Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Page 15
GOTT FÚLK / SÍA Spariskírteini ríkissjóðs eru góð fjárfesting og skila þér miklum arði. Þú getur valið á milli þriggja möguleika á ríkulegri ávöxtun spari- fjár þíns, þú tekur enga áhættu og ert tryggður gegn hvers konar spá- kaupmennsku. Fleiri njóta góðs af en þú. En það eru fleiri en þú sjálfur sem hagnast á viðskiptunum. Afkomend- ur þínir - æskufólkið sem erfa á landið - nýtur einnig góðs af sparn- aði þínum. Tryggjum framtíð barna okkar. Við þekkjum öll mikilvægi þess að búa vel í haginn fyrir komandi kyn- slóðir. Börnum okkar viljum við tryggja velferð og sem áhyggju- minnsta ævi. Okkur er að sjálfsögðu bæði ljúft og skylt að stuðla að þessu. Ein leiðin til þess er að kaupa spariskírteini og halda með því lánsfé og vöxtum innanlands; hefta erlendar lántökur. Með kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs leggur þú lóð á þessa vog- arskál, sjálfum þér, börnum þínum og barnabörnum til farsældar um ókomin ár. Sölustaðir spariskírteina ríkissjóðs eru: Seðlabanki íslands, viðskiptabank- arnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfa- salar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.