Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985. Spurningin Hvernig líst þór á nýja ís- lenska gamanleikritið sem byrjað er að sýna á laugar- dögum? Sigrún Sigurðardóttir: Mér finnst þaö alveg frábært, þaö er greinilegt aö þaö má gera miklu meira af íslenskum þáttum. Margrét tvarsdóttir: Þetta var virki- lega skemmtilegur þáttur. Það er vonandi aö þaö veröi haldiö áfram aö gera íslenska þætti því þá vantar i dag- skrána. Oddur Guömundsson: Alveg frábært. Þaö er einmitt svona leikrit sem þarf að gera en ekki eins og leikritin sem vorugerðáður. Valka Jónsdóttir: Mér fannst þaö reglulega gott, þaö var virkilega fynd- iö aö sjá karlmenn i þessu hlutverki. Svanberg Svansson: Þetta var ágætt þótt þaö væri ofleikið á köflum. Asgeir Áraason: Þetta var bara nokkuö gott og það er greinilegt að það veröur aö halda áfram meö islenska þáttagerö. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Óréttlæti og svik eni lögboðin á íslandi 5818-9588 skrifar: Þaö eru stór orö í fyrirsögninni en eru þau sönn? Þaö er gott og blessað aö undirskrift hvers manns skuli tekin sem gulls igildi. Hvað skeður ef einhver vill gerast drengur góður, á t.d. konu sem var gift öðrum, giftist henni og tekur um leiö að sér tvö börn hennar sem sín eigin? Hann eignast síðan önnur tvö böm þannig aö bömin eru orðin fjögur í f jölskyldunni. Nú kemur þaö dæmi upp að konan spyr blíðlega hvort ekki sé í lagi aö gera erföaskrá þess efnis aö öll bömin veröi jafn- rétthá. Hverju svara flestir meö ein- hverja drenglund? Jú, alveg sjálf- sagt, elskan. Hvaö skeður nú? Konan labbar sig til lögmanns, lætur gera erföaskrá. Maöurinn kemur nokkrum dögum síðar meö konunni til lögmannsins og ritar undir sinn dauöadóm. Þvi þá dauðadóm? Jú, ég gerði það sama og margir aörir, skrifaði undir þegjandi og hljóöalaust, las ekki... Þetta skeöur á hverjum degi. Eg ætti aö þekkja þaö, afgreiöslumaður í verslunum í mörg ár. Nú kemur betur aö skjalinu. Jú, þaö kom í ljós ári síðar að í skjalinu fólst dauöadómur. .. Var skjaliö ekki erföaskrá? Nei, kaupmáli var þaö, heillin. Nú getur maöur hugsaö sér aö við búum í lýðræðisríki, á Is- landi hinu góöa, ekkert mál sé að biöja konuna um aö leiörétta þetta. Ég vil það ekki, segir hún. Hvaö geri ég þá, hóta skilnaöi og aö fara meö málið í réttlátan dóm? En hvaö segja þeir hjá fógeta? Jú, undirskriftin er gull sem glóir. „Það er áreiðanlegt að þú gafst viljandi konu þinni hús þitt og allt þitt. Þú geröir viljandi sjálfan þig gjaldþrota af því aö þig langaöi ekki lengur aö standa á eigin fótum.” Hvers vegna er ég þá að óska eftir leiöréttingu? Getur fólk á Islandi gengið um stelandi eigum annarra? Já, ef þú getur ekki sannaö aö viö- komandi haf i stoliö þá er þaö hægt. Þá er þaö Hæstiréttur, hann er þó arfleifö frá hinu forna Alþingi á Þingvöllum. Þar fæ ég áreiðanlega rétt minn, eöa hvaö? Margra ára barátta og biö fyrir Hæstarétti og svariö? Jú, þaö er undirskriftin sem gildir. Eg ætti ailavega að geta fengiö umráð yfir börnum minum tveim, það eru þó jafnréttislög í gildi á Is- landi. Svariö: Konan á aö hafa böm- in af tveim ástæðum. I fyrsta lagi er betra fyrir börnin aö vera hjá eldri systkinum og í öðru lagi býr hún í betra húsnæði en þú. Ha, ha, þessi var góöur, i húsinu minu sem ég byggöi. Eg fór aö kanna jafnrétti á Islandi. Viö skilnað fær konan börnin í 90% tilfella þrátt fyrir jafnréttislög. Þessi 10%, hvernig fara karlmenn þar að? Jú, þeir fá sitt barn ef konan er samþykk eöa ef þeir geta sannaö að konan sé óhæf. Á Islandi eru ekki i gildi jafnréttis- lög heldur þaö sem mætti kalla Maríulög. Því á Islandi eru böm aö því er virðist eingetin sem foröum var sagt frá í fomri bók. Því fullyrði ég sem áöur aö á Islandi eru svik og óréttlæti lögboðin í flestöllum stofnunum landsins. Við þessar aöstæöur gerist annaö tveggja, menn gefast upp eöa menn halda áfram aö berjast fyrir rétti sínum. Því svo elska ég land mitt og þjóö, böm mín og arfleifð. „REISUM TÓN- USTARHÚS FYRIR ALLA” Á Árbœjarsafni er merkilegum menningarverflmœtum viflhaldið. Brófrit- ara finnst ekki nóg gert til afl aðstofla þafl fólk, sem þarna starfar, við afl gegna hlutverki sinu. Árbæjarsafn: Vantar nauðsynlega Ijósrítunarvél Árni Jónasson skrifar: Eg ætti nú kannski frekar aö skrifa til Daviðs en DV, en mér finnst bara aö fleiri en mér komi þetta við og þurfi að vitaþetta. Nú þegar Skuggahverfi á að fara aö umbreytast (Skúlagötusvæöiö marg- umtalaða) og ekki viröist hlustað á eöa talaö við íbúa svæöisins kemur dálitiö skrítiö í ljós. Eg er ekki á móti breytingum (breytinganna vegna) en mig langar að vita hvar rætur mínar liggja. Ég er barnfæddur í Skuggahverfinu og hef átt þar heima alla mína tið. Langar mig nú að vita hvaö allir þessir gömlu bæir hétu, allflestir eru horfnir enda ekki margir sem voru meira en moldarkofar, en allir hétu einhverju nafni. Enginn var svo fátækur að hann gæti ekki gefið bænum sínum nafn, jafnvel eftir sjálfum sér ef annað var ekki fyrir hendi. Árbæjarsafn er með einhverjar heil- legustu heimildir, sem ég hef rekist á, um bæjamöfnin í gömlu Reykjavík og starfsfólkið þar er eins elskulegt og hjálplegt og hægt er aö hugsa sér. En svo illa er aö þessu fólki búiö að þaö sem búiö er aö vinna — og ef maður vildi bæta einhverju viö eða nota upplýsingar þess — er ekki aðgengi- legt vegna þess aö ekki er til ljósritun- arvél á þessum bæ. Maöur getur ekki fengið keypt eða gefið afrit af vinnu þessa fólks. Þetta er svo mikili nánasarháttur aö það liggur viö aö ég skammist min fyrir aö hafa greitt skatt í borgarsjóö (þessa botnlausu hít) í um 45—50 ár. Nú er Arbæjarsafn og slíkar stofnan- ir aö bjarga arfleifö okkar frá gleymsku. Hvar er til dæmis til heilleg bæjarnafnaskrá frá því um aldamótin, sem segir til um hvað hefur verið byggt þar síðan? Nú er spurningin hvort Reykjavíkurborg er þess ekki umkomin að sjá af verkfærum fyrir slíkar stofnanir. Sé hún það ekki á hún ekki aö setja þær upp. Þaö er til skammar fyrir borgarstjóra og borgarstjóm, sem kalla sig Reykvík- inga, aö standa svona að verki. Davíð borgarstjóri, hristu af þér sleniö og faröu aö gera eitthvað. Þú hefur meirihluta aö baki þér í borgar- stjóm, þú hefur valdið. Gerðu nú eitt- hvaö fyrir litla manninn í Reykjavík en ekki eingöngu fjármálamennina sem er alláberandi. Þú heldur ekki at- kvæðum meðþví. Láttu eina ljósritunarvél fara til Árbæjarsafns sem fyrst. Sú stofnun á þaö skiliö. Konráö Friðf innsson skrifar: Nú reisum við tónlistarhús. Eitt- hvaö í þá veruna stóð á happdrættis- miða er ég fékk heimsendan um dag- inn. Og það hafa væntanlega fleiri fengið. Mér leist vel á máliö og ákvaö að styrkja þaö. Eg kaupi miöa þann til að koma þaki yfir popptónlistina því henni vil ég fyrst og fremst lyfta á hærra plan og þar meö menningu okkar. En þá vöknuðu spurningar. Fá allir tónlistarmenn þar aögang? Eöa verður þetta hús eingöngu fyrir sinfón- íur og þeirra snobbhlustendur? Popp- tónlistin sem listgrein hefur veriö hálf- gerð homreka á Islandi og gjarnan flokkuö sem eitthvaö óæðra. Þetta finnst mér ekki vera sanngjarnt því i popptónlistinni eigum viö heilmikiö af öra Jónsson, Bolungarvík, hringdi: „Mig langar aö gera athugasemd viö þjónustu verslunarinnar Utilíf í Glæsi- bæ. Eg hef lengi haft áhuga á því að kaupa þar Millet dúnúlpur. Og af þvi að ég bý úti á landi vildi ég reyna aö fá aö panta úlpurnar og fá þær sendar en ég ætlaöi aö kaupa tvö stykki. En þaö reyndist ávallt ómögulegt að fá aö panta úlpur áöur en þær kæmu í verslunina, ég yröi aö bíöa þangað til þær kæmu. Síðan eru úlpurnar auglýstar mánudagskvöldiö 14. okt. og á aö selja þær daginn eftir. En þegar ég ætla aö hringja á þriðjudaginn er gjörsamlega ómögulegt aö ná sam- bandi við verslunina, jafnvel ekki þó ég bæði landssímann aö ná sambandi. Virtist síminn í versluninni vera lokaður. Verö ég aö segja aö mér finnst léleg þjónusta aö ekki skuli vera hægt aö panta út á land. Er verslunin kannski mjög færu fólki sem fætt hefur af sér margar gullfallegar melódiur sem lifa okkur — og þaö þó það hafi ekki styrki eins og Sinfóniuhljómsveit Islands og njóti ekki sömu aöstööu og hún.Eg vil afnema styrki sem hljómsveitin fær og reyndar alla aöra styrki varðandi listamenn þó þaö sé göfugt aö geta starfaö viö áhugamál sín. En fyrir alla muni, reisum húsiö og spilum þar alla mögulega og ómögulega tónlist því engin er óæöri annarri svo framarlega sem einhver vill hlusta. Eg hef reyndar aldrei fyllilega skiliö hugtakið menning. Er það t.d. menn- ing aö hafa list í landinu sem enginn skilur og fáir kæra sig um? Teljast menn til listamanna þegar skrifað er á þann hátt aö enginn botnar í því? Eg er þá kannski listamaður? bara fyrir Reykvíkinga? Mig langar að fá að koma fyrirspum á framfæri til verslunarinnar um hvaöa möguleika fólk úti á landi hefur til að eignast þessar úlpur? I Útilifi fengust þau svör aö ekki væri hægt aö taka við pöntunum fyrr en vörurnar væru komnar. Þaö væri einfaldlega ekki hægt að taka frá fyrir fólk því þetta væru svo vinsælar úlpur. Þann morgun höföu veriö teknar upp 600 úlpur sem höfðu veriö búnar strai um kl. 10 um morguninn. I ágúst voru þessar úlpur til og þá var reynt aö taka frá pantanir fyrir fólk utan af landi en fram kom megn óánægja hjá fólki á höfuöborgarsvæö- inu. Utilifsmenn segja þvi erfitt aö gera öllum til hæfis í þessu máli, vandamáliö sé aö verslunin fái ekki nóg af úlpum frá framleiðanda til að geta fullnægt eftirspurn, þó væri von á sendingu aftur í vetur. Saga aif úlpum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.