Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Side 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Kartöflur hafa hækkað um 35% —f áar haldbærar skýringar Neytendur virðast lítið betur settir í kartöflumálum en áður hefur verið. 1. desember hækkaði heildsölu- verð á kartöflum um 35%. Heild- sölu- og smásöluálagning er frjáls en sex manna nefnd ákveður verðið sem framleiðendur fá fyrir upp- skeruna og var það skráð 23,43 krónur á kílóið af fyrsta flokks kartöflum. Neytendasíðan hafði samband við þrjá heildsöluaðila til að fá upplýsingar um hækkunina og orsakir hennar. Hækkunin varð á bilinu 33-35% og helsta skýringin, sem fékkst, var sú að nú er farið að þvo kartöflurnar og þótt ekkert fast gjald sé tekið fyrir þvottinn þá sögðu heildsalarnir að hækkun- in væri að mestu leyti komin til vegna þessa. Heildsöluverð á 1 kílói af fyrsta flokks kartöflum , þvegnum og pökkuðum, sést á meðfylgjandi töflu. Heildsala Áður Nú Ágæti 27,85 37,05 Þykkvabæjarkartöflur 28,65 37,05 Kaupfélagið á Svalbarðs- eyri 28,66 35,20 I framhaldi kannaði neytendasíð- an verð á kartöflum í 6 verslunum, 4 í Reykjavík og 2 á Akureyri. Það er nokkuð mismunandi, enda smá- söluálagning frjáls. I öllum versl- ununum nema í Hagkaupi, Skeif- unni, hafði hækkunin orðið jafn- mikil eða meiri en hækkunin á heildsöluverði gaf tilefhi til. Verslun Áður Nú Hagkaup, Skeifunni 33,- 39,- Vörumarkaðurinn, Ár- múla 32,90 42,60 Breiðholtskjör, Arnarbakka 39,- 43,- Dalver,Dalbraut3 39,- 48,- KEA, Hrísalundi 32,95 40,70 Hagkaup, Akureyri 32,75 39,60 Eins og sjá má af þessu virðist sem hin „frjálsa samkeppni" skili sér ekki sem skyldi þar sem hækk- anir verða samtímis hjá heildsölu- aðilum og eina skýringin, sem gefin var á hækkuninni, var kostnaður við þvott á kartöflunum, en jafnvel sú skýring er fremur haldlítil þar sem Ágæti var eina heildsalan sem tók þá nýbreytni upp samfara hækkuninni. Þykkvabæjarkartöfl- ur hafa verið þvegnar um nokkurn tíma og hjá KSÞ var farið „að huga aðþvotti". Þótt gæðamálin hafi vissulega breyst til batnaðar virðast neyt- endur nú lítð betur settir hvað verðlagninguna varðar en áður fyrr í tíð Grænmetisverslunarinn- ar. -S.Konn. (O Erum fluttir T3 C (0 frá Ægisgötu 7 (fí c í Knarrarvog 2 2 rnJ 0) (hús Nýju sendibílastöðvarinnar) m (0 d) > (0 12* símar 68-86-60 iT (B Cö CC 09 68—86—61 Ný endurskoðunarskrifstofa Endurskoðun Rekstrarráðgjöf Opnum í dag nýja endurskoðunarskrifstofu að Síð- umúla 4. Síminn er 687047. Sigurgeir Bóasson viðskiptafræðingur, löggiltur endurskoðandi. HUGMYNDA- Framkvæmdamenn og hugmyndasmiðir hittast Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að gangast fyrir hugmyndastefnu ef næg þátttakafæst. Fyrirhugað er að sýna á hugmyndastefnunni upp- finningar og framleiðsluhæfar hugmyndir, sem til- búnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,- Hafið tilbúið: ^Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -jkortnúmer, og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. Sýningunni er fyrst og fremst ætlað að miðla fram- leiðsluhugmyndum til þeirra sem hafa hug á að fram- leiða, fjármagna eða setja á markað nýjungar í iðn- aði en einnig er henni ætlað að veita upplýsingar um þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra aðila við ný- sköpun í atvinnulífinu. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hugmynda- stefnunni er bent á að snúa sértil Iðnaðarráðuneytis- ins er veitir allar nánari upplýsingar. Þátttökutilkynn- ingum ber að skila til Iðnaðarráðuneytisins fyrir 10. febrúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í ráðuneytinu. Þátttökugjald verður auglýst síðar. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.