Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. NÓVEMBER1985.
5
Hér sjást nokkrir félagar úr Björgunarsveit skáta í Hafnarfirði sem
tóku þátt í björgunaræfingunni við Kleifarvatn. DV-mynd PK
B jörgunaræf ingin við Krýsuvík:
HERÞOTA RAKST
A FLUGLEIÐAVÉL
„Víð erum nokkuð ánægðir með
þessa æfingu. Hún heppnaðist vel.
Að sjálfsögðu komu fram ýmis
vandamál og mistök. Við munum
læra af þeim. Hjálparsveit skáta,
lögreglan og slökkviliðið í Hafnar-
firði tóku þátt í æfingunni. Þetta er
í fyrsta skipti sem þessir hópar æfa
saman,“ sagði Svavar Geirsson, for-
maður Hjálparsveitar skáta í Hafn-
arfirði. Hjálparsveitin efndi til slysa-
æfingar vi j Krýsuvík um helgina.
Það tóku um 100 björgunarliðar
þátt í æfmgunni og um 35 manns sem
voru í hlutverki sjúklinga. Tvær
hjálparsveitir, frá Akranesi og Flúð-
um, voru gestaþátttakendur í æfing-
unni. „Æfingin hófst rétt fyrir kl. 9
á sunnudagsmorgun. Þá fékk flugvél
frá Flugleiðum ekki lendingarleyfi á
Reykjavíkurfluvelli. Henni var snúið
til Keflavíkurflugvallar. Haft var
samband við okkur, lögreglu og
slökkvilið og við beðnir að vera í
viðbragðsstöðu þar sem flugvélin
færi yfir svæði okkar. Rétt á eftir var
tilkynnt að flugvélin væri horfin af
radar Flugturnsins þannig að til-
kynnt var um neyðarástand, hugsan-
legt væri að hópslys hefði orðið. Það
kom síðan tilkynning um að maður
hafði orðið sjónarvottur að því að
þota frá Varnarliðinu rakst utan í
Flugleiðavélina. Hann sá einnig að
hlutur hafði skotist upp úr herþot-
unni og svifið til jarðar.
Þegar neyðarsendir Flugleiðavél-
arinnar var miðaður út kom í ljós
að tveir sendar voru í gangi, annar
í Kleifarvatni og hinn við Sveiflu-
háls. Rétt á eftir sást neyðarblys á
lofti. Talið var að flugmaðurinn, sem
komst út úr herþotunni í fallhlíf,
hefði skotið blysinu á loft,“ sagði
Svavar.
Svavar sagði að björgunarliðar
hefðu farið á svæðið þar sem flugvél-
arnar höfðu verið miðaðar út. „Það
kom strax í ljós að allar aðstæður
við björgunarstörf voru erfiðar. Við
þurftum að fara með hið slasaða fólk
á slöngubátum yfir Kleifarvatn að
sjúkrabílum. Síðan var kafað niður
að herþotunni og flugmanni náð upp.
Hann var látinn. Flugmaðurinn, sem
bjargaðist í fallhlíf, fannst utan í
klettavegg. Við þurftum að síga nið-
ur til hans. Flugmaðurinn reyndist
fótbrotinn. Það var síðan farið með
alla hina slösuðu í Öldutúnsskóla
þar sem við höfðum aðstöðu," sagði
Svavar.
Svavar sagði að fljótlega eftir helgi
myndu þeir sem tóku þátt í björg-
unarræfingunni koma saman og
ræða um æfinguna. SOS.
DÝR ÆFING
„Þó að flestir þeir sem tóku þátt í
björgunaræfingunni við Kleifarvatn
hafi unnið starf sitt í sjálfboðavinnu
var kostnaðurinn við æfinguna þó
nokkur. T.d. þurfti að fá ráðherra-
leyfi til að greiða lögreglumönnum
og slökkviliðsmönnum, sem tóku
þátt í æfingunni, yfirvinnu,“ sagði
Svavar Geirsson hjá Hjálparsveit
skáta í Hafnarfirði. „Svona víðtæk
æfing kostar mikið fyrir bæjarfélag
ogríki,“sagðiSvavar. . SOS.
Þjófnadur á æfingunni
Björgunaræfingin við Krýsuvík
gekk ekki áfallalaust. Þegar æfing-
unni lauk kom í ljós að búið var að
stela geymi úr rútubifreið sem notuð
var sem flugvél við æfinguna. Hjálp-
arsveit skáta í Hafnarfirði hafði
fengið geyminn lánaðan. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um stuldinn
eru beðnir að hafa samband við
hjálparsveitina. - -SOS.
BANKARí SÓKN
— innlán vaxandi ef tir djúpa lægð
Bankar og sparisjóðir hafa náð ingalegur sparnaður í landinu farið
hlutfallslega meiru inn af sparifé verulega vaxandi, eins og skýrt var
landsmanna undanfarin þrjú ár en frá í DV á laugardaginn. Árið 1980
þeir höfðu á tímabili. 1978 námu var allur peningalegur sparnaður
innlán í þeim aðeins 19,4% móti í landinu 49% á móti landsfram-
landsframleiðslu og 1980 20,3%. Um leiðslu en um síðustu áramót var
síðustu áramót var þetta hlutfall hannkominní72%.
orðið 27,5%. Þarna er um að ræða, auk inn-
Innlán í þessum peningastofnun- stæðna í bönkum og sparisjóðum,
um voru á hinn bóginn miklu meiri fé í lífeyrissjóðum, fé bundið í spa-
að tiltölu í byrjun sjöunda áratug- riskírteinum ríkisins og verðbréf-
arins. Þá voru þær með 40% á um. Einnig fé sem telst eigið fé allra
móti landsframleiðslu. peningastofnana í landinu, þar á
Á allra síðustu árum hefur pen- meðal ýmissa sjóða. - HERB
Stalín var
stflisti
„Þetta er náttúrlega engin bók,“
sagði Halldór Laxness og dæsti,
„heldur bara nokkurs konar vasa-
bókarlitteratúr." Forleggjari Hall-
dórs, Ólafur Ragnarsson hjá
Vöku-Helgafelli, varð kindarlegur
á svipinn, enda hafði hann nýlokið
við að lýsa endurútkomu téðrar
bókar, í Austurvegi, sem talsverð-
um viðburði.
Ýmislegt fleira skemmtilegt
hrökk upp úr skáldinu á blaða-
mannafundi, sem haldinn var til
að kynna bókina og ritsafn Hall-
dórs allt, 48 bindi. M.a. sagðist
Halldór hafa skrifað bókina í svo
miklum flýti að honum hefði
hvorki gefist tími til að þýða ræður
sovéskra frammámanna, sem not-
aðar eru í henni, né lesa prófarkir.
Halldór var spurður nánar út í
þessar ræður og upplýsti þá að
Stalín hefði verið mikill stílisti.
„Hann var betri höfundur en
margir af meisturum rússnesku
skáldsögunnar," sagði hann. „Ætli
hann hafi ekki reynst of röggsamur
fyrir rússnesku þjóðina? Sennilega
er það happ fyrir þjóð, þegar asnar
veljast til að stjórna henni. Islandi
stjómuðu tómir idjótar í margar
aldir, einhverjir plattþýskarar.“
Halldór hélt að enginn Rússi hefði
nokkru sinni lesið í Austurvegi.
„Bókin hefði tæpast fengist birt í
Rússlandi. Þar ríkti svo ströng
ritskoðun á þessum tíma (1933).“
Skáldinu var boðið að virða fyrir
sér ævistarf sitt, bindin 48, meðan
ljósmyndarar mynduðu hann. Þá
varð honum að orði : „Þetta em
auðvitað allt of margar bækur. Það
mætti halda að allar þessar bækur
hefðu verið skrifaðar á Kleppi.
Svona tjáningarþörf er ekki eðli-
leg. Skrifaði höfundur Njálu ekki
bara eina bók ?“
Halldór leit á forleggjara sinn,
sem kinkaði kolli örlítið angurvær,
hefur eflaust hugsað til þess hve
gaman hefði verið að hafa höfund
Njálu á samningi. „En ég á mér
málshætur,“ sagði skáldið að lok-
um, „því allt var þetta gert af ein-
lægri þörf.“ Allir viðstaddir kink-
uðu nú ákaft kolli.
„Glettilega gaman að lesa ræð-
ur Stalíns, þær eru stórfurðu-
legar,“ sagði Halldór Laxness á
blaðamannafundi.
Umboðsmerm
um land allt.
SIÓNVARPSBÚDIN
Lagmula 7 - Reykjavík simi 68 53 33