Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ (68) •(78) •(58) Ritstjóm, auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i. sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir ' besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.. Katrín Fjeldsted náði 3. sæti: Hlutur kvenna er of lítili „Ég er mjög ánægð. Þetta var er ekki nægilega sterkur. Þær sjá Ama Sigfússon svona ofarlega skemmtileg og skipulögð prófkjörs- hefðu mátt vera fleiri í öruggum á listanum yrði ég ekki hissa á að barátta. Ég keppti þarna við vini sætum. Prófkjörslistinn hafði kjörnefnd legði til að hann færðist og kunningja og baráttan var mörgum góðum konum á að skipa. í baráttusætið.“ drengileg,“ sagði Katrín Fjeldsted, Það hlýtur að kalla fram viðbrögð kb sem lenti í 3. sæti. „Hlutur kvenna hjá kjörnefnd. Þótt gaman sé að Einn af sigurvegurum í prófkjörinu, Katrín Fjeldsted, ásamt eigin- manni sínum, Valgarði Egilssyni. Katrín hafnaði í 3. sæti. DV-mynd KAE. Magnús L. Sveinsson. Magnús L. Sveinsson, 2. sæti: „Skemmtileg endurnýjun” „Þótt ákveðin skemmtileg end- urnýjun hafi átt sér stað á efri sætum listans byggir það ekki á hæfnisleysi c ^**þeirra sem þurfa að víkja. Hins vegar er ekkert sjálfgefið í pólitík," sagði Magnús L. Sveinsson , sem lenti í öðru sæti. „Ég er mjög ánægður með það traust sem mér er sýnt í þessu prófkjöri. Árni Sigfússon var verður þess að fá góða kosningu. Það er gaman að fá nýja krafta þarna inn.“ kb LOKI Af hverju komst ég ekki í öruggt sæti? Það gekk erfíðlega að fæða úrslitin. Mjög margir störfuðu við talninguna, sem var vandasöm vegna nýrra prófkjörsreglna um röðun á listann. Þær virðast hafa ruglað marga kjósendur því fjöldi ógildra atkvæðaseðla var óvenjumikill. KB/DV-mynd KAE.- Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík: Ámi og Júlíus fyrir Sigurjón og Huldu Allt frá því að fyrstu atkvæðatöl- ur i prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík voru birtar í gærkvöldi hefur legið fyrir að Ámi Sigfússon og Júlíus Hafstein ýttu þeim Sigur- jóni Fjeldsted og Huldu Valtýs- dóttur úr öruggum borgarstjórnar- sætum, miðað við úrslit síðustu kosninga. Davið Oddsson borgar- stjóri er með yfirgnæfandi forystu í prófkjörinu. Atkvæði greiddu 5.282. Það eru 55,5%'flokksbundinna sjálfstæðis- manna í höfuðborginni. Hver kjós- andi átti að raða mest átta og minnst tólf prófkjörsframbjóðend- um með númerum. Þannig varð talning mjög flókin. Telja þurfti atkvæði hvers firambjóðanda fyrir sig. Þrjár tölvur voru notaðar til þess að melta kerfið. Þegar fyrir lágu 3.000 atkvæði talin var staðan þessi: 1. Davíð Oddsson 2.775, alls 2.908. 2. Magnús L. Sveinsson 851 í 1.-2., alls 2.092. 3. Katrín Fjeldsted 1.079, alls 2.090. 4. Páll Gíslaspn 1.083, alls 1.963. 5. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson 955, alls 1.678.6. Hilmar Guðlaugsson 1.053, alls 1.644. 7. Árni Sigfússon 1.126, alls 1.625. 8. Júlíus Hafstein 1.260, alls 1.609. 9. Jóna Gróa Sigurðardóttir 1.266, alls 1.507. 10. Sigurjón Fjeldsted 1.240, alls 1.374. 11. Hulda Valtýs- dóttir 1.307, alls 1.372. 12. Helga Jóhannsdóttir 1.177. 13. Anna K. Jónsdóttir 1.058. 14. Guðmundur Hallvarðsson 1.048. 15. Þómnn Gestsdóttir 898. Fleiri sæti eru ekki gefin upp. Nú em borgarfulltrúar í Reykja- vík 21. Þar af hafa sjálfstæðismenn 12. Ef sömu úrslit giltu næst hefðu þeir 9 af 15 en borgarfulltrúum verður fækkað í þá tölu. HERB Davíð Oddsson borgarstjóri: Afar merki- legur viðburður „Það er auðvitað afar merkilegur atburður þegar á 6. þúsund flokks- bundinna manna tekur þátt i próf- kjöri flokks síns. Þetta gerist ekki í neinum öðrum stjórnmálaflokki hér á landi,“ sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri um prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík. „Ég legg megináherslu á, að mér sýnist borgarstjómarflokkur okkar, bæði aðal- og varamenn, muni verða ágætlega skipaður næsta kjörtíma- bil.“ Nú kemur ungur maður, Árni Sigfússon, sem aldrei hefur komið nálægt borgarmálum, mjög sterkur frá prófkjörinu. „Það hefur gerst áður að flokkurinn hefur veitt ungu fólki brautargengi. Ég fagna þessu en met engu að síður mikils störf þeirra Sigurjóns og Huldu og hefði viljað að vegur þeirra yrði meiri," sagði Davíð Oddsson. HERB Sigurjón Fjeldsted féll í 10. sæti: „Hef ekki tekið þátt í auglýsinga- stríðinu” „Ég hef ekki staðið mig nógu vel í borgarstjórn, samkvæmt þessum niðurstöðum. Mér líst vel á nýliðana á listanum, þá Árna Sigfússon og Júlíus Hafstein. Ég hef ekki trú á því að öfl innan flokksins hafi unnið gegn minni kosningu. Ég hef.hins vegar aldrei tekið þátt í auglýsinga- stríði og ætla ekki að gera það,“ sagði Sigurjón Fjeldsted borgarfull- trúi, en hann hrapaði í 10. sæti úr 7. sæti. „Það urðu mér vonbrigði," sagði Sigurjón. K.B.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.