Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Qupperneq 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER1985.
31
r
Þriðjudagur
22. október
Sjónvarp
19.00 Ævintýri Olivers bangsa. Ní-
undi þáttur. Franskur brúöu- og
teiknimyndaflokkur í þrettán þátt-
um um víðförlan bangsa og vini
hans. Þýöandi: Guðni Kolbeins-
son, lesari meö honum: Bergdís
BjörtGuðnadóttir.
19.25 Aftanstund. Endursýndur þátt-
urinnfrálá. október.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Tenging hringvegarins. Heim-
ildarmynd um síðasta áfanga
hringvegarins um landið, vega- og
brúarsmíði á Skeiðarársandi og
opnun vegarins þjóðhátíðarsum-
arið 1974. Framleiðandi Kvik s/f
fyrir Vegagerð ríkisins.
21.10 Vargur í véum. (Shroud for a
Nightingale). Þriðjiþáttur. Bresk-
ur sakamálamyndaflokkur i fimm
þáttum gerður eftir sögu P.D.
James. Aðalhlutverk: Roy Marsd-
en, Joss Ackland og Sheila Allen.
Adam Dalgliesh lögreglumaður
rannsakar morð sem framin eru á
sjúkrahúsi einu og hjúkrunar-
skóla. Þýðandi: Kristrún Þórðar-
dóttir.
22.00 Lifsbjörg til Súdan. Bresk
fréttamynd. 13. júlí í sumar stóöu
samtökin „Live Aid” fyrir hljóm-
leikum gegn hungri vestanhafs og
austan sem sjónvarpað var víða
um heim m.a. að hluta hér á landi.
I myndinni er f jallað um fyrirhug-
að hjálparstarf „Live Aid” í Súdan
en þar hafa aðrar liknarstofnanir
mætt miklum erfiðleikum viö að
koma sveltandi fólki til bjargar.
22.45 Fréttirídagskrárlok.
Útvarp rás I
14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir
skref” eftir Gerdu Antti. Guðrún
Þórarinsdóttir þýddi. Margrét
Helga Jóhannsdóttir byrjar lestur-
inn.
14.30 Miðdegistónleikar.
15.15 Barið að dyrum. Umsjón: Inga
Rósa Þórðardóttir.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér. — Edvard
Fredriksen. (Frá Akureyri).
17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi:
Kristín Helgadóttir.
17.40 Tónleikar.
17.50 Síðdegisútvarp. — Sverrir
Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
19.50 Úr heimi þjóðsagnanna. —
20.20 Skammtur af óvissu, þættir úr
sögu skammtakenningarinnar.
Sverrir Olafsson eölisfræðingur
flytur erindi.
20.50 Frumsamin ljóð. Sveinn Ein-
arsson les úr óprentuöum ljóðum
sínum.
21.05 tslensk tónlist.
21.30 Útvarpssagan: „Saga Borgar-
ættarinnar” eftir Gunnar Gunn-
arsson. Helga Þ. Stephensen les.
(7).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins.
22.25 Frá tslendingum vestanhafs.
Gunnlaugur Olafsson og Kristjana
Gunnarsdóttir ræða við Edda
Gislason, bónda i Laufási,
Manitoba.
23.05 Kvöldstund í dúr og moll. Þátt-
ur í umsjá Knúts R. Magnússonar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Útvarp rás II
14.00—16.00 Blöndun á staðnum.
Stjórnandi: Sigurður Þór Salvars-
son.
16.00-17.00 Frístund. Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
17.00—18.00 Sögur af sviðinu. Stjóm-
andi: Þorsteinn Gunnarsson.
Þriggja mínútna fréttir sagöar
klukkan 11.00,15.00,16.00 og 17.00.
Útvarp
Sjónvarp
Útvarpið, rás 1:
„SKREF
FYRIR
SKREF”
— ný eftirmiðdagssaga
I dag byrjar Margrét Helga Jó-
hannsdóttir lestur nýrrar síðdegissögu
í útvarpið, rás 1. Ber hún nafnið Skref
fyrir skref og er eftir sænsku skáldkon-
una Gerdu Antti. Er þetta fyrsta skáld-
saga hennar. Sagan kom út í Svíþjóð
árið 1980 og varð strax mjög vinsæl
þar.
Sagan fjallar um miðaldra konu sem
missir mann sinn og lítur til baka yfir
líf sitt og hjónaband. Framhald af
þessari sögu kom út árið 1982 og var
einnig mjög vel tekiö.
Guðrún Þórarinsdóttir þýddi sög-
una. Guðrún stundar nám i sænsku við
Háskólann hér og er þessi þýðing BA-
verkefni hennar í sænsku við skólann.
Eins og fyrr segir byrjar Margrét
Helga lesturinn í dag. Les hún söguna
á milli kl. 14 og 14.30 alla virka daga
vikunnar. Alls verða þetta um tuttugu
lestrar hjá henni.
-klp-
Sjónvarp kl. 21.10:
Er Adam
aðkom-
astá
sporið?
I kvöld verður sýndur þriðji þáttur-
inn af fimm í breska sakamálamynda-
flokknum Vargur í véum, eða Shroud
for a Nightingale, sem byggður er á
sögu eftir P.D. James.
Mikil spenna er komin í myndina og
endirinn á síðasta þætti hressti enn
mára upp á hana. Lögreglumaðurinn
Adam Dalgliesh heldur áfram að graf-
ast fyrir um einkamál starfsfólksins í
Nightingale-húsi í þættinum í kvöld.
Taugarnar hjá íbúunum er þandar
til hins ýtrasta. Logið er grimmt að
honum og mikilvægum upplýsingum er
ekki komið á framfæri. En það er ein
kona sem er meira en viljug til að segja
sannleikann. Það er Delia Dettinger.
Það sem hún hefur að segja getur skipt
miklu máli í sambandi við rannsókn-
ina — og því er það einhver sem vill
þagga niður í henni.
-klp-
Guflni Kolbeinsson, þýflandi þáttanna um Oliver bangsa, og dóttir
hans, Bergdis Björt, sem talar fyrir bangsann i sjónvarpifl.
DV-mynd PK.
Sjónvarp kl. 19.00:
Bergdís Björt talar
fyrir Oliver bangsa
— í þáttunum um bangsann víðförla og vini hans
Eitthvert vinsælasta barnaefni
sjónvarpsins undanfarnar vikur hef-
ur án efa verið franski brúðu- og
teiknimyndaflokkurinn Ævintýri Oli-
vers bangsa. Er sagt aö það sé ein-
hver besta barnapía sem sjónvarpið
hafi komið með því þau yngstu sitji
alveg dáleidd við að horfa á bangs-
ann og vini hans.
Þáttaröð þessari fer nú senn aö
ljúka því í kvöld kl. 19 verður sýndur
níundi þátturinn af þeim þrettán sem
sjónvarpið keypti. Margir foreldrar
vona að eitthvað meira verði fengið
af þessum þáttum hingað því eins og
fyrr segir eru þeir vinsælir meðal
barnanna og vel gerðir.
Guðni Kolbeinsson er þýðandi
þessara þátta. Lesari með honum er
dóttir hans, Bergdís Björt, sem er 11
ára gömul og stendur hún sig mjög
vel í því. Hún sagði okkur, er við töl-
uðum við hana, að hún talaði fyrir
bangsann í þáttunum og þyrfti hún
að breyta rödd sinni svolítið til að
gera það. Hún sagði okkur líka að
hún hefði veriö svolítið taugaóstyrk
fyrst þegar hún þurfti að tala fyrir
hann Oliver í sjónvarpið. En nú væri
hún það ekki lengur og hún sagðist
hafa mjög gaman af þessu.
Rétt er að benda foreldrum og
bömum á að Oliver bangsi byrjar í
sjónvarpinu kl. 19 en ekki kl. 19.25
eins og áður. Er þetta nýr útsending-
artími á barnaefni í sjónvarpinu á
virkum dögum og verður það hér eft-
irsentútáþessumtíma. -klp-
Þafl ar ekki allt á hreinu i Nightingale-húsi, eins og sjónvarpsáhorfendur
hafa sáfl i þáttunum tveim sem þegar hafa verifl sýndir.
qIBILASTq
A/
.c^
ÞRDSTUR
685060
n'Ó'
Flytjum allt frá smáum
pökkum upp í heilar bú-
slóðir innanbæjar eða hvert
á land sem er.
685060
«\'v
x\
*****
Veðrið
I dag verður allhvöss eða hvöss
sunnan- eða suðvestanátt á landinu
og rigning víðast hver, þó síst á
Noröausturlandi og þar verður
heldur hægara. Hiti 9—11 stig.
Veður
tsland kl. 6 í morgun: Akureyri
hálfskýjaö 10, Egilsstaðir alskýjað
9, Galtarviti rigning 10, Höfn súld 8,
Keflavíkurflugvöllur rigning 9,
Kirkjubæjarklaustur súld 9,
Raufarhöfn hálfskýjað 8, Reykja-
vík rigning 9, Vestmannaeyjar
þoka 9.
Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen
alskýjað 8, Helsinki skýjað 3,
Kaupmannahöfn lágþokublettir 6,
Osló heiðskírt 2, Stokkhólmur hálf-
skýjað 5, Þórshöfn alskýjað 10.
Útiönd kl. 18 í gær: Algarve
skýjað 22, Amsterdam þokumóöa
10, Barcelona (Costa Brava)
skýjað 19, Berlín þokumóða 8,
Chicago skýjað 15, Feneyjar (Rim-
ini og Lignano) heiðskírt 14, Frank-
furt heiðskírt 9, Glasgow lágþoku-
blettir 8, London mistur 12, Los
Angeles skýjað 19, Lúxemborg
heiðskírt 9, Madríd heiöskírt 19,
Malaga (Costa Del Sol) hálfskýjað
21, Mallorca (Ibiza) skýjað 18,
Montreal léttskýjað 9, New York
skýjaö 14, Nuuk léttskýjað —5,
París léttskýjað 11, Róm léttskýjað
13, Vín léttskýjað 7, Winnipeg hálf-
skýjaöl4.
ék
Gengið
Gengisskréning nr. 200-22. október
1985 ki. 09.15.
Ehingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
DoBar 41,510 41,630 41240
Pund 59,534 59,706 57,478
Kan. dolar 30,446 30,534 30,030
Donskkr. 4.3409 4,3535 42269
Norskkr. 52468 52620 5,1598
Sænskkr. 5,2296 52447 5,1055
Fi. mark 7.3197 72409 7,1548
Fra. franki 5,1600 5.1750 5,0419
Belg. franki 0,7767 0,7789 0,7578
Sviss. franki 19,1555 192109 18,7882
HoB. gyttini 13,9379 13,9782 13,6479
Vþýskt matk 15,7342 15,7797 15,3852
ft. Ifra 0.02330 0,02337 0,02278
Austurr. sch. 22389 22454 2,1891
Port. Escudo 02547 02554 0,2447
Spá. peseti 02573 02580 02514
Japanskt yen 0.19238 0,19293 0,19022
frskt pund 48,704 48,844 47,533
SDR Isérstök
dráttar-
réttindi) 44,1788 44,3069 43,4226
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mér
eintak af
r
TM TBT Tímarit fyrir alla "■
Urval