Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1986, Síða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. JANÚAR1986. 13 Lánasjóðinn ber að verja Oft hafa vinnubrögð róðherra. í núverandi ríkisstjórn vakið furðu og hneykslun, en segja má að með framkomu Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra nú síðustu dagana hafi keyrt um þverbak. A það einkum við um skipan hans í kennarastöðu í Háskólanum og viðskipti hans við framkvæmda- stjóra Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Lítilsvirðing og þröngsýni Með skipan.í stöðu lektors í ís- • lenskum bókmenntum gekk menntamáláráðherra grófléga gegn vilja dómnefndar og yfirgnæf- andi meirihluta • deildarfundar heimspekideilar ög hafði að erigu þótt bæði dómnefndin og deildar- fundur mæltu eindregið með Helgu Kress bókmenntafræðingi og dós- ent í þessa stöðu. Rökin, sem menntamálaróðherra hefur fært fyrir ákvörðun sinni, eru undarleg og lýsa næsta litlum kunnugleika á tilhögun starfa innan Háskólans. Helga Kress hefur starfað við Háskólann í mörg ár og sinnt rannsóknarskyldu há- skólakennara af miklum dugnaði. Framlag hennar til kvennarann- sókna er veruleg hvatning til ann- arra kvenna að láta til sín taka í akademísku rannsóknarstarfi, og hér gafst gullið tækifæri til að nýta rannsóknir hennar í kennslu. Með þessari stöðuveitingu lítils- virðir ráðherra ekki aðeins starfs- reynslu og þekkingu, heldur sýnir hann ljóslega hug sinn til jafnrétt- ismóla. Hér sannast það marg- sagða, að konur þurfa að vinna tvöfalt á við karlmenn til að sanna hæfni sína - og dugir þó ekki alltaf til. Hér sannast einnig, að jafn- réttislög og yfirlýsingar um afnám mismununar gagnvart konum eru einskis virði, þegar valdsmenn skortir víðsýni og vilja til að fara eftir þeim. Frekleg framkoma Stöðuveitingar að geðþótta ráð- herra eru þó ekkert einsdæmi, þótt þeim hafi fækkað ó síðari árum og nápast einsdæmi, að gengið sé svo freklega gegn vilja ráðgefandi að- ilja sem í þessu tilviki. Hins vegar mun afar fátítt að menn séu sviptir stöðu sinni nánast fyrirvaralaust, svo sem raunin er nú orðin með fyrrverandi framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Óþarft er að rekja þá atburðarás, svo rækileg hefur umfjöllun íjöl- miðla verið. Hér skal aðeins lýst vanþóknun Kvennalistans á ger- ræðislegum vinnubrögðum ráð- herra, sem lýsa fádæma skorti á samstarfshæfileikum og vilja til að leysa vandamál á farsælan hátt með tilliti til allra aðilja og ekki síst málefnisins sjálfs. Með framkomu sinni hefur menntamálaráðherra magnað áhyggjur námsmanna, sem enn mega þola óvissu í stað þess af- komuöryggis, sem Lánasjóðnum er ætlað að veita. Ætlun mennta- málaráðherra sýnist vera að efla óvild í garð sjóðsins með fjargviðri út af innanhússvandamálum og tæknilegum rekstrargöllum til þess Kristín Halldórsdóttir þingkona fyrir Kvennalistann að eiga hægara með að skera niður lónin sjálf. Gegn þessu verður að vinna. Afleiðing láglaunastefnunnar Lánasjóður íslenskra náms- manna tekur vissulega til sín mikið fé, er jafnvel farinn að nálgast heilög vegamálin, og á langt í land með að standa undir sér 90%, eins og stefnt er að. Sjóðnum hefur raunar verið gert æ erfiðara að ná því marki, þar eð of lág bein fram- lög á undanförnum árum hafa neytt hann til mikillar lántöku, sem hefur í för með sér óhóflegan fjármagnskostnað. Á þessu ári munu t.d. fara um 200 milljónir í fjármagnskostnað, meðan inn- heimtar afborganir eru áætlaðar um 80 milljónir á órinu. Ört vaxandi fjárþörf sjóðsins hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Með síauknum menntun- arkröfum og uppbyggingu fram- haldsskóla um allt land hefur láns- hæfum umsóknum að sjálfsögðu fiölgað mikið. Það er gleðileg þró- un, og við eigum að leggja metnað okkar í að búa þannig að náms- fólki, að allir fái notið menntunar og þroskað hæfileika sína óháð kynferði, búsetu eða efiiahag að- Standenda. Því er þó ekki að > leyna, að páinsmenn njóta lítillar samúðar "hjá allstórum hópi fólks, sem ber saman námslán og almenna launa- taxta og finnst óeðlilegt, að náms- lánin tryggi betri kjör. Meinið er þó ekki, að námslánin séu svo há, heldur að launataxtarnir eru of lágir. Hér er aðeins á ferðinni enn ein afleiðingin af láglaunastefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur skekkt allar viðmiðanir. Steinkast úr gierhúsi Framlag ríkissjóðs til Lánasjóðs- ins og lántökuheimild hans á þessu ári nægja engan veginn til fiár- mögnunar útlána samkvæmt gild- andi lögum og reglum. Ef ráðstöf- unarféð verður ekki aukið, þýðir það einfaldlega 30% lækkun allra námslána miðað við eðlilega aukn- ingu lánshæfra umsókna. Þetta var ljóst og viðurkennt af fiármálaráðuneyti þegar í þing- byrjun, en þrátt fyrir stöðuga eftir- grennslan fengust aldrei upplýs- ingar um, hvernig brugðist yrði við þessum vanda, og allar tillögur um aukið framlag voru felldar. Öll meðferð ríkisstjórnarinnar á málefnum Lánasjóðsins einkennist af óskiljanlegu ábyrgðarleysi og lítilsvirðingu. Sé tekin ákvörðun um lækkun nómslána vegna erfið- leika í ríkisfiórmálum, þarf að gera það með góðum fyrirvara og hefja um leið samráð við fulltrúa náms- manna um breytta tilhögun. Að láta hálfb árið líða án þess að gera minnstu 'grein; fyrir tillögum um þau efni naér vitanlega engri átt. Um 2/3 námsióna er úthlutað ,á fyrri helmirigi .ársins og því Ijóst, að ráðstöfunarfé hans verður uppurið á miðju ári, ef ekki verður að gert. Menntamálaráðherra hefur brugðið fyrrverandi framkvæmda- stjóra LÍN um vanrækslu í starfi, m.a. vegna ónákvæmra áætlana hans um fiárþörf. Ásakanir ráð- herra eru steinkast úr glerhúsi. Vandi Lánasjóðsins er kominn í eindaga undir hans stjórn. Kvennapólitískt mál Aðbúnaður námsfólks er kvenna- pólitískt mál, enda hefur Kvenna- listinn frá upphafi látið málefni Lónasjóðs íslenskra námsmanna til sín taka og notað hvert tækifæri til að minna á hlutverk hans og nauðsyn þess að búa vel að honum. Fjárfesting í menntun er forgangs- verkefni að okkar mati. Lánasjóðinn ber að verja gegn árásum skammsýnna manna, sem kunna illa að umgangast fólk. Kristín Halldórsdóttir Burt með bílafríðindin Enn einu sinni hefur fram- kvæmdavaldið komið í veg fyrir að vilji Alþingis um að fella úr gildi bifreiðafríðindi róðherra og emb- ættismanna nái fram að ganga. Fyrirmæli alþingis Alloft hafa bifreiðafríðindi ráð- herra og embættismanna verið til umræðu á Alþingi á undanförnum árum og frumvörp og þingsálykt- anir fluttar til að fella úr gildi þessi fríðindi. Nefnamá: 1. 1978 flutti þáverandi ríkisstjóm frumvarp um að fella úr gildi heimild í tollskró um niðurfell- ingu á aðflutningsgjöldum af bifreiðum ráðherra. - 1 greinar- gerð með þvi frumvarpi kom eftirfarandi fram: „Ríkisstjórnin telur óeðlilegt að ráðherrar fái bifreiðar er verði einkaeign þeirra með öðrum kjörum en almennt gilda í landinu." 2. 1983 fluttu þingmenn Alþýðu- flokksins þingsályktunartillögu sem samþykkt var í maí 1984 þess efnis að felld verði úr gildi bifreiðahlunnindi yfirmanna ríkisstofnana, svo sem ríkis- banka og Framkvæmdastofnun- ar. 3. Á sl. Alþingi fluttu þingmenn Alþýðuflokksins frumvarp um að fella úr gildi ákvæði í tollskrá um bifreiðafríðindi ráðherra. Stjómarflokkamir lögðust gegn samþykkt þessa frumvarps með þeim rökum að reglugerð væri í undirbúningi þar sem þegar í stað yrði tekið fyrir veitingu slíkrafriðinda. Fyrirmæli Alþingis til fram- kvæmdavaldsins eru því skýr í þessu efni: Burt með bifreiðafríð- indi róðherra og embættismanna. Þingflokkar fordæma bílafríðindin Upplýsingar fyrri hluta sl. árs um að bankaráð ríkisbankanna hefðu samþykkt launaauka til handa bankastjórum sem ígildi fyrri bíla- fríðinda urðu tilefni til þess að allir þingflokkar ályktuðu um málið og lýstu vanþóknun á þessari ákvörð- un bankaráðanna. En furðulegar þversagnir áttu sér greinilega stað í gjörðum róðherra á þeim tíma. í sama mánuði og þingflokkar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lýsa vanþóknun sinni á launaauka bankastjóranna, sem var ígildi fyrri bílafríðinda, þá gefur fiármólaráðherra út reglu- gerð, vafalaust með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar, sem fól í sér að sentutala og valin er sem árleg fyrning í nýrri reglu sem nú gildir um bifreiðafríðindi ráð- herra. Sjálfsagt eru þessi fríðindi síðan undanþegin skatti. Ekki er hægt að draga aðra ólyktun af þessu en að ríkisstjórnin gangi í berhögg við vilja Alþingis í þessu efni, því með annarri aðferð er nú fundin leið til þess að ráð- herra geti haldið ígildi þeirra fríð- inda sem ráðherrar áður fengu í JÓHANNA SIGURÐARDOTTIR ÞINGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN a Þorri allra lagafrumvarpa, sem sam- ^ þykkt eru, er saminn af embættis- mönnum. Lögin byggjast síðan í æ ríkara mæli á reglugerðum sem hinir sömu emb- ættismenn semja. ráðherrar, ef þeir svo kjósa, gætu haldið nánast ígildi fyrri bifreiða- fríðinda. Valkostir ráðherra nú samkvæmt nýrri reglugerð eru þessir: 1. Hver róðherra getur fengið til umróða ríkisbifreið sem ríkis- sjóður ber allan kostnað af. 2. Ráðherrar eiga þess kost að nýta eigin bifreið til embættisstarfa og ber þá ríkissjóður allan kostnað af rekstri slíkrar bif- reiðar. Auk þess greiðir ríkis- sjóður ráðherra fyrningarfé sem er ár hvert 20% af virði bifreiðarinnar og skal fyrn- ingarféð reiknað af endurnýj- unarverði bifreiðar á hverj- um tíma. Önnur aðferð, en sömufriðindi Eftirgefm gjöld af bifreiðum ráð- herra samkvæmt fyrri reglu sem gilti voru áætluð um 60% af bíl- verði. Þessa niðurfellingu af gjöld- um gátu ráðherrar fengið á 3ja ára fresti. Það svarar til 20% ó ári af bílverðinu, sem er sama pró- formi niðurfellingar á aðflutnings- gjöldum. Líka bankastjórarnir Framkvæmdavaldið sá líka til þess að bankastjórarnir gætu hald- ið sínum fríðindum - þvert ó vilja Alþingis. Lítum nánar á það. Á Alþingi 22. maí 1984 er sam- þykkt samhljóða tillaga um að fela ríkisstjórninni að fella úr gildi þær reglur sem gilda gagnvart yfir- mönnum ríkisstofnana, svo sem ríkisbanka og Framkvæmdastofn- unar um fríðindi hliðstæð þeim er ráðherrar hafa notið varðandi bif- reiðakaup. Þrátt fyrir þessa samþykkt Al- þingis beinir viðskiptaráðherra því til bankaráðanna í ágúst sl. að hliðsjón verði höfð af nýjum regl- um um bílafríðindi ráðherra við ákvörðun bankaráðanna á bílafríð- indum bankastjóra, þ.e. að í stað niðurfellingar á gjöldum, sem svar- aði til 60% af bílverði, geti banka- róðin nú ákveðið þeim 20% árlegt fyrningarfé af virði bifreiðar. Spyrja má: Var þetta gert með vit- und og vilja þingflokka Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks sem nokkrum vikum áður höfðu lýst vanþóknun sinni ó launaauka til bankastjóra sem ígildi fyrri bíla- fríðinda. Var ný reglugerð um bif- reiðafríðindi ráðherra sett með vitund og vilja þessara flokka. Hafi svo verið er ekki mark takandi á þessum flokkum í þessu efni og siðgæðisvitund þeirra vægast sagt á heldur lágu plani. A.m.k. eitt bankaráða ríkis- bankanna hefur þegar sett reglur um greiðslur á fyrningarfé til bankastjóranna en fulltrúi Al- þýðuflokksins í bankaráðinu greiddi atkvæði gegn þeirri á- kvörðun. Hvert stefnir? Alþingi verður að svara þeirri spurningu hvert stefnir þegar framkvæmdavaldið með svo af- dráttarlausum hætti hunsar vilja Alþingis. - Fjölmörg mál mætti hér nefna sem sýna ljóslega hvernig framkvæmdavaldið hefur gegnum árin haft vilja Alþingis að engu. - Ætla alþingismenn - kjörnir full- trúar fólksins í landinu - áfram að lóta framkvæmdavaldið troða á sér og láta það óáreitt að ákvörðunar- valdið er smátt og smátt að færast yfir til framkvæmdavaldsins og embættismanna. Þorri allra laga- frumvarpa, sem samþykkt eru, er saminn af embættismönnum. Lögin byggjast síðan í æ ríkara mæli á reglugerðum sem hinir sömu emb- ættismenn semja. Alþingier í reynd í vaxandi mæli að verða nokkurs konar afgreiðslu- og stimpilstofnun fyrir embættismenn og fram- kvæmdavaldið. Siðan er það undir hælinn lagt hvort framkvæmda- valdið hrindi í framkvæmd þingsá- lyktunum um ákveðin verkefni sem Álþingi felur ríkisstjórn að fram- ' kvæma. Úti að aka Enn á ný þarf nú að koma til kasta Alþingis að fialla um bif- reiðafríðindi bankastjóra og ráð- herra. Skömmu fyrir þinghlé lagði undirrituð fram fyrirspurn á Al- þingi um bifreiðamál ráðherra og í kjölfar þess þingsályktunartillögu um að fella úr gildi ákvæðið í nýju reglugerðinni um bifreiðamál ráð- herra. Af svörum forsætisráðherra við þessari fyrirspurn er ljóst að ekki einasta er brýnt að fella úr gildi nýjar reglur um bifreiðafríð- indi ráðherra og bankastjóra, held- ur og að kanna ítarlega allan rekstrarkostnað vegna bifreiða róðherra sem dæmi er um að getur numið allt að 137 þúsund krónum á mánuði. Ríkisstjórnin getur ekki ætlast til að launafólk taki orð um aðhald og sparnað alvarlega eða að trú- verðugt sé að ekki sé hægt að bæta sultarkjör láglaunafólksins í landinu á sama tima og ráðherrar skammta sér óhófleg fríðindi og séu svo mikið úti að aka að það kosti ríkissjóð sjöföld mánaðarlaun verkafólks á hverjum mánuði að reka einn ráðherrabíl. Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.