Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR 30. OKTOBER1985. Ú'gáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM . Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON ' Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14. SlMI 686611 Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022 Slmi ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarveröá mánuði 400 kr. Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Uppmælingaaðall á ferð Verðlagsráð lét undan þrýstingi byggingameistara. Meistararnir fengu 28,2 prósenta hækkun umfram almennar launahækkanir. Þetta gildir um álagningu á uppmælingu og útseldri vinnu byggingameistara. Hið merkilega var, að kröfu byggingameistara fylgdi enginn rökstuðningur. Venjan hefur verið, að þeir, sem sótt hafa um hækkanir til Verðlagsráðs, hafa þurft að láta ítar- legan rökstuðning fylgja. Byggingameistarar hótuðu að hækka álagninguna upp á sitt eindæmi, fengju þeir ekki jákvæð viðbrögð í Verðlagsráði. Þetta var að einhverju leyti tengt Iðnþingi, þar sem meistarar komu saman. Á Iðnþingi voru gerðar ályktanir, til dæmis athyglisverð ályktun um efnahags- mál. Fluttar voru ýmsar ágætar ræður. Það er því sorg- legt, að byggingameistarar skyldu fara að ráði sínu eins og að framan greinir. Lengi hefur svokallaður uppmælingaaðall fariö sínu fram í þjóöfélaginu. Almennir neytendur hafa oft orðið að sitja og standa eins og uppmælingaaðallinn bauð. Neytendur hafa orðið að ganga á eftir þessum mönnum, bíða eins lengi eftir verkum og uppmælingamönnum sýndist og greiða svo eftir sérstökum kröfum þessara manna. „Svört at- vinnustarfsemi” er stunduð í ríkum mæli. Iðnaðarmenn láta gjarnan vita, að þeir muni taka örlítið minna fyrir j verk, séu þau ekki gefin upp til skatts. Viðskiptavinirnir hafa enda yfirleitt ekkert hagnast á því að tíunda greiðslur þessar fyrir skattinum. Því hafa iðnaðarmenn farið sínu fram. Þetta hefur verið rætt á Iðnþingum, og þessi ljóður á heiðarleika uppmælingamanna hefur verið smánar- blettur á stéttinni. Iðnaðarmenn eru flestir jafngrand- varir og aðrir menn. Hið sérstaka kerfi okkar hefur gert þeim kleift aö beita oft óheiðarlegum aðferðum í viðskiptum við almenna neytendur. Ekki kom á óvart, að nýleg skattrannsókn á fyrir- tækjum sýndi töluverða misbresti hjá iðnaðarmönnum. Hið sorglega var, að þessi skattrannsókn var í raun ómerkileg athugun á nótum, en vonandi er hún upphafs- skref annars meira. Nú dregur úr húsbyggingum. Sumir gera því skóna, að minna verði um atvinnu hjá iðnaðarmönnum, þegar fram líður. Það mundi einnig þýða, aö samkeppni þeirra í milli um verk mundi vaxa. Einnig mundi þá draga úr því, að uppmælingamenn setji neytendum afarkosti. Vissulega er ekki ástæða til að fagna minnkandi atvinnu í bygginga- iðnaði, en fátt er svo með öllu illt... I verðlagsmálum á að ríkja allt það frelsi, sem samkeppni gerir raunhæft. Frjáls samkeppni hefur verið efld og dregið úr afskiptum verðlagsyfirvalda. Þetta hefur gefið góða raun í flestum tilvikum. Verðlag hefur hækkað minna þar sem frjálsræðið ríkir. En ekki hefur verið rasað um ráð fram í afléttingu haftanna. Menn verða að virða leikreglur. Meðan bygginga- meistarar þurfa að sækja til Verðlagsráðs um hækkanir, verða þeir að hegða sér eins og aðrir slíkir, til dæmis láta rökstuðning fylgja kröfum sínum en ekki bara hótanir. Það er rétt, sem DV hafði eftir Þóri Einarssyni prófessor, sem situr í Verðlagsráði, að hér var um hreina þrýstiaðgerð af hálfu byggingameistara að ræða, sem getur haft alvarlegt fordæmisgildi fyrir aðra. Haukur Helgason. Launastefna — hentistef na Veizt þú, að ca 700 starfsmenn Flugleiða (af báðum kynjum) skipt- ast í 38 stéttarfélög? Kjarasamn- ingar, eða ígildi þeirra, eru hátt á 2. hundrað. Launamunur milli hinna lægst launuðu (verkakvenna) og hinna hæst launuöu (flugstjóra) er u.þ.b. 1:9. Verkakonan hefur 16 þús- und, flugstjórinn 130 þúsund. Skipulag launþegahreyfingar af þessu tagi virðist sérhannað til að tryggja tiltölulega fámennum starfs- hópum með sterka „markaðsaö- stöðu” kjarabætur langt umfram al- mennt verkafólk. Hversu oft hafa forystumenn verkalýðshreyfingar- innar ekki harmað það, að þegar f jöl- mennu verkalýðsfélögin hafa náð fram tiltölulega lágum kjarabótum fyrir hina lægst launuðu, sigla fá- mennir sérhópar i kjölfarið og tryggja sér verulegar umfram- hækkanir? Hvers vegna taka trúnaðarmenn verkalýðshreyfingar- innar þá ekki á sig rögg og fram- fylgja eigin samþykktum um breyt- ingar á þessu galna kerfi? 38 stéttarfélög — 100 kjarasamningar Fræðilega séð getur hvert og eitt þessara 38 stéttarfélaga, sem hafa yfir 100 kjarasamninga við Flugleið- ir, stöðvað allan flugrekstur, far- þegaflutninga og aöra flutninga, hótelrekstur og reyndar allan ferða- mannaiönaö, hvenær sem er, t.d. 38 vikur af 52. Um það er lyki er hætt við að þessi skulduga þjóð gæti sparaö sér þá fyr- irhöfn að reyna að afla gjaldeyris með samkeppni við útlendinga á Atlantshafsleiðinni. Og reyndar líka að afla gjaldeyris með uppbyggingu ferðamannaiðnaðar. Og þá færi nú heldur betur að reyna á afleiðingarnar af stefnu þeirra stjórnmálaffokka, sem segj- ast „af grundvallarástæðum” vera andvígir allri íhlutun um kjarasamn- inga; og skilyrðislaust andvígir laga- setningu í kjaradeilum. „Aðilar vinnumarkaöarins” eru nefnilega einatt ekki ábyrgir gjörða sinna. Hversu oft hafa ekki atvinnu- rekendur lýst því yfir eftir undir- skrift samninga, að það hafi þeir gert nauðugir? Hversu oft hafa þeir ekki síöan velt kauphækkunum út í verðlagið (þ.e. látið launþega borga kauphækkunina sjálfa — í svikinni mynt)? Hversu oft hafa þeir ekki lagt fram bakreikninga til ríkisstjórnar á hendur skattgreiðendum (t.d. með kröfu um gengislækkun eða skatta- álögur)? Eins getur gerzt, að verkföll drag- ist á langinn von úr viti og engin lausn sé í sjónmáli. Skaði þriðja aðila og þjóðarbúsins í heild verður þá stundum óbærilegur. Launastefna — hentistefna Hvað gera bændur þá? Þá eru þeir venjulega fljótir aö gleyma ræðum sínum um „grund- vallarsjónarmiðin” — og beita lög- um, gerðardómum, kjaradómum, í nafni þjóðarhags. Þetta er saga Sjálfstæðisflokksins í hálfa öld. Og þetta er ferill Alþýðubandalagsins, þegar það er í ríkisstjóm. Ihlutun í gerða kjarasamninga var regla en ekki untantekning þegar AB var í ríkisstjórn. Ævinlega á 3ja mánaða fresti breytti það ákveðum kjarasamninga um vísi- tölubætur á laun. Alls 14 sinnum. Þessar vísitöluskerðingar AB eru reyndar undirrót þess misgengis launa og lánskjara, sem nú hefur stefnt húsbyggjendum undir upp- boðshamarinn og gert þá að fómar- a ,,Að fenginni reynslu vita því allir, ^ að AB er flokkur þeirrar gerðar, sem segir eitt í dag og annað á morg- un; gerir eitt í ríkisstjórn — en annað í stjórnarandstöðu. ’ ’ JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju lömbum eignaupptökustefnunnar í húsnæðismálum. Það ero ekki allir viðhlæjendur vinir i reynd. Þegar flugstjórar boöuöu verkfall 1979 stóð AB að lagasetningu, ásamt samstarfsflokkum sínum, og for- dæmdi heimtufrekju láglaunahópa. Að fenginni reynslu vita því allir, að AB er flokkur þeirrar gerðar, sem segir eitt í dag og annaö á morgim; gerir eitt í ríkisstjóro — en annað í stjórnarandstöðu. Það er einmitt vegna þessa, sem AB er flokkur í kreppu. Þessari til- vistarkreppu hentistefnuflokksins lýsir Guðrún Helgadóttir eftirminni- lega í blaðaviðtali þegar hún segir: „Það er allt í lagi með flokkinn — það bara skilur hann enginn.” Afstaða Alþýðuf lokksins Þetta þurfa menn aö hafa í huga, þegar þeir meta afstöðu meirihluta þingflokks Alþýðuflokksins gagnvart flugfreyjuverkfallinu. Við spurðum einfaldlega: „Hvað hefðum viö gert, ef við hefðum ráðið málinu í ríkis- stjóm?” Svarið er: Við hefðum brugðizt við á nákvæmlega sama hátt. Við höfum nefnilega sömu stefnu í stjóra og stjóraarandstöðu. Og þessi stefna breytist ekki eftir dagatalinu. Við féllumst á að fresta verkfalls- aðgerðum flugfreyja um nokkrar vikur til áramóta. Þangað til skuli deilumálin lögð í kjaradóm. Um ára- mót eru allir kjarasamningar lausir. Þá kemur til kasta launþegahreyf- ingarinnar í heild að móta samræmda launastefnu. Spurningin er: Hvað vill verkalýðshreyfingin sætta sig við mikinn launamun? Finnst henni eðlilegt að hann sé 1:9? Af viðræðum þingflokksins við deiluaðila var ljóst, að þeir voru ósammála ekki um eitt — heldur allt. Um aðdraganda deilunnar, um kröfur flugfreyja, um tilboð Flug- leiöa o.s.frv. Um eitt voru þeir þó sammála: Að svo mikið bæri í milii, að þýðingarlaust væri fyrir sátta- semjara að leggja fram sáttatillögu. Verkfallið hefði því fyrirsjáanlega orðið langdregiö og skilað litlum árangri. Það eru ekki allir viðhlæj- endur vinir. Þeir sem hvöttu flug- freyjur til áframhaldandi verkfalls- aögerða við þessi skilyrði höfðu eitt- hvað annað í huga en þeirra hag. Kjaradómi skal skylt skv. lögum að tryggja flugfreyjum 1) leiðréttingu á kjörum til samræmis við meðaltalshækkanir á vinnu- markaðinum og 2) kjarabætur ann- arra flugliða (þ.e. flugstjóra og flug- vélstjóra, sem fengu 43% hækkun í febrúar). Fiskfreyjur — flugfreyjur I umræðum um þetta mál á Alþingi kom glöggt í ljós, hvílíkur reginmunur er á málflutningi Al- þýðuflokks og Alþýöubandalags. Við aiþýðuflokksmenn lögðum megin- áherzlu á grundvaliarsj ónarmið um samræmda launastefnu, viðleitni til að draga úr launamun og nýjar bar- áttuaðferðir verkalýðshreyfingar- innar til að ná settum markmiðum. Þannig viljumvið að allir starfsmenn á sama vinnu- stað séu í sama stéttarfélagi, að vinnustaðafélög í sömu atvinnu- grein (t.d. samgöngu- og ferða- iðnaði) myndi eitt landssam- band, sem geri heildarkjara- samninga fyrir alla starfsmenn í þeirri grein, aö vinnustaðafélögin geti gert sér- kjarasamninga. Þetta skipulag stuðlar að aukinni samstöðu fólksins á vinnustöðunum; það auðveldar launþegahreyfingunni að beita sér fyrir samræmdri launa- stefnu, t.d. til aö draga úr óhæfi- legum launamun; meö þessari skipan er unnt að taka meira tillit en ella til mismunandi greiðslugetu atvinnuvega; skipulag af þessu tagi er forsenda fyrir því að fyrstu skrefin verði stigin í átt til atvinnu- lýðræðis. Niðurstaða Við jafnaðarmenn viljum auka hlut hinna lægst launuðu i þjóðar- tekjunum. Sérstaklega viljum við bæta kjör og starfsvirðingu fisk- freyja- og þeirra láglaunakvenna, sem leggja fram mestan skerf viö gjaldeyrisöflun þessarar skuldugu þjóðar. Hin hliðin á því máli er sú, að við getum ekki tekið undir ýtrostu kjarakröfur hátekjuhópa, hvar sem er og hvenær sem er. Slík afstaða styðst ekki við nein grundvallarsjónarmið heldur 6- merkilega hentistefnu af því tagi, sem Alþýöubandalagiö er dæmigerð- ur fulltrúi fyrir. Við þurfum ekki fleiri flokka af því sauðahúsi. Alþýðuflokkurinn réði engu um það, upp á hvaða dag þetta mál bar á Alþingi. Því réði ríkisstjórnin. En við ráðum okkar eigin stefnu. Og hún er sú sama, hvort heldur við erum i rðdsstjóm eða í stjómarandstöðu. Og hún breytist ekki eftir veðurfari, um- hverfi eða dagatali. I okkar pólitík eru allir dagar virkir dagar. —JónBaldvin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.