsingarSlÐUMÚLA33,SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingar og skrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022 Slmi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.my nda- oa plötugerð: HILMIR HF., SIÐUMÚLA12 Prentun: ARVAKUR H F. - Askriftarverð á mánuöi 400 kr. Verö I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblaö 45 kr. Norrænar refsingar Norræna viðskiptabannið á Suður-Afríku er okkur þægilegt í framkvæmd. Við seljum sama sem ekkert þangað og allra sízt tölvubúnað, sem er helzta bannvar- an. Við kaupum þaöan lítils háttar af appelsínum, sem eru ekki nógu virðulegar til að komast á bannlistann. Okkur er ekki að skapi stjómarfar Búa í Suður-Afríku. Ríkisstjóm þeirra sigar lögreglunni á svarta borgara landsins og hemum á nágrannaríkin. Ríkisstjórn Suður- Afríku er raunar skólabókardæmi um hryðjuverkastjóm, sem viö hljótum hjartanlega að fyrirlíta. Or því að við erum farin að skrifa undir svarta lista yfir listamenn og tölvubúnað, er orðið tímabært að taka upp flokkun á erlendum ríkisstjómum í hreinar og óhreinar. Engin sérstök ástæða er til að einblína á Suður-Afríku. Stjómarfarið þar er bara þetta venjulega. Við kaupum olíu og bíla af Sovétríkjunum og seljum þangað fiskafurðir á borö við saltsíld. Sölumenn okkar og ráðuneytisstjóri viðskiptamála hafa verið staðnir að því að væla út óbeinan stuöning við skoðun ríkisstjómar Sovétríkjanna á því, hvemig hún megi brjóta Helsinki- samkomulagið. Ríkisstjóm Sovétríkjanna stundar hryðjuverk á borgurum landsins. Hún lokar þá inni á geðveikrahælum og gefur þeim inn eitur. Hún sendir þá í útlegð, þar sem ekkert fréttist af þeim. Hún neitar þeim um læknishjálp. Og hún gefur þeim ekki leyfi til að flyt jast úr landi. 1 hryðjuverkum innanlands er ríkisstjóm Sovétríkj- anna mjög svo sambærileg við ríkisstjóm Suður-Afríku. Hins vegar er hin fyrmefnda miklum mun afkastameiri í ofbeldi gagnvart nágrannaríkjunum. Styrjöldin í Afganistan er hræðilegri en önnur hryðjuverk nútímans. Þegar við tökum upp norrænt viðskiptabann á lista- menn og tölvur gagnvart Suður-Afríku, er tímabært að gera það einnig gagnvart Sovétríkjunum og hverju ein- asta leppríki þeirra. Við verðum að hafa samræmi í tilraunum okkar til að hafa vit fyrir erlendum ríkisstjórn- um. Og það eru fleiri ríkisstjómir en Suður-Afríku og Sovétríkjanna, sem víkja af hinum þrönga vegi dyggð- anna. Þær eru raunar rúmlega hundrað í heiminum, er stunda hryðjuverk, sem eru svipuð eða verri en hin suður- afrísku. Þar á meðal eru nærri allar stjómir svörtu Afríku. Ef við ætlum aö vera sjálfum okkur samkvæm, þurfum við að setja rúmlega hundrað ríkisstjómir í viðskipta- bann. Við þurfum að búa til svarta lista yfir tölvubúnað og listamenn, sem fara þangað. Við eigum á hættu að óhreinka okkur af fleiru en Suður-Afríku og Sovétríkjun- um. 1 rúmlega hundrað löndum jarðar sitja ríkisstjómir, sem hafa ekkert umboð frá borgurunum. Þær fangelsa menn án vestrænna laga, misþyrma þeim og drepa þá. Þær stunda hryðjuverk gegn erlendum ríkjum. Meira að segja stjóm Bandaríkjanna stundar hið síðamefnda. Hryðjuverk stjómar Bandaríkjanna í Nicaragua gætu hæglega komið henni á hinn svarta lista okkar yfir tölvu- búnað og listamenn. Við gætum að minnsta kosti meinað Bandaríkjamönnum aö kaupa af okkur afurðir hvala. Það væri álíka hagkvæmt og norræna viðskiptabannið. Mikilvægast væri þó að nota norræna viðskiptabannið á Suður-Afríku til að skoða hug okkar um stöðu okkar sem aftaníossa norræns samstarfs. Við þurfum að spyrja okkur, hvort við séum skyldug til að éta allt upp eftir hjartahreinum frændþjóöum á hjara veraldar. Jónas Kristjánsson. Köstum ellibelgjunum Það er plagsiður löðurmannlegra kjaítaska á borð við Helga Seljan að belgja sig upp úti á torgum af góðfýsi í garð hinna gömlu. Helgi Seljan Uet- ur sem hann megi ekkert aumt sjá, talar og skrifar þindarlaust um hve grátt þeir séu leiknir, ellibelgir Is lands, og sjálfsögð réttindi þeirrf tröðkuð undir fótum, en tvennt er ní við þetta raus hans að athuga. I fyrsta lagi hafa fáir núlifand menn á Islandi unnið lifskjörun gamals fólks meira tjón en einmit þessi sami Helgi Seljan — það gerð hann ásamt hyski sínu, þá er ham tendraði vinstra verðbólgubálið senr, nú hefur logað um nærri fjórtán ára skeiö, og ótaldir eru þeir milljarðar króna sem grandalaust fólk úti um land aUt hafði lagt inn i banka og hugöist njóta á hinu rósrauöa ævi- kvöldi, en fuðruöu upp og uröu að engu í verðbólgubálinu. Gamlir menn og snauöir ættu því BALDUR HERMANNSSON BLAÐAMAÐUR Kjallarinn a ”...ogþarviðbætistaðÞorsteinn ^ Pálsson virðist hafa alltof ríka hneigingu í þá átt að draga dám af elli- belgjunum, semja sig að siðum þeirra og tala þeirra tungu.” skelegga baráttu, nýja stjómarhætti íanda nútímans. Fyrstu svikin voru þau að ganga til fylgilags við þann illa flokk sem í reynd er höfuðvigi afgamalla og úr- eltra viðhorfa. önnur svikin, og þau verri, voru að brjóta á bak aftur hina yngri menn í þingflokknum, bægja þeim frá ábyrgð ráðherraembætt- anna og því valdi sem veitt hefði ttíúfæri til nauðsynlegrar nýsköpun- ar. Enginn ráðherra Sjálfstæðis- flokksins var undir fimmtugu og hafði þó á að skipa jafnvalinkunnum drengjum og Friðrik Sophussyni, Ellert Schram, Birgi Isleifi, Þor- steini Pálssyni og Olafi G. Einars- syni. Af tíu ráðherrum stjómarinnar vom níu komnir yfir fimmtugt, og þessi eini sem ekki er orðinn hrumur er Halldór Ásgrímsson, sem er eigin- lega ekki aö marka því að framsókn- armenn eru nefnilega fæddir gamlir eins og allir vita. Ríkisstjórn ellibelgjanna Ríkisstjóminni hefur ekki mistek- ist vegna þess að ráðherrarnir séu í sjálfu sér vondir menn og vanhæfir, heldur vegna þess að þeir eru of gamlir. Þeir uxu úr grasi við allt aðr- ar aðstæður en nú ríkja. Hugarfar þeirra var í fyrndinni tamið við önn- „Þeir uxu úr grasi vifl allt aflrar aflstœflur en nú ríkja. Hugarfar þairra var í fyrndinni tamifl vifl allt önnur skilyrfli, úrelta lifshœtti, aflóga menningu." að minnast Helga Seljan sérstaklega í bænum sínum því margt hefur gaurinn sá á samviskunni, þótt hann tali nú eins og sá sem fundið hefur upp mannást og kristilegt hugarþel í fyrsta skipti. I ööra lagi er þess að geta aö þeir sem nú eru gamlir settu á sínum blómatíma þær reglur sem enn eru í gildi um kjör gamalla — þetta voru þau kjör sem þeim fannst nógu góð handa öðrum, og geta því engum frekar um kennt en sjálfum sér ef þeir eru gramir núna. Burt frá fslandi Nú skal ég ekkert um það segja hvort ellibelgir Islands eru upp til hópa verr settir en annað fólk í land- inu. Reyndar hefur mér yfirleitt sýnst hinir gömlu allvel bjargálna og margir miklu betur settir en það unga fólk sem nú er aö staulast út í lífsbaráttuna með hetjudáðir Helga Seljan á herðunum, stórhrikalegan skuldabagga og vonlausa framtíð. Vísindalegar kannanir hafa af- hjúpað þá staðreynd, að ungt fólk á Islandi þráir nú oröið fátt meir en að komast burt — burt úr þessu volaða landi. Það eina sem aftrar þessu unga fólki frá að fara í snatri er visst bjargarleysi erlendis, vegna ókunn- ugleika og þeirra f jötra sem íslensk tunga leggur á það — ef enska væri töluð til jafns við íslensku myndi unga kynslóöin flykkjast burt í tug- þúsundatali og eftir sæti Helgi Seljan einn með ellibelgi sína og þá sem sakir vanvisku geta ekki numið út- lendar tungur. Fátæktargröfin En hvers vegna í ósköpunum vill ungt fólk fyrir hvern mun komast burt frá Islandi, burt frá þessu far- sælda Fróni sem okkur var fyrirskip- að í bernsku að elska og virða? Það er vegna þess að unga fólkið veit og skilur að ellibelgir Islands, þeir sem ráðið hafa landinu, eru bún- ir að steypa okkur í þá gröf fátæktar og vonleysis sem óvíst er að þjóðin komist nokkurntíma upp úr. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í þessa ríkisst jóm steindrap hann með einu höggi þær vonir sem hann hafði sjálfur kveikt í þúsund brjóstum. 011 kosningabaráttan fól í sér yndislegt fyrirheit um bjarta framtíð, ur skilyrði, úrelta lifshætti, aflóga menningu. Meðalaldur þeirra er um sextugt, en sextugur stjórnmála- maður á Islandi jafngildir 120 ára gömlum segg i öðrum löndum. Þaö kemur til af því, hve seint og illa þjóðin fór að temja sér þessháttar dagfarsmenningu, viðhorf og lífs- hætti sem fyrir löngu era orðin gróin í öðrum vestrænum ríkjum. Kannski heföum viö náð að rétta svolítið úr kútnum ef yngri mennim- ir hefðu ekki verið hlunnfarnir. Það er að vísu búiö að yngja upp á einum stól, en sú ynging nær alltof skammt, kemur alltof seint og þar við bætist að Þorsteinn Pálsson virðist hafa alltof ríka hneigingu í þá átt að draga dám af ellibelgjunum, semja sig að siðum þeirra og tala þeirra tungu. Eini þingflokkurínn sem höfðar til hinnar vel menntuðu nútímakynslóð- ar, hugsar eins og hún og talar eins og hún, það er hinn tveggja manna þingflokkur Guðmundar Einarsson- ar og Stefáns Benediktssonar. En meðan þeir húka beygðir í bælum húskarlanna, hreykja ellibelgir sér í hásætinu, stjóma með höppum og glöppum og vita ekki aö þeirra tími er liðinn. Baldur Hermannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.