Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1985, Side 32
FRÉTTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1985.
60 prósent
verðbólga
I september hækkaöi byggingarvísi-
talan um 3,98 prósent. Þessi hækkun
svarar til um 60 prósent verðbólgu á
ári. Hins vegar hefur byggingarvísi-
talan hækkaö undanfarna 12 mánuöi
um sem svarar 41 prósent veröbólgu.
APH
Banaslys á
Neskaupstað
Banaslys varö á Neskaupstaö í
fyrradag. Ungur Reykvíkingur, Haf-
liði Gísli Gunnarsson, til heimilis að
Kjalarlandi 25, varö undir gaffli lyft-
ara á sunnudagsmorgun. Hann var við
störf hjá Sílarbræðslunni á Neskaup-
staö. Hafliöi heitinn var fluttur í
sjúkrahúsið á Neskaupstað og lést þar
skömmu síöar. Hafliöi Gunnar var 24
ára gamall.
-ÞG
— f lugrekstur á íslandi eins og rússnesk rúlletta segir f ulltrúi Flugleiða
Þaö stefnir allt í stopp, það væri á löngum og ströngum fundi með sagði Sæmundur. Aðrir starfsmenn rætt heföi verið viö báöa aöila og
gaman að geta borgað þau laun sem sáttasemjara sem stóð til kl. 2 eftir Flugleiða munu halda áfram óskað eftir frestun á verkfalls-
flugfreyjur biðja um en þaö er Flug- miðnætti. Þetta gæti því orðiö langt störfum aö venju. aðgerðum en þeirri ósk hefði ekki
leiðum ofviöa, að sögn Sæmundar verkfall sem hefði mjög slæmar af- veriö sinnt. Málið væri enn í höndum
Guðvinssoiiar blaðafulltrúa Flug- leiöingar fyrir Flugleiðir og ekki DV hafði samband við Matthías sáttasemjara og því ekkert hægt aö
leiða. nema ár liðið frá síðasta stoppi sem Bjarnason samgöngumálaráðherra segja á þessu stigi hvernig stjóm-
varð í BSRB verkfallinu í fyrra. um hugsanlega íhlutun stjóravalda völd bregðast við í málinu.
Ekkert þokaðist í samkomulagsátt „Fólk missir traust á Flugleiðum,” vegna þessa máls. Sagöi hann aö KB
Fjárveitinganefnd:
Kvennalisti
fær fulltrúa
Á Alþingi í gær var samþykkt frum-
varp þess efnis að fulltrúar yrðu 10 í
fjárveitinganefnd í staö 9 eins og gert
er ráð fyrir í nýjum þingsköpum Al-
þingis.
Afgreiðslu þessa frumvarps var sér-
staklega flýtt í gegnum bæði neðri og
eftir deild á Alþingi. Ástæðan fyrir því
er sú að ekki er hægt að kjósa í fjár-
veitinganefnd nema að gengið hafi ver-
ið frá þessu atriði. Samkomulag var í
þingflokkum um þessa breytingu. Hún
er gerö til þess að fulltrúar Samtaka
um kvennalista eigi einn fulltrúa í
nefndinni. Að öðrum kosti fengi
Kvennalistinn ekki fulltrúa vegna
smæðar sinnar. APH
Slökkviliðið
að Hótel Sögu
Slökkviliðið var kallað að Hótel Sögu
seint í gærkvöldi vegna reykjarstybbu
sem fannst í húsinu. I ljós kom að olía
hafði úðast yfir rafmótor og orsakaöi
það þessa lykt. -klp-
BÍLSTJÓRARNIR
AÐSTOÐA
25050
SENDIBÍL ASTÖÐIN Hf
Var einhver að tala um erfiðleika i stjórnarsamstarfinu eða innanhúss-
erjur i Alþýðubandalaginu? Það fór að minnsta kosti litið fyrir slíku í gær-
kvöldi er þingmenn allra flokka settust sameinaðir niður og einbeittu sér
að þvi að kynnast undraheimum tölvunnar.
Á næstunni munu þingmenn sitja námskeið til að kynnast Wang tölv-
unni sem Alþingi hefur fest kaup á. Fyrsta námskeiðið var í gærkvöld og
tókst vonum framar.
APH/DV-mynd PK
LOKI
Heimtar ekki Berti fót-
boltaspil í tölvuna?
FRUMVARP UM JARDHITARÉTTINDI:
Framsóknarflokkurinn í andstöðu
anna, en þó sérstaklega innan Fram-
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra og fyrrverandi
iðnaðarráöherra, lýsti því yfir á Al-
þingi í gær að hann væri í megin-
atriðum samþykkur frumvarpi Al-
þýðubandalagsins um jarðhitarétt-
indi. Hann lýsti því einnig yfir að
frumvarp, sem hann hefði látið gera í
iðnaðarráðherratíð sinni, um eignar-
rétt aö jarðhita og fallvötnum hefði
mætt andstöðu meðal stjómarflokk-
sóknarflokksins. Þvi væri útlít fyrir
að frumvarpið yrði ekki lagt fram að
svostöddu.
Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu-
bandalagi, fylgdi frumvarpinu um
jarðhitaréttindi úr tilaði á Alþingi í
gær. Sams konar frumvarp var flutt
sem stjórnarfrumvarp 1983. Einníg
hefur það verið flutt á síðustu
tveimur þingum en ekki náð fram að
ganga. Það er reyndar allt frá árinu
1937 sem reynt hefur verið að koma á
heildarlöggjöf um jarðhita.
I athugasemdum við frumvarpið
segir: „Með frumvarpi þessu er lagt
til að lögfestar verði reglur um um-
ráðarétt og hagnýtingarrétt jarð-
hita. Lagt er til að landeigendur hafi
umráð jarðhita á yfirborði landsins
og undir því í 100 metra dýpi, en um-
ráö alls annars jarðhita, hvort sem
er á landsvæðum sem ekki eru háð
einkaeignarrétti eða undir yfirboröí
einkaeignarlanda á meira en 100
metra dýpi, skulu vera í höndum rik-
isins, þ.e. almannaeign.”
Svavar Gestsson og Kjartan
Jóhannsson kröfðust þess að
stjómarflokkarnir létu þetta frum-
varp ekki daga uppi á þinginu að
þessu sinni.
APH