Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1986, Side 27
DV. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986. 27 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir em verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafhvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir em færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir sp^ri- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfúðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs ísiands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364 stig en var 1337 stig í desember og verður 1396 í febrúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21 -31.01. 1986 innlAn með sérkjúrum sjA sérlista llll HÍf 3! l! ii 11 ihi INNLAN úverðtryggð SPARISJÚDSBÆKUR Öbundin innstwöa 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán. uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0 12mán.uppsogn 32,0 34.6 32.0 31.0 33.3 SPARNAÐUR- LANSRÉTTUR Sp.raS 3 5 min. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 29.0 26.0 23.0 29.0 28.0 INNLÁNSSKlRTEINI Til 6 mánaöa 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanaraikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10,0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10,0 10.0 8.0 10.0 10.0 innlAnverðtryggð SPARIREIKNINGAR 3 ja mán. uppsögn 2.0 1,5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarlkjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Starlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 útlAn úverotryggð ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (lorvaxtir) 34.0 2) kge 34.0 kge 32.5 k0« 34.0 ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kge 35.0 kge 33.5 kga kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR VFIRDBAlTUR 31,5 31.5 31,5 31.5 31,5 31,5 31.5 31.5 31.5 ÚTLAN verðtryggð SKULDABRÉF AÖ21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 útlAn TIL FRAVLEIÐSLU SJANBMNMALSI) í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavik, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf tíl uppgjörs vanskÚalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. Islensk tunga KPEML Fyrir stuttu var opnaður nýr veit- ingastaður í miðbænum þar sem Óðal var áður. Þetta er stundum gert til að laða að fólk enda vilja sumir bara fara á nýja staði. Þessi nýi staður ber nafnið Kreml og er vonandi rauður að innan í samræmi við múrana sem hann heitir eftir. Þeir sem hafa átt leið um Austur- völl hafa veitt því athygli að einn rússneskur stafur er á skiltinu fyrir utan Kreml, nefnilega öfugt err. Þetta er vel til fundið. Gallinn er bara sá að öfugt err í rússnesku er aldeilis ekki borið fram eins og íslenskt err heldur eins og -ja-. Rússar tákna err með stafnum -p-. Rússi, sem gengi um Austurvöll, mundi því bera þetta fram „kja- eml“. Og mundi alls ekki fá gæsa- húð og halda að hann væri kominn heim. Orðið pungur Allir vita hvað pungur er, sumir mjög vel eins og gengur. 1 nýútkominni Samheitaorðabók eru jDessi samheiti gefin: hreðjar; skinnpoki. Undir hreðjar er þetta að finna: ft. eistu, pungur, tól sbr. getnaðar- limur. Og undir getnaðarlimur ber þetta fyrir augu: besefi, brúsi, böllur, drengur, sá eineygði, félagi, flanni fugl, fyðill, gráni, göndull, hrókur, hörund, jarl, kompán, leyndarlim- ur, limur, lókur, lunti, möndull, pissi, ponni, reður, riddari, sin, skaufi, svökull, sköndull, snípur, snudda, stíll, sverð, tilli, tippi, tittl- ingur, títa, trýtill, typpi, tytja, völsi. Takið eftir orðinu stíll. Bólu- Hjálmar orti eitt sinn: Mér er orðið stirt um stef, og stílvopn laust í hendi... Það skyldi þó ekki vera að hann ætti við...? En meira um pung. Meiningin kannski er þetta lengra farið en fært er. Vinstri vinur Sumum kann að finnast þessi millifyrirsögn óviðeigandi en orðin eru engu að síður skyld. Vinur er komið af latneska orð- inu venus sem þýðir þokki og ástar- gyðjan Venus er því þessu skyld. Vinstri og sögnin að vinna eru einnig rótskyld orðinu vinur. Fegurð og þokki er þar með vinstra megin í tilverunni sam- kvæmt orðanna hljóðan. Þessu mega menn auðvitað mótmæla ef þeir vilja. Og geta og þora. Eiríkur Brynjólfsson með þessu var auðvitað að grafast fyrir um uppruna orðsins. Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar veitir okkur þá vitn- eskju að það sé á færeysku pungur, dönsku, norsku og sænsku pung og á gotnesku puggs, líklega skylt orðinu poki. Tekið er þó fram að sumir telji orðið vera tökuorð. Vísast er það vegna þess að orðið hefst á -p- en slík orð eru talin tökuorð í íslensku. Dönsk orðabók færir okkur ekk- ert nær sanninum því þar er uppr- uninn talinn óviss. 1 ensku Webster orðabókinni er að finna orðið pung, komið í ensku úr indjánamálum. Stytting úr tom- pong og tow-pong, skylt micmac orðinu tobagun sem þýðir sleði (eða tæki til að draga á) úr skinni. Micmac er mál indjánaþjóðar frá Nýfundnalandi í Kanada. Og lengra komumst við ekki og 68-kynslóðin Undanfarið hefur mönnum verið tíðrætt um svokallaða 68-kynslóð. Það er hinsvegar ekki alveg ljóst við hvað er átt. Eina skilgreiningu heyrði ég um daginn. Hún var sú að þetta væru þeir sem hefðu inn- ritast í menntaskóla árið 1968 og útskrifast stúdentar 1972. Greinilega gölluð skilgreining því ekki fór heil kynslóð í mennta- skóla. Líklega er nákvæm skilgreining þessara orða ekki til en umrædd kynslóð kennir sig við uppreisnar- árið 1968 þegar unglingar í Evrópu steyttu hnefann og voru á móti yfirvöldunum. Það eru fleiri en kynslóðir sem kenna sig við ártal. Eitt sinn starf- aði hópur innan BSRB sem kenndi sig við árið 1979 og kallaðist Andóf 79. Samtökin 78 kenna sig við árið 1978. Þeir sem ekki eru töluglöggir geta komist í bobba yfir öllum þessum ártölum og ég þekki fólk sem ruglar sífellt saman 68- kynslóðinni og Samtökunum 78. Að lokum má minna á að til er aðferð sem kölluð er 69. Hún er ekki kennd við árið 1969.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.