Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 21. TBL. - 76. og 12. ÁRG. - LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986. 38.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. HELGARBLAÐ! TVÖ BLÖÐ í DAG - 56 SÍÐUR RITSTJÓRN AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SI'MI 27022 Frjálst, óháo dagblað ‘J:£: :: . HEIMA ER BEST Hann situr brosandi í stof- unni heima hjá sér. í orðsins fyllstu merkingu því hann á hvergi annars staðar heima. Hann hefur reynt að flytja sig um set eins og margir gera þegar elii kerling lætur á sér kræla; en það gekk ein- faldlega ekki. Heima er best. Eiginkonan sýslar í eld- húsinu á meðan karlinn lætur móðan mása yfir gestum í stofu. Hún hefur smurt brauð með hangi- kjöti sem bersýnilega er ekki úr lofttæmdum pok- um og smákökurnar gætu verið úr dönsku kondítóri. Þær eru samt bakaðar í Húnavatnssýslu. Björn á Löngumýri borðar hins vegar ekki smákök- ur. Segir þær óhollar en étur þess meira af hangi- kjötinu. Kjöt og mjólk hef- ur verið hans lifibrauð í eiginlegri merkingu. Enda segir hann að bændur hafi fram að þessu dáið úr lungnabólgu en ekki blóðtappa. Það er erfitt að ímynda sér þennan mann í stræt- isvagni í höfuðborginni, þó fór hann hringinn í kringum jörðina aðeins tvítugur. Hann verður 81 árs í næsta mánuði og boðskapur hans jafnt til stjórnmálamanna og ann- arra er einfaldur: Búið lít- ið en snoturt. Jón Ormur Halldórsson er aftur á móti 50 árum yngri en Björn á Löngu- mýri og hann er núna í sinni heimsreisu eins og Björn forðum. Jón Ormur ætlar að skrifa um mannlíf og fallegar erlendar borg- ir fyrir helgarblaðið næstu vikurnar og sannast þar að glöggt er gests augað. í þessu blaði fáum við fréttir frá Spáni og kannski verður það Afríka næst. Jón Ormur á örugglega eftir að snúa heim eins og Björn á Löngumýri gerði á sínum tíma. Þá fáum við ef til vill að heyra hversu dásamlegt það er að búa í Reykjavík. Eitt er víst: Heima er best. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.