Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Page 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986. HAGAN Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Speglar og spegilmyndir — til stækkunar og skrauts n i -- ■ i -i :■ Jir' 1 ; .m É» ? fgt. rS f; Xi- | ifkf 1 ; Speglar hafa löngum verið hafðir til annarra nota en að endurspegla fílapensla og graftarbólur. Sú spegih mynd er með þeim fyrstu sem at- huguð er af gaumgæfni á unglingsár- unum. En með árunum breytast áherslurnar. Hrukkurnar, gráu hár- in og hártap fær meiri athygli með tímanum. Speglar hafa sem sagt endurspeglað einstaklingana af öll- um stærðum og gerðum á öllum tímum. Notagildi speglanna er ótvírætt, hver svo sem spegilmyndin er. Skrautgildi speglanna er lika tölu- vert og hefur alltaf verið. Speglar hafa verið notaðir til skrauts í híbýl- um frá alda öðli, en mismikið. I dag eru speglar í tísku. AUÐVELD STÆKKUN MEÐ SPEGLUM Með speglum er hægt að stækka litlar vistarverur ótrúlega mikið. Lítill, mjór gangur stækkar og verður bjartari ef við notum spegla eins og til dæmis er sýnt á einni meðfylgjandi mynd. Lítil stofá í ris- íbúð fær skemmtilegt yfirbragð og stækkar með ákveðinni speglaupp- röðun sem sýnd er á annarri mynd. Þá er þriðja dæmið, sem við höfum í handraðanum nú, speglar á milli tveggja glugga. Speglaflísar sem sýndar eru á myndum þessum eru mjög vinsælar og reyndar tiltölulega ódýrar líka. Víst er að með réttri notkun spegla í híbýlum okkar getum við í mörgum tilfellum gert stórkostlegar breyting- ar til batnaðar með litlum tilkostn- aði. Rétt lýsing við spegla skiptir einnig máli, til dæmis við baðherbergisspeg- ilinn. Verði ykkur litið í spegil og sjáið teygt andlit með bauga undir augum, athugið þá lýsinguna. Sé lampinn fyrir ofan spegilinn er skýr- ingin komin. Það verður ánægju- legra að snyrta sig og raka ef ljósin eru til beggja hliða við baðherbergis- spegilinn. Baugarnir minnka og yfir- bragðið léttist. Spegilmyndin verðurbjartari. -ÞG [ | 1 \h ’/É —< 1 Ym Lítill, mjór gangur stækkar mikið ef við setjum speglaflísar við enda gangsins. Speglaflísar á vegg milli tveggja glugga gjörbreyta herberginu. Nagladekkin valda mestum skaða Hér verður hærra til lofts í annars notalegu herbergi undir súð. Munur á iðgjöldum af heimilis- tryggingum reyndist vera 3% en ekki 4% eins og kom fram vegna rangra upplýsinga engan veginn raunhæfur. Beðið gjald aftimburhúsum vegna bruna- var um upplýsingar um iðgjald að hættu. Þar eð upphæðir þær sem Síðastliðinn fimmtudag birti neytendasíðan niðurstöðu úr könnun sem gerð var í því skyni að afia upplýsinga um iðgjöld af heimilistryggingum hjá hinum ýmsu tryggingafélögum. Þetta virðist því miður ekki hafa tekist sem skyldi og hafa blaðinu borist nokkrar leiðrétti ngar vegna þessa. f ljós kom að nokkur tryggingafé- lög gáfu ekki réttar upplýsingar miðað við það sem um var beðið og varð munurinn á iðgjöldunum, eins og þau voru sýnd í töflunni, viðbættum söluskatti, viðlaga- tryggingu og stimpilgjaldi sem er 600 krónur af 1000.000 kr., eða þeirri upphæð sem gengið var út fró í könnuninni. Utkoman varð því sú að upplýsingarnar urðu bæði villandi og rangar. Af þeirri upphæð, sem tryggt er fyrir, reiknast iðgjald sem er 2,10-2,20 prómill af steinhúsum í þéttbýli en 2,35 prómill í dreifbýli. Nokkur félög eru með hærra ið- bætast við iðgjaldið eru fastar á munurinn á iðgjöldunum aldrei að verða meiri en sem nemur 3%, að undanskildu tryggingafélaginu Ábyrgð sem getur boðið lægri ið- gjöld en með mjög ólíkum skilmál- um enhin félögin. Við biðjumst velvirðingar á þess- um mistökum sem stöfuðu af því að neytendasíðunni hafa, að því er virðist, verið vísvitandi gefnar rangar upplýsingar. -S.Konn Saltáburður á götur hefur nokkuð verið gagnrýndur að undanförnu, á þeim forsendum að saltið leysi mal- bikið upp og tjaran, sem við það myndist, setjist á hjólbarða bifreiða. Þannig geri það meira ógagn en gagn við að eyða hálku sem myndast á vegum og því séu nagladekk nauð- synlegri en ella. En raunin er sú að þarna er hlutun- um snúið við, því saltið leysir ekki upp malbikið, heldur eru það nagl- arnir sem rífa upp asfaltið úr mal- bikinu og það sest síðan utan á þá og gerir þá hála. Því væri æskilegt að fólk sparaði við sig naglana en þess í stað yrði meiri áhersla lögð á að saltbera, því sambland þessara tveggja þátta gerir mikinn skaða. Notkun salts gerir nefnilega bindief- nið í malbikinu stökkara en ella og því þolir það verr naglana og rakinn, sem saltið heldur á malbikinu, minnkar slitþol þess til muna. -S.Konn BETRIUMFERÐARMENNINGII: Ertu með allar perur í lagi? Það kemur að því einhvern tima hjá öllum ökumönnum að pera fari í einhverju ljósanna ó bílnum. Við því er ekkert að gera, það er eðli- legt slit að perur gefi sig. Það er hins vegar mjög erfitt fyrir öku- mann að sjá hvort öll ljósin loga á bílnum, nema hann athugi þau reglulega. Fyrir þá sem ekki nenna út úr bílnum til að athuga slíkt er þó til þægileg aðferð og fljótleg til að kanna hvort öll ökuljósin fram- an og aftan á bílnum eru í lagi eða ekki. Mjög víða í þéttbýli eru stórar, vel fægðar rúður ó verslunarhús- um. Sé bílnum ekið að slíkri rúðu eða bakkað er mjög auðvelt að sjá hvort öll ljósin eru í lagi eða ekki. Perur í ljós flestra bifreiða fást á bensínstöðvum og er mjög gott að eiga varaperu í hanskahólfinu svo ekki þurfi að gera sér ferð fyrir eina peru og oft vill gleymast að kaupa hana þegar keypt er bensín á bílinn. Hvernig væri að við minntum samferðamenn okkar á í umferð- inni, til dæmis með því að blikka ljósunum á þá þegar við sjáum að pera er farin í einhverju ljósi hjá þeim. Þeir yrðu því áreiðanlega fegnir og ekki síður við, ef einhver okkar samferðamanna væri svo vingjarnlegur að láta okkur vita ef ljósunum hjá okkur er ábóta- vant. Til er sá hópur ökumanna sem athugar aðeins einu sinni á óri hvort ökuljósin séu í lagi, það er fyrir bifreiðaskoðun. Sem betur fer fer þeim ökumönnum fjölgandi sem hugsa um og vilja gera eitt- hvað til að stuðla að umferðarör- yggi hér á íslandi. í þeim hópi þyir eðlilegt að fylgjast með því hvort öll ljós bílsins séu í lagi. Ef við mætum bíl, sem er með bilað ökuljós, skulum við gefa honum merki um að ekki sé allt í lagi. E.t.v. veit ökumaðurinn ekki að hann er eineygður. En sumir taka slíkum ábendingum mjög illa og verða öskureiðir ef þeim eru gefin einhver merki. DV-mynd KAE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.