Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTOBER1985.
3
EF ÞU SEGIR
UPP VERDUR
MÁIiÐ LÁTIÐ
NIÐUR FALLA
— buðuráðamenn Landhelgisgæslunnar
Höskuldi Skarphéðinssyni
Forstjóri Landhelgisgæslunnar,
Gunnar Bergsteinsson, í samráði við
dómsmálaráðuneytið, bauð Höskuldi
Skarphéðinssyni skipherra í vor að
segja upp gegn því að málið um röngu
áfengisnóturnar yrði látið niður falla.
Höskuldur afþakkaði það boð.
Ráðamenn Landhelgisgæslunnar
gerðu Höskuldi þá nýtt tilboð. Hann
færi í ársfrí og málið yröi látið kyrrt
liggja. Aftur afþakkaöi Höskuldur og
nú með þeim orðum að hann tryði því
ekki að réttvísin væri til sölu.
Dómsmálaráðuneytið kærði því
málið til Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Rannsóknarlögreglan sendi ríkissak-
sóknara niðurstöðu sína 3. júlí í sumar.
Saksóknari gaf út opinbera ákæru 15.
október, bæði gegn Höskuldi og af-
greiðslumanni í áfengisútsölunni við
Snorrabraut.
Gunnar Bergsteinsson segist ekki
ræða mál einstakra starfsmanna í
blöðum. Höskuldur Skarphéðinsson er
einnig ófús að tala við DV. Hann segist
fyrst ætla að skýra frá málinu á þingi
Farmanna- og fiskimannasambands
Islands í næstu viku.
Frá því í maímánuði í vor og þar til
nýlega var Höskuldur á biðlaunum.
Fyrr í þessum mánuði var hann kall-
aður aftur til starfa þegar vantaði
mann til að þjálfa kafara.
Innan Landhelgisgæslunnar ríkir
urgur og reiði vegna þessa máls.
Mönnum þykir þar harkalega gengið
að Höskuldi sem í gegnum. árin hefur
aflaðsérálitsogvirðingar semeinnaf
hæfustu skipherrum Landhelgisgæsl-
unnar.
Þar telja margir að hin ötula fram-
ganga Höskuldar, sem formanns Skip-
Höskuldur Skarphéðinsson skip-
herra.
stjórafélags Islands í réttindamálum
skipherranna, hafi farið svo í
taugarnar á ráðamönnum stofnunar-
innar að þeim hafi þótt best að þagga
niður í honum með því að gera sem
mest úr röngu áfengisnótunum ög
kæra málið úr því að Höskuldur vildi
ekki segja upp sjálfur.
Eins og fram kom í DV í gær voru
áfengisnóturnar, sem Höskuldur
reyndi að fá endurgreiddar, fjórar að
fjárhæð samtals 4.870 krónur.
Höskuldur ber því við að hann hafi
fengið þessar fjórar nótur í stað einnar,
sömu f járhæðar, frá afgreiðslumanni í
áfengisútsölunni. Upphaflega nótan
hefur hins vegar ekki fundist.
Nóturnar hugöist Höskuldur nota í
málsókn sinni gegn Landhelgisgæsl-
unni til grundvallar kröfum sínum um
risnugreiðslur, en forstjóra og skip-
herra hefur greint á um hvernig túlka
beri ákvæði samninga um risnu.
-KMU.
Albert ekki í borgarstjórnarpróf kjörið:
„$ÆTT\ MIG
EKKI VIÐ LOKAÐ
PRÓFKJÖR”
„Eg sætti mig einfaldlega ekki við
lokað prófkjör í Sjálfstæðisflokknum
fyrir þessar borgarstjórnarkosningar
og verð því ekki með,” segir Albert
Guðmundsson um þá ákvörðun sína að
draga sig í hlé frá prófkjörinu nú.
„Það vita allir aö ég hef ætíð veriö
fylgjandi fjöldaþátttöku í ákvörðun
frambjóðenda flokksins. Þetta er
grundvallarhugsjón fjöldaflokks, að
ná til fjöldans. Þaö er ekki hægt aö
loka á fólk eftir einhvers konar klíku-
hagsmunum þegar ákveða á frambjóð-
endur en biðja svo alla að kjósa þá sem
þannig eru valdir til framboðsins. Mér
finnst eins og þessar nýju reglur sé
beinlínis settar mér til höfuðs.”
Albert sagði ennfremur getgátur
ákveðins blaðs um sérframboð vera
óheiðarlegar. Hann hefði aðeins svar-
aö því til að um slíkt vildi hann ekki
tala. I því hefði ekkert annað falist.
HERB.
Seltjarnarnes:
Borgaraf undur um
sjónvarpsmál
Seltirningar verða boðaðir til
borgarafundar um sjónvarpsmái eftir
miðjan næsta mánuð. Þar mun sjón-
varpsnefnd, sem bæjarstjórn setti á
laggirnar á sínum tíma, gera grein
fyrir veigamiklum athugunum og
leggja á borðið hugmyndir um stofnun
almenningshlutafélags um sjónvarps-
mál bæjarins, þar með móttökustöð.
Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar
bæjarstjóra liggja nú þegar fyrir
gríðarlega yfirgripsmiklar upp-
lýsingar um þá möguleika sem
bjóðast í sjónvarpsmálum, ekki síst
varðandi móttöku erlends efnis og
dreifingu þess. Ætlunin er að kanna
hug bæjarbúa varðandi framhald
mála. Bæjarstjóm ætlar að fá þeim
frumkvæðið í sínar hendnr, hafi þeir
áhuga á framhaldinu. HERB