Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 4
4
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986.
Ri: YA./i V ÍKl RSKÁKMOTIÐ 11.- 23. FEBRÚAR
STERKASTA MOT SEMHALDIÐ
HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI
KEMUR KASPAROV?
Reynt hefur verið að fá heims-
meistarann Kasparov til þess að
taka þátt í mótinu. Hann hefur
sýnt áhuga og reynst jákvæður.
Þó er ekki víst að hann geti komið
vegna hugsanlegs einvígis við
Karpov í febrúar.
Að sögn Þorsteins Þorsteinsson-
ar hjá Skáksambandinu er engin
ástæða til annars en að vera bjart-
sýnn á að Kasparov komi. Honum
hefur verið boðin há upphæð fyrir
vikið. 10 þúsund dollarar er sagt,
eða um 425 þúsund ísl. krónur,
þótt það liggi ekki alveg ljóst fyrir
ennþá.
STERKUSTU
ÞÁTTTAKENDURNIR
Þátttakendur á mótinu eru í
kringum 70 manns, margir sterk-
ustu skákmenn heims. Þarna verða
menn eins og Anthony J. Miles,
sterkasti skákmaður Englendinga,
Sovétmaðurinn Mikhail Tal, fyrr-
um heimsmeistari og Efim Geller,
aðstoðarmaður Spasskys í heims-
meistaraeinvíginu sem haldið var
hér á landi 1972. Bandaríkjamaður-
inn Maxim Dlugy kemur. Hann var
heimsmeistari unglinga 1985. Nú,
svo verða góðkunningjar okkar
fslendinga og vinir, þeir
William Lombardy og Bent Larsen.
„Það reyndist ekki erfitt að fá
þessa bestu skákmenn til landsins.
Island er orðið það stórt númer í
skákheiminum, þetta er sterkt mót
og góð verðlaun í boði,“ sagði
Þorsteinn Þorsteinsson.
-KB
HÆSTU VERÐLAUN
HINGAÐTIL
Heildarverðlaunin á Reykja-
víkurskákmótinu nema um
34.400 doliurum, sem eru um
1,5 milljónir íslenskra króna.
Það eru hæstu verðlaun sem
boðin hafa veríð hérlendis.
Fyrstu verðlaun eru 12.000 doll-
arar eða 510 þúsund, önnur
verðlaun 8.000 dollarar eða
340.000 íslenskar krónur og
þriðju verðlaun 213 þúsund eða
5.000 dollarar.
„Það er uppsveifla núna hjá
Skáksambandinu og við mun-
um ná því að skrapa þessa
peninga saman,“' sagði Þor-
steinn, er DV spurði hann hvort
kostnaðurinn væri þeim ekki
ofviða.
„Við fáum fasta styrki frá
Alþingi á hverju ári, í kríngum
þrjú hundruð þúsund, og svip-
aða upphæð frá Reykjavíkur-
borg,“ sagði Þorsteinn.
UNQUM OG EFNILEGUM
SKAKMÖNNUM BOÐIN
ÞÁTTTAKA
Ætlunin er að leyfa ungum
og efnilegum íslenskum skák-
mönnum að taka þátt í mótinu
þótt þeir hafi engin Elo-stig.
„Við ætlum að gefa þeim tæki-
færi til þess að keppa á alvöru-
móti,“ sagði Þorsteinn.
Friðrik Ólafsson er ekki á
táningaaldrinum en Þosteinn
sagði að nú væri verið að reyna
að fá hann til þátttöku.
„Það er mjög ólíklegt að ég
keppi á mótinu, 99% öruggt að
ég tek ekki þátt. En við skulum
ekki útiloka þetta eina pró-
sent,“ sagði Friðrik Ólafsson
stórmeistari og fyrrum forseti
FIDE, alþjóðaskáksambands-
ins.
Reykjavíkurskákmótið, sem nú er í uppsiglingu og haldið verður 11.- 23. febrúar næstkom-
andi, mun verða það sterkasta sem haldið hefur verið hérlendis til þessa. Tefldar verða U
umferðir.
Stórmeistarar alls staðar að úr heiminum mæta, enda há verðlaun í boði. „Til þess að fá
sterka menn verðum við að bjóða góð verðlaun. Við fslendingar eigum geysilega góðan efni-
við, topp-skákmenn, og við verðum að gefa þeim tækifæri til þess aó keppa á sterkum mót-
um,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands íslands.
Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir og kosta Reykjavíkurskákmótið.
Reykjavíkurborg mun leggja sitt af mörkum, en ekki liggur fyrir hversu háa fjárhæð borgin
leggurfram.
„Það er erfitt að komast á virt skákmót erlendis, ásóknin er mikil. íslensku skákmennirnir
verða að fá tækifæri og það fá þeir á mótum hér á landi ef þau eru nægilega sterk,“ sagði
Þorsteinn.
„Árið 1982 opnuðum við Reykjavíkurskákmótin fyrir útlendinga. Þessi mót eru orðin hátt
skrifuð í skákheiminum í dag, njóta álits og virðingar. Við fáum alltaf sterkari og sterkari
skákmenn hingað,“ sagði formaður Skáksambandsins.
To the Icelandic Chess Federation:
Dear Sirs ,
I have always been impressed by the popularity of chess in
your country. I also have a high respect for Mr Fridrik‘Olafsson
who became the president of FIDE in 1978. Unfortunate1y he was
replaced by someone who has damaged the genuine interests of the
chess world so badly that we can hardly estimate the eventual
consequences of his "acitivities".
I have entitled my good friend GM Andras Adorjan to represent
me in chess affairs in the west and especially to speak for me
in my dealings with FIDE. I would be grateful if yoii would
provide him the opportunity to discuss the state of FIDE today
with the many internationa1 chess players who will participate
in your forthcommg Tournament.
Garry Kasparov Munich,
World Chess Champiqn 27.12.1985
Bréfið sem Kasparov sendi til Skáksambandsins vegna Reykjavík-
urskákmótsins. Hann segist m.a. alltaf hafa verið heillaður af
vinsældum skáklistarinnar á Islandi og bera mikla virðingu fyrir
Friðriki Ólafssyni, fyrrverandi forseta Alþjóðaskáksambandsins.
Ennfremur segir hann að því miður hafi annar tekið við þeirri
stöðu, eða Campomanes. Hann hafi eyðilagt hinn gífurlega áhuga
á skákheiminum það mikið að varla sé hægt að meta raunverulegar
afleiðingar athafna hans fyrir skákina.
Anthony J. Miles, sterkasti
skákmaður Englendinga, kem-
ur.
Heimsmeistarinn Kasparov.
Mjög líklegt að hann komi,
samkvæmt ummælum forseta
Skáksambandsins, enda er
honum boðin há fjárhæð fyrir
vikið.
William Lombardy, stórmeist-
ari og góðkunningi okkar,
mætir. Það var hann sem fór í
fýlu og hvarf með válegum
hætti á alþjóðaskákmótinu í
Vestmannaeyjum í júní síðast-
liðnum.
Sovétmaðurinn Mikhail Tal,
heimsmeistari 1960, keppir.
Umsjón: Katrín Baldursdóttir
íslensku skákstjörnurnar Efri röð: Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson. Neðri
röð: Guðmundur Siguijónsson og Jón L. Árnason, taka þátt í mótinu. Aðeins 1% líkur eru á að
Friðrik Ólafsson, t.h., taki þátt.
ELO-STIGIN
AÐALATRIÐIÐ
Það fær ekki hver sem er að
taka þátt í Reykjavíkurskák-
mótinu. Til þess þarf a.m.k.
2.300 Elo-stig. íslendingar njóta
þó sérstöðu, þeir þurfa 2.200
stig.
íslensku þátttakendurnir,
sem eru undir 2.400 Elo-stigum,
greiða þátttökugjald að upp-
hæð 1.8oo islenskar krónur.
Útlendingar og Islendingar,
sem eru með 2.400 Elo-stig eða
meira, borga ekkert.
Stórmeistarar með 2.600 Elo-
stig eða meira fú 1.000 dollara
alls í dagpeninga eða 42.500
íslenskar. Stórmeistarar með
2.500 til 2.595 Elo-stig fá hins
vegar 500 dollara, eða um 22
þúsund íslenskar. 8.500 íslen-
skar fá þeir stórmeistarar sem
eru með 2.400-2.495 Elo-stig.
„Þetta er enn ein leið til þess
að fá sterkustu skákmennina til
að koma,“ sagði Þorsteinn
Þorsteinsson, forseti Skáksam-
bandsins.
Þorsteinn sagði að nú stæði
yfir auglýsingasöfnun til þess
að létta róðurinn varðandi
kostnaðinn við mótið. „Auglýs-
ingaskilti verða í mótssalnum
sem er á Hótel Loftleiðum.
Einnig munum við gefa út mjög
myndarlegt mótsblað með aug-
lýsingum."