Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐ JUDAGUR 26. NÓVEMBER1985. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Rottuplága íLissabon Borgarráð Lissabon hefur skorið upp herör gegn rottu- og músagangi í höfuðborginni. Tal- - ið er að fjögur nagdýr séu á móti bverju einu mannsbarni í þessari tveggja milljón manna borg. Næsta ár skal helgað því áð losa borgarbúa við þessa plágu. Það mun þó kosta skildinginn. Til að byrja með eru ætlaðar 18 milljón- ir króna til rottustríðsins. SnekkjaGörings seld Ásgeir Eggertsson, fréttaritari DV í Munchen: Lúxussnekkja Gerds Heide- manns, fyrrum blaðamanns „Stem“, sjálf „Karin II“, var boðin upp á nauðungaruppboði í Hamborg í gær. Snekkjan er 27,5 metra löng og var eitt sinn í eigu marskálksins Görings. Heidemann var í júli í'sumar dæmdur til fjögurra ára og átta mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa unnið með Konrad Kujau að fölsun dagbóka Hitlers. Heide- mann keypti snekkjuna árið 1973 fyrir 160 þúsund mörk. I réttar- höldunum var snekkjan mikil- vægt sönnunargagn. Heidemann hafði nefnilega steypt sér í skuld- ir vegna endurnýjunar skipsins. Meðal annars lét hann gullhúða alla vatnskrana í skipinu. Mobutu mildardóma Mobutu, forseti Zaire, náðaði um helgina allmarga refsifanga og veitti öðrum töluverða eftir- gjöf í tilefni af því að 20 ár voru liðin frá því að hann komst til valda í byltingu hersins. Þeir sem dæmdir höfðu verið í hámark 3ja ára fangelsi voru náðaðir en hinir sem lengri dómar hvíldu á fengu þriggja ára styttingu refsi- vistar. Þetta tók þó ekki til flóttafanga, dæmdra morðingja, ræningja eða þeirra sem stolið höfðu úr sjóðum þess opinbera. Mótmælanjósn- umKínaíUSA Bandaríkjastjórn hefur mót- mælt formlega við Pekingstjórn- ina njósnum Larry Wu-Tai Chin sem á 30 ára starfsferli sínum hjá bandarísku leyniþjónustunni lét Kínverjum í té margháttuð leyndarmál. Njósnaferill hans hófst í Kór- eustríðinu og hefur staðið allt fram á þennan dag, þrem árum eftir að hann fór á eftirlaun hjá CIA. Hann er sá fyrsti sem upp- víst er að hafi njósnað fyrir Kína um Bandaríkjamenn. StefnirHaigað forsetaframboði Alexander Haig, fyrrum hers- höfðingi og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður íhuga möguleik- ann á framboði til forsetakjörs 1988. Tímaritið Newsweek greinir frá því að Haig hafi látið hafa eftir sér að ótímabært sé að velta vöngum yfir því hvort hann gefi kost á séT eða stefhi að framboði. Hitt er þó vitað að hann átti nýlega fund með þeim sem stýrði kosningabaráttu Reagans í New Hampshire 1976 og 1980. Blaðið segir að Haig muni hitta í þessari' viku leiðtoga samtaka sem kalla sig „Project 88“. Þau leita sér að íhaldsmanni sem gæti verið framboðsefni í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokks- ins því að eftir tvö kjörtímabil kemur Reagan ekki aftur til | greina. Flugræningjamir frá PLO og tengdir Líbýu — að sögn Egypta, sem njóta samúðar og stuðnings vegna blóðbaðsins á Möltu Einn hinna fimm arabísku ræn- ingja egypsku farþegavélarinnar var á skurðarborðinu hjá læknum á Möltu í gær. Hann var sá eini ræn- ingjanna sem lifði af áhlaupið. - Af 97 manns um borð lifðu aðeins 37. Viðbrögð víðast um heim hafa verið á sömu lund. Menn hryllir við blóðbaðinu en margir votta Egypta- landi og Möltu samúð og stuðning. - Flestir farþeganna féllu er ræningj- arnir vörpuðu handsprengjum til gísla sinna sem leiddi síðan til þess að eldur gaus upp í flugvélinni. Tvo höfðu ræningjamir drepið áður en sló í bardagann. Egyptar segja að flugræningjarnir hafi heyrt til klofningssamtökum frá PLO og hafa gefið í skyn að þeir hafi verið tengdir Líbýu. Leiðtogar PLO hafa fordæmt flugránið. Egypsku víkingasveitinni, sem yfirbugaði flugræningjana, var fagn- að sem hetjum við komuna til Kaíró í gær. Egyptar segja að dátamir hafi aðeins skotið sjö skotum og hæft flugræningja í þeim öllum. - Bretar og Bandaríkjamenn hafa lokið lofs- orði á Egypta fyrir að hafa ákveðið áhlaupið. FÁ EKKISKÓLAVIST NEMA EFTIR ALNÆMISSKOÐUN Níu frá Afríku hafa fundist á 3 mánuðum með alnæmi Námsfólk frá þróunarlöndunum, sem sækir skóla í Vestur-Þýskalandi, verður að gangast undir læknisskoð- un með tilliti til þess hvort það hafi snert af alnæmissjúkdómnum. Yfir- völd í Bonn upplýsa að þetta hafi viðgengist í nokkra mánuði og að af nokkur hundruð námsmönnum, sem skoðaðir hafi verið, hafi níu reynst vera með alnæmi, allir frá Afríku. Raunar hafa allir, sem koma frá Afríku til náms í V-Þýskalandi, orðið að gangast undir læknisskoðun samkvæmt reglugerð sem tók gildi 1961. Þykir yfirvöldum eðlilegt að skoðunin taki núna einnig til al- næmisathugunar. - „í flestum tilfell- um er sjúkdómurinn banvænn og sýnist lítil skynsemi í því að kosta dýrt háskólanám á þá sem ganga með hann,“ sagði Manfred Oblander, talsmaðurheilbrigðisráðuneytisins. Vísindamenn í Finnlandi upplýstu í gær að þeir hefðu fundið alnæmis- veiru á augnlinsum alnæmissjúkl- ings sem þeir höfðu til meðferðar. Bandaríkjafloti hafði veitt Egypt- unum aðstoð við að fylgjast með rændu vélinni og við flug víkinga- sveitarinnar til Möltu. Grikklandsstjóm hefur gagnrýnt Kaíróstjómina fyrir að gera henni ekki viðvart um björgunaráætlun- ina. Tólf Grikkir vom í hópi hinna föllnu. - Meðal Möltubúa em einnig uppi gagnrýnisraddir. Einn farþeganna, sem ræningjamir höfðu „tekið af lífi“ fyrir áhlaupið, lifði tilræðið af en ræningjarnir héldu hann dauðan. Lék hann sig steindauðan og vörpuðu ræningj- amir „líki“ hans út úr flugvélinni og niður á flugbrautina. Þar lá hann grafkyrr í rúmar fimm mínútur en hljóp síðan undir flugvélarskrokkinn þar sem ræningjamir gátu ekki séð til hans. Asahláka íSíberíu í Norðaustur-Síberíu eru nú meiri hlýindi en komið hafa þar í meira en hálfa öld. Segir Tass- fréttastofan að hreindýrastofii- inn sé í hættu. í Pevek, sem á að heita á heim- skautasvæðinu, fór hitinn á skömmum tíma úr mínus 30 gráð- um á Celsíus, sem er eðlilegt á þessum árstíma, upp í 3 gráður. Fjórum dögum síðar var hann kominn upp í 7 gráður og tók að rigna. Þessari asahláku fylgdi að freðmýrin tók að þiðna á stórum flákum. Hirðingjum á þessum slóðum finnst þetta verra en ills viti. Um leið og hitastigið verður aftur eðlilegt leggst klakabrynja á gróðurinn sem er berskjaldaður þegar snjórinn hvílir ekki lengur yfir. Það verða alger jarðbönn fyrir hreindýrahjarðir þeirra. - Yfirvöld hafa byrjað leit að beit- arhögum sem hlákan hefur ekki náð til en veðrið hefur hamlað leit úr lofti. Á meðan SS-eldflaugar eru í Eystrasaltsríkjunum þykir ýmsum á Norðurlöndum lítt raunhæft að lýsa Norðurlönd kjarnavopnalaust svæði. Noregur hafnar tillögu um kjamavopnalaus Norðurlönd Telja hana ekki raunhæfa við núgildandi aðstæður Noregur hefur gert að litlu vonir þeirra sem ætluðust til þess að Norð- urlönd yrðu lýst kjamavopnalaust svæði. { skýrslu norsku stjómarinn- ar var þessari hugmynd hafnað í gær „við núgildandi aðstæður“ og Káre Willoch forsætisráðherra sagðist ekki mundu mæta á fund leiðtoga Norðurlandanna um þetta mál núna í vikunni. Tillagan um kjamavopnalaus Norðurlönd fól í sér að Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland af- tækju með öllu að þar yrðu nokkum, tíma kjamavopn. Danir og Norð-I menn hefðu orðið að snúa baki við þeirri stefnu NATO að slík vopn skyldu tiltæk sem örþrifaráð ef ráðist yrði á þessi lönd. Svíþjóð og Finnland, sem bæði em hlutlaus ríki, hafa lýst sig mjög hlynnt hugmyndinni. 1 skýrslu norsku stjómarinnar þykir hún því aðeins fysileg að samkomulag næðist um fækkun kjamavopna í Evrópu og þá bæði austantjalds og vestan. „Kjamavopnalaus Norðurlönd, jafht á friðar- sem ófriðartímum, mundi útiloka Noreg frá hinu mikilvæga vamarbandalagi NATO,“ segir í skýrslunni. Willoch, sem átti að flytja ræðu á Kaupmannahafnarfundinum núna í vikunni, ásamt Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, segist ekki ætla að sækja fundinn. Sovétmenn hafa verið mjög fylgj- andi tillögunni um kjamavopnalaus Norðurlönd en hægrimenn á 'Norð- urlöndum vilja að Sovétmenn fjar- lægi kjamavopn sín frá Eystrasalts- löndunum og jafnvel Kolaskaga, áður en hugmyndin komi til raun- hæfrar athugunar. Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, ætlar ekki aö sækja fundinn í Kaupmannahöfn um kjarnavopnalaus Norðurlönd. Umsjón: Guömundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.