Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986.
13
Er Jakob Magnússon með eitthvað i pokahorninu?
Valgeir Guðjónsson sendi inn tvö lög; samkvæmt
óstaðfestum fregnum.
Axef Einarsson, höfundur hjálparlagsins, stefnir á
Bergen 3. maí.
Jóhann G. Jóhannsson langar líka til Noregs.
HEIMSFRÆGÐ
A NÆSIA HORNI?
- skilafresturinn í Eurovision
útrunninn
„Þetta er eins og að fara í 3-bíó.
Annaðhvort setur maður sig í
ókveðnar stellingar og semur lagið
eða sleppir því,“ sagði Magnús Þór
Sigmundsson tónlistarmaður, að-
spurður hvort hann hefði sent lag
í söngvakeppni sjónvarpsstöðva,
Eurovision. I sama streng tók fé-
lagi hans, Jóhann Helgason..það
er dálítið erfitt að semja beint fyrir
þessa keppni. Eins og stendur er
ég ekki með neitt heppilegt lag en
ég reyni kannski að hrista eitt fram
úr erminni fyrir morgundaginn.
Atlirmeö?
Þetta sagði Jóhann Helgason
fyrir tveim dögum. í dag rann hins
vegar út fresturinn til að skila inn
lögum fyrir söngvakeppnina; þá
fyrstu er íslendingar taka þátt í.
„Ég held að langflestir í bransan-
um taki þátt í þessu,“ sagði Axel
Einarsson, höfundur hjálparlags-
ins, sem selst hefur í tæplega 17.000
eintökum, en Axel sendi lag í
söngvakeppnina. Gott ef ekki fleiri
en eitt. Það sama má segja um
félaga hans, Jóhann G. Jóhanns-
son. Hann er líka með í slagnum.
Tilgangur Eurovision, söngva-
keppni sjónvarpsstöðva, er að örva
samningu vandaðra dægurlaga
með samkeppni og alþjóðlegum
samanburði. Hér á landi verða
valin 10 lög, þau útsett, hljóðrituð
og kynnt, bæði í sjónvarpi og út-
varpi, og síðan verður besta lagið
valið af sérstakri dómnefnd í beinni
sjónvarpsútsendingu 15. mars
næstkomandi. Sigurlagið verður
svo flutt í sjálfri Eurovision-keppn-
inni í Bergen í Noregi 3. maí í vor.
Frjálst framhald
Ef Islendingar sigra í keppninni
í Bergen er höfundi og flytjanda
lagsins í sjálfsvald sett hvernig
þeir haga framhaldinu. Væntan-
lega blasir þá við frægð og frami
enda er talið að 600 milljónir
manna fylgist með Eurovision-
keppninni í beinni útsendingu.
Fullvíst er talið að Magnús Eir-
íksson hafi sent lag, eitt eða fleiri,
í keppnina en hins vegar óvíst með
Stuðmenn.
„Það hefur verið svo mikið að
gera hjá okkur að við höfum ekki
haft tíma til að hugsa þessa hugsun
til enda,“ sagði Jakob Magnússon
nokkrum klukkustundum áður en
skilafresturinn rann út. „En það
er aldrei að vita hvað maður dregur
upp úr pokahorninu. Þessi keppni
er reyndar hið besta mál fyrir alla.“
Fógetinn passar
Valgeir Guðjónsson, einn þeirra
Stuðmanna, mun að öllum líkind-
um hafa sent inn tvö lög þó það
hafi ekki fengist staðfest. Nafn-
leyndin er í hávegum höfð og mun
sjálfur fógetinn sjá til þess að
umslög með nöfnum dægurlagahöf-
undanna verði ekki rofin fyrr en á
úrslitastundu, í beinni útsendingu
í undanúrslitum i sjónvarpssal 15.
mars. -EIR
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
60-80 m3 iðnaðarhúsnæði óskasttil leigu.
Upplýsingar í síma 36288 og 3881 5 eftir kl. 18.00.
ATHUGIÐ! ATHUGIÐ!
UMSJÓNARMENN OG EIGENDUR
FROSK- OG REYKKÖFUNARTÆKJA.
Reglulegt eftirlit með útbúnaði frosk- og reykkafara
er öryggismál. Við bjóðum upp á sérhæfða og viður-
kennda þjónustu sem vert er að kynna sér.
Yfirförum og stillum frosk- og reykköfunartæki.
Þrýstireynum og speglum lofthylki.
Hlöðum lofthylki.
Útvegum varahluti í flestar gerðir tækja.
Lítið inn og fáið ráðleggingar um viðhald og notkun
búnaðarins ykkur að kostnaðarlausu.
FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA.
PRÓFUN HF.
Fiskislóð 1 19 B
121 Reykjavík
P O. Box 1406
Sími: 91-26085
SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
RX-7 sportbíll árg. ’80, ekinn
37 þús. Verfl 450 þús.
s—*—i {.Kttrnauj
323 station árg. ’80, ekinn 86
þús. Verð190þús.
AKSTUW
AKSTUR
323 3 dyra Hatchback árg. '78,
ekinn 74 þús. Verð 140 þús.
626 2 dyra HT árg. '79, ekinn
95 þús. Verfl 210 þús.
RtfYbSSLU
AKSTUR
AKSTUR
323 1300 Saloon árg. '81, ekinn
55 þús. Verð 240 þús.
929 LTD 4 dyra m. öllu árg.
’82, ekinn 42 þús. Verfl 420 þús.
929 station m. vökvast. árg.
’82, ekinn 38 þús. Verð 390 þús.
323 1500 5 dyra Hatchb. árg.
’81, ekinn 71 þús. Verð 240 þús.
929 LTD 2 dyra HT m. öllu árg.
'82, ekinn 23 þús. Verð 450 þús.
Fjöldi annarra bíla á
staðnum.
626 2000 4 dyra árg. '82, ekinn
56 þús. Verð 310 þús.
OPIÐ LAUGARDAGA
FRÁ KL.10-4.
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99