Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1985, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON
Ritstjórn: ÞVERHOLT111, SlMI 27022. Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF. ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 400 kr.
Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
Við eigum afmæli
DV á fjögurra ára afmæli í dag, 26. nóvember. Um svipað
leyti eiga forverar blaðsins merkisafmæli. Elzta dagblað
landsins, Vísir, verður 75 ára 10. desember og Dagblaðið
varð tíu ára 8. september. Það er því þreföld ástæða til
fagnaðar.
DV minnist þessara tímamóta með áþreifanlegum
hætti. í fyrsta lagi er flutt í nýtt og eigið húsnæði, sem
reist hefur verið yfir allan rekstur fyrirtækisins. í öðru
lagi er verið að taka í notkun á blaðinu eitt af stærstu
tölvukerfum landsins.
Fram til þessa hefur DV yerið til húsa á ýmsum stöðum
í Reykjavík. Samgangur hefur því oft verið tafsamur.
Þetta hefur háð starfseminni og vafalaust komið niður
á lesendum og auglýsendum. Nú er þessu frumbýlings-
skeiði að ljúka.
Nýja húsið er að Þverholti 11, aðeins steinsnar frá
Hlemmtorgi, miðstöð samgangna í borginni. Ritstjórn
og prentsmiðja fluttu þangað búferlum um helgina.
Áður höfðu almenna skrifstofan, afgreiðsla og smáaug-
lýsingadeild komið sér þar fyrir. Innan skamms verður
auglýsingadeildin komin þangað líka.
Um leið er tekin upp í öllum deildum blaðsins hin
fullkomnasta tækni, sem völ er á. Þungamiðja tækninn-
ar er tölvukerfi frá Norsk Data. Það er óvenjulegt að
því leyti, að það spannar allar deildir DV, framleiðslu,
hönnun, ritstjórn, orðaskiptingu, safnvinnslu, auglýs-
ingar, áskrift, dreifingu, viðskipti og bókhald.
Þetta er eitt af stærstu, fasttengdu tölvukerfum lands-
ins. Fjórar samtengdar tölvur með samanlagt tólf millj-
ón stafa innra minni og tæplega tveggja milljarða stafa
diskaminni þjóna 61 útstöð. Rúmlega þrír fjórðu hlutar
kerfisins eru þegar komnir í notkun.
Sem dæmi um fullkominn hugbúnað tölvukerfisins
má nefna, að því tekst að skipta orðum milli lína með
95% nákvæmni samkvæmt íslenzkum reglum. Það er
mun meiri nákvæmni en áður hefur náðst á þessu sviði.
Talið er, að með viðbótaraðgerðum megi koma ná-
kvæmninni upp í 98%.
Önnur mikilvæg endurbót í tækninni eru tvær nýjar
tölvur, sem setja texta blaðsins með leysigeisla. Hraði
þeirra í vinnslu er gífurlegur, miklu meiri en svarar
öllu því, sem gefið er út á íslenzku. Þar að auki eru
leturgæðin mun betri, svo sem lesendur geta séð. Þær
eru beint tengdar tölvukerfinu.
Búast má við, að einhverjar truflanir verði, meðan
verið er að slípa hina nýju tækni. Vonum við, að lesend-
ur og auglýsendur taki slíku með þolinmæði og skiln-
ingi, enda verði aðlögunartíminn sem allra stytztur.
Þessar miklu og dýru framkvæmdir eru merki um
árangurinn, sem DV hefur náð á fjögurra ára ferli. Þær
sýna, að ekki hafa rætzt hrakspár margra við samein-
ingu Dagblaðsins og Vísis, heldur stendur nýja blaðið
traustum fótum.
Velgengnin er fyrst og fremst lesendum að þakka.
Þeir hafa flykkzt að blaðinu og síðan haldið tryggð við
það. Þeir hafa með stuðningi sínum gert blaðinu kleift
að ráðast í stórvirki. Árangurinn er núna kominn í ljós.
Aðstandendur og starfslið DV vilja nota nýja og betri
aðstöðu og tækni til að varðveita traust lesenda og
halda áfram að gefa út frjálst og óháð blað, sem er fyrst
með fréttirnar og þiggur ekki styrk úr hendi hins opin-
bera. Jónas Kristjánsson
„Augljóst er að atvinnulífið er í rúst eftir ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.
Að breyta vonum
íveruleika
Alþýðubandalagið hefur byr. Það
hefur komið fram að undanfömu.
En af hverju nú - en ekki síðustu
mánuði? Hvað hefur verið að ger-
ast?
Þegar ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar var mynduð komst
hún upp með að skerða kaup um
fjórðung á sama tíma og ránskjör
pg vísitölur mældu skuldimar að
fullu. Fyrstu viðbrögð okkar voru
hvatning til harðrar baráttu.
Verkalýðshreyfmgin var í erfiðri
stöðu. Hún hefur tvisvar á stjórn-
artímabilinu gert samninga í
trausti á verðlagsviðmiðanir. Því
trausti hafa stjórnvöld brugðist.
Verkalýðshreyfingin - eða hluti
hennar - kannaði skattalækkunar-
leið. Ríkisstjórnin hafnaði henni.
Þá samdi hluti verkalýðshreyfing-
arinnar um verulegar kauphækk-
anir. Þær voru allar teknar aftur
með einu pennastriki. Gengislækk-
unin eftir BSRB-verkfallið stafaði
ekki af efnahagslegri nauðsyn
heldur því að ríkisstjórnin vildi
koma í veg fyrir að verkalýðs-
hreyfingin legði til baráttu á ný.
Aðgerðin var hefndaraðgerð til
þess að brjóta verkalýðshreyfing-
una niður.
Vörn í sókn
Ekki er vafi á að þessi aðgerð
hafði áhrif um skeið og þau áhrif
birtust Alþýðubandalaginu einu
stjórnmálaflokka vegna þess að
flokkurinn, starf hans og líf, er
tengt verkalýðshreyfingunni og
baráttu hennar nánari böndum en
nokkrum öðmm flokki. I ljósi
þessa: Að ríkisstjóminni og auð-
mannaklíkunni sem styður hana
hafði tekist að ná fram kaupráninu
og vaxtaokrinu og verkalýðshreyf-
Kjallarinn
SVAVAR GESTSSON
FORMAÐUR
ALÞÝOUBANDALAGSINS
ágreining ákváðum við að reyna
að jafna. Niðurstaðan er sam-
hljóða stuðningur landsfund-
ar við stefnu sem byggist á
samstarfi verkalýðshreyfingar
og flokks í baráttu komandi
mánaða. Fjöldi forystumanna
úr verkalýðshreyfingunni hefur
jafnframt skipað sér beint í
æðstu forystu flokksins.
3. Augljóst er að atvinnulífið er í
rúst eftir ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar. Það hefur ver-
ið sögulegt hlutverk íslenskra
sósíalista hvað eftir annað að
koma atvinnulífinu til bjargar.
Ástæðan er sú að við teljum
óhjákvæmilegt að auka verð-
mæti þjóðarbúsins. Við vitum
að þau verðmæti skila sér ekki
sjálfkrafa til launafólks undir
núverandi ríkisstjórn. Þess
• „Þessa nýju sókn og þann byr sem við
höfum ætlar Alþýðubandalagið að
nota til þess að verða forystuafl í íslenskum
stjórnmálum...“
íngin virtist vamarlaus - í ljósi
þessa ákvað Alþýðubandalagið að
fara rækilega yfir stöðuna. Að-
ferðin var þessi:
1. Fyrst fórum við yfir starfshætti
okkar og áherslur og niðurstað-
an var samhljóða ákvörðun
landsfundar um betra og skil-
virkara flokksstarfskerfi en
áður hefur verið til í íslenskum
stjómmálaflokki.
2. Á undanfömum ámm hefur
iðulega komið fram nokkur
ágreiningur milli flokksins og
forystumanna úr flokknum í
verkalýðshreyfmgu um áherslur
og baráttuaðferðir. Þennan
vegna þarf að skipta um stjórn.
En við ákváðum að hefja nýja
sókn í atvinnulífinu og lands-
fundurinn samþykkti sam-
hljóða áherslur flokksins í þeim
efnum.
4. Efnahagsvandinn er flókinn og
rætur hans teygja sig víða. Efna-
hagskerfið er byggt upp af borg-
araflokkunum. Það tekur tíma
að uppræta meinsemdimar. Það
verður að gera með hærra
kaupi, aukinni félagslegri
þjónustu, en án verðbólgu og
erlendrar skuldasöfnunar.
Alþýðubandalagið samþykkti á
landsfundi sínum meginþætti í
efnahagsáætlun flokksins til
nokkurra ára. Jafnframt sam-
þykkti fundurinn að fela sér-
stakri nefnd að undirbúa þessa
áætlun og nýja sókn í atvinnu-
lífinu enn frekar. Sú nefnd er
þegar sest á rökstóla og um
niðurstöður hennar verður fjall-
að á miðstjórnarfundi í janúar.
Alhliða sókn í undirbúningi
Það er þetta sem við höfum verið
að gera - að undirbúa nýja alhliða
sókn fyrir Alþýðubandalagið og
þar með þjóðina. Straumar, starf
og áherslur falla í einn farveg
þar sem fyrir liggur: Samstaða
um starfshætti og áherslur, sam-
staða um meginþætti heildará-
ætlunar í efnahagsmálum, nýja
sókn í atvinnulífinu og samstaða
flokks og verkalýðshreyfingar í
faglegri og pólitískri baráttu
sem mynda eina heild. Af þessum
fjórum meginástæðum er Alþýðu-
bandalagið nú albúið til þess að
snúa vörn í sókn; og það sem meira
er: I Alþýðubandalaginu birtist
jafnframt afl sem getur breytt
vonum í veruleika.
Loks er þess að geta að unga fólk-
ið setti mark sitt á landsfund
Alþýðubandalagsins meira en
nokkru sinni fyrr. Unga fólkið
er með Alþýðubandalaginu þús-
undum saman. Það sýna umræður
og áhugi undanfarinna daga.
Þessa nýju sókn og þann byr sem
við höfum ætlar Alþýðubandalagið
að nota til þess að verða forystuafl
í íslenskum stjórnmálum til fram-
búðar. Það er afl sem getur kastað
báðum kerfisflokkunum út úr
: stjórnarráðinu þar sem þeir hafa
farið með völdin annar hvor eða
báðir frá því að saga nútímastjórn-
mála hófst á íslandi. Alþýðubanda-
i lagið fetar því ekki sömu braut og
formaður Alþýðuflokksins sem lít-
ur á það sem metnaðarmál og
; keppikefli að fá að vera fangi
íhaldsins. Það kemur ekki til
greina af okkar hálfu. Hér þarf að
byggja upp afl sem getur í sam-
vinnu við verkalýðshreyfinguna
stjórnað landinu í þágu meirihluta
þjóðarinnar - hins vinnandi
manns. Hér ríkir nú pólitísk að-
skilnaðarstefna - fámenni ríki
minnihlutinn heldurfólkinu í fjötr-
um í nafni frelsisins. Það er ekki
frelsi fjöldans heldur ánauð það
er frelsi lítils minnihluta þeirra
5 6% sem réttu lagi eiga samleið
með Sjálfstæðisflokknum. Alþýðu-
bandalagið er eini stjórnmála-
flokkurinn sem getur haft afl og
þrek til þess að brjóta niður víta-
hring öryggisleysis og fátæktar
sem umlykur alþýðuheimilin í
landinu. Þess vegna hefur Alþýðu-
bandalagið byr.
SvavarGestsson.